Tíminn - 13.04.1984, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 19M
ÆTLAÐIAÐ LEGGJA
BLÓM Á LEIÐI
MÓÐUR SINNAR
— 14 manns og 29
bílar lágu í valnum
■ jtalir hafa löngum hafl orð á sér fyrir að vera blóðheitir og
óþolinmóðir. Hvað það varðar eru Napólíbúar ekki eftirbátar landa
sinna. Það mátti því búast við að eitthvað sögulegt ætti eftir að gerast,
þegar strætisvagn einn, fullur af farþegum, gafst upp á miðri leið og
neitaði að gegna áfram skyldustörfum sínum.
Bílstjórinn kvað ekki um annað að ræða en að skilja bílinn eftir,
þar sem hann var kominn, og best væri fyrir farþegana að koma sér
út á stundinni. Einn farþeganna, Michele Antuzzi, var mjög ósáttur
við þessa niðurstöðu og neitaði að vfirgefa vagninn. I staðinn settist
hann í bílstjórasætið og ræsti vagninn, sem nú hreyfði engum
andmælum. - Ég er orðinn of seinn, hrópaði Michele og gaf vel inn
af bensini.
Þar með hófst hin sögulegasta ökuferð, þar sem Michele geystist
um götur borgarinnar með lögreglubíla í kjölfarinu. Ekki hægði hann
ferðina, þó að hann „straujaði" fleiri og færri bíla í leiðinni, auk þess
sem hann þvingaði þá, sem á móti honum kontu, tii að víkja með
ýmiss konar afleiðingum. Alls slösuðust 14 manns af völdum þessa
brjálæðislega leiks og 29 bílar skemmdust illa. Ökuferðinni lauk ekki
fyrr en á kirkjugarðsvegg, þar sem strætisvagninn stóð í Ijósum logum.
Ekki var Michele enn af baki dottinn. Hann snerist til varnar gegn
lögreglumönnum, sem hugðust taka hann í sína vörslu, og slasaði 2
þeirra. Það var ekki fyrr en einn lögreglumannanna skaut hann í
kviðinn, að hann varð að gefast upp. Á sjúkrahúsinu, þar sem gert
var að sárum hans, varð hann að standa í biðröð ásamt fórnarlömbun-
um sínum 14.
Nú á Michele Antuzzi yfir höfði sér þungan og strangan dóm fyrir
tiltæki sitt. En hvernig stóð á þessu uppátæki hans? - Ég ætlaði að
leggja blóm á leiði móður minnar, var skýringin, sem hann gaf.
■ Blaðateiknarar sækja mjög efni sitt um þessar mundir til stefnu Reagans í afvopnunarmálum. Þessi mynd birtist í brezka sunnudags-
blaðinu The Observer á sunnudaginn var.
Bandaríkjastjórn hafnar
alþjóðalögum í Mið-Ameríku
— Undanskilur sig þar valdi Alþjóðadómsins næstu tvö ár.
erlent yfirlit
SíliSiii
■ Börnin eru komin vel á legg og nú finnst Paddy tími til kominn
að hún fái að spreyta sig á hvíta tjaldinu.
Fyrrverandi
„Frú Ameríka“
leggur Hollywood undir sig
■ Það er aldrei of seint að byrja í nýju starfi. Að þeirri niðurstöðu
komst Paddy Boyd, fvrrverandi „Frú Ameríka“.
Paddy er orðin 32 ára og hefur undanfarin ár unað sæl við
barneignir, uppcldi og önnur húsmóðurstörf í South Carolina. En allt
í einu fannst henni nóg komið. Hún dreif sig frá uppþvottinum
beinustu leið til Hollywood og þar er henni sagt ganga alveg bærilega
að koma undir sig fótunum, enda hefur hún ýmislegt gagnlegt til
brunns að bera, eins og ntyndin ber með sér.
Eiginmaðurinn og börnin tvö slógust í fylgd með henni og fylgjast
nú stolt með framafcrlinum.
