Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 20
 MEH LOÐNUVEIÐIN hefur gertgið vel síðasta sólarhringinn og hafa bátarnir verið á veiðum rétt suður af Langanesi og á Hvalbakssvæðinu. í fyrradag höfðu 34 bátar tilkynnt um samtals'22.400 tonna afla. Seinni partinn í gær höfðu svo 12 skip tilkynntum 10.000 tonn. Flestir bátarnir hafa því komist í a.m.k. einn túr og sumir tvo frá því að veðrinu slotaði fyrr í vikunni. Frá áramótum er heildaraflinn orðinn 60-70 þúsund tonn. Þeg- ar síðast fréttist var veiöin farin að minnka á Hvalbakssvæðinu og margir bátar að færa sig norður eftir. Af Norðmönnum er það að frétta að 41 bátur er farinn heim með samtals 32.000 tonn og enn eru 17 norskir loðnubátar á miðunum. -BG Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Laugardagur 18. janúar 1986 Samþykkt í svef nrofunum - aöeins 1 breytingartillaga frá minnihlutanum samþykkt Meirihlutinn óhæfur í fjármálastjórnun - bókun Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks „Augljóst cr aö núverandi mcirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur kann ekki að stjórna fjármálum borgarinnar svo vel sé. I þeim efnunt viröist farið eftir einskonar happa- og glappa lögmáli. Árið 1983 fór allt úrböndun- um varðandi fjármálin og borg- arsjóður safnaði miklum skuldum. Það varð borginni hins vegar til happs að seinni hluta þess árs snarlækkaði verðbólgan þannig að mjög dró úr launa- og framkvæmda- kostnaði. Eðlilegt hefði verið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1984 að gjaldskrár væru lækk- aðar til samræmis við minnk- andi verðbógu og minni til- kostnað. Þvert á móti hækkuðu gjaldskrár þjónustufyrirtækja stórlega og greiðslubyrði al- mennings jóks samfara miklum vexti í rauntekjum hjá borg- inni. Mest af þeini tekjuauka fór þó til að greiða óráðsíu- skuldir frá árinu á undan. Nú hefur komið í ljós, eftir að verðbólgan fór að vaxa að nýju á sl. ári, að borgarstjóri og meirihlútinn hafa ekki gætt sín Borgarfulltrúar voru orðnir ansi slæptir og fölir þegar Róbert Ijósmyndari smellti þessari mynd af á tíunda tímanum í gærmorgun. Fundurinn hafði þá staðið í 16 klukkustundir en langþráð bólið mátti enn bíða því fundinum lauk ekki fyrr en tveimur tímum seinna eða um ellefuleytið. Borgar- fulltrúar hafa væntanlega reynt að vera eins úthvíldir og mögulegt var þegar þeir mættu á fundinn en gerðu kannski fæstir sér grein fyrir því þegar þeir gáfu kost á sér í borgarstjórn hér í eina tíð að þeir myndu lcnda í öðrum eins vökum. Lengsti fundur til þessa stóð þó í 22 klukkustundir. Fremst á myndinni eru Júlíus Hafstein og Jóna Gróa Sigurðardóttir en í baksýn má sjá Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson og Sigurjón Fjeldsted. og misst tök á fjármálunum líkt ogárið 1983. Þannig óx skuld borgarsjóðs við Landsbankann um 150 mill- jónir á árinu 1985. úr 18 í 167 milljónir. Þá skuldaði borgar- sjóður 13 stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum á vegum borg- arinnar samtals um 25(1 mill- jónir króna um sfðustu áramót. Ef ekki hefði verið gripiö til þess ráðs að sölsa undir sig allt laust fjármagn framangreindra aðila er vandséð hvernig borg- arsjóður hefði getað staðið við þær greiðslur sem hann þurfti að ynna af hendi fyrir áramót- in. Eins og sjá má af því scm að framan er rakið cr Ijóst að nú- verandi meirihluti og borgar- stjóri þurfa sérstakt góðæri til að geta haldið fjármálum borg- arinnar í þokkalegu lagi. Um fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 verður því miður að segja að á hcnni er lítið að byggja. Hún cr kosningaplagg í þess orðs fyllstu merkingu. Tekj- urnar eru að vísu miklar en eyðslan er líka í hámarki. Aukin skuldasöfnun á árinu 1986 er því óumflýjanleg. Slíkt hefur að vísu áður skeð á kosn- ingaári. Stærri vcrður hún hins vcgar í sniðum nú en nokkru sinni." Mikið ágreiningsmál til lykta leitt: Reykjavíkurf lugvöllur festur í sessi Nýtt deiliskipulag að Reykjavíkurflugvelli var samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa nema Al- þýðubandalags og Kvenna- framboðs á borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld. Með þess- ari samþykkt hefur Reykja- víkurflugvöllur því verið fest- ur í sessi sem aðalflugvöllur íslendinga í innanlandsflugi og verða reistar ýmsar nýjar byggingar á svæðinu þ.á m. ný flugstöð og flugminjasafn. Staðsetning flugvallarins hefur löngum verið mikiö deiluefni. Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins sagði það liðna tíð að framsóknarmenn væru á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni og að löngu væri orðið tímabært að festa hann í sessi. Sigurður E. Guðmundsson, Alþýðuflokki sagðist hlynntur þessu skipu- lagi en vildi þó gera nokkrar athugasemdir við það m.a. staðsetningu húss þess sem Flugbjörgunarsvcitin hefði til umráða. