Tíminn - 03.03.1984, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
13
Bridge
iGuðmundur Sv. Hermannsson.
Bridgehátíð hafin
Italarnir
hættu við
vegna samnings við ítalskt fyrirtæki
■ Það var óneitanlega talsvert áfall þegar
fréttist að ítölsku spilararnir hefðu afboðað
komu sína á Bridgehátíð. Ástæðan mun vera
sú að ítalarnir fjórir spila saman í sveit á
Ítalíu og hafa gert samning við fyrirtæki þar,
og skuldbundið sig til að spila í öllum þeim
mótum á Ítalíu sem fyrirtækið óskar eftir.
Fyrirtækið mun síðan hafa farið fram á það
með litlum fyrirvara að spilaramir tækju þátt
í mótinu á Italíu um þessa helgi og því fór
sem fór. Það er greinilega harður bissniss í
Ítalíunni.
Mótshaldarar Bridgehátíðar brugðust
hratt við og fengu fjóra erlenda spilara með
rúmlega viku fyrirvara til að fylla skarðið.
Þeir eru Tony Forrester og Gus Calderwood
frá Englandi og Göran Petterson og Leif
Svenzon frá Svíþjóð. Forrester spilaði á
síðustu Bridgehátíð og þarf því ekki kynning-
ar við, en Calderwood er sjálfsagt minna
þekktur hér. Hann er Suður-Afríkumaður
að þjóðerni en býr á Englandi og spilar þar,
hefur m.a. spilað í breskum landsliðum og
verið fyrirliði breska landsliðsins á Evrópu-
mótum og Heimsmeistaramótum. Þeir Forr-
ester unnu fyrir skömmu landsliðskeppni
fyrir Chamrosemótið.
Patterson spilaði lengi í unglingaliðinu,
m.a. hér á Norðurlandamótinu 1978 og á
Evrópumótinu sama ár þar sem Svíar urðu í
2.sæti.
Bridgehátíð 1984 hófst í gærkvöldi kl.
20.00 með tvímenningnum og var spilað fram
eftir nóttu. Mótinu verður síðan haldið
áfram í dag oger áformað að því ljúki um kl.
18.00. Á sunnudag hefst síðan sveitakeppni
með þátttöku 32 sveita. Spilaðar vérða 7
umferðir með 16 spila leikum eftir Monrad-
sniði. Fjórar umferðir verða spilaðar á
sunnudag en mótinu lýkur á mánudag. Þá
hefst spilamennska kl. 17.00 og lýkur um kl.
21.00 með verðlaunaafhendingu fyrir bæði
mót.
Bridgesamband íslands, Bridgefélag
Reykjavíkur og Flugleiðir standa að bridge-
hátíð.
Bridgesamband
Reykjaness
forustu, þannig að sigri þeirra verður
naumast ógnað héðanaf.
Röð efstu para er annars þessi:
Sigurður Sverrisson -
Valur Sigurðsson Guðmundur Pétursson - 534
Sigtryggur Sigurðsson Aðalsteinn Jörgensen - 389
Runólfur Pálsson Ásgeir Ásbjörnsson - 351
Guðbrandur Sigurbergsson Jón Ásbjörnsson - 328
Símon Símonarson Jón Páll Sigurjónsson - 319
Sigfús Örn Árnason Helgi Jóhannsson - 271
Páll Valdimarsson Júlíus Snorrason - 210
Sigurður Sigurjónsson Valgarð Blöndal - 205
Þórir Sigursteinsson Jón Baldursson - 205
Hörður Blöndal Guðmundur Páll Arnarson - 204
Þórarinn Sigþórsson 180
Mótinu lýkur n.k. miðvikudag, en þá
verða síðustu sex umferðirnar spilaðar.
Spilamennska fellur niður hjá félaginu
vikuna 11. til 17. mars, en Board a Match
sveitakeppni hefst þriðjudaginn 20. mars
og heidur áfram miðvikudaginn 21.
„TBK“
Síðastliðinn fimmtudag 1. mars var spil-
uð fjórða umferð í Aðalsveitakeppni fé-
lagsins og er þá búinn rúmur helmingur.
Staðan er þessi:
1. sv. Gests Jónssonar 73 stig.
2. sv. Gunnlaugs Óskarssonar 51 stig.
3. sv. Þórðar Jónssonar 51 stig.
4. sv. Gísla Steingrímssonar 50 stig.
5. sv. Antons R. Gunnarssonar 49 stig.
6. sv. Bernharðs Guðmundssonar 45 stig.
Næstkomandi fimmtudag heldur svo
keppnin áfram og eru spilarar beðnir að
mæta tímanlega. Við byrjum kl. 19.30 og
að sjálfsögðu í Domus Medica.