■ ÞAÐHEFURveriðkunnugt
um nokkurt skeið, að skærulið-
ar, sem eru andvígir stjórn Sand-
inista í Nicaragua, hafa reynt að
setja landið í eins konar hafn-
bann með því að koma fyrir
tundurduflum við helztu hafnirn-
ar. Skip frá Sovétríkjum, Japan,
Hollandi og Panama hafa rekizt
á slík tundurdufl og orðið fyrir
verulegu tjóni.
Sá orðrómur komst fljótt á
kreik, að bandaríska leyniþjón-
ustan, CIA, hjálpaði til við þess-
ar aðgerðir. I síðastl. viku skýrðu
fjölmiðlar frá því, að brezka
stjórnin hefði sent Bandaríkja-
stjórn viðvörun vegna gruns um,
að CIA væri hér að verki.
Þetta var þó endanlega ekki
uppskátt fyrr en á sunnudaginn
var, þegar New York Times
greindi frá því og kvaðst styðjast
við heimildir frá embættis-
mönnum, að CIA veitti ráð um
lagnir tundurdufla við hafnir í
Nicaragua.
Ráðunautar frá CIA hefðu
bækistöð á skipi, sem væri utan
12 mílna lögsögu Nicaragua, og
stjórnuðu þaðan lagningu tund-
urduflanna, en þau væru flutt á
hraðbátum til þeirra svæða, þar
sem koma átti þeim fyrir.
Rétt er að geta þess, að Nicar-
agua telur sig hafa 200 mílna
lögsögu, en Bandaríkin viður-
kenna ekki neraa 12 mílna lög-
sögu. Stjórnstöð CIA er eins og
áður segir á skipi utan 12 mílna
markanna og telur Bandaríkja-
stjórn sig því ekki hafa gerzt
brotlega við landhelgi Nicaragua
þótt svo væri að CIA hefði átt
þátt í lagningu tundurduflanna,
en því er hvorki játað eða neitað,
að það hafi gerzt.
Stjórn Nicaragua hafði áður
haldið því fram, að CIA væri hér
að verki, en fullur trúnaður hefur
ekki verið lagðiu á það fyrr en
áðumefnd frétt birtist í New York
Times. Jat'nframt hafði stjórn
Nicaragua lýst yfir því, að hún
myndi kæra Bandaríkin fyrir Al-
þjóðadómstólnum fyrir þennan
og annan stuðning við skæruliða
hópa innan landamæra Nicarag-
ua.
Þessari yfirlýsingu stjórnar
Nicaragua hefur stjórn Banda-
ríkjanna svarað nú í vikunni á
þá leið, að hún muni ekki næstu
tvö árin hlíta neinum úrskurði
■ Edward Kennedy.
Alþjóðadömstólsins, sem fjall-
aði um afskipti þeirra af málefn-
um Mið-Ameríku.
FREGNIN um þátttöku CIA
í lagningu tundurduflanna vakti
strax feikna andúð víðs vegar
um heim. Hér var um að ræða
ótvíræða hernaðaraðgerð, sem
er brot á alþjóðalögum og
reglum, nema áður hafi viðkom-
andi ríki verið sagt stríð á
hendur. Flest ríki Norður-At-
lantshafsbandalagsins hafa lýst
yfir því við Bandaríkjastjórn, að
þau séu andvíg þessum verknaði
og á ísland vafalaust eftir að
bætast í þann hóp.
Viðbrögðin hafa ekki síður
orðið hörð í Bandaríkjunum
sjálfum. Strax eftir að fréttin
birtist í New York Times, hóf
Edward Kennedy öldungadeild-
arþingmaður að beita sér fyrir
því, að deildin lýsti sig þessu
andvíga, með því að neita um
allar fjárveitingar til þessara að-
gerða. Þessi tillaga varsamþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta.
