Tíminn - 08.01.1986, Blaðsíða 9
8Tíminn
Miðvikudagur 8. janúar 1986
Miðvikudagur 8. janúar 1986
Tíminn 9
Handknattleikur 1. deild:
Stóríeikur í kvöld
- Valur og Víkingur mætast í Höllinni í leik sem gæti ráðið úrslitum
■ Hermundur og félagar hjá
Stjörnunni munu berjast.
■ Japanska Ijósmyndavörufyrir-
tækið Canon, seni síðastliðin þrjú ár
hefur verið aðalstuðningsaðili ensku
deildarkeppninnar, ætlar ekki að
tramlengja samning sinn við deildar-
samtökin, en samningurinn rennur
út í maí.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir ensk
félagslið sem mörg hver eiga nú í
miklum fjárhagsörðugleikum. For-
ráðamenn fyrirtækisins sögðu að
ákvörðunin hefði verið tekin af
„hreinum viðskiptaástæðum,“ en
líklegt verður að telja að hörm-
ungaratburðurinn í Brússel eigi hér
þátt að máli.
Ekki er vitað hvort eitthvert stór-
fyrirtækið komi til stuðnings deildar-
keppninni á þessu ári en Graham
Kelly, ritari deildarsamtakanna,
■ í kvöld fer fram næst síöasta um-
feröin á Islandsmótinu ■ 1. deild
karla í handknattleik og nú fer svo
sannarlega að bera til tíðinda.
Aðalleikurinn er að sjálfsögðu
viðureign Valsmanna og Víkinga
sem hefst kl. 20.15 í Laugardalshöll.
Þessi liðeru efst ogjöfn í 1. deildinni
með 20 stig og leikurinn í kvöld gæti
því ráðið úrslitum um hvort íslands-
bikarinn fari í Hæðargarð ellegar
Hlíðarenda.
Eina liðið sem ógnað getur áður-
nefndum félögum er Stjarnan úr
Garðabæ sem hefur 18 stig, nú þegar
tveimur umferðum er ólokið. Stjarn-
an leikur gegn F.H. í íþróttahúsinu í
Digranesi og hefst viðureignin kl.
20.00. Sigri Stjarnan og vinni Valur
getur svo farið að þrjú lið verði efst
og jöfn þegar keppni lýkur á sunnu-
daginn n.k. Þá leika Stjörnumenn
sagðist, í viðtali við fréttamcnn, vera
bjartsýnn á að önnur fyrirtæki kæmu
brátt inn í myndina.
íslandgegn Qatar
■ Olíuríkið Qatar hefur
boöið íslenska landsliðinu í
knattspyrnu skipað leik-
inönnum 21 árs og yngri til að
leika tvo landsleiki gegn jafn-
öldrum sínum í Qatar. KSÍ
hefur þekkst boðið og munu
leikirnir verða þann 26. og 28.
janúar næstkomandi. Knatt-
spyrnusambandið í Qatar
mun greiða allan kostnað
vegna fararinnar. Guðni
Kjartansson mun vclja þann
hóp leikmanna sem fer í fcrð-
ina.
einmitt gegn Val og Víkingar kljást
við K.R.-inga.
Einn möguleikinn er því að þrjú
lið ljúki keppni með22stigogþarfþá
aukakeppni um fslandsmeistaratitil-
inn. Víkingar standa hins vegar best
að vígi fyrir komandi leiki, sigri þeir
Val í kvöld eru þeir nánast búnir að
tryggja sér titilinn því fátt - ellegar
ekkert - ætti að koma í veg fyrir að
þeir vinni sigur á K.R.-ingum.
Á Akureyri leika K.A. og Þróttur
kl. 20.00 og er víst varla að spyrja að
leikslokum í þeirri viðureign. Þá
leika Fram og K.R. í Laugardalshöll
kl. 21.30 þ.e.a.s. að afloknum leik
Valsmanna og Víkinga. K.R.-ingar
verða að sigra í þeirri viðureign ætli
þeir að halda sér í 1. deildinni. K.R.
er með 7 stig en Fram hefur 8 stig.