EV- SALURINN
A 3. HÆÐ I FIATHUSINU
800 FERMETRA SÝNINGARSALUR
/ dag se/jum við m.a:
Bronco 1973
Lada 1300 1982
Plymouth Volaré 1977
Chevrolet Concours 1977
SÍFELLD ÞJONUSTA
SIFELLD BÍLASALA
Subaru 1979. EV-KJÖR = SÉRKJÖR.
Mikið magn af notuðum ódýrum bílum er fást
ÁNÚTBORGUNAR
Við lánum i 3, 6, 9 eða jafnvel í 12 mánuði.
Opið alla virka daga kl. 9—18.
Laugardaga kl. 10—16.
ALLT Á SAMA STAÐ 1984
1929
MUNIÐ EV-KJÖRIIM
notodir bílor
J£QJLL í eigu umbodssins
VILHJÁLMSSON HF
Smidjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944
Reykjanesmót í sveitakeppni var spilað
um síðustu helgi með þátttöku 6 sveita.
Sigurvegari varð sveit Hauks Hannessonar
en með honum spiluðu Ragnar Björnsson,
Sævin Bjarnason, Ármann J. Lárusson og
Lárus Hermannsson. Sveitin hlaut 83 stig.
í öðru sæti varð sveit Sigurðar Vilhjálms-
sonar með 57 stig en þessar sveitir fengu
jafnframt rétt til að spila í undanúrslitum
{slandsmótsins í sveitakeppni.
Þá er einnig lokið Reykjanesmóti í
tvímenning. Bræðumir Gísli og Magnús
Torfasynir frá Bridgefélagi Keflavíkur
unnu nokkuð örugglega með 126 stig en í
öðru sæti urðu Sigurður Vilhjálmsson og
Sturla Geirson með 106 stig. í þriðja sæti
enduðu Sævin Bjamason og Ragnar
Björnsson með 94. stig. Mótið var spilað
eina óveðurshelgina í vetur og komust ekki
öll pörin til spilastaðarins seinni daginn en
með góðum vilja tókst að bjarga málunum
við.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Magnús Oddsson og Jón G. Jónsson
unnu aðaltvímenning félagsins með yfir-
burðum en þeir héldu forastunni allt mótið.
Lokaröð varð þessi?
Magnús Oddsson -
Jón G.Jónson 547
Sigurður Ámundason -
Eggert Benónýsson 398
Birgir Sigurðsson -
Oskar Karlsson 394
Baldur Ásgeirsson -
Magnús Halldórsson 362
Benedikt Björnsson
Magnús Björnsson 291
Halldór Helgason -
Sveinn Helgason 263
Árni Jónsson -
Jón Ámundason 209
Albert Þorsteinsson -
Jón Stefánsson 208
Gylfi Baldursson -
Sigurður B. Þorsteinsson 192
Ester Jakobsdóttir -
Valgerður Kristjánsdóttir 185
Næsta mót á vegum félagsins er hrað-
sveitakeppni og hefst hún næsta fimmtu-
dagskvöld. Sveitir geta enn skráð sig hjá
Sigríði sími 42571 fram til mánudags-
kvölds.
Bridgefélag Reykjavíkur
Nú er aðeins sex umferðum ólokið í
aðaltvímenningskeppm félagsins og hafa
þeir Sigurður og Valur náð afgerandi
l
NISSAN SUNNY:
SOLSKINSBILLINN
Sunny þýðir sólríkur og þess vegna köllum við hjá
Ingvari Helgasyni hf. Nissan Sunny sólskinsbíl-
inn. Sólskinsbíllinn á líka ríkulega skilið s.vo fál-
legt nafn. Ekki bara af því að hann er óumdeilan-
lega mjög fallegur bíll, heldur líka vegna þess að
hann er tæknilega einhver fullkomnasti bíll sem
almenningur á völ á að eignast. Sólskinsbíllinn er
framhjóladrifinn, 5-gíra með 1500 cc ohc vél sem
vakið hefur mikla undrun og aðdáun fyrir snerpu
(84 hestöfl) og sparneytni (4,8 1 á
km hraða).
Bíllinn er með fullkominni sjálfstæðri gorma-
fjöðrun á öllum hjólum og 17,5 cm undir lægsta
punkt, sem gerir bæði skíðaferðirnar og sumar-
ferðalögin skemmtileg og pottþétt. Láttu þitt
eigið ímyndunarafl ráða ferðinni við að velja þér
bíl nákvæmlega samkvæmt þínum eigin óskum
því að sólskinsbíllinn er til í 14 gerðum.
Við tökum allar gerðir eldri bíla upp í nýja.
Þú ekur með sólskinsbros á vör í sólskinsbflnum
INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.