Tíminn - 24.03.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.03.1984, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 24. MARS 1984 LAUGARDAGUR 24. MARS 1984 I { 1 'l 'I '1 'l ÍÞRÖTTIR HELGARINNAR ■ Landsflokkaglíman er um helgina Blak: ■ í dag lýkur íslandsmótinu í blaki, ef undan cr skilinn einn leikur í 1. deild kvenna.scmgæti reynst afdrifaríkur, ÍS-Breiðablik. En í dag er leikið í öllum deildum. í fyrstu deild karla leika Frant og Víkingur í íþróttahúsi Hagaskóla klukkan 11.00, oger það úrslitaleikur um fall í aðra deild. Klukkan 12.20 keppa Þrótturog ÍS og er það eins konar forleikur þessara liða, þvf þau leika til úrslita í bikarkeppninni innan tíðar. Klukkan 13.40 keppa Breiðablik og KA í 1. deild kvenna ogklukkan 15.00 Víkingur og Völsungur í 1. deild kvenna. Þessir leikir eru allir í íþróttahúsi Hagaskóla. í annarri deild karla leika Samhygð og Þróttur frá Neskaup - stað á Selfossi klukkan 14.30, og er það úrslita- leikur Suðausturlandsriðils annarrar deildar, tvö efstu liðin mætast. Badminton ■ Um helgina er unglingameistaramót íslands á Akranesi. Keppni hefst í dag árdegis, og úrslitakeppnin hefst árdegis á morgun. Keppt er í öllum greinum, ogöllum flokkum unglinga frá 10-18 ára. Glíma: ■ Landsflokkaglíman er í dag. Glímt veröur frá klukkan I7.(H) ídag í íþróttahúsi Vogaskóla. Alls taka 25 glímumenn þátt, og er það nokkur aukning. Útlit er fyrir spennandi glímu. Borðtennis: ■ íslandsmótið í borðtennis er í Laugardals- höll um helgina. Keppnin hefst klukkan 14.00 í dag, og keppni veður haldið áfram klukkan 13.00 á morgun. Handknattleikur: ■ Úrslitakeppni er í fullum gangi um helg- ina. Úrslitakeppni í efri og neðri hluta I. deildar hófst í gærkvöld og verður áfram haldið í dag og á morgun. Sama gildir um efri hluta annarrar deildar og þriðju deild. Úrslitakeppni efri hluta 1. deildar er f íþróttahúsi Seljaskóla. Þar leika í dag klukkan 14.(X) FH og Stjarnan, og klukkan 15.15 Valur og Víkingur. Á morgun hefst keppni klukkan 20.00, þá leika Vfkingur og FH og Stjarnan og Valur klukkan 21.15. Úrslitakeppni neðri hluta I. deildar er á Akureyri, þar leika í dag klukkan 12.00 KR og Haukar, og klukkan 13.15 Þróttur og KA. Á morgun klukkan 11.00 keppa Haukar og Þróttur og klukkan 12.15 KA og KR. Úrslitakcppni efri hluta annarrar deildar er í Vestmannaeyjum. Þar keppa klukkan 14.00 í dag Fram og Breiðablik, og klukkan 15.15 ÞórogGrótta. Á morgun keppa klukkan II. 00 Grótta og Fram, og klukkan 12.15 Breiðablik og Þór. í þriðju deild karla er nú keppt á Varmá í Mosfellssveit. Þar verður keppt í dag og á morgun. Leikjaröð í dag er fyrst Þór-ÍA, og svo Ármann-Týr, og svo Ármann- Þór. Tímasetning hefur ekki borist. í 1. deild kvenna er iokaumferð um helgina. Tveir leikir voru í gærkvöld, en í dag lcika Fylkir og Fram í Seljaskóla, og á morgun KR og Valur í Seljaskóla, líklega klukkan 18.45. Körfubotti: B f dag keppa Grindavík og Fram í 1. deild karla klukkan 12.