Tíminn - 18.01.1986, Síða 9

Tíminn - 18.01.1986, Síða 9
Laugardagur 18. janúar 1986 Tíminn 11 llllllllllllllllllllllllll FISKIRÆKT II^IHHH^i^l: ................... ....................................... "Illllllll|:ii: !ni|!|l||||||i|||jj ''i'|!|!|||||||li||, '■!l|l|l||||||!|;|,, ~ !1I|I||||||;|| -l'llllllllllililll.i; 'Tl'llllllllll'r •|;llllllllllil:l 'Tllllllllllll:! 'llir Einar Hannesson: FISKELDI OG FISKSJÚKDÓMAR Úr cldishúsi fiskeldisstöðvar. í grein þessari er fjallað almennt um fisksjúkdóma hér á landi enda skrifari þessara orða ekki sérfróður á þessu sviði. Rakin verður gangur mála í sambandi við fisksjúkdóma, sérstaklega í tengslum við fiskeldi. Þá verður staðan í þessum málum skoðuð. eins og hún er í dag. Að lok- um verður reynt að glöggva sig á því hverjar séu framtíðarhorfur í þess- um efnum. Hin neikvæða umræða Það sem ýmsum lesendum dettur sjálfsagt fyrst í hug þegar vikið er að fisksjúkdómum hér á landi, er sú neikvæða umræða, blaðaskrif og fleira, sem á sínum tíma fór fram hér á landi. Þar komu ýmsir við sögu, sem að dómi undirritaðs, ollu fiskeldis- málum ómældu tjóni og tafði það fyrir nauðsynlegum umbótum, m.a. í fisksjúkdómamálum. Ýmsir kvillar Eitt af því, sem fylgir fiskeldi á laxi og silungi eins og skuggi þess, eru fisksjúkdómar. í þcssu sambandi er þó rétt að minna á, að mikill munur er á hver sjúkdómurinn er. Mestur hluti þeirra eru ýmiskonar kvil'.ar og því viðráðanlegir. Þeim er unnt að halda niðri, t.d. með þrifnaði, hóf- legri ásetningu seiða í eldisker og sótthreinsun. Þá er lyfjagjöf stund- um beitt. Sjúkdómar sem valda þungum búsifjum Hins vegar eru til aðrir alvarlegri fisksjúkdómar, illkynjaðir, sem valda þungum búsifjum í fiskeldi- stöðvum. Gagnvart þeim getur þurft að beita róttækum aðgerðum. Tíma- bundin einangrun er sett á gagnvart stöð þar sem fiskur er sjúkur. Loka- aðgerð er stundum fólgin í því að öll- um fiski er slátrað í stöðinni. Að því loknu er hún sótthreinsuð rækilega hátt og lágt, áður en starfsemi getur hafist þar á ný. Þá er ógetið um einn þátt sem veldur fiskeldi tjóni, en það er meng- un eða eitrun. Þessi mengun getur verið í stöðinni sjálfri, ef þrifnaði er áfátt, eða hún berst í vatni, sem stöð- in notar. Sjúkdómavarnir erlendis Öflugar sjúkdómavarnir eru víða erlendis. Nágrannaþjóðirokkarhafa lög og reglur sem heimila aðgerðir til að koma í veg fyrir, að sjúkdómar berist landa á milli. Almennt er krafist, þegar um innflutning er að ræða, vottorða um heilbrigði lifandi hrogna eða fisks. Þá er í sumum til- vikum beitt algjöru innflutnings- banni. Yfirleitt eru nú komnar strangar reglur um þessa hluti, enda mikið í húfi, ef illa tekst til. íslensk lög um fisksjúkdómamál Ákvæði í sambandi við varnir gegn fisksjúkdómum í laxfiskum hér á landi, komu fyrst inn í lög um lax- og silungsveiði árið 1957. Voru þau fyrst og fremst sett vegna sýkingar- hættu sem gæti verið samfara inn- flutningi hrogna og lifandi fisks. Þar var að finna bann við innflutningi nema ráðherra leyfði slíkt. Yrði um