Tíminn - 13.04.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.04.1984, Blaðsíða 12
12 FÓSTUDAGUR 13. APRÍL 1984 heimilistíminn ¦ Kristján Einarsson sá er segir okkur frá degi í lífi sínu er lærður húsa- og húsgagnasmiður og starfar við smíðar á Selfossi og í nágrenni. Kristján er fæddur og uppalinn Mosfellssveit en leitaði til Reykja- víkur þegar að smíðanáminu kom. Eftir tveggja ára nám í Reykjavík hætti verkstæði það sem hann vann hjá störfum og leitaði hann þá til Kaupfélags Árnesinga á Selfossi og fékk þar inni, þá með það i huga að Ijúka námi en fara síðan aftur til æskustöðvanna. Örlagavef urinn féll hinsvegar yfir pilt og hann festi ráð sitt á Selfossi, giftist stelpu úr Flóanum og þau byggðu sér hús á bökkum Ölf usár og taka þátt í mann- lífinu á staðnum af fullum krafti. Kristján er virkurfélagi í Framsókn- arfélagi Selfoss, formaður bygging- arnefndar á staðnum, á sæti í blað- stjórn Þjóðólfs, varaformaður í fé- lagi byggingariðnaðarmanna í Ár- nessýslu og á sæti i orlofsnefnd sama félags. Fréttaritari Dagblaðs- ins hefur Kristján verið frá því að þessi „frjálsi og óháði" miðill kom út. Helstu áhugamál Kristjáns eru: númer eitt, félagsmál, númer tvö, Ijósmyndun og að sögn hans sjálfs er jass, áhugamál sem aukagrein. Kona Kristjáns er Brynhildur Geirs- dóttir frá Byggðarhorni í Flóa og börnin eru þrjú, Jónína 12 ára. Guðbjörg 6 ára, og Einar Matthías 2 ára. Gefum Kristjáni orðið. Það cr óhætt að scgja að ég fór í svokallaö kcrfi, þcgar Bjarghildur á Tímanum hað mig að lýsa degi í lífi mínu, ég hclt að aðeins mcrkismenn og konur væru hcðin um slíkt, cn hún gekk fast ú cftir crindi sínu og ég gaf eftir, ómerkilegur maðurinn. umsjón: B.St. og K.L. einn við eldhúsborðið. Þessa stund nota ég því oft til að sinna félagsmálunum og það gerði ég þennan dag. Ferðinni var heitið að bænum Geira- koti, snyrtilegum bóndabæ, sem stendur um fimm kílómetra fyrir vestan Selfoss. Erindið var að fá húsfreyjuna á bænum til að taka sæti í skemmtinefnd á vegum Framsóknarfélags Árnessýslu. Verkefni nefndarinnar er að sjá um vorfagnað félagsins sem haldinn verður í Þjórsár- veri síðasta vetrardag. María tók vel í málaleitan þessa og ekki var að sjá að húsbóndinn Ólafur skipti litum þegar ég fór fram á það að nema hana á brott seinna um kvöldið og fara niður í Þjórsárver á fund með nefndinni. Þarna sló ég tvær flugur í einu höggi, kaffi og ríkulegt meðlæti fékk ég í Geirakoti og erindið var komið í höfn. Komið var að lokum hjá okkur í endurbótavinnunni. Rétt fyrir vinnulok fórum við með fulla kerru af drasli á haugana og enduðum vinnudaginn með því. Tími sá er í hönd fór hefur reynst mér bestur til að slappa af. Þegar úr vinnu er komið á ég það til að henda mér upp í sófa,setja góða jass-plötu á fóninn og njóta tónanna um stund. „Þú ert við vitlaust hús, maður!" Ekki er hægt að hrópa húrra fyrir aðstoðarvinnu minni við matargerð eða húsverk almennt, þó hefur það aukist með árunum. Ég tek stundum í visku- stykkið, ágætis stund við vaskinn, og kvöldið hefur innreið sína. Á kvöld- dagskránni eru tveir fundir, annar stutt- ur með húsnefnd nýja salarins og hinn fundurinn í Þjórsárveri. ÞAU BYGGÐU SÉR HÚS Á BÖKKUM ÖLFUSÁR Legg hamarinn á hilluna í mánuð Þannig hagar til í lífsvafstri mínu um þessar mundir að cg cr að lcggja hamar- inn á hillumi í cinn mánuð cöa svo og sctjast við skrifborð hjá framsóknarfé- lögunum á Suðurlandi. Þcssi umskipti eru að ganga yfir þannig að dagarnir um þcssar mundir cru all flóknir í framkvæmd. Ég cr cnnþá á vctraráætl- un, þannig að morguninn hcfst hálftíma scinna cn á sumrin. Þá fer útvarpsklukkan í gang. Lengi horfi cg á hana á hlið vcgna þess að höfuðiö vill alls ckki af koddanum. Fyrir klukkan 7.30 er ég sestur frammá bríkina og hugleiði verkefni dagsins. þau eru: Ljúka við brcytingarnar í H.S.K.