(H) í Njarðvík. Klukkan 14.00 keppa Njarðvík og KR í 1. dcild kvcnna. í Borgarnesi mætast í tvígang Skallagrímur og Þór, klukkan 14.(H) í dag og á sama tíma á morgun, það cr í 1. deild karla. Skíði: B Bikarmót i alpagreinum fuilorðinna á skíðum er á Siglufirði um helgina. A Olafsftrði verður bikarmót í göngu og að auki er þar bikarmót í stökki fullorðinna og unglinga, svo og trimmganga. Wmm — í sigurleik Víkinga gegn Stjörnunni, 23-21 B Ásgeir Sigurvinsson á fullri ferð með Stuttgart. Það mun mikið mæða á Ásgeiri og félögum á næstunni í baráttunni um Þýskalandsmeistaratitilinn. ERFID OG SKEMMTUfG KEPPNI FRAMUNDAN segir Asgeir Sigurvinsson, sem ætlar ad taka vftin fyrir Stuttgart á næstunni Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni íþróttafréttamanni Tímans í V-Þýskalandi. I Gengi VFB Stuttgart hefur verið heldur misjafnt að undanförnu. Eftir fjögurra vikna hlé frá keppni vegna frestunar leikja og hlés á deildarkeppninni vegna landsleikja, tapaði liðið mikilvægum stigum í baráttunni um v-þýska meistaratitilinn í leikjum sínum gegn Mönchengladbach (0-2) og Leverkusen (2-2), og var auk þess slegið út úr átta liða úrslitum bikarkeppn- innar af Werder Bremen (0-1). Eftir hlcið var leikjadagskrá Stuttgart mjög erfið, fímrn kappleikir frá 10. til 24. mars. Á þriðjudagskvöldið síðasta lék Stuttgart gegn Bayer Uerdingen og sigraði 4-0 eins og greint var frá hér í blaðinu. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik með Stuttgart, og fékk l.einkunn síðastliðinn fímmtudag. Við hringdum í Ásgeir og spurðum hann um gengi liðsins að undanförnu, og hvernig honum litist á framhaldið. „Það kom loksins að því að við ynnum á þriðjudagskvöldið, er við sigruðum Úerdingen hér heima. Hið langa hlé á deildarkeppninni kom liðinu ákaflega illa, við duttum út úr allri leikæfingu og vorum ekki undir það búnir að mæta hinu mikla álagi sem fylgir því að leika svo marga kappleiki á stuttum tíma. Fyrstu þrír leikir okkar eftir hléið voru allir gegn erfiðum liðum. Þeir voru leiknir á sjö dögum og við höfðum hreinlega ekki kraft til að standast þá þolraun. Sigurinn á þriðjudagskvöldið var því afar mikilvægur til að stappa stálinu í leikmenn, glæða keppnisandann í liðinu og endurheimta sjálfstraustið. Þetta er ekki hvað síst mikilvægt vegna þess að við leikum gegn Köln á laugardag, en Kölnarliðið er afar erfitt heim að sækja. Þeir berjast nú eins og Ijón um rétt til keppni í UEFA-keppn- inni á næsta ári, hafa tapað nokkrum leikjum á heimavelli að undanförnu, og munu því vafalaust mæta grimmir gegn okkur, þar sem þeir mega ekki tapa mörgum stigum til að missa af möguleik- anum á Evrópusæti. Köln hefur einnig harma að hefna gegn okkur, við unnum báða leikina við þá í fyrra með 2-1, og sigruðum þá svo í haust, svo þeir vilja vafalaust jafna eitthvað um metin. Svo má ekki gleyma því að þessi leikur, eins og reyndar allir leikir um þessar mundir, hefur úrslitaþýðingu, ef við ætlum að reyna að vera með í keppninni um meistaratitilinn. Við verð- um að minnsta kosti að ná jafntefli í Köln, og helst að