innflutning að ræða var gert ráð fyrir að sótthreinsun á hrognum færi fram og jafnframt yrðu fyrirmæli sett um meðferð fisks, sem fluttur yrði milli landa með viðkomu hér á landi. Þá var ákveðið, að heimila afskipti af fiski í eldisstöðvum og veiðivötnum; með sótthreinsun og aðrar nauðsyn- legar aðgerðir, ef hætta væri talin á sýkingu, til að hefta útbreiðslu fisk- sjúkdóms. Við endurskoðun fyrrgreindra laga, voru samþykktar viðbætur varðandi fisksjúkdómamál, er gildi tóku 1970. Nú kom til sögunnar Fisk- sjúkdómanefnd sem skyldi vera ráð- herra til aðstoðar í þessum efnum. Formaður hennar er yfirdýralæknir, en auk hans eru í nefndinni forstöðu- maður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræðum að Keldum og veiði- málastjóri. Þá er gert ráð fyrir í lög- gjöfinni frá 1970, að sérfræðingur í fisksjúkdómum komi til starfa að Keldum, er síðar varð, sem kunnugt er. Fisksjúkdómar hérálandi Saga fisksjúkdóma hér hófst löngu áður en lög um lax- og silungsveiði komu með fyrrgreind ákvæði varð- andi fisksjúkdómavarnir. Með starf- semi klakhúsa sem reist voru, fyrst fyrir silung en síðar lax, má segja að fisksjúkdómar í reynd hafi komið fram í dagsljósið hér á Iandi. Þá urðu klakmenn fyrst varir við að sveppir kæmu á hrogn ög dræpu þau. Síðar urðu menn varir við að kviðpokaseiði drápust, en gerðu sér sjálfsagt ekki grein fyrir orsökum þess, þó stund- um hafi mátt geta sér þess til að sveppur hafi verið þar að verki. Það er eiginlega fyrst eftir að farið er að vinna skipulega að fiskeldi hér á landi, að menn fara að gefa nánari gaum að fisksjúkdómum ogvörnum gegn þeim, eins og fram greinir. í greinargerð um laxeldisstöð að Keldum, sem starfrækt var þar á árum áður, og birtist í Árbók félags áhugamanna um fiskrækt 1968, gerir dr. Snorri Hallgrímsson einn eig- enda stöðvarinnar grein fyrir starf- seminni. Þar er m.a. vikið að fisk- sjúkdómum og nefndir þeir sjúkdóm- ar, sem helst hafi gert vart við sig í stöðinni og sem greindir hafi verið. Þetta voru augnveiki, blinda, tálkn- veiki, uggaveiki, garnaveiki og auk þess B-vítamínskortur. Mun þessi grein dr. Snorra vera fyrsta faglega úttektin, sem birt er um sjúkdóma í eldisstöð hér á landi. Nýrnaveiki verðurvart Fyrst varð vart við alvarlegan bakteríusjúkdóm, nýmaveiki, í laxaseiðum í klak- og eldisstöðinni við Elliðaár 1968. Það leiddi til þess að öllum seiðum í stöðinni var fargað. Þetta var í fyrsta skipti að þessi hættulegi sjúkdómur var greindur í laxi hér á landi. En hér var ekki öll sagan sögð, því miður. Árið 1976 kom nýrnaveikin á ný fram ognú í fiski í Laxalóni. Var það söguleg uppákoma, því að frcgnir af veikinni bárust mönnum hér fyrst frá Noregi, en þangað höfðu verið send sjúk laxaseiði frá Laxalóni til rann- sóknar. í hið þriðja skipti, sem nýrnaveik- innar varð vart hér á landi, er það Laxeldisstöðin í Kollafirði, sem verður fyrir barðinu á þessum alvar- lega sjúkdómi árið 1984. Uppákoma þessi bar þannig að, að veikin kom fram í laxaseiðum hjá fiskeldisstöð í Höfnum á Reykjanesi, sem