Tíminn - 24.03.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1984, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. MARS 1984 ■ Silfurhundurinn á bfl drottningar Skraut á bifreiðum bresku konungsfjölskyldunnar ■ Víða erlendis er hægt að fá sérstakar númeraplötur á bilana með persónulegum skammstöfunum auk bílnúmersins. Eina konu vitum við t.d. um í Washington, sem hefur skráð á númersskjöld bfls síns ELSKAN og þar fyrir neðan eitthvert númer. Sjálfsagt halda þarlendir, að þetta sé skammstöfun á heimahéraði bflstjórans en vita ekki, að þetta var einn háttur eiginmanns hennar til að sýna henni hug sinn. Breska konungsfjölskyldan gengur lengra í því að sérkenna bfla sina. Þau konunglcgu hafa mörg hver silfurstyttur sem skraut á vélarhlífum á einkabílum sínum. Elísabet drottning cr mikill hundavinur, eins og oft hefur komið fram í blöðum. Hún hefur myndastyttu af veiðihundi framan á sínum bíl, og þegar vel er að gáð sést að hundurinn er með fasana í kjaftinum. Þessi hundur skreytir Land-Roverjeppann, sem drottningin notar á svcitasetrum sínum. Diana skreytir sinn bíl með silfurfroski, sem sagður er gjöf frá eiginmann- inum, sem hefur líklega verið að minna hana á ævintýrið um froskinn sem stúlkan kyssti og varð að prinsi. En þá er spurningin, - í hvað gætu prinsar breyst ef þeir eru kysstir vel og vandlega. Auðvitað hefur Karl prins valið sér sem bílskraut styttu af pólóleikara a hestbaki. Þessi stytta prýðir Ford Granada-bíl prinsins. Hér á landi eru í gildi reglur sem banna slíkt skraut á vélahlífum bíla, vegna þess að það geti verið stórhættulegt, en kannski eru aðrar reglur i Bretlandi, - eða þá að reglurnar gilda ekki fýrir alla jafnt. Pólóleikarinn prýðir Fordinn hans Karls prins. ■ Froskunnn hennar Dtonu. DIANA HEIMTAR SKILNAÐ - EF KARL PRINS FER í KAIAHARI-LEIÐANGURINN — segir í ameríska blaðinu GLOPE ■ „Diana prinsessa hefur ákveðið að yfirgefa Karl eiginmann sinn, - þrátt fyrir það að þau eigi von á barni. Hún er nú í ströngu stríði út af umráðarétti yfir William prins og hinu ófædda barni sínu“. - Þetta hafði amerískur blaðamaður við GLOBE eftir kunnugum við hirðina í Bretlandi. Undanfarnar vikur hefur öðru hverju komist á kreik orðrómur um að ekki væri „kátt í höllinni“, þrátt fyrir að nú ætti krónprinsinn og kona hans von á öðru barni. Ósamkomulag milli þeirra á að hafa byrjað með því, að Karl prins tilkynnti að hann ætlaði að fara í hættulegan leiðangur um Kalahari-eyðimörkina í Suður-Afríku, og vera einn á ferð. Þetta gerðist um svipað leyti og vitnaðist að prinsessan væri aftur barnshafandi. Þeir sem bornir eru fyrir þessari frétt segja að Diana hafi þá tilkynnt við hirðina, að hún ætlaði að fara fram á skilnað og yfirráð yfir börnum þeirra hjóna, William prinsi og hinu ófædda. Sagt er að hún hafi gefið drottningu og hennar sérfræðingum 12 mánaða frest til að ganga frá málum. Hirðin varð sem steini lostin, og gekk maður undir manns hönd að reyna að sætta ungu hjónin. „Þetta er allt svo sorglegt og að manni virðist ónauðsynlegt “, segir vinur þcirra hjóna, „Þau eru eins og dekurbörn, sem þyrfti að taka í og hrista dálítið til, svo þau átti sig á hlutunum.“ Vinir Diönu segja að hún hafi beðið þá um að svipast eftir hentugu húsnæði fyrir sig, því hún vilji fá íbúð fyrir sig og börn sín hið allra fyrsta, hvernig sem gangi með skilnaðarmálin. Drottningin hefur líka reynt að tala um fyrir tengda- dóttur sinni, en allt komið fyrir ekki, að því er sagt er. Þessi frétt hefur verið í biöðum í Bandaríkjunum, en hefur ekki verið staðfest í breskum blöðum, svo ekki skal sagt um sannleiksgildi hennar. ■ Diana og William litli prins eru talin vinsælustu persónur kon- ungsfjölskyldunnar bresku, - ásamt Elizabeth drottningarmóð- ur sem nú er á níræðisaldri. viðtal dagsins Nýtt tímarit, Gróanditin væntanlegt: „FYRST OG FREMST BLAD FYR- IR BÓNDANN Á MÖLINNI" — segir ritstjórinn, Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjumaður ■ Tímaritið Gróandinn, rit um garðyrkju, útilíf og tómstundir mun koma út í fyrsta sinn í kringum mánaðamótin mat, júní, og það er útgáfufélagið Fjölnir sem gefur ritið út, en ritstjóri þess verður Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður. Tíminn ræddi lítillega vtð "aí- stein í tilefni þessa og spurði fyrst hvað yrði það helsta í blaði hans: „í fyrsta blaðinu, sem kemur út um mánaðamótin apríl. maí verða greinar um ræktun rósa og matjurta. Þar verður grein um útivist j' skóglendi. Auk þess verður í þessu tölublaði grein um pottaplöntur, kryddjurtir og sumarblóm. Þá verður þar rætt um fugla og ótal margir fróð- leiksmolar þar að auki.“ - Verður þetta tímarit það faglegs eðlis að það verði einkum kollegar þínir, aðrir garðyrkju- menn, sem hafa gagn af, eða getur hinn almenni áhugarækt- andi einnig notið góðs af? ■ Ilafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður að störfum á vinnustaö sínum í Blómaval. Tímamynd Árni Sæberg t r ► r I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.