sigra, til að halda í við keppinauta okkar, Hamburger Sport- verein, Bayern Múnchen og Borussia Mönchengladbach." - Nú hefur þér sjálfum gengið vel í undanförnum leikjum, ertu í góðu formi um þessar mundir? Já, ég held að ég sé í allgóðu formi. Mér hefur gengið nokkuð vel í leikjum okkar að undanförnu, þótt liðið hafi stundum leikið fremur illa sem heild og þegar liðið leikur illa og tapar leikjum sem hefðu getað unnist, þá er maður alltaf óánægður, jafnvel þótt maður sjálfur hafi átt góðan Ieik.“ - Nú tókst þú vítaspyrnu í fyrsta skipti eftir langt hlé? „Já, ég hef ekki tekið víti frá því í fyrra, þá klikkaði ég, lét verja hjá mér. Síðan hafa ýmsir spreytt sig á að taka þessi fáu víti sem við höfum fengið dæmd, en með misjöfnum árangri. Svo mér var falið að reyna að nýju. í þetta sinn tókst það. ágætlega, markmaðurinn fór í vitlaust horn, og skotið var fast og hafnaði ofarlega í markhorninu hægra megin. Ætli ég muni ekki reyna aftur við næsta víti sem við fáum.“ - Hvernig líst þér á möguleika ykkar á að hreppa meistaratitilinn? „Þetta er erfið keppni framundan. Við eigum erfiða leiki á útivöllum gegn Bayern Múnchen, Werder Bremen og 1 FC Köln, en hin liðin eiga erfiða leiki eftir. Bayern á eftir að leika í Mönchen- gladbach og Hamborg, og við eigum Hamborg eftir á heimavelli, þannig að allt getur gerst. Þetta verður vafalaust hörð og skemmtileg barátta á endasprett- inum, og ómögulegt að segja um hvernig henni lyktar. Hvert stig sem tapast úr þessu getur reynst ansi dýrmætt þegar upp verður staðið,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson að lokum. _ GÁG B Stjarnan mátti þola tap í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni 1. deildar gegn Víkingi, sem háður var í Seljaskóla í gærkvöldi. Leikurinn endaði 23-21 eftir að staðan hafði verið 14-12 í hálfleik, Víkingum í vil. í þessum leik vakti mesta athygli stórmarkvarsla Birkis Sveinsson- ar sem hafði komið inná fyrir Brynjar Kvaran. Stjarnan náði aðeins forystu í upphafi leiksins 1-0, 2-1, 3-2 og 4-3. En þá slokknaði draumur Garðbæinga næstum því. Víkingar tóku yfirburðarforystu og var hún stærst 14-8. En vonir Stjörnunn- ar voru ekki alveg úti því þeir náðu að minnka niður í tvö mörk gegn núverandi íslandsmeisturum. I síðari hálfleik náðu Víkingar fjög- urra marka forystu 19-15. í kjölfarið fylgdi góður Stjörnukafli og þeir náðu að jafna 20-20. Þá var heldur betur fjör í húsinu sem var fullt af áhorfendum og er í raun of lítið fyrir svona stórkeppni. Stjörnumönnum tókst ekki að halda haus og sigruðu Víkingar 23-21 og voru það Víkingar sem skoruðu síðasta markið. Birkir Sveinsson var valinn maður leiksins af þeim Karli Jóhannssyni,Stein- ari J. Lúðvíkssyni og Gunnsteini Skúla- syni sem skipuðu dómnefnd. Birkir stóð sig mjög vel og máttu Stjörnumenn þakka honum fyrir að sigur Víkinga yrði ekki stærri. Gunnar Einarsson og Eyjólf- Keflvfkingar gefa út meistarablað B Knattspyrnuráð Keflavíkur hefur gefið út „Meistarablað", í tilefni af því að 20 ár eru nú