Þrátt fyrir hana mun Reagan
forseti ráða yfir fjármagni til að
halda lagningu tundurduflanna
áfram, ef hann beygir sig ekki
fyrir augljósum vilja öldunga-
deildarinnar og miklum meiri-
hluta flokksbræðra sinna þar.
Menn óttast það ekki sízt í
sambandi við umrædda hernað-
araðgerð CIA, að ýmsir ósvífnir
valdhafar eins og Khaddafi Lí-
býuforseti eigi eftir að fylgja
þessu fordæmi og leggja tundur-
dufl á siglingaleiðum, ef þeir
telja það geta þjónað markmið-
um sínum. Sértil afsökunar geta
þeir sagt, að þeir fylgi fordæmi
Bandaríkjastjórnar.
í FJÖLMIÐLUM í Vestur-
Evrópu og víðar hefur þátttaka
CIA í lagningu tundurduflanna
ekki aðeins verið fordæmd held-
ur litlu eða engu minna sú
yfirlýsing Bandaríkjastjórnar,
að hún muni ekki í næstu tvö ár
hlíta neinum úrskurði alþjóða-
dómstólsins varðandi afskipti
Bandaríkjanna af málefnum
Mið-Ameríku.
Margir fjölmiðlar hafa talið
þessa yfirlýsingu jafngilda því,
að Bandaríkin séu að lýsa yfir
því, að þau ætli að hafa alþjóða-
lög að cngu, heldur gera það,
scm þcim sýnist í þessuni hluta
heimsins án tillits til laga og
réttar.
Mcðal blaða, sem Itafa gagn-
rýnt þetta, cr Aftenposten í
Oslo, en fá blöö munu tryggari
Bandaríkjunum en Aftenpost-
en.
Margir fjölntiðlar hafa dregið
af þessu þá ályktun, að Banda-
ríkin hyggi á hernaðaraðgerðir í
Mið-Ameríku, ef önnur úrræði
mistakast til að hindra yfirráð
kommúnista þar, enda þótt því
sé nú yfirlýst af Bandaríkja-
stjórn. að hún hyggi ekki á að
bcita bandarískum her þar.
Þessar ágízkanir hafa fengið
meiri byr í vængi vegna annarrar
fréttar, sem Ncw York Timcs
birti síðastliðinn sunnudag en
þeirrar, sem getið var í upphafi.
Þessi frétt var á þá leið, að
háttsettir embættismenn viður-
kenni, að samin hafi verið áætlun
í varnarmálaráðuneytinu um að
beita bandarískum herafla í Mið-
Ameríku, ef Bandaríkjastjórn
mistakist þau áform, sem nú er
verið að framkvæma til að koma
í veg fyrir valdatöku róttækra
flokka á vinstri væng.
Vart kæmi þó til þess að grípa
til slíkrar beinnar hernaðarlegrar
íhlutunar fyrr en á árunum 1985
eða 1986, því að fyrr yrði tæpast
séð, hvort núverandi aðgerðir
bæru tilætlaðan árangur, en þá
er átt við efnahagslega aðstoð og
fjárhagslega og tæknilega aðstoð
á hernaðarsviöinu, en ekki beina
þátttöku Bandaríkjahers.
New York J imes segir, að
þessi áætlun hafi veriðgerð undir
forustu Freds C. Iklé aðstoðar-
varnarmálaráðherra og nokk-
urra helztu ráðunauta hans. Þá
hafi yfirhershöfðingi Bandaríkj-
anna á svonefndu suðursvæði,
Paul F. Gorman, tekið þátt í
þessari áætlunargerð. Hann hef-
ur bækistöð sína á yfirráðasvæði
Bandaríkjanna við Panama-
skurðinn.
Margt bendir til, að þessar
tvær fréttir í New York Times
eigi eftir að dragast inn í kosn-
ingabaráttuna og gæti svo farið,
að þær hefðu mikil áhrif á
úrslitin í forsetakosningunum.
Þorarinn
Þorarinsson,
ritstjóri, skrifar