Tíminn - 10.03.1984, Page 5

Tíminn - 10.03.1984, Page 5
LAUGARDAGUR 10. MARS 1984 5 fréttlr ■ Sævar Ástráðsson, bakarameistari og forstöðumaður brauðgerðar Kaup- félags Ároesinga við nýja brauðasamstæðuvél sem þar hefur nýlega verið tekin í notkun. Brauðgerð Kaupfélags Árnesinga: Afkastagetan hef- ur nær tvöfaldast ■ Afkastageta brauðgerðar Kaupfé- lags Árnesinga hefur nær tvöfaldast og öll starfsaðstaða batnað til muna eftir að K.Á. flutti brauðgerðina f húsnæði fyrrverandi pantanadeildar við Aust- urveg á Selfossi. Jafnframt var véla- kostur endurnýjaður að mestu leyti, m.a. með „MONO“ brauðsamstæðu- vélum frá Bretlandi og nýjum ofnum frá Svfþjóð. Endurbætur og breytingar hússins voru að mestu framkvæmdar af smiðj- um K.Á. Sigfúsi Kristinssyni bygging- armeistara á Selfossi og Vigfúsi Sig- valdasyni múrarameistara í Hvera- gerði. Forstöðumaður brauðgerðar- innar er Sævar Ástráðsson, en við hana vinna nú 9 manns. -HEi ■ Bakarofnar af „Sveba“ gerð. Myndir Sigurður Sigurjónsson. Hálf vandræðaleg staða hjá LÍN: Námsmenn látnir endurgreiða 5% af lánum fyrstu mánaða ársins? ■ Hálfvandræðaleg staða er komin upp hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna þess að samkvæmt lögum frá 1982 segir að lánshlutfall af umframfjárþörf skuii vera 100% frá 1. janúar 1984 og hafa fýrstu úthlutanir lánasjóðsins á árinu verið f samræmi við þau lög. Nú liggur hins vegar fýrir Alþingi frumvarp til lánsQárlaga þar sem gert er ráð fýrir þvf að ákvæðið um 100% hlutfall frestist tU 1. janúar 1985, og verði áfram 95% eins og verið hefur. Verði þetta frum- varp að lögum, sem er mjög iíktegt, þar sem það er RagnhUdur Helgadóttir menntamálaráðherra sem leggur það fram, þá má teljast liklegt að lánasjóður- inn verði að úthluta lægra hlutfaUi umframfjárþarfar síðari hluta þessa árs en 95%, tU þess að halda sig innan 95% rammans á árinu. Þegar Tíminn spurði Sigurjón Valdi- marsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna að því hvort sú staða gæti hugsanlega komið upp að námsmenn sem hefðu fengið 100% lán yrðu krafnir um endurgreiðslur síðar á árinu, sagði Sigurjón: „Ég held að slíkt væri óframkvæmanlegt, enda lítum við alltaf þannig á, að þangað til við höfum endanlega afgreitt lánveitingu þá er allt sem við greiðum út, greiðsla upp í endanlegt lán fyrir námsárið. Við erum búnir að afgreiða allt fyrir árið 1983-1984 nema tvo mánuði, apríl og maí, og frá 1. janúar hefur afgreiðslan miðast við 100% lánveitingu. Það verður því hugs- anlega eitthvað minna en 95% lánveiting sem verður veitt síðar á árinu, ef þetta frumvarp verður að lögum.“ Sigurjón sagði að hér væri ekki um verulegar fjárupphæðir að ræða, en samt sem áður væri þetta hálfvandræðaleg og óviss staða, sem nauðsynlega þarf að fást botn í hið fyrsta. -AB Kort yf ir malar- og grjótnámur á höfudborgarsvædinu komið út: MMliSTORNftÐUR MÖGUmGURMD BÆTTll SNFUUGI ■ Gefíð hefur verið út kort og skrá yfir malar-, sand-, og grjótnámur á höfuð- borgarsvæðinu. Það eru þrjár stofnanir sem staðið hafa að verkinu, Skipulags- stofa