liðin frá því Keflvíkingar urðu síðast Islandsmeistarar í knatt- spyrnu. Blaðið er myndarlegt, 80 blað- síður að stærð, og er í því sagt frá meistaraliðum Keflvíkinga, þeir urðu meistarar 1964, 1969, 1971 og 1973 og bikarmeistarar 1975, og ýmsum sögu- legum viðburðum í knattspyrnulífi Kefl- víkinga. Blaðið er gefið út í 2 þúsund eintökum, og munu leikmenn ÍBK, sem nú eru á förum í æfingaferð til Totten- ham ganga í hús í Keflavík um helgina og selja blaðið. í kvöld mun knattspyrnuráðið efna til meistarafagnaðar í Stapanum. Allir leik- menn sem leikið hafa með meistaralið-' um ÍBK mæta í hófið, og verða þjálfar- arnir sem stjórnað hafa Keflvíkingum til sigurs, Óli B. Jónsson (1964), Hólmbert Friðjónsson (1969), Einar Helgason (1971) og þeir Jón Jóhannesson og Guðni Kjartansson (1975). Jóe Hooley (1973) kemst ekki til landsins. - SÖE Teitur Þórðarson skoraði Franska bikarkeppnin: JSŒNDINOAUÐIN FÓRU BÆÐI AFRAM — Teitur skoraði gegn Sochau B Teitur Þórðarson jafnaði 1-1 fyrir lið sitt í Cannes í síðari leik liðsins við Sochaux í 16 liða úrslitum frönsku bikar- keppninnar. Cannes, sem leikur í ann- arri deild í Frakklandi, er því komið áfram í 8 liða úrslit, því fyrri leikurinn gegn fyrstudeildarliðinu sigraði Cannes 3-0. Sá var leikinn í Cannes. Karl Þórðarson og félagar í Laval komust einnig í 8 liða úrslit, sigruðu Rouen 3-1 í síðari leiknum, en fyrri leikinn vann Rouen 1-0. - SÖE ur Bragason voru bestu útimenn Stjörn- unnar. Hjá Víkingum stóðu Viggó Sig- urðsson. Steinar Birgisson og Sigurður Gunnarsson sig mjög vel í annars nokk- uð góðu liði. Mörk Víkings skoruðu: Viggó Sig- urðsson 6, Steinar Birgisson 5, Sigurður Gunnarsson 5, Karl Þráinsson 3, Guð- mundur Guðmundsson 1, Hilmar Sig- urgíslason 1 og Guðmundur B. Guð- mundsson 1. Leikinn dæmdu Rögnvaldur Erlings og Stefán Arnaldsson. Úrslitakeppnin í 1. deild FH-SIGUR GEGN VAL — sigruðu 24-21 B FH-ingar bættu einum sigrinum við í safnið í gærkvöldi með því að sigra Val í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar. Leikurinn endaði með sigri FH 24-21, eftir að FH hafði haft forystu í hálfleik 10-8. Leikurinn var jafn lengi vel og náðu FH-ingar ekki öruggri forystu fyrr en seint í síðari hálfleik. FH-ingar náðu strax forystu 2-0 en Valsarar svöruðu fljótt fyrir sig og jöfn- uðu 2-2. Aftur náðu Hafnarfjarðarstrák- amir að komast yfir 3-2. Þá náðu Valsmenn góðum leikkafla og náðu þriggja marka forystu 7-4. FH-ingar vöknuðu aftur og náðu að skora fjögur mörk og staðan var orðin 8-7. Staðan var 10-8 í hálfleik eins og áður kom fram. í upphafi síðari hálfleiks náðu Vals- menn aftur að jafna 10-10. Tölur voru jafnar upp í 15-15 en þá náðu FH-ingar að skora þrjú mörk. Valsmenn náðu sér aldrei eftir þessa skotárás og sigruðu því FH-ingarnir örugglega 24-21. Kristján Arason og Hans Guðmunds- son voru bestu menn FH í leiknum í gærkvöldi sem háður var í Seljaskóla. Atli Hilmarsson var í gæslu mest allan leikinn en skoraði samt 5 mörk. Lið Vals var frekar jafnt en þó sýndi markvörður