Hins vegar ber þess að gæta að í loka-
umferðinni, sem leikin verður um
næstu helgi, mæta K.R.-ingar Vík-
ingum á meðan Framarar spila gegn
Þrótturum, Ergó, Framarar fá tvö stig
þar.
Það má því búast við að áhorfend-
ur láti sig ckki vanta nú þegar tvær
síðustu umferðirnar verða leiknar á
íslandsmótinu því spennandi er það
svo sannarlega þó deila megi svo urn
gæði handboltans í vetur.
Handknattleikur 3. deild:
■ Týr frá Vestmannaeyjum hefur
nú tekið forystuna í 3. dcildarkeppn-
inni í handknattleik. Liðið brá sér
upp á Akranes um síðustu helgi og
sigraði þar heimamenn með einu
marki, 18-17 eftir að Í.A. hafði leitt
11-6 í hálfleik. Týr lék einnig við
Skallagrím í Borgarnesi og sigraði
þar 34-21.
Af öðrum lcikjum í 3. deildinni
um helgina er það að segja að Hvera-
gerði sigraði Njarövík 31-30, Fylkir
vann Reyni frá Sandgerði 22-20, Þór
sigraði Völsung á Akureyri 20-18 og
Hér birtist staðan fyrir alla tölu-
fróða menn og getur því hver og einn
byrjað að raða niður í sætin þannig
að sitt lið komi sem allra best út úr
mótinu:
Valur............ 12 10 0 2 289-242 20
Vikingur......... 12 10 0 2 297-231 20
Stjarnan.......... 12 8 2 2 296-238 18
F.H............... 12 6 0 6 289-281 12
K.A.............. 12 5 1 6 249-253 11
Fram ............ 12 4 0 8 281-289 8
K.R.............. 12 3 1 8 264-278 7
Þróttur........... 12 0 0 12 239-374 0
Leikirnir sem eftir eru:
Midvikudagur: KA-Þróttur, Stjarnan-FH,
Valur-Víkingur og Fram-KR.
Laugardagur: FH-KA, Þróttur-Fram.
Sunnudagur: KR-Vikingur, Valur-
Stjarnan.
Langeropnargolfvöll
■ Bernard Langer, golf-
maðurinn snjalli frá V-Þýska-
landi sem meðal annars vann
Masters-kcppnina í Banda-
ríkjunum á síðasta ári, hefur
ákveðið að byggja sinn eigin
golfvöll. Mun vellinuin verða
ákveðin staðsetning nálægt
heimabæ Langers í V-Þýska-
landi er heitir Augsburg. Til
að byrja með niun bróðir
hans, Erwin, reka völlinn.
Hann verður öllum opinn.
Keflvíkingar imnu Ögra 29-13.
Týrarar eru efstir eins og áður
sagöi með 24 stig en næstir koma
Keflvíkingar með 22 stig. Akurnes-
ingar hafa 20 stig og í fjórða sæti eru
Sandgerðingar með 18stig. ÖII þessi
lið hafa leikið þrettán leiki nema
Týrarar, sem hafa lokið fjórtán leikj-
um. Keppninni í 3. deild verður
framhaldið í kvöld. Þá mætast ÍA og
Reynir frá Sandgcrði. ÍH og
Njarðvík, Ögri og Skallagrímur og
Selfyssingar og Hvergerðingar tak-
ast á í nágrannaslag á Selfossi.
Enska knattspyrnan:
Enn eitt áfallið
Canon hefur ákveðið að framlengja ekki samninginn við FA
Týrtekurforystuna
■ Jakob Sigurðsson.
Spámaður
vikunnar
■ „Þetta verður hörkuleikur, það
er engin spurning," sagði Jakob Sig-
urðsson, landsliðsmaðurinn úr Val,
um viðureign Hlíðarendapilta við
Víking í kvöld en á þeim leik veltur
það líklega hvar fslandsbikarinn í
handknattleik lendir þetta árið. Þó
að hugur Jakobs væri að mestu bund-
inn við leikinn mikilvæga gaf hann
sér þó tíma til að spá um úrslit leikja
í ensku knattspyrnunni um næstu
helgi.
