Tíminn - 02.03.1984, Page 18
FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
. 18
fréttir .mmmmmmm
Nýr vísitölugrunnur:
Hlutdeild matvöru
lækkar mjög mikið
■ í stjórnarfrumvarpi um vísitölu
framfærslukostnaðar og skipan Kaup-
gjaldsncfndar er lagt til að tekinn verði
upp nýrvísitölugrundvöllursem byggður
er á niðurstöðum neyslukönnunar árin
1978-79. Grunntala þcssarar vísitölu skal
miðuð við verðlag 1. febrúars.l. ogskal
reiknuð fjórum sinnum á ári. Matthías
Á. Mathiasen viðskiptaráðherra mælti
fyrir frumvarpinu í efri deild.
Útgjaldaskipting samkvæmt neyslu-
könnununni er allbreytt frá núgildandi
grunni sem gcrður var 1964-65. í athuga-
semdum með frumvarpinu segir, að
samanburður á vægi útgjalda á gamla og
nýja grunninum geti leitt til villandi
niðurstöðu vegna mismikilla verðhækk-
ana á tímabilinu sem leið á milli kannan-
anna.
Bf litiö er á matvöruflokkinn í heild er
vægi hanssamkvæmt niðurstöðum 1978/
79-könnunar 21,4%, en hlutdeild mat-
vöru í núgildandi vísitölu á grunntíma
hennar 1968 var 27,9%. Sú tiltölulega
mikla hlutdeild er I. febrúar 1984 komin
upp í 32,2%, vegna vcrulega mciri
verðhækkunar matvöru en orðið hefur á
öðrum vísitöluliðum.
Vægi útgjalda til búvörukaupa í 1968-
vísitölu var á grunntíma hcnnar 13,7%,
og 15,5% í febrúarbyrjun 1984. Mjög
veruleg minnkun hefur orðið á neyslu-
magni eftirtalinna matvörutegunda frá
því, sem er í gildandi vísitölugrunni:
Nýmjólk úr 940 lítrum í 598 lítra,
kartöflur úr 250 kg í 98 kg, strasykur úr
79 kg í 49 kg. Hér verður aö hafa í huga,
að nýja „vísitölufjölskyldan" er minni,
eða 3,66 einstaklingar á móti 3,98 í
gildandi vísitölu. Enn fremur verður aö
taka tillit til þcss, að hér er um að ræða
bein heimilisútgjöld til kaupa á þessum
vörutegundum - neysla á þessum vörum
í mötuneytum og á veitingahúsum, sem
hefur aukist sforlega, er utan við þessar
neyslumagnstölur og hún liggur ekki
fyrir sundurgreind. Þrátt fyrir þetta er
um að ræða verulega raunverulega
minnkun á ncyslu þessara vörutegunda.
Geta má þess, að neyslumagn gos-
drykkja og sælgætis hefur samkvæmt
neyslukönnun 1978/79 stóraukist frá
því, sem það var 1964/65. Mjög vcruleg
aukning hefur og orðið á neyslu nauta-
kjöts, svínakjöts og fuglakjöts.
Útgjöld vegna eigin bifreiðar námu
11,1% af heildarútgjöldum á grunntíma
1968-vísitölu, en í væntanlegum nýjum
grundvelli nema þau 16,1%. 55% af
fjölskyldum núgildandi vísitölu eru með
eigin bifreið, en í nýja grundvellinum
eru allar fjölskyldurnar með eigin bif-
reið,
Veruleg aukning hefm orðið á vægi
útgjalda til tómstundaiðkunar og þess
háttar. Má þar nefna útgjóld lil kaupa á
sjónvarpstækjum, hljómtækjum, mynda-
vélum og alls kyns íþróttabúnaði, svoog
útgjöld vegna tækja, sem hafa komið til
á seinni árum (videotæki, kassettur,
vasatölvur). Þá má nefna stóraukið vægi
útgjalda vegna hestamennsku, viðlegu-
útbúnaðar, skrúðgarðsræktunar, sund-
iðkunar, lax- og silungsveiða, dansnám-
Starfsmaður
í féfagsmiðstöð
Starfsmaður óskast í félagsmiðstöðina Agnarögn
Kópavogi, fullt starf.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmála-
stofnun Kópavogs Digranesvegi 12.
