Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjórl: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristfn Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (fþróttir), Skafti Jónsson. Útiitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Slmi: 86300. Auglýsingasfml 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Alþýðufylkingin ■ Eins og glöggt hefur komið í ljós, hefur verið mikill klofningur í Alþýðubandalaginu síðustu misseri. Annars vegar hafa verið ýmsir helztu verkalýðsleiðtogar flokksins og eldri forustumenn, eins og Lúðvík Jósefsson. Hins vegar hefur verið hópur þeirra, sem telja sig til mennta- manna, og hefur dregið nafn af því. Menntamannahópurinn hefur verið mun róttækari en fyrrnefndi hópurinn og í raun ekki langt milli hans og Fylkingarinnar, sem hefur verið eins konar sértrúarsöfn- uður kommúnista. Leiðtogar menntamannahópsins hafa verið þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Hjörleifur Gutt- ormsson og Svavar Gestsson. Eftir stjórnarskiptin á síðastliðnu vori, töldu forustu- menn menntamannahópsins, að nauðsynlegt væri að reyna að stækka Alþýðubandalagið á þann veg, að ýmsir sértrúarhópar eins og Fylkingin gætu starfað innan þess, án þess að þurfa að leggja starfsemi sína niður. Fordæmið hafði Ólafur Ragnarfrá Bretlandi, þar semTrotskysinnum hefur verið heimilt að starfa í Verkamannaflokknum. í framhaldi af þessari niðurstöðu hófust þeir Ólafur Ragnar og Svavar handa um að breyta lögum Alþýðu- bandalagsins á þann veg, að auðvelt yrði fyrir Fylkinguna og önnur slík félög að starfa innan Alþýðubandalagsins. Slík lagabreyting var samþykkt á landsfundi Alþýðu bandalagsins á síðastliðnu hausti, þótt Lúðvík Jósefsson og fleiri reyndari menn þess vöruðu við henni. Fylkingin lét ekki lengi bíða að ganga í Alþýðubanda- lagið eftir að þessi lagabreyting kom til framkvæmda. Um líkt leyti og Fylkingin gekk í Alþýðubandalagið hófust miklar deilur milli menntamannahópsins og hinna hófsamari manna flokksins um afstöðuna til væntanlegra kjarasamninga. Ásmundur Stefánsson og margir aðrir verkalýðsleiðtogar lögðu áherzlu á að ná eins miklu og unnt væri, miðað við erfitt efnahagsástand og hættu á atvinnuleysi. Ólafur Ragnar Grímsson ogSvavarGestsson vildu hins vegar láta stjórnast af hagsmunum stjórnarandstöðunnar og nota kjarasamningamálið til að koma í veg fyrir, að ríkisstjórnin næði tökum á verðbólg- unni. Þessi ágreiningur hefur að sinni leitt til mikils klofnings í Alþýðubandalaginu. Meirihluti verkalýðsleiðtoganna undir forustu Ásmundar Stefánssonar styður hina nýgerðu kjarasamninga. Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson hamast gegn þeim og beita Þjóðviljanum í áróðri sínum. í Dagsbrún tókst þeim að koma fram vilja sínum, þegar Fylkingarmaðurinn Pétur Tyrfingsson náði forust- unni af Guðmundi J. Guðmundssyni. Allar horfur eru á, að ýmsar breytingar eigi eftir að verða á stefnu og starfi Alþýðubandalagsins, ef mennta- mannahópnum tekst með aðstoð Fylkingarinnar að ná fullum yfirráðum. Vafasamt er þá, að þingmönnum eins og Garðari Sigurðssyni, Guðmundi J. Guðmundssyni, Helga Seljan og Skúla Alexanderssyni takist að halda sætum sínum. Þá er ekki ósennilegt, að nafnbreyting geti verið í vændum. í því sambandi er vert að benda á, að þegar Héðinn Valdimarsson gekk til samvinnu við Kommúnistaflokkinn var nafninu breytt. Þá kom til sögu nafnið Sameiningar- flokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. Enn var nafninu breytt, þegar Hannibal Valdimarsson og fylgismenn hans sameinuðust Sósíalistaflokknum. Þá varð til nafnið