Tíminn - 08.01.1986, Side 15

Tíminn - 08.01.1986, Side 15
flokksstarf Tíminn 15 Miðvikudagur 8. janúar 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP II Sjónvarp kl. 20.40: Stiklað á Vestfjörðum - endurtekinn þátturfrá 1984 ■ Stikluþættir Ómars Ragnars- sonar njóta slíkra vinsælda í sjón- varpinu, að það kc?nurslðuren svo að sök þó að þeir séu endursýndir. Reyndar eru sumir þeirra þannig að fólk vill gjarna sjá þá oftar en einu sinni til að átta sig enn betur á ókunnunr staðháttum. í kvöld kl. 20.40 gerirsjónvarpið til hæfis þeim áhorfendum sínum sem vilja kynnast betur Vestfjörð- um. Þar stiklar Ómar Ragnarsson um Önundarfjörð, Dýrafjörð og Arnarfjörð og heilsar m.a. upp á ■ Sigurjón Jónasson bóndi íLok- inhömruni. einsetubændurna Sigríði Ragnars- dóttur á Hrafnabjörgum og Sigur- jón Jónasson í Lokinhömrum í Lokinhamradal í Arnarfirði. Við- tal við þau birtist í NT 14. júní 1984. Þættinum vargefið nafnið „Und- ir hömrum, björgum og hengiflug- um“ og var áður sýndur sumarið 1984. Hann var gerður þá um sumarið og veturinn áður, svo að landslag á þessum slóðum má bæði sjá í vetrar- og sumarskrúða. ■ Sigríður Ragnarsdóttir bóndi á Hrafnabjörgum. Sjónvarp kl. 22.05: ■ Söngkonan Etta Cameron söng við góðar undirtektir við undirleik Ole Kock Hansen, Péturs Östlund og Niels Henning Örsted Peder- sen’ l imamvnd Árni Bjarna. Etta Cameron á Djasshátíð ■ Jassvakning átti tíu ára afmæli á liðnu ári og í tilefni af því varboðið hingað góðum-gestum sem yljuðu djassunnendum um hjartaræt- urnar. Meðal þeirra varsöngkonan Etta Cameron. í sjónvarpinu í kvöld kl. 22.05 verður sýnt frá tónleikum Ettu í Háskólabíói í haust. Með henni léku ekki ómerkari menn en Ole Kock Hansen, Pétur Östlund og Niels Henning Örsted Pedersen. Stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. MlBSSV I 1 . | tosoos ■ * ■ Um Grímsey liggur sem kunn- ugt er norðurheimskautsbaugur- inn. Þar er nyrsta byggð á Islandi og þar á ÓIi Bjarnason heima. Útvarp kl. 15.15: „Sveitin mín“ er Grímsey ■ í dag kl. 15.15 er í útvarpi þátt- ur Hildu Torfadóttur, Sveitin mín. í þeim þætti heldur hún sem kunnugt er uppi spjalli við fólk á Norðurlandi um nánasta umhverfi og kemur þar margt fróðlegt fram, bæði úr nútíð og fortíð. í þetta sinn er það nyrsta byggð íslands sem sagt er frá. Elsti íbúi Grímseyjar, Óli Bjarnason, heldur áfram að segja frá „sveit“ sinni, en fyrri hluti spjallsins var fluttur fyrir jólin. Óli er fæddur í Fjörðunt 1902 en flutti til Grímseyjar 7-8 ára gamall og hefur að vonum frá ýmsu að segja. Þátturinn kemur frá Akureyri. Miðvikudagur 8. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stelpurn- ar gera uppreisn" eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýðinqu sína (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulurvelurog kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómas- son flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagþlað- anna. 10.40 Land og saga Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.10 Morguntónleikar a. Serenaða up. 30 eftir Alþert Roussel. Helga Storck og Wil- helm Schwangler leika á hörpu og flautu með félögum í Endras-kvartettinum. b. Píanósónata nr. 6 í A-dúr op. 82 eftir Sergej Prokofjeff. Ivo Pogorelich leikur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Heimili og skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finnbogason. 14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramaður," - af Jóni Ólafssyni ritstjóra Gils Guð- mundsson tók saman og les (5). 14.30 Óperettutónlist 15.15Sveitinmín. Umsjón: HildaTorfadótt- ir. (Frá Akureyri) 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir,. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Svíta nr. 3. í G- dúr op 55 eftir Pjotr Tsjaikovskí. Filharm- oníusveit Lundúna leikur. Adrian Boult stjórnar. 17.00 Barnautvarpið Meðal efnis: „Stina" eftir Babbis Friis Baastad i þýðingu Sig- urðar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (2). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulifinu - Sjávarútvegur og fiskvinnsla Umsjón: Gisíi Jón Kristjáns- son. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur Helgi J. Halldórs- son flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir Bernharður Guðmunds- son flytur þáttinn. 20.00 Hálftiminn Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 „Rúm eru hættuleg11 Smásaga eftir Elisabeti Jökulsdóttur. Höfundur les. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 21.30 Skólasaga Umsjón: Guðlaugur R. Guðmundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Bókaþáttur Umsjon: Njörður P. Njarðvik. 23.00 Á óperusviðinu Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagsrkárlok. Miðvikudagur 8. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. HLÉ 14.00-15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvals- lög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00-17.00 Dægurflugur Nýjustu dægur- lögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 17.0Ö-18.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. Þriggja m i nútna f réttir sagðar klukkan 11.00, 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - svæðisútvarp. 17.00-18.00 Svæðisútvarp Reykjavikur og nágrennis (FM 90,1 MHz) Miðvikudagur 8. janúar 19.00 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá 5. janúar. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur með inn- lendu og erlendu efni. Söguhornið - En hvað það var skrýtið, þula eftir Pál J. Árdal. Sögumaður Viðar Eggertsson, myndir eftir Halldór Pétursson. Sögur snáksins með fjaðrahaminn, spænskur teiknimyndaflokkur, og Amma, nýr breskur teiknimyndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Stiklur Umsjónarmaður Ömar Ragn- arsson. 21.20 Dallas Allt í hnút Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Bald- ursson. 22.05 Etta Cameron á Djasshátíð Frátón- leikum í Háskólabiói á tíu ára afmæli Jassvakningar í haust. Með Ettu léku Ole Kock Hansen, Pétur Östlund og Niels Henning Örsted Pedersen. Stjórn upp- töku: Tage Ammendrup. 22.35 Fanný og - Alexander Annar hluti - Endursýning. Sænsk framhaldsmynd í fjórum hlutum eftir Ingmar Bergman. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir, (Nordvision - Sænskasjónvarpið). 23.45 Fréttir í dagskrárlok. Skagfirðingar - Hofsósingar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Höfðaborg fimmtudaginn 9. janúar kl. 13-15 Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Framsóknarhúsinu Sauðárkrók fimmtudaginn 9. janúar kl. 16-18 Skagstrendingar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Fellsborg föstudaginn 10. janúar kl. 13-15 Austur Húnvetningar - Blönduósingar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Hótel Blönduósi föstudaginn 10. janúar kl. 16-18 Suðurland Kjördæmissambandið boðar til fundar með forystumönnum framsóknarfélag- anna á Suðurlandi svo og því fólki sem stendur að og ætlar að vinna að sveitarstjórnarmálefnum laugardaginn 11. janúar n.k. í Framsóknarhúsinu á Selfossi kl. 13.30. Dagskrá: 1. Flokksstarfið 2. Sveitarstjórnarkosningar 3. Önnurmál Gestir fundarins eru alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson, Jón Helgason og Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri Stjórnin Ungir framsóknarmenn Hafnarfirði Aðalfundur félags FUF Hafnarfirði verður haldinn laugardaginn 11. janúar kl. 17.00 að Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Selfoss Jón Helgason ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður veröa til við- tals og ræða þjóðmálin í Inghóli þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss P| Seljahlíð, vistheimili w aldraðra í aprílmánuði 1986 er áætlað að taka í notkun vistheimil- iðSeljahlíðvið Hjallasel. Hér er um að ræða 60 einstaklingsíbúðir og 10 hjónaí- búðir. Vistheimilið verður rekið í daggjaldaformi og er því alltfæði og þjónusta innifalin í dvalargjaldi. Hér er ekki um að ræða hjúkrunarheimili og er því ekki gert ráð fyrir að hjúkrunarsjúklingar fái þar vistun. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Vonarstræti 4 og Tjarnargötu 11. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1986. Nánari upplýsingar verða gefnar mánudaga, miðviku- daga og föstudaga frá kl. 9.00-10.00 í síma 25500.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.