þeirra Elías Haraldsson ágætan leik. Þá átti Stefán Halldórsson góðan kafla í síðari hálfleik. Mörk FH skoruðu: Kristján Arason 9 (5), Atli Hilmarsson 5, Hans Guð- mundsson 5, Pálmi Jónsson 2, Þorgils Óttar 2 og Guðmundur Magnússon 1. Mörk Vals skoruðu: Stefán Halldórs- son 7 (4), Jón Pétur Jónsson 4, Þorbjörn Jensson 3, Ólafur H. Jónsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 1, JúlíusJónsson 1 og Björn Björnsson 1. -BH Skarnírþurftú MÍN EKKI MEД T I I I I I | — sagði Valur Ingimundarson j _B „Mín þurfti ekki med í þessum u~'“ • ' - - - I leikjum, það er nóg af mönnum sem geta ffyllt initt skarð“, sagði Valur Ingimund- Iarson, stigaskorarinn mikli hjá Njarðvík, sem ekki gat leikið með félögum sínum Igegn Val í úrslitum úrvalsdeildarinnar í jkörfuknattleik, eftir að félagar hans |höfðu krækt í íslandsmeistaratitilinn i Ikörfubolta í fyrrakvöld. Margir áhangendur Njarðvíkinga og Iaðrir körfuknattleiksunnendur óttuðust að hið nýja fýrirkomulagá úrvalsdeildar- Ikeppninni, úrslitakeppnin kæmi í veg jfýrir að Njarðvíkingar sem hafa leikið best allra lið í úrvalsdeildinni í vetur,- mundu ná titlinum. þar eð Valurf Ingimundarson meiddist í lok úrvals-| deildarkeppninnar. Svo varð þó ekki,. félagar Vals náðu að tryggja sér íslands-| meistaratitilinn af miklu harðfylgi gegnl hinu vaxandi liði Valsmanna. „Þetta var frábært hjá strákunum, ogl sýnir að það er nóg af góðum körfuknatt-: leiksmönnum í Njarðvík. Það hefði þó| óneitanlega verið gaman að geta leikið. með þeim í úrslitunum“, sagði Valurl Ingimundarson. - BL/SÖE* ■ Fáum hefur líklega orðið það meira gleðiefni að Njarðvíkingar urðu íslandsmeistarar í körfu- knattleik, en Gunnari Þorvarðarsyni, þjálfara liðsins. Það má einnig lesa úr svip hans, er hann lítur bikarinn fagra á myndinni hér að ofan, en hann heldur um gripinn ásamt Júlíusi Valgeirssyni fyirliða liðsins. Á myndinni hér til hliðar sjást aðdáendur Njarðvíkur kasta hetju úrslitakeppn- innar, Sturlu Örlygssyni hátt í loft. Sturla lék stórt hlutverk í báðum leikjunum gegn Val, og skoraði sigurkörfuna í báðum leikjunum, þremur sekúnd- um fyrír leikslok í leiknum á þríðjudag, og sex sekúndum fyrír leikslok í fyrrakvöld. Njarðvíking- ar stóðu sig vel, og frá ámaðaróskir frá Tímanum. -SÖE/Tímamyndir Róbert „LflGMARKSUNDIRBUNINGUR — hjá A-landslidinu fyrir B-keppnina segir Bogdan - verður að endurskipuleggja deildakeppnina v B „Þelta er algjör lágmarksundirbún- ingur sam áætlaður er fyrir íslenska landsliðið fyrir næstu B-heimsmeistara- keppni, það er á hreinu að við náum ekki helmingi þess tíma og leikja sem önnur lið sem undirbúa sig undir þessa keppni, og róðurinn verður þess vegna mjög erfið- ur. Við munum heldur ekki ná toppár- angri, cins og margir ætlast áreiðanlega til af okkur fyrr,cn í B-keppninni, þá er miðað við að liðið verði á toppi“, sagði Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari í handknattleik meðal annars á blaða- maanafundi í vikunni, sem haldinn var vegna nýafstaðinna landsleikja