Umsóknarfresturertil9. mars. Nánari upplýsingar
í Agnarögn sími 42902 eða hjátómstundafulltrúa
í síma 41570.
Forstöðumaður
steypustöðvar
Byggingafræðingur eða maður með hliðstæða
menntun eða reynslu óskast til að veita forstöðu
steypustöð á Vestfjörðum.
Forstöðumaðurinn þarf að hafa yfirumsjón með
daglegum rekstri fyrirtækisins og jafnvel geta gert
tilboð í ákveðin verk eða verkþætti.
Umsóknarfrestur til 20. þessa mánaðar.
Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf svo og fjölskyldustærð, sendist af-
greiðslu blaðsins merktar „Vestfirðir“ 1793.
UMFERÐARMENNING
>
Ökum jafnan
á hægri rein
á akreinaskiptum
VegUm. gguMFERÐAR
Uráð
skeiða, nudds og gufubaða, sólarlampa,
o.m.fl.
Liðurinn orlofsferðir til útlanda, sem
er með útgjöldum til veitingahúsa- og
hótelþjónustu neðarlega í yfirlitinu, er
ekki til í gildandi vísitölu, en vægi hans
í væntanlegum nýjum grundvelli er
3,3%.
Þá má að lokum nefna stóraukið vægi
útgjalda til barnagæslu, á dagvistarheim-
ilum, í leikskólum og hjá svo nefndum
dagmömmum.
Skiptina útgjalda í væntanlegum nýjum visitölugrundvelli <>n í núgildandi vísitölu,
hvort tveggja miðað við verðlag I. febrúar 1984.
Utgjaldaupphæöir. kr. Hlutfallslcg skipting
Nýr Núgild. Nýr Núgild.
grunnur grunnur grunnur grunnur
Matvörur 125 ft34 113 399 21,4 32.2
Mjol. grjón. bakaður viirur 15.931 13 756 2.7 3.9
Kjöt. kjótvörur 26 952 28 268 4.6 8.0
Fiskur. fiskvörur 5 4K6 II 212 0.9 3.2
Mjólk. rjómi. ostar. cgg 24 547 24 662 4.2 7.0
Fcitmcti. oliur 6 «15 • 7 157 1.1 2.0
(iricnmcti. ávcxtir. hcro. II 16 225 15 198 2,8 4.3
Kartöllur. vörur úr þcim 2 221 3 232 0.4 0.9
S\kur 1 159 2 059 0.2 0,6
Kal'fi. tc. kakao. súkkulaöi 3 «11 4 035 0.6 1.2
Aörur matvörur 22 697 3 820 3,9 1.1
Drvkkjarvörur. tóbak 26 481 17 969 4.5 . 5.1
Gosilrvkkir og öl 7 294 3 012 1.3 0.9
Áfcngi 6 756 5 821 1.1 1.6
Tóbak 12 431 9 136 2.1 2.6
Föt. skófatnaöur 50 265 40 936 8.5 11.6
Fót 35 732 28 749 6.1 S.l
Vcfnaðarvörur. garn. fataviögcröir o. fl. ... • 4 723 3 445 0.8 1.0
Skófatnaöur 9 «10 8 742 1.6 2.5
Húsnæði. rafmagn. húi 97 112 45 137 16.5 12.8
Húsnæöiskostnaður 65 (MK) 26 350 11.0 7.5
Rafmagns- og hitunarkostnaöur 32 112 18 787 5.5 5.3
Húsgögn. hcimilisbúnaöur 5! 917 24 055 8.8 6.9
Húsgögn. gólfteppi o. fl 18 363 6 484 3.1 1.9
Vcfnaðarmunir til hcimilishalds 9 672 4 307 1.6 1.2
Kæliskápar. önnur rafmagnsbúsáhold 5 171 3 274 0.9 0.9
Boröbúnaöur. glös. cldhúsáhöld o. 11 4 407 2 979 O.K 0.9
Ýmsarvörurogþjónusta til hcimilishalds .. 8'243 5 499 1.4 1.6
Barnahcimilisgjöld. húshjálpo fl 6 061 1 512 1.0 0.4
Hcilsuvcrnd 9 963 6 524 1.7 1.9
Flutningstæki. fcröir. póstur og sími 110 870 53 189 18.8 15.1
Eigin flutningstæki 94 515 39 135 16.1 11.1
Notkun almcnnra lluiningstækja 9 553 9 101 1.6 2.6
Pósturogsími 6 802 4 953 1.1 1.4
Tómstundaiökun og mcnntun 59 604 27 610 10.1 7.9
Tækjabúnaöur 20 337 5 709 3.5 1.6
Opinbcrar sýningar. þjónustao. fl 20 654 8 935 3.5 2.6
Bækur, blöö. tímarit o. fl 15 914 11 210 2.7 3.2
Skólaganga 2 699 1 756 0.4 0.5
Aörar vörur og þjónusta 52 941 19 963 9.0 5.7
Snyrtivörur. snyrting 11 353 6 858 1.9 1.9
Fcröavörur. úr. skartgripir o. fl 6 614 4 165 1.1 1.2
Veitingahúsa- og hótclþjónusta. orlof 31 622 8 601 5.4 2.5
I ryggingar o. 11 2 074 339 0.4 0.1
Pjónusta ót.a 1 278 — 0-2.
