Tíminn - 08.01.1986, Side 16

Tíminn - 08.01.1986, Side 16
'kiX&X£ms& *-'*■£*S V „ . % ■■■ .;f,.;,„M,.,^ „S-Afríku-lið“ hjáCeltics Á íþróttasíðu í dag fjöll- um við lítillega _um stöðu svartra og hvítra í íþróttalífi Bandaríkjanna. í dag eru 75% leikmanna í NBA-körfukn- attleiksdeildinni svartir. Samt sem áður eru átta af 12 leik- mönnum Boston Celtics hvítir og liðið vinnur og vinnur. Þá eru svartir stjórnendur að hasla sér völl í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. Larry Bird segir að hann taki ekki eft- ir þessu og Dennis Johnson segir að aðalatriðið sé að vinna. Hvað segja áhorfendur í Boston Gardens? ■HHHHM 1 HHHHHHHi llillfl Hllllliílil ——I I ■ ■ WH ■ B Miðvikudagur 8. janúar 1986 Rannsóknarlögreglan rannsakaði tæp 4500 mál í fyrra: Leituðu íbú- anna í tvígang ■ Fjórtán slökkviliös- 'mcnn úr Hafnarfirði rcöust til atlögu við cld scm kom upp í tvílyftu járnvörðu timburhúsi, við Engibcrg um hádegi í gær. Þegur slökkviliðið kom á staðinn var talsverður cldur í sliga, og í forstofu. Mikill rcykur var í íbúðinni. Fyrsta vcrk slökkviliðsmanna var að scnda inn rcykkafara scm leituðu í öllu húsinu í tví- gang til þcss að komast að því hvort cinhvcr hcfði ver- ið heima þegar eldurinn kom upp. Húsið reyndist mannlaust. Einsog myndin af húsinu bcr mcð sér þurfti að brjóta rúður, til þess að fyrr gengi að reykræsta húsið. Töluverðar skemmdir urðu á báðum íbúðunum, aðallcga af völdum rcyks og vatns. Skjalafalsararnir færa út kvíarnar ■ Mál sem Rannsóknarlög- regla ríkisins rannsakaði á ný- liðnu ári voru í kringum 4350 talsins. Af þeim var um hclm- ingur þjófnaðarmál af ýmsum toga. Þá varð vart við mikla aukningu í skjalafalsi og auð- gunarbrotum hverskonar. Tékkamisferli ciga þar stærstan þátt. Morðmál voru þrjú á ár- inu, og tvær kærur voru gefnar út, þar sem kært var fyrir stór- felldar líkamsmeiðingar og til- raun til manndráps. „Fljótt á litið sýnist mér að þetta sé nokkuð svipað og verið hefur undanfarin ár. Þó er ljóst að skjalafölsunum hefur fjölg- að jafnt og þétt síðastliðin ár. Fjársvikum og öðrum auðg- unarbrotum hefur einnig fjölg- að verulega,“ sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri í samtali við Tím- ann í gær. Rannsóknarlögregl- an vinnur nú að því að gera samantekt á þeim málaflokk- um sem voru til meðferðar hjá stofnuninni á árinu 1985. „Þróunin á seinni árum hefur verið sú að fjölgað hefur þeim lagasviðum scm RLR fjallar um. Sérrefsilagabrotum, sem falla utan almennra hegningar- laga hcfur fjölgað, sem rann- sóknarverkefnum hjá RLR,“ sagði Hallvarður. Sem dæmi um sérrefsilagabrot nefndi Hallvarður verðlagsbrot, sem rannsökuð eru hjá RLR. Gjaldþrot eru rannsökuð, að beiðni ríkissaksóknara, þegar efni þykja vera til. Skattalaga- brot falla undir RLR, eftir að skattrannsóknarstjóri, hefur látið fara fram rannsókn. Hallvarður vildi ekki tjá sig um hvort embættið væri í stakk búið til þess að taka við öllum þessum nýju málaflokkum, en sagði „Ég held að stundum væri ástæða til þess að huga nánar að undirbúningi slíkra lög- gjafa, meðtilliti til þesshverssé þörf, áður en slík lög verða staðreynd," sagði Hallvarður. Islendingar æstir í ■ Slökkviliðsmenn fjarlægja reykræstingartækin sem notuö voru til þess að ræsta með íbúöina. Slökkvistarf gekk mjög vel, og var lok- ið á klukkutíma. Tímu-mvnd: Sverrir. Gengisbreytingar