Tíminn - 24.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1984, Blaðsíða 8
8' Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prótarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Ræktun nytja- skóga ■ Jón Helgason landbúnaðarráðherra mælti nýlega á Alþingi fyrir frumvarpi um.ræktun nytjaskóga. Samkvæmt frumvarpinu bætist nýr kafli inn í skógræktarlögin, sem ber heitið: Um ræktun skóga á bújörðum. Ráðherrann gat þess í upphafi máls síns, að reynslan hefði sýnt, að á ýmsum stöðum má rækta skóg til viðarframleiðslu. Horfa menn þar m.a. til þess árangurs, sem náðst hefur í Fljótsdal í Norður Múlasýslu, en á árinu 1969 veitti Alþingi 500 þús. kr. fjárveitingu til framkvæmda við sérstaka áætlun um skógrækt á bújörðum þar. Skógræktargirðingar skv. Fljótsdalsáætlun eru nú á 12 jörðum og ná yfir um 450 hektara. Fyrst var plantað þarna 1970 og hafa hæstu lerkitrén þegar náð 5 metra hæð. Mikill og vaxandi áhugi er nú fyrir því meðal forvígismanna skógræktarmála að hafizt verði handa um enn frekari skógrækt í þeim tilgangi að koma upp nytjaskógum á bújörðum og leggja þannig grunninn að nýrri búgrein hér á landi. Er fýrirhugað að unnið verði að slíkri ræktun með skipulegum hætti og á grundvelli sérstakra áætlana um nytjaskóga. Með ræktun nytjaskóga er verið að leggja í sjóð fyrir framtíðina. Slík fjárfesting fer oftast ekki að skila tekjum fyrr en eftir 25-30 ár og er því talið nauðsynlegt og eðlilegt að hið opinbera stuðli að því að þessi nýja búgrein geti orðið að raunveruleika líka hér á landi. Helztu atriði frumvarpsins eru þessi: 1. Ríkissjóður styrkir ræktun nytjaskóga á bújörðum í þeim héruðum landsins, þar sem skógræktarskilyrði eru vænleg eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum hverju sinni. 2. Styrkur ríkissjóðs má nema allt að 80% við stofnun undirbúnings skógræktar landsins. 3. Sett eru ýmis skilyrði fyrir styrkveitingunni, svo sem að gerð hafi verið skógræktaráætlun fyrir viðkomandi svæði og fyrir liggi samningur milli Skógræktar ríkisins og viðkomandi bónda um skógræktarlandið og framkvæmdir. 4. Settar eru reglur um meðferð skógræktarlandsins. Að- ilaskipti að réttindum yfir því og umráð Skógræktar ríkisins sé út af brugðið. Er þessum ákvæðum ætlað að tryggja, að framlög ríkisins til ræktunar nytjaskóga nýtist til þess verkefnis. Ræktun nytjaskóga tekur langan tíma og því er nauðsynlegt, að frá upphafi séu til staðar skýrar og ótvíræðar reglur um það land, sem ráðstafað hefur verið til slíkrar skógræktar. 5. Samkvæmt frumvarpinu skal nefnd heimamanna vera Skógrækt ríkisins til aðstoðar við undirbúning og framkvæmd skógræktaráætlunar, en yfirumsjón með ræktun nytjaskóga verður í höndum Skógræktar ríkisins. Tekið er fram að Alþingi skuli árlega skipta því fé, sem veitt er til ræktunar nytjaskóga milli hinna einstöku skógræktaráætlana. Samkvæmt frumvarpinu er það skilyrði fyrir styrkveitingu, að skógrækt sé vænleg í viðkomandi héraði og verði við gerð skógræktaráætlana að leggja mat á þetta atriði. í greinargerð frumvarpsins eru nefnd fimm svæði, sem vænlegust þykja til skógræktar með viðarframleiðslu að markmiði, en önnur svæði kunna einnig að koma til greina. Ráðherrann gat þess, að áhugi bænda og skógræktarinnar á því að hefjast handa um ræktun nytjaskóga sé mikill. Þannig hafa 40 bændur í Eyjafirði lýst sig reiðubúna til að hefja slíka skógrækt á 900 hekturum lands. Hópur bænda í Arnessýslu er einnig tilbúinn til að hefjast handa og í Suður-Þingeyjarsýslu og Borgarfirði hefur verið unnið að könnun á möguleikum ræktunar nytjaskóga. Á öllum þessum stöðum hafa búnaðarsamböndin og skógræktarfélögin unnið að málinu í samráði við Skógrækt ríkisins. Alþingi hefur líka þegar í verki sýnt áhuga sinn á framgangi þessa máls með 500 þús. kr. framlagi til ræktunar nytjaskóga við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1984. Það er því mikilvægt, að þetta frumvarp hljóti afgreiðslu á þessu þingi, þannig að unnt verði að hefjast handa á komandi vori. Þ.