-salnum en húsnæði þctta keyptu þrjú verkalýðsfélög á svæðinu af H.S.K. og eru að brcyta því fyrir starfscmi sína. Þar hcf cg verið að vinna að undanförnu ásamt félaga mínum, Gísla Jóns. Þessari vinnu verð ég að ljúka í dag, einnig verðum við fclagarnir að Ijúka við til- boðsgcrö i Bifrciðaeftirlitshúsið á Sel- fossi, nú, svo verö ég að hafa í huga nýju vinnuna fyrir Framsókn. En sem sagt, kominn fram úr og inná bað, horfi í spegil um stund og kemst að því að sjónin sú cr ckki til að scgja frá. Tennurnar cru burstaðar af sérstakri natni mcira að segja á bakvið, minnugur þcss, að ég varð fyrir nokkrum dögum aö opna munninn - og budduna - fyrir tannlækninn. Líklega hvorki Ijóð né reikningur á stundaskrá hjá heimasætunni í dag Að loknu þessu allra nauðsynlegasta er ferðinni heitið fram í eldhús, þar er konan mætt glöð og sæl í nýja eldhúsinu sínu cn ég tók mig til um daginn og reif niður bráðabirgðainnréttinguna og setti upp nýja, sem við höfum átt út í bílskúr í fimm ár (svona er að vera gift smið). Kaffið er tilbúið hjá konunni og við hjónin sctjumst að morgunvcrðarborö- inu og bíðum eftir elstu dótturinni að borðinu. Unglingaveikin herjar á hana um þcssar mundir og er ómögulegt að átta sig á því hvernig skapið cr þegar hún vaknar, - en viti menn.hún er hress í bragði þennan morguninn, og það læðist að manni sú hugsun að Ijóð og reikningur verði ekki á stundaskránni í dag. Við Ijúkum við morgunkaffið og höld- um af stað til starfa, cg að Eyravegi 15 en þar er salur sá er við erum að vinna í. Jónína fær að fljóta með í bílnum að barnaskólanum, kennslan þar hefst kl. 8.10. Gísli er mættur á undan mér til vinnu. Hann er morgunhani að eðlisfari og skákar mér á þessu sviði, sem og öðrum. Við köstum kveðju hvor á annán - ýmist góðan daginn, eða þá bara sagt „hu", eftir því hvernig morgunskapið er hverju sinni. Mig minnir að u-hu hafi verið sagt þennan daginn, þannig að skapið er þokkalegt. Við ræðum stundarkorn saman, en hefjum síðan smíðastörfin á fullum krafti. Samræður í vinnunni geta ekki átt sér stað þegar unnið er með vélum, en þennan daginn var engin vél í gangi og samræðugrundvöllur ágætur. Fram að fyrra kaffi skiptumst við aðallega á skoðunum um útboðið í bifreiðaeftirlit- ið: Hverjir skyldu bjóða í? „Örugglega Fúsi Kristins, og sennilega Smiður h/f, - óvíst um aðra, var niðurstaðan. Þegar ég vinn innan þorps fer ég vanalega heim í kaffitímanum. Heima er konan komin með kaffið á borðið og yngri börnin komin á stjá, vanalega klædd og sest við morgunverðarborðið. Guðbjörg sagði með uppgjafartón, að sprungið væri að framan á hjólinu hjá sér, hún bara skildi ekkert í þessu loftleysi. Hún fékk loforð um það að viðgerð skyldi fara fram í hádeginu, og þá var þessi stund á enda runnin og þeyst á stað til starfa. Rafvirkjarnir frá Arvirkjanum voru " komnir á staðinn til að reka endahnútinn á sitt verk í salnum, þeir piltar eru kátir í lund og gott að starfa í félagi við þá. Tíminn fram að hádegi leið eins og hendi væri veifað. Tíminn milli tólf og eitt oft erfiðasta stund dagsins Stelpan, sem átti sprungna hjólið, beið við bílskúrsdyrnar þegar í mat var komið. „Loforðið, þú manst" hjólhestin- um er snúið við og dekkið tekið af, niðurstaðan var sú að slangan var sprungin og dekkið ónýtt. Slangan var bætt en það var verra með dekkið. Þá hringdi síminn, það apparat lætur hvað verst í hádeginu. Málefni, tengt bygg- ingarnefnd, var erindi þess sem hringdi, „Æ elsku vinur, ég verð að fá skúrinn samþykktan, þú reddar þessu, ha?" "Við skoðum málið", er ábyrgðar- minnsta svarið og samtalinu er lokið. Nú gafst tími til að gleypa í sig matinn og halda síðan áfram þar sem frá var horfið við viðgerðina.dekk áttum við upp á lofti af gömlu hjóli og það var sótt og því skellt undir, „Pabbi, þetta dekk er rosalega flott, það springur örugglega aldrei", sagði hjólagarpurinn, og koss small á kinn. Þetta er fallegt á blaði en þegar á þessu stendur og allt gerjst á sama tíma er þetta nánast brjálæðislegt. Tíminn milli tólf og eitt er oft erfiðasta stund dagsins hjá mér þá rekst hvað á annað, sú elsta kemur heim úr skóla, sú í miðið í hálfgerðum vandræðum og strákurinn orðinn syfjaður. Við reynum oftast að hafa nægan tíma til að snæða, en þegar því er lokið með öllu því lystarleysi, sem hrjáir