Tíminn - 08.01.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 8. janúar 1986
AUGLYSING
um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla í Hafnar-
firði, Garðakaupstað og í Bessastaðahreppi 1986.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Mánud. 13. jan. G 1 til G 300
Þriðjud. 14. jan. G 301 til G 600
Miðvikud. 15.jan. G 601 til G 900
Fimmtud. 16.jan. G 901 til G 1200
Föstud. 17. jan. G 1201 til G 1500
Mánud. 20.jan. G 1501 til G 1800
Þriðjud. 21.jan. G 1801 til G 2100
Miðvikud. 22,jan. G 2101 tll G 2400
Fimmtud. 23. jan. G 2401 til G 2700
Föstud. 24. jan. G 2701 til G 3000
Mánud. 27.jan. G 3001 til G 3300
Þriðjud. 28. jan. G 3301 til G 3600
Miðvikud. 29. jan. G 3601 til G 3900
Fimmtud. 30. jan. G 3901 til G 4200
Föstud. 31. jan. G 4201 til G 4500
Mánud. 3. febr. G 4501 til G 4800
Þriðjud. 4. febr. G 4801 til G 5100
Miðvikud. ö.febr. G 5101 til G 5400
Fimmtud. 6. febr. G 5401 til G 5700
Föstud. 7. febr. G 5701 til G 6000
Mánud. 10. febr. G 6001 tll G 6300
Þriðjud. 11. febr. G 6301 tll G 6600
Miðvikud. 12.febr. G 6601 tll G 6900
Fimmtud. 13.febr. G 6901 til G 7200
Föstud. 14. febr. G 7201 til G 7500
Mánud. 17.febr. G 7501 til G 7800
Þriðjud. 18.febr. G 7801 til G 8100
Miðvikud. 19. febr. G 8101 tll G 8400
Fimmtud. 20. febr. G 8401 til G 8700
Föstud. 21.febr. G 8701 til G 9000
Mánud. 24. febr. G 9001 til G 9300
Þriðjud. 25. febr. G 9301 tll G 9600
Miðvikud. 26. febr. G 9601 til G 9900
Fimmtud. 27. febr. G 9901 til G 10200
Föstud. 28. febr. G 10201 tll G 10500
Mánud. 3. mars G 10501 til G 10800
Þriðjud. 4.mars G 10801 til G 11400
Miðvikud. 5. mars G 11101 til G 11400
Fimmtud. 6. mars G 11401 til G 11700
Föstud. 7. mars G 11701 tll G 12000
Mánud. 10. mars G 12001 til G 12300
Þriðjud. 11. mars G 12301 til G 12600
Mlövikud. 12. mars G 12601 til G 12900
Fimmtud. 13. mars G 12901 tll G 13200
Föstud. 14. mars G 13201 til G 13500
Mánud. 17. mars G 13501 tll G 13800
Þriðjud. 18. mars G 13801 til G 14100
Miðvikud. 19. mars G 14101 til G 14400
Fimmtud. 20. mars G 14401 til G 14700
Föstud. 21. mars G 14701 til G 15000
Mánud. 24. mars G 15001 til G 15300
Þriðjud. 25. mars G 15301 til G 15600
Miðvikud. 26. mars G 15601 til G 15900
Þriðjud. l.apr. G 15901 tll G 16200
Miðvikud. 2. apr. G 16201 til G 16500
Fimmtud. 3.apr. G 16501 til G 16800
Föstud. 4. apr. G 16801 til G 17100
Mánud. 7. apr. G 17101 til G 17400
Þriðjud. 8. apr. G 17401 til G 17700
Miðvikud. 9.apr. G 17701 tll G 18000
Fimmtud. 10.apr. G 18001 til G 18300
Föstud. 11. apr. G 18301 til G 18600
Mánud. 14. apr. G 18601 til G 18900
Þriðjud. 15. apr. G 18901 tll G 19200
Miðvikud. 16. apr. G 19201 til G 19500
Fimmtud. 17.apr. G 19501 tll G 19800
Föstud. 18. apr. G 19801 til G 20100
Mánud. 21.apr. G 20101 til G 20400
Þriðjud. 22. apr. G 20401 til G 20700
Miðvikud. 23.apr. G 20701 til G 21000
Föstud. 25. apr. G 21001 til G 21300
Mánud. 28. apr. G 21301 til G 21600
Þriðjud. 29.apr. G 21601 til G 21900
Miðvikud. 30. apr. G 21901 til G 22200
Föstud. 2.maí G 22201 til G 22500
Mánud. 5. maí G 22501 til G 22800
Þriðjud. 6. maí G 22801 tll G 23100
Miðvikud. 7. maí G 23101 til G 23400
Fimmtud. 8. maí G 23401 og yfir.