Jakob er stuðningsmaður Arsenal
og spáir þeim útisigri gegn Sigurði
Jónssyni og félögum í Sheffield
Wed. Spá Jakobs er annars þessi:
Birmingham-Ipswich................... 1
Chelsea-Luton ....................... 1
Coventry-Aston Villa .................2
Leicester-West Ham ...................2
Man. City-Southampton ............... 1
Oxford-Man. Utd.......................2
Sheff.Wed.-Arsenal....................2
Tottenham-Nott.Forest.................X
Watford -Liverpool....................2
W.B.A.-Newcastle .................... 1
Crystal Palace-Charlton.............. 1
Sunderland-Leeds......................X
Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir1x2
■ Maður einn keypti hið svokall-
aða Olískerfi af Fylkismönnum í Ár-
bæjarhverfi og lét þá um að fylla út
seðlana. Það væri svo sem ekki í frá-
sögur færandi nema það að þessi
maður var all ótrúlega og ofsalcga
heppinn í getraunum, hann fékk
einu tólfuna og þar að auki fjórtán
raðir með ellefu réttum. Alls komu
fram 36 ellefur og fær hver kr.
9.031,- en tólfan góða gefur kr.
758,680,-.
Alþýðublaðið er efst í getrauna-
keppni dagblaðanna sem nú stendur
sem hæst. Sannast þar hið forn-
kveðna að oft fær lítið blað marga
rétta í getraunum.
Tímamenn eru bjartsýnir á seðil
næstu helgar sem er nokkuð snúinn.
Ef lagðar eru saman tölurnar 1,9,8
og 6 og deilt í með tveimur kemur út
tólf. Að auki er 11. janúar á laugar-
daginn. Allt virðist því benda til að
um næstu helgi komi upp gríðarlegur
vinningur hjá Tímamönnum. Vind-
um okkur í seðilinn.
Birmingham-Ipswich ........... 1
Bæði liðin eru verðandi fallkand-
ídatar og leikurinn á St. Andrews
verður sjálfsagt lítt spennandi.
Heimasigur - ég veit ekki af hverju.
Chelsea-Luton ............... 1
Kcrry Dixon og félagar hans í
Chelsealiðinu eru í banastuði og
vinna sigur í skemmtilegum leik.
Covenfry-Aston Villa...........X
Miðlandaliðin leika bæði nokkuð
áferðarfallega knattspyrnu en geng-
ur afleitlega að hala inn stig. Þau fá
bæði citt stig úr þessari viðureign.
Leicester-West Ham............ 2
Góðir markaskorarar eru í báðum
liðum og þeir munu koma við sögu í
þessum leik. West Flam hefur tapað
síðustu tvö árin en vinnur í þetta
sinn.
Man. City-Southampton........ 1
Sunnanmennirnir munu ekki eiga
möguleika í City uppí Manchester.
Oxford-Man. Utd.............. 2
Liðið frá háskólabænum Oxford
stendur í Manchestermönnum á
Manor Ground en fá á sig mark etir
hornspyrnu - frekar ódýrt.
Sheff. Wed-Arsenal........... 1
Heimamenn sigruðu á síðasta
keppnistímabili 2-1 og munu endur-
taka leikinn á laugardaginn.
Tottenham-Nott. For.......... 1
Bæði liðin eru óstöðug í leik sínum
en leikmenn Forest hafa sjaldan þótt
góðir ferðalangar. Það verður þeim
að falli.
Watford-Liverpool............ 2
Liverpoolmönnum mistekst ekki í
Lundúnum og sigra sannfærandi.
W.B.A.-Newcastle ............ í
Nú krækja leikmenn Miðlanda
liðsins sér í þrjú stig og er tími ti
kominn.
Crystal Palace-Charlton ...... 1
Þetta er eiginlega heimaleikui
beggja liða því þau notast við samí
völl. Því er varla hægt að tala urr
heimasigur þó Palace muni sigra.
Sunderland-Leeds..............X
Margir spá sjálfsagt heimasigri er
leikmennirnir frá Leeds koma ák-
veðnir til leiks á Roger Park og
krækja í jafntefli.