Alþýðubandalagið. í framhaldi af þessu kæmi ekki á óvart nú, þótt heiti Alþýðubandalagsins yrði breytt og því gefið nafnið Alþýðufylkingin. Samið í óþökk Alþýðubanda- lagsins Forysta Alþýðubandalags- ins hefur reynt eftir mætti að standa í vegi fyrir að kjara- samningar megi takast. Reynt er eftir megni að koma í veg fyrir að samningarnir séu samþykktir hjá verka- lýðsfélögunum, en það hcfur ekki tekist nema í tiltölulega fáum tilvikum. í hvert sinn sem félagsfundur fellir samn- ingana slær Þjóðviljinn því upp sem stórsigri. En minna er látið þegar samningarnir eru samþykktir, sem oftarer. Alþýðubandalagið er að missa tökin á verkalýðshreyf- ingunni og er meira að segja höfuðvígið fallið. Samning- arnir voru samþykktir á Norðfirði með miklum meiri- hluta atkvæða. Hamagangur Alþýðu- bandalagsins í þessum mál- um er augljós. Tilgangurinn er að fella ríkisstjórnina og koma í veg fyrir að efnahags- stefna hennar nái fram að ganga, því „verkalýðsflokk- urinn“ nærist á verðbólgu og óánægju. Stöðugleiki í efna- hagslífi og atvinnuöryggi grefur undan þeirri marxísku hugmyndafræði sem flokkur- inn boðar. Því verður að magna upp ófrið í þjóðfélag- inu. Haukur Helgason fjallar um samningana og hlut Al- þýðubandalagsins í þeim málum í DV og segir m.a.: „Þeir alþýðusambands- menn, sem mörkuðu stefn- una í samningamálum fyrir rúmri viku, unnu erfitt verk. Einkum mæddi á alþýðu- bandalagsmönnum. Flokks- forysta Alþýðubandalagsins reyndi að banna þeim að semja. Hinir verkalýðssinn- uðu settu þó raunverulegar kjarabætur ofar flokksholl- ustu. Þetta hefursíðarkomið fram við atkvæðagreiðslu í einstökum félögum. Þarhafa margir alþýðubandalags- menn óhlýðnazt dagskipan Svavars Gestssonar, sem heimtar nýja samninga. Samningarnir hafa verið sam- þykktir í Iðju, Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, Verkakvennafélaginu Fram- sókn og ýmsum smærri fé- lögum. Samningarnir voru hins vegar felldir í Dagsbrún, þar sem Guðmundur J. Guðmundsson gerðist bandamaður Svavars, sem þó er harla óvenjulegt í seinni tíð.“ Bestu kjara- bætur sem nú koma til greina „Verkalýðsmönnum er Ijóst, að þessi samningar færa verkafólki þær beztu kjara- bætur, sem nú koma til greina án þess að efnahag þjóðar- innar sé stefnt í voða. Út úr því varð mikill brestur í Alþýðubandalaginu. í þeim flokki munu þær deilur standa lengi enn. Margar launþegafjöl- skyldur eiga í erfiðleikum eftir kjaraskerðinguna í fyrra. Allmargir hafa greitt atkvæði gegn samningunum, sumpart æstir upp af flokks- forystu Alþýðubandalagsins og Þjóðviljanum. Fólk hefur greitt atkvæði gegn samning- unum, af því að flokks- maskína Alþýðubandalags- ins hefur ginnt það til að trúa þvt', að það geti náð ein- hverju meiru. í bandalagi við forystu Alþýðubandalagsins hafa svo verið ýmsir „trotsky- istar" og „maoistar", sem halda, að eitthvað mætti fá út úr ólgu. Þessu hræðslubandalagi hlýtur að mistakast, þegar á móti standa heiðarlegir verkalýðssinnar. Þess vegna tókst þvt'hvorki aðeyðileggja samninga ASÍ né BSRB.“ Síðar segir: „Launþegar eiga ekki samleið með forystu Alþýðu- bandalagsins í tilraunum hennar til að gera sér póli- tískan mat úr erfiðri stöðu þjóðarbúsins. Skynsamleg viðbrögð margra alþýðu- bandalagsmanna í verkalýðs- hreyfingunni sjálfri ættu að sýna launþegum, að þeir geta eftir atvikum unað sænúlega við það, sem fram hefur gengið. Það væri mikið óráð að fara að stofna til vinnu- deilna.