Tíminn - 02.03.1984, Síða 4
FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
Stór stund fyrir
Sunnlendinga
þegar ný 26
rúma hjukrunar-
og sjúkradeild
fyrir aldraða
var vígð
- ------- ’
■ Hin nýja 26 rúma hjúkrunar- og sjúkradeiid var innréttuð í húsi gamla sjúkrahússins á Selfossi.
KOSTNAÐURINN ALGMRLEGA
Jafnréttisráð
Konur eru
sjálfum
sér verstar
■ „Jafnréttisráð harmar það að eina
stétt vinnuveitenda þar sem konur eru
í meirihluta, skuli neita að greiða
hárgreiðslu- og hárskeranemum sam-
bærileg kjör og aðrir iðnnemar fá“,
segir m.a. í bréfi Jafnréttisráðs til
Hárgreiðslumeistarafélags íslands. í
bréfinu er skorað á Hárgreiðslumeist-
arafélagið að semja við ASÍ f.h. hár-
greiðslu - og hárskeranema um kjör
sem eru ekki lakari en kjör annarra
iðnnema og veita nemum þessum sömu
lágmarkslaun.
Bréfið sendi Jafnréttisráð vegna er-
indis sem því barst frá Iðnnemasam-
bandi íslands þar sem athygli var vakin
á því að hárgreiðslu- oghárskeranemar
hafa engin samningsbundin lágmarks-
laun eins og aðrir iðnnemar hafa og
kauptaxtar þeirra séu mun lægri en
þau lágmarkslaun. Jafnframt er bent á
að félög bæði meistara og nema í
þessum greinum eru að meirihluta
skipuð konum. - HEI.
FJÁRMAGNAÐUR AF HBMAFÉ
■ Það var stór stund fyrir marga Sunnlendinga þegar ný 26 rúma
hjúkrunar- og sjúkradeild fyrir aldraða var vigð nýlega í húsi gamla
sjúkrahússins á Selfossi.
Vigsluhátiðinni var fram haldið með opnu húsi og stöðugum kaffiveiting-
um. Alls komu þangað 600 Sunnlendingar til að líta eigin augum árangur
framlaga sinna og fyrirhafnar og allir j
Húsið er 822 fcrmetrar auk 35 fer-
metra viðbyggingar fyrir lyftu og anddyri.
Nánast allt húsið var endurnýjað í hólf
og gólf og öll tæki ný. Kostnaðurinn við
deildina, eins og hún er nú fullbúin, er
rúmar 7 milljónir króna, að sögn sjúkra-
húsráðsmannsins Hafsteins Þorvalds-
sonar. Hefur það algerlega verið fjár-
árangurinn.
magnað af heimafé. Þaraf nema framlög
og gjafir fjölda félagasamtaka og ein-
staklinga svo og afsláttur fyrirtækja af
viðskiptum.sem verið hefur mikill auk
peningagjafa,nú orðið 3.150.(100 kr., eða
um 45% af heildarútgjöldum. Hafsteinn
sagði upphæðina hafa hækkað mikið um
s.l. helgi og gjafir væru enn að berast.
■ Við viglsuathöf nina var afhjúpað skulpturverkið Von, eftir Selfyssinginn
Ármann Einarsson, listamann og bilasmið með meiru. Það var Diðrik
Diðriksson sem afhjúpaði verkið. Við sama tækifæri heiðruðu umsjónaraðil-
ar framkvæmdanna Diðrik með gullúri, sem samnefnara alls sjálfboðaliða-
starfs við framkvæmdirnar, en við þær hefur Diðrik unnið á annað ár án þess
að þiggja fyrir krónu i laun. Tímamyndir Sigurður Sigurjónsson.
Auk allra þeirra miklu gjafa í tækjum og
fleiru, sem kveníélögin og fleiri hafa gefið
stofnuninni, tilkynnti Lionsklúbbur Sel-
foss á vígsludaginn að þeir ætluðu að
gefa sjúkralyftuna (sem komin er í
húsið) og greiddu þá fyrsta hluta af þeirri
560 þús. króna gjöf.
Til viðbótar þessum 3.150.000 króna
gjöfum og framlögum sagði Hafsteinn
koma gífurlega mikla óreikningsfærða
sjálfboðavinnu fjölda manns. Til dæmis
gat Hufsteinn aldraðs manns sem búinn
er að vinna við dcildina alla daga í rúmt
ár án þess að taka eyri fyrir í laun.