Skoðað verður við Helluhraun 4, Hafnarfirði frá kl. 8.15-12.00
og kl. 13.00-16.00 alla framantalda daga.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum
til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku-
skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd,
að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi ver-
ið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á því að skráning-
arnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á aug-
lýstum tíma, verður hann iátinn sæta sektum samkvæmt
umferðarlögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til
þess næst.
Einkabifreiðar sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1984 og síð-
ar eru ekki skoðunarskyldar að þessu sinni.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og í Garðakaupstað.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
3. janúar 1986
Einar Ingimundarson.
Nýi Verslunarskólinn:
Skólastofur nefndar
eftir fyrirtækjum
- sem borguðu hálfa milljón fyrir
■ Ljósmyndarinn kom að lokuðum dyrum á Hafskipsstofunni í Verslun-
arskólanum.
Tíinainynd Árni Bjarna
■ Kennslustofurnar í nýja Versl-
unarskólanum við Ofanleiti bera
heiti íslenskra fyrirtækja, sem hvert
um sig hefur lagt hálfa milljón í að fá
stofuna nefnda eftir sér. auk þess
sem þær eru vandlega merktar fyrir-
tækjunum. Þannig heitir ein stofan
Hafskip og önnur Þýsk-íslenska,
Verslunarbankinn, Flugleiðir, Eim-
skip o.s.frv.
Þorvarður Elíasson, skólastjóri
Verslunarskólans, sagði við
Tímann, að það væri rúmt ár síðan
að gengið var frá þessum viðskipt-
um, en enn væru þó nokkrar stoi'ur
nafnlausar og stæðu þær fyrirtækjum
til boða. Taldi Þorvarður þetta mjög
góða auglýsingu fyrir fyrirtækin.
Sagði hann að nemendur tækju upp
vinsamlegri afstöðu ti! þeirra fyrir-
tækja, sem hafa hjálpað til við bygg-
ingu hússins.
Hvað Hafskip varðaði þá taldi
Þorvarður ekkert að því þó stofan
bæri nafn fyrirtækisins, þó það hefði
verið lýst gjaldþrota og væri því ekki
lengur til. Taldi hann það ágæta
áminningu til nentcnda um að lífið
væri fallvalt og að það skiptust á skin
og skúrir í viðskiptum.
Kennarar og nemendur marser-
uðu neðan úr Þingholtum upp í
Ofanleiti á mánudaginn. Fyrsta
skóflustuga við nýja skólann var tek-
in 29. apríl 1983 og byrjaö var að
steypa upp í mars ’84. Kostaði skól-
inn 142 milljónir og fyrir utan fram-
lög fyrirtækjanna er hann fjármagn-
aður af Verslunarskólanum.
Eignir Verslunarskólans í Þing-
holtum, þrjú hús og tvær auðar lóðir
er til sölu og kostar45 milljónir.
Brottrekstur framkvæmdastjóra LÍN:
Ákvörðun á ábyrgð
menntamálaráðherra
jafnvel fyrir dómstólum segir forsætisráðherra
■ Sú yfirlýsing Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra í fjöl-
miðlum að Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra hafi brotið lög
er hann leysti fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra
námsmanna frá störfum hefur vakið
mikla athygli. Ennfremur hafa vakn-
að spurningar um lagalegan rétt ráð-
herra til að bjóða þeim opinberum
starfsmönnum sem gera á brottræka
tilboð um greiðslu launa umfrarn
það sem uppsagnarfrestur gerir ráð
fyrir.
„Það er staðreynd að lög um rétt-
indi og skyldur opinberra starfs-
manna kveða á um að veita skuli á-
ntinningu þeim sem hefur gerst brot-
legur í starl'i og viðkomandi gefið
tækifæri til að leiðrétta það sem hef-
ur verið vanrækt. Ef slíkri áminn-
ingu er ekki tekið þá má grípa til
uppsagnar. Þetta gildir unt opinbera
starfsmenn og það getur náttúrlega
hver og einn metið það eftir þessu
hvort að þarna hefur verið farið rétt
að,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son í samtali við Tímann í gær.