Felagsgjöld 4 (K)2 2 937 0.7 0.8
Alls 588 789 351 719 1(M).() 1(K).()
Plast og málmgluggar
Helluhrauni 6 Hafnarfirði
sími 53788
Við minnum á að það þarf ekki fúa-
varnarefni á okkar framleiðslu.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða fólk til
SKRIFSTOFUSTARFA
Æskilegt er að umsækjendur hafi vélritunarkunn-
áttu auk nokkurrar bókhalds- og málakunnáttu.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmanna-
deild.
Atvinnumála-
ráðstefna
Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar efnir til ráðstefnu
um atvinnumál og atvinnuuppbyggingu laugar-
daginn 3. mars n.k. í félagsheimili íþróttahússins
við Strandgötu. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 f.h. og
er opin öllum sem áhuga hafa.
Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar
Kvikmyndir
SALUR 1
Goldfinger
JAMES B0ND IS BACK IN ACTION!
EVERYTHING HE TOUCHES
TURNS TO EXCITEMENT!!!
SEAN CÖNNERYv... oot
GOLDFINGER
Enginn jalnast á við James Bond
007, sem er kominn aftur i heim-
sókn. Hér á hann í höggi viö hinn
kolbrjálaða Goldfinger, sem sér
ekkert nema gull. Myndin er fram-
leidd af Broccoli og Saltzman.
JAMES BOND ER HÉR í TOPP
' FORMI.Aðalhlutverk: Sean Conn-
ery, Gert Frobe, Honor
Blackman, Shirley Eaton, Bern-
ard Lee.
Byggð á sögu eftir lan Fleming.
Leikstjóri: Guy Hamllton
Sýnd kl. 5,7.05,9.10,11.15
SALUR 2
CUJO
mynd gerð eftir sögu Stephen
King. Bókin um Cujo hefur verið
gefin út i milljónum eintaka viðs
vegar um heim og er mest selda
bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir
þá sem una góðum og vel gerðum
spennumyndum
Aðahlutverk: Dee Wallace,
Christopher Stone, Daniel
Hugh-Kelly, Danny Pinatauro
Leikstjóri: Lewis Teague
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 5,7,9.10,11.15
Hækkað verð
SALUR3
Daginn eftir
(The Day After)
Heimsfræg og margumtöluð stór-
mynd sem sett helur allt á annan
endann þar sem hún hefur verið
sýnd. Fáar myndir hala fengið eins
mikla umfjöllun i fjölmiðlum, og
vakið eins mikla athvqii eins og
THEDAYAFTER.
Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo-
beth Williams, John Cullum,
John Lithgow.
Leikstjóri: Nicholas Mcyer.
Sýnd kl. 5,7.30 og 10
SALUR4
V----------------------
Segðu aldrei •
aftur aldrei
Hinn raunveruiegi James Bond’
er mættur aftur til leiks í hinni
splunkunýju mynd Never say nev-
er again. Spenna og grin í há-, ’
marki.
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Klaus Maria Brandauer, Barbara
Carrera, Max Von Sydow, Kim
Basinger, Edward Fox sem „M“.
Byggð á sögu: Kevin McClory,
lan Fleming. Framleiðandi: Jack
Schwartzman. Lelkstjóri: Irvln
. Kershner. Myndln er tekin f
Dolby Sterio.
Sýnd kl. 2.30, 5,7.30 og 10