Yfirsmiður og faglegur umsjónamaður
framkvæmdanna var Trausti Trausta-
son. byggingarm'istari á Selfossi, sem
Hafsteinn sagði .að átt hefði stóran þátt
í að skapa þá stemmningu sem verið hefur
um framkvæmdina. Miklar skuldir hvíla
þó á deildinni. Vona menn og trúa að
létta megi á þeim með styrk úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra á þessu og
kannski næsta ári.
Að sögn Hafsteins var það Samband
sunnlenskra kvenna sem hafði vissa
forgöngu um að koma þessu verki af
stað. Síðan hafi stéttarfélög og fleiri
félög lagt málinu lið ásamt fjölda ein-
staklinga og fyrirtækja, sem áður segir.
Þessi nýja hjúkrunar- og sjúkradeild
verður rekin sem deild frá Sjúkrahúsi
Suðurlands og þýðir 75% aukningu á
rúmafjölda þess. Sjúkrahúsið er í eigu:
Árness-, Rangárvalla- og V-Skaftafells-
sýslu og Selfosskaupstaðar og verður
það fólk af þessu svæði sem nýtur góðs
af hinni nýju sjúkradeild.
Hafsteinn kvað það von manna aðsem
best samvinna verði ntilli sjúkrahússins
og elliheimilar.na þriggja á þessu svæði,
þannig að sjúkt fólk af heimilunum
komist inn á hjúkrunardeildina og eins
ef fólk komist til sæmilegrar heilsu á
■ Hafsteinn Þorvaldsson, sjukra-
husraðsmaður.
sjúkradeildinni þá fái það inni á
elliheimilunum í staðinn.
Búist er við að hægt verði að taka á
móti fyrstu sjúklingunum upp úr 10.
mars. Og þörfin er mikil. „Yfirlæknirinn
sagði mér áðan að biðlistinn væri tvöfald-
ur á við það sem hægt er að taka á móti
í fyrstu lotu“, sagði Hafsteinn. -
- HEI.
■ Um 600 Sunnlendingar komu um helgina i heimsókn til að fagna þeim
áfanga sem náðst hefur og sjá þá umbreytingu sem orðin er á gamla
spítalanum.
„Reykjavík, góð
heim ad sækja“
í Sjallan-
um á laug-
ardags-
kvöld
■ Að undanförnu hefur staðið yfir
kynningarherferð víða um land á
vegum Reykjavíkurborgar undir yfir-
skriftinni „Reykjavík, góð heim að
sækja", og er markmiðið að kynna
fyrir íbúum landsbyggðarinnar hvað
Reykjavík hefur upp á að bjóða fyrir
innlenda ferðamenn sem hana sækja
heim.
N.k. laugardag verður Reykjavík-
urkynningin í Sjallanum á Akureyri.
Þar verður borinn fram kvöldverður
og honum loknum hefjast skemmti-
atriði, þar sem m.a. koma fram leikar-
ar frá Leikfélagi Reykjavíkur og söng-
varar frá fslensku óperunni. Sýndar
verða tískuvörur frá hinum ýmsu tísku-
vöruverslunum höfuðborgarinnar og
Ástrós Gunnarsdóttir mun sýna verð-
launadans sinn frá síðustu heims-
meistarakeppni diskódansara. Loks
verður bingó þar sem vinningar eru
utanlandsferðir og helgarferðir til
Reykjavíkur með Flugleiðum. Borg-
arstjórinn, Davíð Oddsson, flytur
ávarp í upphafi kvöldsins, en hann
hefur verið í fararbroddi á þeim kynn-
ingarkvöldum sem haldin hafa verið.
- JGK.
Formannafundur
ASÍ
Mótmælir
fjórðungs
niðurskurði
á nýbygging-
ar fram-
kvæmdum
verkamanna-
bústaðanna
■ Formannafundur ASI samþykkti
að mótmæla harðlega þeim 25% niður-
skurði á nýbyggingarframkvæmdum á
vegum stjórna verkamannabústaða
sem nú hafi verið fyrirskipaður. Sagt
er að sá niðurskurður nái til allra
þeirra framkvæmda sem þegar hafi
verið gerðir samningar um og séu í
gangi. Jafnfram varaði fundurinn við
að fjármagn til nýverkefna á þessu
sviði verði skorið niður, eða jafnvel
fellt algerlega niður eins og raddir hafi
heyrst um.