árið 1985: Dollarinn hækkaði aðeins um 1,27 kr. undraeyrnalokk ■ Tvö hundruð íslendingar ganga nú með allsérstakan eyrnalokk. Lokkurinn er þeirri náttúru gæddur, að hann hjálp- ar fólki til þess að hætta að reykja, og minnkar löngun í mat. Lokkurinn er nokkuð frá- brugðinn þeim lokkum sem seldir eru til daglegra og al- mennra nota. Nokkur sársauki fylgir notkun eyrnalokksins, þar sem náttúra sú sem hann er gæddur, byggist á nálastungu- aðferðinni, sem kennd er við Asíu fræði. „Þetta er ekki neinn hókus pókus. Ég hef tekið það skýrt fram að lokkurinn er hjálpar- tæki, en ekki kraftaverkatæki.” sagði Ylva Brynjólfsdóttir, verslunarstjóri Heilsumarkað- arins, sem selur lokkinn. Ylva sagði allar birgðir uppseldar, en lokkurinn kostaði rúmar þús- und krónur. Von er á fleiri slík- um innan tíðar, en mikið hefur verið pantað af lokknum eftir að hann seldist upp. ■ Eyrnalokkurinn er ekki settur á eyrnasnepilinn, heldur eins og myndin sýnir. Stungið í lilustina og síðan er hann sveigður afturfyrir eyrað. meðan pundið hækkaði um 15 krónur Bankabækurnar vinsælar 1985 ■ Hollenskagyllinið, v-þýska markið og franski frankinn hækkuð mest gagnvart krón- unni okkar á nýliðnu ári, eða um 33,1-33,6% frá fyrstu gengisskráningu árið 1985 til fyrstu skráningar á þessu ný- byrjaða ári. Hins vegar er að- eins3,l% dýrarafyrirokkurað kaupa bandaríska dóllarann nú en fyrir ári. Þann 3. janúar ’85 kostaði hann 40,84 kr. og hefur aðeins hækkað í 42,12 kr. á heilu ári. Gengi SDR hefur hækkað úr 39,92 í 46,27 kr., eða um 15,9% á sama tíma. Meðal annarra mynta sem hækkað hafa yfir 30% gagnvart krónunni okkar eru: Austur- ríski sillingurinn, svissneski og belgíski frankinn, sterlings- pundið og danska krónan. Hækkun japanska yensins er 28,4%, norsku krónunnar 24,7% og þeirrar sænsku 22,8%. Sólarlandafarar geta hins vegar hrósaö nokkru happi þar sem hækkun ítölsku lírunnar er mun minni, eða 20,2% og hækkun pesetans er aðeins 17,3% á árinu. Augljóst er að framan- greindar hækkanir - hvort þær eru ntiklar eða litlar - hafa gíf- urlega mikið að segja fyrir þá sem selja vörur til útlanda ann- ars vegar og varðandi verð og verðhækkanir á innfluttum vörum og þar með pyngju okk- ar hvers og eins hins vegar. En stærsti hluti útflutnings héðan er seldur í dollurum. sem kunn- ugt er, en innkaupin eru aftur á móti mest frá þeim Evrópu- löndum þar sem gengi hefur hækkað livað mest gagnvart krónunni okkar. Gengi nokkurra gjaldmiðla 3. jan. 1985 og 1986: Dollari 40,85 42,12 3.1% Sterlingspund 46,84 60,93 30,1% Dönskkr. 3,60 4,71 30,1% Norsk kr. 4,46 5,56 24,7% Sænsk kr. 4.52 5,55 22,8% Þýskt mark 12,87 17.16 33,3% Franskurfr. 4,20 5,59 33,1% Ítölsklíra 0,021 0,025 20,2% Peseti 0,234 0,274 17,3% Yen 0.162 0,208 28,4% SDR 39,92 46,27 15,9% ■ Heildarinnlán viðskipta- bankanna jukust langt umfram verðlagshækkanirá árinu 1985, eða um 48,6% á sama tíma og vísitölur mældu um 35-36% verðbólgu. Heildarinnlán við- skiptabankanna voru komin í 31.608 milljónir króna nú um áramótin samkvæmt upplýs- ingum Seðlabatikans. Aukning innlána umfram verðlagshækkanir á árinu nem- ur í kringum 2.700 milljónum króna, eða um 11 þús. krónum á hvern landsmann ef allir hefðu lagt jafn mikið fyrir. Heildarinnlánin mundu hins vegar nerna um 130 þús. krón- um á mann að ineðaltali.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.