hafði fengið seiði í Kollafjarðarstöðinni. Kom þetta ráðamönnum Laxeldis- stöðvarinnar í Kollafirði rnjög á óvart því að engra einkenna veikinn- ar hafði orðið vart í stöðinni og dauðsföll þar á engan hátt óeðlileg. í framhaldi af þessum athugunum fundust sjúk seiði hjá Fiskeldi h.f. í Grindavík, en sú stöð hafði einnig fengið laxaseiðin í Kollafirði. Afbrigði af kýlaveiki Næst verður vikið að sjúkdóm í fiski, sem nefndurerafbrigði af kýla- veiki. Þessi sjúkdómur hefur kornið upp í þremur 'eldisstöðvum. Fyrst varð hennar vart hjá fiskeldisstöð- inni Eldi í Grindavík, auk þess varð hans vart hjá Pólarlaxi í Straumsvík og hann er einnig hjá ísnó h.f., Kelduhverfi, en þarhefur veikin ver- ið allt frá árinu 1982. Staðafisk- sjúkdómamála 1986 Eins og áður hefur verið greint frá, kom á sínum tíma til starfa fisksjúk- dómafræðingur. Auk þess kom dýra- læknir, sérfræðingur í fisksjúkdóm- um til viðbótar í þessi störf á s.l. ári. Þá er nýlega tekinn til starfa þriðji fisksjúkdómafræðingurinn. Hafaall- ir þcssir starfsmenn aösetur að Keldum. Má því telja, að hagur þessara mála hafi vænkast til muna, þó að flestum sé ljóst, sem þekkja til að- stæðna, að þörfin fyrir meiri mann- afla í þessi störf sé brýn. Hafa ber í huga, að gífurleg fjölgun eldisstöðva hefur átt sér stað seinustu misseri og stórir hagsmunir eru í húfi, að vel takist til með reksturinn. Enda er það svo, að sérstök opinber nefnd, sem fjallað hefur um fiskeldismál hér á landi, hefur lagt til að þessar sjúk- dómavarnir verði enn efldar. Ljóst er, að við höfum þegar feng- ið ýmsa fisksjúkdóma, eins og fyrr- greind upptalning ber með sér. Hins vegar virðist svo sem að við séutn lausir við marga mjög hættulega sjúkdóma, sem hafa valdið miklum usla erlendis. Má þar nefna ýmsa veirusjúkdóma. Þá má minna á hina skæðu kýlapest, sem norðmenn hafa orðið fyrir barðinu á um þessar mundir og er stefnt að því að eyða fiski í 28 norskum fiskeldisstöðvum með vorinu. Hér erþví ekki um neitt smámál að ræða. Sjúkdómurinn barst með gönguseiöum, sem llutt voru til Noregs frá Skotlandi. Það er því meginverkefni okkar í þessum efnum, að koma í veg fyrir að fisksjúkdómar breiðist út hér á landi og hindra, að nýir berist til landsins. Jafnframt því, sem að þjónusta fyrir hinar einstöku eldisstöðvar þarf að vera til reiðu í þessu efni. Framtíðfiskeldis ogfisksjúkdómar Af því, sem tíundað hefur verið um fisksjúkdóma, ntá augljóst vera, að björt framtíð fiskcldis hér á landi grundvallast á því, að það takist að vcrjast scm best því að fisksjúkdóm- ar valdi íslensku fiskcldi tjóni. Niðurstaða Við Islcndingar höfum verið þaö lánsamir, að hingað hafa ekki borist þeir sjúkdómar í fiski, sem hvað mestum usla valda í fiskeldi. Það er því meginhlutverk okkar að styrkja svo varnir gagnvart því að sjúkdóm- ar þessir og aðrir berist til landsins; að þeir nái ekki að ncma hér land. Á hinn bóginn þarf að leggja styrkt net yfir allt fiskeldi hér á landi, sem tryggir því heilbrigðisgæslu og fyrir- byggjandi ráðstafanir til að