Kerfishaninn
■ Kerfishaninn býður ad þessu sinni uppá kerfi sem sett er á 3 hvíta seðla (24 raðir).
Kerfið býður uppá 5 heiltryggða og 3 hálftryggða leiki, það eru sem sagt fjórir leikir sem
þarf að festa. Kerfið er einfalt og mjög ódýrt. Svona skal fyllt út:
Seðill 1
Seðill 2
Seðill 3
A: 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X X X X X X 2 2 2 2 2 2
Heiltr. B: X X X X X X X X X X X X 1 1 1 1 1 1 2 2 2 2 2 2
C: 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 X X X X X X 1 1 1 1 1 1
Heiltr. X 2 1 1 X 2 X 2 1 X 2 1 X 2 1 1 X 2 X 2 1 2 1 X
Heiltr. 2 1 X 2 1 X X 2 1 2 1 X 1 X 2 1 X 2 1 1 X 2 1 X
Heiltr. 1 X 2 1 X 2 1 X 2 2 1 X 1 X 2 1 X 2 1 X 2 2 1 X
Heiltr. 2 1 X 1 X 2 1 X 2 1 X 2 2 1 X 1 X 2 1 X 2 1 X 2
a: 1 1 1 1 1 1 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 1 1 1 1 1 1
Hólftr. b: 1 1 1 1 1 1 X X X X X X X X X X X X 1 1 1 1 1 1
c: X X X X X X 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 X X X X X X
■ Larry Bird er talinn sá besti af hvítum leikmönnum í NBA-deildinni í körfu. Hann segir þad
engu máli skipta hvort menn séu hvítir eöa svartir.
Nýjung í heimsbikarkeppninni á skíðum:
Tveirniðuríeinu
Keppni á samhliða brautum til að auka áhorfendatölur
■ Svig, þar sem tveir skíðamenn keppa
saman, er nýjasta tilraunin hjá forráðamönnum
heimsbikarkeppninnar á skíðum. Þessari
keppni er ætlað að auka áhugann á í þróttinni og
reyna að fá fleiri áhorfendur úr stórborgunum
uppí brekkur skíðalandanna til að fylgjast með
keppni.
Á mánudaginn var haldin slík keppni nálægt
Vínarborg í Austurríki og gaf hún stig í þjóða-
keppni heimsbikarmótsins á skíðum. Um sex
þúsund áhorfendur mættu á staðinn sem er með
því allra mesta á skíðamótum. Þátttakendur
voru 32 helstu skíðamenn í heimi, þar á meðal
Peter Múller frá Sviss, sem þó féll úr keppni,
missti af hliði í fyrstu umferð.
Tilhögun á keppninni er einföld: Tveir leggja
af stað í einu og áhorfendur sjá því hörkusvig
niður brekkuna og ákveðinn sigurvegara. ítalir
voru vel með á nótunum í þessari svigkeppni.
Fyrstur var Ivano Edalini og var hann að vonum
ánægður með frekar óvæntan sigur sinn: „Það
er góð hugmynd að hafa svona keppni. Við
þurfum fleiri slíkar í þjóðakeppni hcimsbikar-
mótsins," sagði ánægður ítalinn við fréttamenn,
en bætti þó við að meira álag væri á skíða-
mönnunum þegar þeir færu niður því einbeit-
ingin væri eilítið trufluð af andstæðinginum.
Marco Tonazzi, landi Edalinis, var einnig
ánægðurmeð keppnisfyrirkomulagið: „Fólk vill
sjá meistarana skíða mörgum sinnum niður í
harðri keppni og einnig hafa þá nálægt sér eins
og á þessari braut," sagði Tonazzi sem varð
fjórði.
Sumir hafa þó varað við því að skíðaíþróttin
verði gerð að allsherjar sirkusatriði: „Svona
keppni fær fólk til að koma og því verðum við að
hafa eitthvað af slíkum mótum, því rniður,"
sagði V-Þjóðverjinn Markus Wasmeier eftir
keppnina í Vínarborg.