börn, fer allt á fullt. Yngri börnin fara í gæslu í hús í nágrenninu fram til klukkan fimm en þá hefur konan lokið vinnu sinni á Pósthúsinu, sú elsta fer í sund eða leikfimi og kemur með í bílnum þegar við leggjum af stað eftir erilsama hádegisstund. Allir efnisaðdrættir í hýja salinn eru á minni hendi og er skut-volvóinn notaður óspart. Tíminn milli hádegis og seinna kaffitímans fór allur í ráp á milli versl- ana. Skila því sem ekki þurfti að nota og fá það sem á vantaði. '. „Við hittumst í kaupfélaginu", eru orð að sönnu, þangað fór ég til að kaupa málningu sem á vantaði, og að sjálfsögðu hitti ég einn þar inni sem gaman var að spjalla við. Sigtryggur bílstjóri stoppaði mig við einn hillurekkann og bað mig blessaðan að segja sér hvernig við í félagi iðnaðarmanna stóðum að kaupum á sumarhúsi okkar í Skorradal. Þeir hjá bílstjórafélaginu Ökuþór höfðu hug á því að fá sumarhús til kaups á sama stað. Ég reyndi að leysa þetta mál og lofaði að senda upplýsingar til þeirra sem fyrst. Kassakerfið í kaupfélaginu hvimleitt í byggingarvörudeildinni var mér tek- ið opnum örmum. Það er kominn nýr strákur í deildina sem lofar góðu, áhuga- samur og frískur vel, málninguna fékk ég og strunsaði með hana að peninga- kassanum til uppgjörs. Peningakassar þessir fara óskaplega í taugarnar á okkur sem verslum mikið með byggingarvörur. Komið hefur fyrir að maður þurfi að standa í röð við kassann með komplett klósett í fanginu, - milli tveggja kvenna sem eru að kaupa í matinn. Gamla fyrirkomulagið var betra þegar verslað var beint við byggingarvörudeild. Það er ekkert leyndarmál að flestir þeir sem ég þekki til, sem versla mikið með byggingarvörur, nota bygginga- vöruverslun G. Á. Böðvarssonar sem aðalhjól - en kaupfélagið til vara, og ræður kassakerfið þar miklu. Það má segja að dagarnir einkennist á stundum milli stríða, og á ég þá við matar- og kaffitíma. Allt vafstrið miðast við þessar stundir, - hjá mér var komið að seinna kaffi. En nú var komið babb í bátinn, konan í hálfu starfi og ég hálfur maður í kaffinu, ekki eins ánægjulegt að koma heim í tómt húsið og sötra kaffið Um klukkan 20.30 náði ég í Maríu og áætlaði ekki að nema staðar fyrr en í Villingaholtshreppi, en það fór öðruvísi en ætlað var. Stefnan var tekin niður Gaulverjabæjarveg og ekki numið staðar fyrr en við félagsheimili Gaulverja. „Þú ert við vitlaust hús. maður", sagði María hneyksluð. en hefur sennilega ekki mátt mæla fyrr vegna aksturslagsins. Rétt var það, með fákasvip tók ég stefnuna á Þjórsá og braust yfir ónýta vegi Flóans (aurbleyta) og komst á áfangastað, 45 mínútum of seinn! Það var þó sárabót að félagar mínir í nefndinni lofuðu að þegja yfir þessum aulaskap mínum. Heim var komið klukkan 23.30, þá sagði konan að hringt hafi verið úr Mosfellssveitinni. Karlinn hann pabbi vildi heyra í mér, það hefur aukist síðustu ár, sambandið við foreldra mína. Ég hef meiri tíma og þau líka. Ekki líður vikan öðruvísi en haft sé samband milli Mosó og Selfoss, enda hefur þetta haft í för með sér að ég hef komist að því, að betri félaga - og foreldra að sjálfsögðu - gat ég ekki eignast. Lánið hefur leikið við mig. Samtalinu við Mosó lauk fyrir mið- nætti, og allt var komið í ró í húsinu, börnin sofnuð fyrir löngu og konan líka. Vinnudagbókin var tekin fram og færðar í hana vinnustundir dagsins. Síðan var hringnum lokað með því að renna yfir tennurnar og andlitið áður en í rúmið var farið. Það hefur orðið að vana hjá mér að lesa í bók eða blaði áðuren náðir eru teknar, Heimsljós Kiljans er á borðinuog bókin gripin og lesið um stund. Síðan var Ijósið slökkt og augum lokað, en þá vill það fara svo að ýmsar hugsanir taka að herja á. Ég held mig við barnatrúna og þakka almættinu fyrir góðan dag, þó er það ekki alltaf, eigin- lega skammarlega sjaldan. Svona lauk þessum degi, allir sofnaðir, þreyttir en þokkalega ánægðir, og ég held bara að Amor kallinn hafi tekið á sig náðir í fyrra lagi þetta kvöldið. Dagur fllfi Kristjáns Einarssonar húsa- og húsgagnasmiðs á Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.