Tíminn - 03.03.1984, Qupperneq 6
VIÐ VIUUM LÍTA ÚT EINS OG
■ Boy Gvorge „Ég l'ylgdi honum hiklaust hvert sem er, jafnvel til
sjálfs helvítis", segir Tinna Howard, 14 ára stúlka, sem langar svo til
að líkjast átrúnaðargoðinu sínu, að hún lagði það á sig að sitja í 2 klst.
hjá hárgreiðslukonu sem fléttaði hár hennar í stíl Boy George. Hún
setti ekki einu sinni fyrir sig kostnaðinn við gervihárið, sem var fléttað
saman við, en það kostaði 40 sterlingspund!
■ Toyah „Mig langar til að líta eins brjálæðislega út og Toyah,“
segir Kay Ramsden. Hún er 17 ára og dreymir um að verða leikkona.
Til að ná þessu brjálæðislega útliti varð hún að láta klippa hár sitt á
annan hátt en hún er vön og förðunin er ekki heldur í hefðbundnum
stfl, en henni fannst það borga sig.
■ „Kim Wilde er uppáhaldið mitt", segir 19 ára stúlka, Monica
Lloyd, sem dreymir um að komast inn í hljómplötubransann eins og
fyrirmyndin mikla. Þó að Kim sé ekki þekkt að furðuklæðnaði eða -
förðun, fataðist förðunarmeistaranum ekki, þegar hann var að
umbreyta Monicu í Kim.
■ Sagt er að það sé endanleg
sönnun fyrir vinsældum popp-
stjarna, ef aðdáendur þeirra taka
upp á því að taka upp eftir þeim
klæðaburð, hárgreiðslu og fas.
Er skemmst að minnast þeirra
áhrifa, sem Bítlarnir höfðu á
hártískuna á sínum tíma. En þó
að engin ein hljómsveit eða
söngvari hafi síðan haft jafn
almcnn áhrif á tískuna, eru þeir
þó margir, sem eiga sér svo
trygga aðdáendur, að þeir vilja
allt til vinna að líkjast átrúnað-
argoðunum sínum.
Breskt vikublað bauð fyrir
skemmstu lesendum sínum að-
stoð við að ná sem mestri líkingu
við eftirlætissöngvarann eða -
söngkonuna sína. Ein stúlka ósk-
aði eindregið eftir því að hljóta
útlit Boy Georges, enda segist
hún ekkert sjá undarlegt við það
að karlar noti andlitsfarða, fyrst
konur gera það. „Mér flnnst alveg
dásamlegt hvað hann er sjálf-
stæður, kímnigáfan hans er frá-
bær og hann er rosalega
hæfileikamikill," segir hún.
Hennar eftirlætiseign er bréf,
ritað eigin hendi af George sjálf-
um til hennar persónulega. Þar
að auki á hún meira en 80
myndir af honum og 4 úrklippu-
bækur, sem fjalla um hann. Það
var því lítilvæg fórn til að líkjast
þessum einstæða snillingi, að
augabrúnirnar þurfti að raka af
henni áður en málaðar voru á
hana eftirlíkingar í stíl Boy Ge-
orges!
Önnur stúlka óskaði eindregið
eftir þvi að gerast eftirmynd
Toyah. „Toyah er stórkostleg,
hún er svo dramatísk", sagði
hún. Sjálf segir Toyah það vera
aðalatriðið að vera alltafá undan
öðrum á tískusviðinu. Það segist
hún sjálf sjá vandlega um, enda
vilji hún umfram allt ekki líta út
eins og neinn annar. Það er því
ekki víst, að hún sé mjög hrifin
af þessu uppátæki aðdáanda
síns, sem vill ekki aðeins líkjast
henni í útliti, heldur að öllu öðru
leyti líka!
Þriðja stúlkan vildi líkjast Kim
Wilde og það þótti cinna þyngsta
þrautin. Kim segist nefnilega
vilja vera hún sjálf og ekki kæra
sig um áberandi föt eða snyrt-
ingu. Svo ótrúlega vildi þó til, að
einna auðveldast reyndist að
líkja eftir Kim. Reyndar kom í
Ijós, að þær eiga margt sameigin-
legt, Kim Wilde og unga stúlkan.
Þær eru báðar upprunnar af
sömu slóðum og stúlkan hyggst
ganga sömu skólabraut og Kim,
enda hefur hún líka hug á að
leggja tónlist fyrir sig, ekki þó
sem söngvari, heldur hyggst hún
vinna í stúdíói.
viðtal dagsins
■ „Það voru nú ekki margir
trúaðir á þetta fyrirtæki í
upphafi, ég hef fengið það
framan í mig að ég ætti skilið
að fá bjartsýnisverðlaun
Suðurnesja fyrir þetta til-
tæki“, sagði Þórður Stefáns-
son eigandi gistihússins við
Bláa lónið þegar blaðamaður
ræddi við hann á dögur. m.
Bláa lónið svokallaða er eins
og flestir vita stöðuvatn, heitur
sjór sem kemur upp á yfirborðið
við aflstöðina í Svartsengi. Þar
hjá reisti Þórður Stefánsson veit-
ingamaður gistihús, sem tók til
starfa síðast liðið haust. Um-
hverfið er ólíkt því sem gerist
um önnur gistihús eða hótel á
landinu, og sennilega í heimin-
um. Annars vegar svart hraunið
og hins vegar aflstöðin, spúandi
voldugum gufustrókum til himins
og lónið, þar sem menn geta
baðað sig allan ársins hring og
valið sér þann hita sem þeir
æskja með því að velja sér stað í
lóninu. „Nema þegar norðanátt
er eins og núna," segir Þórður,
„en það er mjög sjaldgæf átt
hér".
Hvernig hefur aðsóknin verið?
„Hún var í lágmarki fyrst, en
síðan hafa menn uppgötvað
möguleika staðarins og aðsóknin
■ Þóröur Stefánsson.
Timamynd Árni Sæberg.
A
HEIMIUSBRAGINN”
AHERSLU
„LEGG
— rætt vid Þórð Stefánssonr sem rekur
gistihús vid Bláa lónid