Tíminn - 08.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1986, Blaðsíða 1
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur sam- þykkt að sjá um innheimtu félagsgjalda fyrir Kennar- asamband íslands, en ríkið hætti því um áramótin eftir að Kennarasambandið gekk úr BSRB. VERKAMANNASAMBANDIÐ hef ur mótmælt kröftuglega þeim hækkunum á ýmsum greinum opinberrar þjónustu og óbeinum sköttum, sem dunið hafa yfir síðustu daga. VMSÍ bendir á að allar slíkar hækkanir lendi af mestum þunga á þeim sem úr minnstu hafa að spila og telur það undarlega stefnu ríkisvaldsins að standa að þvílíkum ráðstöfun- um á þeim tíma sem samningar launþegasamtaka séu lausir. MIÐSTJÓRNARFUNDUR ASl' mótmælir margvíslegum hækkunum á verði opin- berrar þjónustu og telur þær lýsa ótrúlegum skiln- ingsskorti á erfiðum aðstæðum almennings. NORÐMENN munu veiða um 25 þúsund tonn af loðnu hér við land á þessari vertíð. Þetta þýðir að 75 þúsund tonn til viðþótar 400 þúsund tonna við- bótarkvótanum skiptist milli íslenskra loðnuskipa á þessari vertíð. Heildarkvóti íslendinga á þessari ver- tíð er þá 983 þús. tonn og þar af er þúið að veiða rúm- lega 650 þús. tonn. SIGURÐUR HÖRÐUR SIG- URÐSSON hét maðurinn sem lést í umferö- arslysinu í Mosfellssveit, lausteftirmiðnættiásunnu- dag. Hann var fæddur 8. júní 1945, og var til heimilis að Seljavegi 11 í Reykjavík. MIKIL REIÐI er nú meðal félaga í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis - SÍNE - vegna ný- settrar reglugerðar menntamálaráðherra þar sem kveðið er á um sömu krónutölu námslána á vormiss- eri og var í haust. SÍNE - félagar héldu um 100 manna fund í fyrrakvöld og þar ákváðu þeir að fylkja liði í Félagsstofnun stúdenta kl. 14 í dag og fara niður í menntamálaráðuneyti þar sem hafin verður mót- mælaseta til að mótmæla árás menntamálaráðherra á jafnrétti til náms. ÓEIRÐASVEITIN sem Reykjavíkurlög- regla sendi í Hafnarfjörð á þrettándanum, þurfti lítið að hafa sig í frammi. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var lítið um læti í unglingum. Þó voru brotnar nokkrar rúður, eftir að unglingadansleik lauk í firðin- um. IRSKIR lýðveldissinnar, sem voru í hungurverk- falli í fangelsi í Norður-írlandi, tóku til matar síns aftur í gær eftir að þeir fengu tryggingu fyrir að mál þeirra yrði tekið upp aftur. Þeir voru dæmdir fyrir morð og fleiri glæpi vegna framburðar eins vitnis sem ýmsir telja vafasamt. Margir óttuðust óeirðir og hryðjuverkaöldu á N-írlandi ef fangarnir hefðu látist vegna hungurverkfallsins. „Krítardrykkja" stríðir gegn lögum - segir prófessor Sigurður Líndal ■ Pað kann að skipta veit- ingahús og bari miklu máli, hvort krítarkortin eru skil- greind sem staðgreiðsla eða lánaviðskipti, því einsog Tím- inn hefur greint frá, þá er ólög- legt að selja áfengi nema gegn staðgreiðslu. Jón Helgason, dómsmála- ráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta mál, þegar Tíminn spurði hann hvort hann hygðist grípa til einhverra ráð- stafana vegna þessa. Sagði hann nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort krítarkortin teld- ust staðgreiðsla eða ekki. Sigurður Líndal, prófessor í lagadeild Háskólans, sagði það sína skoðun, að hér væri ekki um staðgreiðsluviðskipti að ræða, heldur fengi kortahafinn lán í allt að 45 daga. Þetta væri svipað og að vera í mán- aðarreikningi, og því gæti hann ekki séð annað en að þetta væri ólöglegt. Á það ber hinsvegar að líta, að með tilkomu krítarkortanna sköpuðust nýjar aðstæður, sem lögin taka ekki til. Það sé nú svo að mannlífið sprengi utan af sér lagarammann. Þá þurfi að líta á hvaða tilgangi þessi lög þjóni og í þessu tilfelli sé það auðséð að tilgangurinn sé tví- þættur, í annan stað að gæta hagsmuna áfengisverslunar- innar og á hinn bóginn að koma í veg fyrir að fólk sé að drckka út á krít. Það er svo matsatriði hvort breyta skuli lögunum í santræmi við þá venju sem hef- ur skapast, eða taka fyrir þessi viðskipti. Einsog sjá má í annarri frétt hér á stðunni, virðist ÁTVR einnig hafa gerst brotleg við áfengislöggjöfina, með því að taka við víxlum frá veitinga- húsum fyrir áfengisúttekt. Sagði Sigurður Líndal aðþarna væri um að ræða brot við bók- ■ íslenska hveravatnið ku vera allra meina bót Mynd-Árni Bjarna stafinn, en hann gæti ímyndað sér að þarna væri komin fram- kvæmdavenja og þar scm hags- munir ÁTVR væru tryggðir og þetta orsakaði ekki krítar- drykkju, þætti honum eölileg- ast að bæta við undanþágu fyrir þessi viðskipti í áfengislöggjöf- ina. Götótt áfengislöggjöf: - vínveitingahús taka út í reikning ■ Hafa áfengisútsölur ríkis- ins gerst brotlegar við áfengis- löggjöfina svo áratugum skiptir? Sú spurning vaknar þegar litið er til þeirra viðskiptahátta sem hafðir eru í frammi, þegar vínveitingahús kaupa áfengi í útsölunum. Þrettánda grein áfengislag- anna kveður skýrt á um að bannað sé að selja áfengi. nema gegn staðgreiðslu. Vínveitingahúsin geta tekið áfengisbirgðir út í reikning hjá Áfengisversluninni, og eru greiðslur af úttektum mánaðar- lega. Fyrsta mánuð hvers árs geta vínveitingahúsin tekið út lager, svo framarlega sem þau eru skuldlaus um áramót. Fast- eignaveðs er krafist við slíkar úttektir, þar sem um miklar fjárhæðir er að ræða. Tíminn bar þá spurningu undir Ragnar Jónsson settan forstjóra ÁTVR, hvort ckki væri um brot á áfengislöggjöf- inni að ræða. Hann svaraði því til að fjármálaráöuneytið hefði litið þannig á málin að það væri hagræðing fólgin í þessunt við- skiptamáta, þar sem annars væri stöðugt verið að senda hinum ýmsu húsum áfengis- birgðir. „Það hefur verið litið fram hjá þessu, þar sent þetta er talinn vera okkar lager, sem er á vínveitingahúsunum," sagði Ragnar. Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, og verðandi forstjóri ÁTVR sagðist ekki vilja tjá sig um hvort viðskiptamátinn væri ólöglegur, en sagðist jafnframt kannast við að vínvcitingahús- in tækju út í reikning, og legðu fram tryggingu fyrir úttektinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.