ekki ber- ist sjúkdómar milli stöðva og í villtan fisk í náttúrunni. Til þess að þetta megi takast, þarf að stórefla aðstöðu þeirra sem eiga að sinna þessu verkefni og ekki má skera við nögl fjárveitingar til þess- arar bráðnauðsynlegu varnarbaráttu og þjónustu við eldisstöðvar. Það mun sýna sig, ef við slöndum vcl að verki í þessum efnum, að árangur þessa starfs mun margborga sig þeg- ar tímar líða. Þeim peningum er því vel variö, sem í þctta er lagt, enda greiði eldisstöðvarnar fyrir þá þjón- ustu sem þær biðja um. Einar Hannesson KVIKMYNDIR Dauðyflisleg mynd HEFND VÍGAMANNSINS (Revenge-The Ninja) Bandarísk 1983 Leikstjóri: Sam Firstenberg Leikendur: Sho Kusugi, Keith Vitali, Virgil Frye. Sumar myndir eru samofnar orð- inudauði. Menn fara á þær til þessað drepa tímann, þær eru uppfullar af drápum og öllu óbrengluðu fólki dauðleiðist á að horfa á þær. Hefnd vígamannsins er ein þeirra. Hún gengur út á drápsaðferðir Ninja sem ku hafa verið einhvers- konar hryðjuverkamenn fornaldar í Japan. Þeir kunnu óteljandi aðferðir til þess að aflífa fólk og sýnishorn af þeim aðferðum má sjá í Regnbogan- um í þessari dauðyflislegu mynd. Allt annað en drápin eru auka- atriði. Myndin er gersneytt spennu, rökréttum söguþráð, leik ogöllu því er sanngjarnt er að ætlast af kvikmynd. Meira að segja bardaga- atriðin eru illa gerð. Fyrir jafn „rauða mynd" og þessa hlýtur það að vera sorglegt að hafa ekki hugsun á Sho Kusugi undirbýr sig fyrir stefnu- mót við viðskiptafélaga sinn. því að láta mönnum blæða þegar þeir eru skornir á háls eða kviðristir. Því fólki sem sat með mér í bíó og horfði á myndina fannst líka ósann- gjarnt að aðstandendur myndarinn- ar svindluðu í aðal-bardaganum og llétu góða gæjann hafa sverðið sitt aftur sem hann hafði misst fram af tuttugu hæða húsi. Talandi um áhorfendur þá eru þeir oft skemmtilegri afþreying á svona myndum en hroðinn á tjaldinu. Það er klappað þegar einhver skúrkurinn hefur fengið það óþvegið, blístrað þegar kvenmenn birtast á nærklæð- um og „do-að“ og „vá-að“ þegar kappinn sjálfur leikur listir sínar. Svona myndir eiga sér fastan og tryggan aðdáendahóp og þessi mynd ætti ekki að svíkja þá. Undir- ritaður taldi hina dauðu og stórslös- uðu og fékk út íöluna 48, sem gerir einn á tveggja mínútu fresti. En það sem var alleiðinlegast við þessa mynd var hversu aðalpersón- urnar dóu seint og illa. Eins og sagt var í áramótaskaup- inu einu sinni: Þessi mynd er ekki við hæfi... Þessi mynd er ekki við hæfi. gse ★ Stjörnugjöf Tímans Heiöur Prizzis (Prizzi’s Honor) ★★★★ Aftur til framtíöar (Back to the Future) ★★★ Allt eöa ekkert (Plenty) ★★★ Svart og sykurlaust - kvikmynd ★★★ Löggulíf ★★ Mad Max (The Thunderdome) ★★ Silverado ★★ Undrasteinninn (Cocoon) ★★ Þagnarskyldan (Code of Silence) Blóopeningar (The Holcroft Covenant) ★★ ★ Bolero ★ Fullkomin (The Perfect) ★ Hefnd vígamannsins (Revenge of the Ninja) 0 ★★★★★ = Frábær. ★★★★ = Ágæt. ★★★ = Góð. ★★ = Þokkaleg. ★ = Slæm. O = Afleit.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.