Forsætisráðherra benti á að hver
einstakur ráðherra væri í stjórnkerf-
inu ábyrgur fyrir sínum málum. Mál
framkvæmdastjóra LÍN hefði verið
rætt í ríkisstjórninni og þar hefðu
menn skýrt sín sjónarntið. Mennta-
málaráðherra hefði tckið um-
rædda ákvörðun á eigin ábyrgð og
yrði að axla hana, hugsanlega fyrir
dómstólum ef ákveðið yrði að fara þá
leið.
„Þess eru dæmi að opinberum
starfsmönnum sem leysa átti frá
starfi hafi verið boðin árslaun. Til
dæmis var fyrrverandi fjármálaráð-
herra ekki sáttur við ákveðna starfs-
menn og samdi við þá unt slfkt. Að
sjálfsögðu geta viðkomandi starfs-
menn tekið slíku boði,“ sagði Stein-
gríntur.
„Ég tel að forsætisráðherra hafi
verulega hlaupið á sig með þessari
yfirlýsingu sinni. Þetta er mjög ó-
tímabær, óviturleg og óskynsamleg
yfirlýsing af hans hálfu,” sagði Auð-
unn Svavar Sigurðsson varaformað-
ur stjórnar LÍN er blaðamaður hafði
samband við hann vegna fyrrnefndrar
umfjöllunar fjölmiðla. Auðunn lagði
áherslu á að þetta væri sín skoðun en
ekki álit stjórnarinnar. í framhaldi af
því benti hann á að ráðningarmál
framkvæmdastjóra sjóðsins væru al-
gerlega í höndum menntamálaráð-
herra.
„Stjórnin hefur lýst yfir fullum
samstarfsvilja sínum við starfsmenn
■ Flugumferðarstjórar á Reykja-
víkurflugvelli undirbúa nú aðgerðir á
næstu dögum sem hafa munu í för
með sér verulega röskun á innan-
landsfluginu vegna deilna um skipu-
lagsmál. Sex nugumferðarstjórum
var í fyrradag sent símskeyti þar sent
þeim var skipað samkvæmt lögum að
vinna aukavakt vegna veikindafor-
falla, en flugumferðarstjórar telja sig
þegar vinna of ntikla yfirvinnu auk
þess sem þeir eru tregir til að taka
aukavaktir vegna nýs skipulags á
flugstjórnarmiðstöðinni sem tók
gildi um áramótin.
Þrír flugumferðarstjórar boðuðu
veikindaforföll á mánudag og þá var
sex flugumferðarstjórum sent sím-
skeyti þar sem þeir voru kvaddir til
starfa en aðeins einn sinnti því. Að
sögn Kára Guðbjörnssonar fulltrúa
og framkvæmdastjóra og vill með
sem bestum hætti koma á eðlilegu
ástandi. í öðru lagi þá höfum við
túlkað þá skoðun okkar um dreifða
ábyrgð stjórnar og framkvæmda-
stjóra að hann heyri beint undir ráð-
herra og fari með fjárreiður sjóðsins
í umboði ráðherra og stjórnar. I
þriðja lagi trúum við stjórnarmenn
því ekki að starfsmenn ætli að stefna
námsferli þúsunda stúdenta bæði
hérlendis og aðallega erlendis í voða
með því að sinna ekki þeim störfum
sem er knýjandi nauðsyn á að vinna
þegar í dag,“ sagði Auðunn.
flugumferðarstjóra var þarna ekki
um skipulagðar aðgerðir að ræða
heldur teldu flugumferðarstjórar sig
vinna meira en nóga aukavinnu. A
síðustu árum hefur flugumferðar-
stjórum fækkað um 14 í flugstjórnar-
miðstöðinni nteðan flugumferð hef-
ur aukist unt 25% og á síðasta ári
unnu 35 flugumferðarstjórar að
meðaltali tvo mánuði í aukavöktum.
Kári sagði einnig að nýtt skipulag
flugmálastjóra á flugstjórnarmið-
stöðinni kynti undir óánægju flug-
umferðarstjóra en samkvæmt því
séu yfirflugumferðarstjóri og tveir
varðstjórar sviptir stöðum sínum og í
staðinn skipaðir tveir varðstjórar úr
hópi flugumferðarstjóra. Auk þess
standi til að fækka mönnum á nætur-
vöktum.
Flugumferðarstjórar á Reykja-
víkurflugvelli:
Undirbúa aðgerðir