Forráðamenn keppninnar voru aftur á móti
hinir ánægðustu þrátt fyrir að kostnaður hefði
aukist verulega þegar þurfti að flytja gervisnjó
upp í hlíðarnar hjá Vínarborg. Tilgangurinn var
að gefa Vínarbúum tækifæri að sjá helstu skíða-
menn heims í skemmtilegri keppni án þess að
þurfa að fara langt upp í Alpana og það tókst.
Eftir þessa tilraun verður að teljast líklegt að
svona keppni eigi eftir að verða fastur liður í
heimsbikarkeppninni á skíðum.
NBA'körfuboltinn
■ Þrír leikir voru í fyrrinótt í körfunni í
Bandaríkjunum. 76er sigruðu San Ant-
onio Spurs 108-102, Suns sigruðu Supers-
onics 114-97 og Kings unnu Bullets 106-
87. Staðan í deildinni breytist ekki mikið
við þessi úrslit nema hvað 76ers hanga í
Boston ennþá.
Svartir sækja enn á í amerískum íþróttum:
Síðasta vígið að falla?
- meira að segja hið sterka vígi stjórnanda í amerískum fótbolta er að falla
■ Það hefur í mörg ár þött áber-
andi hversu vel svartir hafa staðið sig
■ íþróttaheimi Bandaríkjamanna
sem og fleiri landa. Það er þó ekki
ýkja langt síðan svartir leikmenn
voru vart sjáanlegir í vinsælustu
íþróttum Bandaríkjamanna, horna-
bolta og amerískum fótbolta. Meira
að segja í körfuknattleik var enginn
svartur leikmaður þar til árið 1950. í
dag eru 75% leikmanna í NBA-
körfuknattleiksdeildinni svartir.
Svo virðist sem að eitt síðasta vígi
hvítra í amerískum íþróttum sé að
byrja að falla. Það gæti tekið nokkur
ár en fyrstu merkin eru byrjuð að
sjást. Þetta vígi er staða stjórnanda
(quarterback) í amerískum fótbolta.
Til að skýra þessa merku stöðu að-
eins þá er stjórnandi fótboltaliðs
nánast það sama og heimili liðsins.
Hann fær boltann í upphafi hverrar
sóknar og hann sér urn að kasta bolt-
anum eða afhenda hann þeim sem
spilakerfið segir til um. Það er undir
honum komið að miklu lcyti hversu
vel liði gengur. Hann verður líka oft-
ast stjarna liðsins. Án góðs stjórn-
anda er liðið sem höfuðlaus her.
í dag er aðeins einn svartur stjórn-
andi í þeim 28 liðum sem skipa at-
vinnumannadeildina i' amerískum
fótbolta. Sá heitir Warren Moon og
spilar fyrir Houston Oilers, eitt slak-
asta lið deildarinnar í dag. Moon er
virkilegur brautryðjandi. Oilers
fengu hann til sín fyrir tveimur árum
frá Kanada þar sem hann hafði gert
góða hluti með sínu liði og oftar en
einu sinni gert liðið að kanadískum
meisturum í fótbolta.
Núna hillir undir annan snilling í
stöðu stjórnanda sem er svartur. Sá
heitir Jamelle Holieway og kemur frá
Oklahoma. Það sem þykir hvað
merkilegast viö Holieway er að hann
spilaði varnarmann í menntaskóla
(eins og verður hlutskipti margra
svartra leikmanna) en var færður í
stöðu stjórnanda er hann kom í há-
skóla. Venjan hefur verið sú að ef
svartur leikmaöur er góður sem
stjórnandi í menntaskólaliði þá er
hann færður í stöðu útherja eða
hlaupara í háskólaliði sínu. Það er
oftast hrós fyrir svartan leikmann að
vera fljótur eða sterkur. Holieway
hefur þó fengið mest hrós fyrir að
vera fljótur og góður að hugsa.
Eitthvað sem svartir leikmenn hafa
ekki fengið mikið hrós fyrir.