hjá hand- boltalandsliðunum og áframhaldandi æfingadagskrá karla og kvennaliðanna. íslenska karlalandsliðið mun hefja æfingar strax eftir að úrslitakeppninni er lokið, en æfingar liggja nú niðri vegna hennar. Liðið mun æfa stíft í þrjár vikur í maí, síðan verður tveggja mánaða árleg hvíld handknattleiksmanna í júní og júlí. í ágúst mun liðið koma saman til æfinga, sem verða í þrjár fyrstu vikurnar af ágúst, síðan farið í æfingaferð til V-Þýskalands 23. ágúst, þar sem leikið verður við v-þýsk félags- lið. Hugsanlega koma þá tveir leikir hér heima við Dani. sem ekki er ákveðið, Frakkar koma hingað að líkindum í nóvember, og leikið verður hér heima við Svía í byrjun desember. Svisslend- ingar koma líklega hingað milli jóla og nýárs. En sem stendur miðast undirbún- ingurinn við Norðurlandamótið, sem haldið verður í Finniandi í október, og kemur það á milli þeirra landsleikja sem hér eru áður nefndir. Bogdan sagði að íslendingar væru algerir áhugamenn í handknattleik, að líkindum þeir einu. Það hamlaði æfinga- sókn og uppbyggingu að handknatt- leikurin hér væri fjárvana, menn væru mjög bundnir í sinni vinnu, og því yrðu jafnvel landsliðsæfingar oft að víkja hjá mönnum. Þetta sagði Bogdan að veikti stöðu íslands þegar að B-keppninni kæmi. Bogdan sagði að mörgu mætti um kenna, svo sem einskis nýtu íslandsmóti, þar sem litlu máli skipti hvernig hver einstakur leikur færi í forkeppninni, ef Alsjálfvirk- einföld - lið væru annaðhvort meðal hinna fjög- urra efstu eða fjögurra neðstu. „Það er algert skilyrði að stigin fylgi liðum í úrslitakeppnina, ef óbreytt leikfyrir- komulag helst," sagði Bogdan. „En það cr hægt að gera þetta ööruvísi, með því að Ijúka deildakeppninni fyrir jól, og hafa síðan tveggja og hálfs mánaðar hlé fram á úrslitakeppni, þá geta liðin bygg( sig markvisst upp fyrir báða hluta keppn- innar", sagði landsliðsþjálfarinn. „Það verður að laga íslandsmótið, megin or- sökin fyrir því að menn ná ekki betri einbeitingu í landsleikjum, eða æfingum í tengslum við landsliðið, er að hér er léleg deildarkeppni, leikirnir skipta engu máli, menn komast upp með aðæfa lítið, og jafnvel spila heilt mót æfingarlausir. Þetta er eðlilegt, umbunin er engin. Það verður að bæta alla hluti í þessu, og að sjálfsögðu verðum við að fá alla sterk- ustu mennina til að vera með í landsliðs- æfingum, eins og „útlendingana" þrjá, það er dýrt en það verður að vera, enda er unnið að því", sagði Bogdan Kowal- czyk. - SÖE. 4 ENDURBÆTT DISKFILMA ODAK Ljósmyndun verður leikur einn.fyrir hvem sem er.með Kodak Diskmyndavélinni. Hún hugsar fyrir öllu, þú smellir bara af. Cr Vel á minnst, hefur þú hugsað fyrir íermingar- gjöfinni? Kodak Dlskur 3600 Kodak Diskur 4000 Kodak Diskur 6000 Kodak Dtskur 8000 1990 kr 2400 kr. 3200 kr 4200 kr. HfiNS PETERSEN HF BANKASTRÆTÍ GLCSIBÆ AUSTURVERI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT umsjón: SamúeJ Öm Eriingsson STÓRMARKVARSLA BIRKIS NÆGÐISTJÖRNUNNIEKKI F

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.