“ Það á eftir að koma í ljós hve djúpstæður ágreiningur- inn um samningana er innan Alþýðubandalagsins. Ljóst er að margir verkalýðs- leiðtógar innan flokksins hafa óhlýðnast formanninum og þeirri hirð sem næst honum stendur og er hætt við að þá mætist stálin stinn þegar upp- gjör fer fram. Aðstoðarmaður Alberts? Eins og bent er á hér að framan er það óvenjulegt í seinni tíð að Guðmundur J. gerist bandamaður Svavars, enda voru samningarnir í Dagsbrún ekki felldir til að þóknast honum sérstaklega. En eftir að Fylkingin náði frumkvæði á Dagsbrúnar- fundinum varð Guðmundur J. að sýna að enn væri hann eldhress baráttumaður verkalýðsins og að í forystu- liði Dagsbrúnar væru menn sem töggur er í. Hann samdi því við Albert sem ekki þótti mikið að gera smávinar- greiða og sá Þröstur Ólafsson um framkvæmdina. HP segir svo frá því ráða- bruggi: „Margir hafa velt því fyrir sér hve hratt samkomu- lagið milli Alberts Guð- mundssonar og Guðmundar J. Guðmundssonarformanns Dagsbrúnar gekk fyrir sig. Menn nefna þar einkum gamla vináttu þeirra Alberts og Guðmundar, en megin- ástæðan er þó önnur. Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, var aðstoðar- maður fjármálaráðherra í tíð vinstri stjórnar og er því öllum hnútum ráðuneytisins kunnugur. Það var Þröstur sem undirbjósamkomulagið, benti Guðmundi J. á allar ieiðir innan embættiskerfis- ins og kom málinu á réttan og skjótan hátt fyrir ráðherra eins og vanur aðstoðarmað- ur. Hraðinn var mikilvægur fyrir þá Dagsbrúnarmenn, því undirritunin mátti ekki koma fyrir augu samráðherra Alberts eða forystu Sjálf- stæðisflokksins sem að öllum líkindum myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að stoðva málið. Þetta tókst, og eftir sitja ráðherrar og þing- menn Sjálfstæðisflokksins með sárt ennið. Guðmundur J. er hinsvegar orðinn hetja í verkalýðsfélögum og Al- þýðubandalagi og Þröstur hefur mjög styrkt stöðu sína bak við tjöldin sem verðugur arftaki Guðmundar J. og væntanlegur þingmaður..." fréttir Fjölgar loðdýra- bændum í Eyjafirði? — sameiginlegri fóðurframleiðslu komið á fót ■ „Standsetning á fóðureldhúsi fyrir hökkun á hcinum og fleira góðgæti handa loðdýrum er í burðarliðunum. Að þessu fyrirtæki standa nær 20 bændur í Eyjaflrði og svæðinu austan Fnjóska- dals“ sagði Hjalti Haraldsson,einn loð- dýrabænda í Eyjaflrði, í samtali við Tímann. Með stofnun þessa fyrirtækis verður mun auðveldar fyririoðdýra- bændur í Eyjaflrði að ná í fóður og má reikna með að þeir sem þegar hafa leyfi til loðdýraræktar, en hafa enn ekki sett upp bú.fari senn af stað. Hjalti sagði ennfremur að hingað til hefðu verið fóðurframleiðslur að Böggvinsstöðum við Dalvík og í Greni- vík,en þeir sem að þeim standa ganga inn í væntanlegt samstarf. Stofninn að tækjum fóðureldhússins eru vélar frá Böggvinsstöðum og húsnæðið sem notað verður er gömul síldarverksmiðja á Dalvík sem KEA leigir fyrirtækinu. Ekki liggur enn Ijóst fyrir hver tækja- kostnaður verður en hann verður mikill að sögn Hjalta. Væntanlegirstofnfélagar eru nær 20 talsins, eða 15 eða 16 bú sem nú eru starfandi og svo leyfishafar sem væntanlega fara af stað þegar auðveldara verður að fá fóður. Áætlað er að þarna verði framleidd 2600 tonn af loðdýrafóðri á ári og að framleiðsla hefjist uppúr miðjum apríl. Að þessum málum hefur verið unnið af fimm manna undirbúningsnefnd undir formennsku Úlfars Arasonar á Klöpp, Svalbarðsströnd. Formlega verður geng- ið frá stofnuninni innan fárra daga. Hjalti kvað annars gott hljóð í loðdýrabændum um þessar mundirenda bjartara yfir en oft áður vegna hækkaðs verðs á skinnum. Þess má að lokum geta að 70-80% af fæðu loðdýranna eru þorskbein en auk þess selur, sláturúrgangur og fleira. - b.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.