En á sama tíma og svartir eru að
vinna sér sæti í stöðu sem amerískir
hafa gjarnan litið á sem „alhvíta" -
kannast ekki allir unglingar við há-
skólamyndirnar þar sem myndarlegi
hvíti strákurinn er stjórnandi og
fyrirlið skólaliðsins og allar stelpurn-
ar eru skotnar í honum en hann fer
aðeins út með aðalstelpunni í klapp-
stýruliðinu - er besta körfuknatt-
leiksliðið í NBA aðsnúa við blaðinu.
Boston Celtics, sem voru fyrsta
liðið til að nota svartan leikmann í
liði sínu og voru reyndar líka fvrsta
liðið til að ráða svartan þjálfara,
spila nú með nánast eingöngu hvíta
leikmenn. Af 12 manna hópi sem
spilar leiki liðsins þá eru 8 hvítir. í
byrjunarliði Celtics eru þrír hvítir af
fimm. Liðið sem gjarnan er kallað
„S-Afríku liðið", seldi einn af sínum
svörtu leikmönnum, Carlos Clark, í
byrjun þessa keppnistímabils og tók
inn í stað hans tvo hvíta leikmenn þá
Bill Walton og Rick Carlisle.
Aðal-leikmaður Celtics, Larry
Bird, sem talinn er vera sá besti af
hvítum leikmönnum í deildinni, seg-
ist ekki taka eftir því hvort meðspil-
arar hans eða mótherjar séu hvítir
eða svartir. „Eini munurinn á svört-
um leikmanni og hvítum er sá að sá
svarti hirðir frákast fyrir ofan hring-
inn en sá hvíti fyrir neðan netið".
Dennis Johnson, annar svarti leik-
maðurinn í byrjunarliði Celtics,
segir: „Mér er alveg sama hvort ég
spila með hvítum eða svörtum leik-
manni. Aðalatriðið er að hann geti
hjálpað okkur til að vinna." Johnson
þarf víst ekki að kvarta yfir því hjá
Celtics því þar er sigur orðinn dag-
legt brauð.
Það virðist þó skipta dálitlu máli
fyrir áhorfendur hvort stjarna liðsins
er svartur eða hvítur. Fyrir um 20
árum áttu Boston Celtics besta liðið í
deildinni og besta leikmanninn. Sá
hét (og heitir) Bill Russel og var
svartur framherji. Alla þá tíð sem
Russell lék með liðinu og á meðan
hann þjálfaði það síðar meir þá yar
sjaldan uppselt á leiki liðsins í Bost-
on Gardens (heimavelli þess). Eftir
að Larry Bird kom til Boston hefur
verið uppselt á hvern einasta leik.
Þetta endurspeglar líka dálítið efna-
hagsástand í Bandaríkjunuin þar
sem hvítir eiga yfirleitt meiri mögu-
leika til launahærri vinnu heldur en
svartir og geta því leyft sér tneira.
í dag virðist sem svartirætli aðfara
að sauma meir að hvítum í amerísku
íþróttum með því að komast inn í
stöðu stjórnanda í fótboltaliðum
þeirra. í öðrum íþróttum hafa þeir
nánast náð yfirhöndinni s.s. í horna-
bolta og körfuknattleik. Hér áður
fyrr þá átti við það sem Bill Russel
sagði er hann var þjálfari hjá Celtics.
„Reglan er venjulega sú að þú notar
aðeins tvo svarta leikmenn á heima-
velli, þrjá á útivelli og fimm ef þú ert
að tapa leiknum." I dag myndu orð
Pete Rose, eins frægasta hornabolta-
leikmanns Bandaríkjanna sem er
hvítur, eiga betur við. Rose var van-
ur að segja ef vel gekk hjá hvítum
kpllega sínum: „Ekki svo slæmt af
hvítum að vera".