Þ. l'Jll'ití LAUGARDAGUR 24. MARS 1984 skrifað og skrafad lllmenni eða aumingjar Maður scm búsettur er í einni mestu snjóakistu landsins, á Siglufirði, dáðist að því í útvarpinu um daginn hve vel reykvískum bíl- stjórum tækist að komast áfram í ófærðinni í höfuð- borginni. Og sagði réttilega að vond færð væri meira vandamál á höfuðborgar- svæðinu en víða annars stað- ar þar sem mikill fjöldi manna þyrfti að fara langar leiðir til að sinna sínum er- indum og annarra upp á hvern dag. Bílstjórunum gengur vel að komast leiðar sinnar og er lítið til sparað að þeim takist það. Hins vegar vilja þeir vesalingar gleymast sem eru að reyna að puða leiðar sinn- ar á tveim jafnfljótum. í ófærðinni í vetur, og reyndar undanfarna vetur einnig, skirrast snjóruðningskempur ekki við að moka af akbraut- unum upp á gangbrautir, því bílaumferðin hefur algjöran forgang. Það vita bílstjórar og þeyta horn sína af djöful- móð þegar hinir réttlausu voga sér niður af snjódyngj- unum og freista þess að kom- ast nokkurn spöl eftir rudd- um götum. Þegar hlánar, sem gerist oft í Reykjavík, myndast krapaelgur eins og mönnum ætti að vera kunnugt. Þá fyrst ná bílafantarnir sér á strik og er vant að sjá hvort þar eru á ferð illmenni eða dómgreind- arlausir aumingjar, nema hvorutveggja sé. Þeir bílstjórar heyra til undantekninga sem sýnast átta sig á að vatns- og krap- gusurnar ganga langt út frá tryllingstækjum þeirra, og að óvarðir meðbræður þeirra og systur eiga oftast nær enga undankomuleið og verða að taka þeim trakteringum sem yfirgangsmennirnir skvetta í allar áttir án þess að mögla. Oft er talað í vælutóni um tillitsleysið í umferðinni og þá er einatt átt við hvernig bílstjóraaularnir svína hver á öðrum. En það sem gang- andi fólk verður að þola af furtunum hlýtur að flokkast undir enn ógeðfelldara hug- tak en tilltsleysi. Ófremdarástand Skólamál í dreifbýli eru leiðaraefni Dagssl. miðviku- dag: Enn á ný eru dreifbýlis- skólarnir í erfiðleikum vegna vanskila á lögbundnum greiðslum frá ríkinu. Fyrr í vetur hefur komið til þess að skólar hafa þurft að loka og enn á ný blasir sama staðan við ef ekki fást úrbætur. Það grátlegasta við málið er þó það, að iítið sem ekkert mál er að kippa því í liðinn. Það er fyrst og fremst kerfistregða sem veldur því að dreifbýlis- skólarnir lenda í vandræðum ár eftir ár. Vegna þess að hluti af launagreiðslum til sumra starfsmanna grunnskólanna úti um land fer í gegn um sveitarfélögin . og er síðan endurgreiddur af ríkinu, lenda greiðslur til þessara starfsmanna aftur fyrir í þeirri forgangsröð sem við- höfð er með greiðslur til skólahalds. Starfsmenn þétt- býlisskólanna fá sín laun greidd frá launadeild fjár- málaráðuneytisins strax að loknu greiðslutímabiiinu. Þá er eftir að greiða laun fyrir t.d. yfirvinnú kennara í dreif- býlisskólum og heimavistar- gæslu, skólaakstur og mötu- neyti. Þetta eru ekki rétt- minni laun en til þeirra sem búa á þéttbýlisstöðunum. En þar sem litlu sveitarfélögin þurfa að standa undir þessum greiðslum, sem síðan fást seint og illa endurgreiddar af ríkinu, kemur sífellt til þess að ekki er hægt að greiða þessu starfsfólki laun. A fundum skólastjóra og yfirkennara á Norðurlandi eystra, sem haldnir voru á Akureyri og Húsavík nýlega, var vakin athygli á því ó- fremdarástandi sem enn einu sinni hefur skapast hjá heimavistar- og heimanakst- ursskólum vegna vanskila ríkissjóðs á lögboðnum greiðslum á skólakostnaði. Þá var á sameiginlegum fundi fræðsluráða Norðurlands eystra og Norðurlands vestra samþykkt ályktun þar sem segir, að rekstrarvandi dreif- býlisskólanna hafi ekki enn verið leystur til frambúðar og ekki sé kunnugt um að neinar viðræður eigi sér stað til lausnar vandanum. Fræðslu- ráðin hafa þungar áhyggjur af þessu og telja að ríkissjóði beri að standa við skýlausa lagaskyldu sína samkvæmt grunnskólalögum' og reglu- gerð um reksturskostnað grunnskóla um skilvísar greiðslur áfallins kostnaðar. Það er ófært að skólum í þéttbýli og dreifbýli sé mis- munað með þessum hætti. Islendingar hafa hreykt sér af almennri menntun allra landsmanna og jafnri að- stöðu til náms. Ætla mætti að stefnubreyting sé að verða á í þessum efnum í mennta- málaráðuneytinu. Sökum þess að það eru ekki sömu gjaldkerarnir sem greiða starfsmönnum skóla laun,eft- ir því hvort þeireru í dreifbýli eða þéttbýli, skapast óþol- andi misrétti sem verður að lagfæra. fréttir Valtýr Pétursson sýn- ir í Listmunahúsinu Valtýr Pétursson. Tímamynd Árni Sæherg ■ Laugardaginn 24. mars kl. 14.00 verður opnuð afmælissýning Valtýs Pét- urssonar í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Sýningin er að stofni til sýning sem Valtýr hélt árið 1952. Þá sýndi hann 42 myndir, og seldist engin þeirra, en eftir sýninguna keypti Ragnar Jónsson í Smára 3 myndir til að hjálpa listamann- inum. Valtýr hefur síðan geymt þessar gouache-myndir heima hjá sér og sýnir þær með viðbót af myndum sem ná allt til ársins 1957. Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem Valtýr er með einkasýningu í Reykjavík, en listamaðurinn verður 65 ára á næst- unni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00- 18.00. Lokað mánudaga. Sýningin, sem er sölusýning stendur til 8. apríl. -ÁDJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.