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður skipu- lagsnefndar sagði að allar at- huganir sem gerðar hefðu verið á öðrum flugvallarstæð- um hefðu endað á núverandi flugvallarsvæði. Á annað þús- und manns heföu atvinnu af rekstri hans og nauðsynlegt væri að skýra réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart honum, en það hefði ekki ver- ið hægt hingað til því óvíst hefði verið um framtíð flug- vallarins. Albert Guðmunds- son sagðist mundu greiða at- kvæði með skipulaginu þótt hann væri ekki allskostar ánægður með staðsetningu vallarins. Hávaðamengun væri mikil af hans völdum svo og slysahætta og flutti Albert tillögu um að algert bann yrði lagt við umferð þotuflugvéla um völlinn nema ef Keflavík- urlfugvöllur lokaðist af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Tillögunni var vísað til borg- arráðs. Álfheiður Ingadóttir, Al- þýðubandalagi sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði staðið í vegi fyrir athugunum á öðr- um valkostum en þessum og í deiliskipulaginu hefðu flug- málayfirvöld verið látin um hlutina en ekki tekið tilliti til heildarhagsmuna borgarinn- ar. Vaxandi efasemdir væru um staðsetningu flugvallarins meðal þeirra Reykvíkinga sem sæju fram á byggðaþróun í átt til Úlfarsfells auk þess væri slysahætta og hávaða- mengun af völdum hans umtalsverð. Magdalena Schram, Kvennaframboði lagði fram tillögu um að feng- ið yrði álit óvilhallra aðila á hættunni sem fylgdi núver- andi staðsetningu flugvallar- ins og afgreiðslu málsins frestað þangað til það álit lægi fyrir. Tillagan hlaut ekki sam- þykki. Mrún Eftir 18 klukkustunda setu á fundi samþykkti borgarstjórn fjárhagsáætlun þessa árs með breytingartillögum sem áður höföu verið samþykktar í borgarráði. Borgarfulltrúar minnihlutans fluttu samtals 155 breytingartillögur við frum- varpið en aðcins cin þeirra hlaut stuðning, tillaga um að ráðinn yröi sálfræðingur í hálfa stöðu foreldrum smábarna sem búa viö geðræna kvilla til að- stoðar. Áætlaðar tckjur borgarsjóðs á árinu eru um 4,2 milljaröar sem er 35,2% hækkun frá fyrra ári. Tekjuskattur á að skila hæsta hlutfalli tekna í borgar- sjóð cða 46,21% cn þar næst koma fastcígna- og aðstöðu- gjöld sem samtals eiga að skila 34,58%. Féíágsmálin cru hins vegar fjárfrckust af útgjalda- liöum, eða 29,6% af heildarút- gjöldum cn 23,68% á að verja til fjárfestinga. Davíð Oddsson borgarstjóri fylgdi umræðunni úr hlaði og sagði að fjárhagsáætlunin bæri öruggum framkvæmdarvilja og öflugri framkvæmdastefnu vott. Þó væri alls hófs gætt og stefnt að því að borgarsjóður skilaði hagnaði í lok ársins. Borgarsjóður þyrfti ekki leng- ur að taka crlend lán og cf ekki hcfði vcriö halli á Borgarspítal- anum hefði ekki þurft neina yfirdráttarheimild í Lands- bankanum. Fyrrverandi meiri- hluta hefði ekki tekist að ráða viö fjármálastjórn borgarinnar og minnihlutinn væri sundur- þykkur scm sæist vcl á því að flokkarnir hefðu hver um sig gcrt mismunandi breytingartil- lögur um sömu atriðin í frum- varpinu. Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi sagði að ekki skorti borgarstjóra hástcmmd lýsing- arorð um ágæti fjárhagsáætlun- arinnar í ræðu sinni en dætni þeim til stuðnings skorti hins vcgaralveg. Mcirihlutinn hefði sýnt fram á að hann gæti ekki stjórnað fjármálum borgarinn- ar nema þegar pcningar væru nægir en ckki í meðalári. Feitu árin væru nú að baki. Ef borg- arsjóður greiddi sömu laun nú og greidd hefðu verið á síðasta ári hefði borgin aðeins200mill- jónir til framkvæmda og að þessum peningum hefði því veriö stolið úr vasa launþega. Guðrún Jónsdóttir, Kvenna- framboðinu sagði að greiðslu- byrði borgarbúa vegna beinna og óbeinna skatta hefði hækk- að um 250-480% á kjörtímabil- inu á sama tíma og engar verð- bætur fcngjust á laun. Mciri- hlutinn hefði enn á ný stofnað til skulda, m.a. vcgna óarðbærs lóðabanka upp á 431 sérbýlis- lóð og greiðslubyrði borgar- sjóðs vegna skulda og yfirdrátt- ar væri áætluð um 240 milljónir króna. Kristján Benediktsson, Framsóknarflokki sagði að þessi fjárhagsáætlun væri fyrst og fremst kosningaplagg og sama marki brcnnd og aðrar fyrri fjárhagsáætlanir Sjálf- stæðisflokksins á kosningaári að um mikla skuldasöfnun væri að ræða. Það hafi t.d. tekið borgarsjóð 6 ár að losa sig við skuldir sem stofnað hafi vcrið til fyrir kosningar árið 1974. Sigurður E. Guðmundsson Alþýðuflokki sagði að óvarkárni í lóðamálum hefði stuðlað að því að skapa of- framboð á lóðum og þar með lækkanir á fasteignaverði. Að þcssari umræðu lokinni tóku formenn liinna ýmsu nefnda og ráð borgarinnar til máls og gerðu grein fyrir fjár- málum þeirra. Að loknum andsvörum minnihlutafulltrú- anna var á níunda tímanum í gærmorgun gengið til atkvæða um breyt- ingartillögurnar 155 og fjár- hagsáætlunarfrumvarpið sjálft. Atkvæðagreiðslan tók hátt í 2 '/2 klukkustund. Væntanlega hafa þá borgarfulltrúarnir varpað öndinni léttar. Mrún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.