Hvort Jamelle Holieway verður
einhverntíma einn besti stjórnandi í
amerískum fótbolta eða hvort Bost-
on Celtics verða NBA-meistarar
með nánast „hvítt lið“ er erfitt að
■ Næsta stóra verkefnið hjá hand-
knattleikslandsliði íslands er í Dan-
mörku. Þar byrjar í næstu viku Balt-
ic-Cup með þátttöku íslendinga,
dana A og B, Pólverja, A-Þjóðverja
og Sovétmanna. Sannarlega slórt og
sterkt mót. Nokkuð víst er að allir
bestu leikmenn íslands verða með á
segja. Hitt er annað mál að svartir
menn sjá gjarnan möguleika á fjár-
magni og frama með því að komast
langt í íþróttum og því leggja þeir
meiri metnað í árangur sinn í íþrótt-
mótinu og því er þetta mjög góð æf-
ing fyrir A-keppnina í Sviss í lok
febrúar.
íslendingar leika fyrst gegn A-liði
Dana og veröur sá leikur í Aarhus
þann 14. janúar. Nú skulu Danir
lagðir á ný.
Belgía:
Ceulemans kosinn
- knattspyrnumaður ársins 1985
um.
■ Warren Moon er brautryðjandi í stöðu stjórnanda í amerískum fótbolta.
Hvcrjir fylgja á eftir honum?
Handknattleikur:
Baltic-Cup að hefjast
Alþjóða Frjálsíþróttasambandið breytir:
Myndir sýndu mistök
Bætt við heimsmet Cram og Aouita
■ Alþjóða frjálsíþróttasambandið
(IAFF) hefur bætt örlitlum tíma við
heimsmet þau er Englendingurinn
Steve Cram og Marokkóbúinn Said
Aquita settu síðastliðið sumar.
Heimsmet Crams í míluhlaupi,
sem hann setti í Osló í júlí á síðasta
ári, verður nú 3 mín.og 46,32 sek.
Met Aquita í 1500m hlaupi, sett í V-
Berlín í ágúst síðastliðnum, verður
hins vegar 3 mín.og 29,46 sek. Bæði
þessi met voru einum hundraðasta
úr sekúndu betri áður en af breyting-
unni varð.
Ástæðan? Jú, farið var að kanna
filmur sem teknar voru er kapparnir
komu í mark í þessum hlaupum og
reyndust þær vera örlítið ónákvæm-
ar.
Vinnubrögðin voru einnig eitt-
hvað ónákvæm þegar austur-þýska
stúlkan Sabine Busch setti heimsmet
í 400 m grindahlaupi á síðasta ári.
Tímanum á því meti hefur verið
breytt í 53,55 sekúndur sem er einum
hundraðasta úr sekúndu betri en
tíminn sem áður gilti.
■ Tækninefnd Fimleikasambands
fslands gengst fyrir dómaranám-
skeiði fyrir fimleikadómara um
næstu helgi. Þá verður á dagskrá
dómaranámskeið kvenna og hefst
það á föstudagskvöld kl. 20. Þann
20. janúar verður svo dómaranám-
skeið karla og hefst það einnig kl. 20.
Allar upplýsingar um námskeiðið
eru veittar hjá formönnum tækni-
nefnda Jónasi og Berglindi í síma
672367.
■ Fyrirliði belgíska landsliðsins í
knattspyrnu Jan Ceulemans var í gær
útnefndur knattspyrnumaður ársins
í Belgíu. Hinn 28 ára gamli Ceulem-
ans, sem einnig er fyrirliði efsta liðs-
ins í 1. deildinni belgísku, Club
Bruges, leiðir belgíska landsliðið í
úrslitakeppni heimsmeistaramótsins
í knattspyrnu sem fram fer í Mexíkó
í sumar.
Annar í kosningunni, en að henni
stóðu íþróttafréttamenn og forráða-
Bikarmót F.S.f. er fyrsta mótið hjá
sambandinu á þessum vetri og verð-
ur það haldið 25.-26. janúar. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að berast í
síðasta lagi 18. janúar ásamt móta-
gjaldi.
Úrslit í A-liði verða tekin til við-
miðunar við val á keppendum í
landskeppni við Skotland, sem verð-
ur hér á landi 9. febrúar n.k.
menn belgískra knattspyrnuliða, var
útherjinn PhilippeDesmedt. Sá leik-
ur með Waregem og er auk þess
landsliðsmaður.
■ Jan Ceulemans.
Fimleikar:
Fimleikadómaranámskeið