höfuðborgarsvæðisins, Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins og Skipu- lag rikisins. Sverrir Sch. Thorsteinsson er höfundur kortsins. Á fundi sem blaðamenn voru boðaðir á var gögnum dreift og „tálin reifuð. Á skrá eru 118 námur, þar af eru 10 fullnýttar, 22 komnar inn f byggð og verða varla nýttar framar og 20 eru nýttar daglega. Ákvæði um náttúru- vemd ná aðeins til einnar námu, Rauð- hóla. í 89 námum eru laus jarðset af 4 ýmsum toga, í 25 er fast berg og á 4 stöðum er efni dælt úr sjó. Árleg efnisþörf á Stór-Reykjavíkur- svæðinu er rúmlega ein milljón rúm- metra, og þar af er hlutur steinsteypu 200 þúsund rúmmetrar. Ljóst er að betra skipulag á vinnslunni myndi leiða af sér verulegan sparnað. Nefnt var að ef stytta mætti flutningsleið um 1 km. 500 metra hvora leið, myndi sparast um 20 þúsund krónur á hverja þúsund rúmmetra, og yrði því heildarsparnaður á höfuðborg- arsvæðinu 200 milljónir króna á ári. Ekkert heildarskipulag er nú fyrir hendi og nær engin samvinna um nýtingu. Fram kom að nóg er til af efni til vinnslu, en þó er skortur á einni tegund ' efnis. Er það steypusandur sem ekki er alkalívirkur. Mest af honum er í Rauðá- mel, en menn sjá nú fram á það að þurfa að framleiða slíkan sand úr bergi, eins og víða er gert erlendis. Slík vinnsla myndi hækka verð á steypu um 10-15%. Stefnt er að því að bæta skipulag á vinnslunni, m.a. með þvt að hver lands- hluti komi sér upp „vitneskjubanka" eða miðstöð á einum stað þar sem hægt verði að fá upplýsingar um námur, lagnir ofan jarðar og neðan o.fl. Þar yrðu e.t.v. gefin út leyfi til nýtingar á námunum gegn gjaldi, og einnig yrði þar haft eftirlit með námunum. -ÁDJ Félag íslenzkra bifreiðaeigenda boðar til almenns félagsfundar að Hótel Tryggvaskála á Selfossi, sunnudaginn 11. marz 1984, kl. 14.00 stundvíslega. . DAGSKRÁ: 1. Kl. 14.00 Ávarp Arinbjörns Kolbeinssonar, formanns F.Í.B. 2. Kl. 14.05 Tilnefning og kjör fundarstjóra og fundarritara. 3. Kl. 14.10 Framsöguerindi ★ Almannavarnir á Suðurlandi (10-15 mín.) Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. ★ Vegakerfið á Suðurlandi og náttúruhamfarir (10-15 mín.) Steingrímur Ingvarsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins. ★ Gildi einkabifreiðarinnar á neyðarstundu (10-15 mín.) Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri F.Í.B. ★ Nýi bílasíminn og fjarskiptabúnaður bifreiðarinnar í neyð (10-15 mín.) Sigurður Þorkelsson, forstjóri tæknideildar Pósts & símamálast. 4. Kl. 15.00 Kaffiveitingar í boði bæjarstjórnar Selfoss 5. Kl. 15.30 Framhald framsöguerinda. ★ Langtíma vegaáætlun (10-15 mín.) Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur. ★ Kostnaður við rekstur einkabifreiðarinnar (10-15 mín.) Tómas H. Sveinsson, viðskiptafræðingur 6. Kl. 16.00 Fyrirspurnir og frjálsar umræður. innflytjendur nýja bílasímans, fyrirtækin Georg Ámundason & Co., og Heimilistæki hf., munu kynna fundarmönnum búnað þennan í fundarhléi. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti! Stjórn F.Í.B. b'élag íslenshra bifreiðaeigenJa

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.