Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 23. janúar 1986 VETTVANGUR Agnar Guðnason: Stjórnmál og sala landbúnaðarafurða Stjórnmál og sala landbúnaðarafurða Mörg undanfarin ár hafa komið upp raddir, að auðvelt væri að selja íslenskt dilkakjöt á mun hærra verði, en aðir fá fyrir sitt lambakjöt í milliríkjaviðskiptum. Því miður hefur þetta ekki tekist og það sorg- lega er, að það eru engar líkur á, að það takist miðað við óbreytta við- skiptahætti. Því er ekki að neita að ég hefi verið í hópi þeirra manna, sem hafa talið að nokkur umframframleiðsla á búvörum ætti rétt á sér. Ennfrem- ur að við gætum fengið skaplegt verð erlendis fyrir okkar umfram- framleiðslu. Ástandið var ekki óviðunandi fram til ársins 1975 eða svo, en síð- an sigið á ógæfuhliðina og bilið sí- fellt stækkað milli innanlands- verðsins og þess, sem fengist hefur fyrir vörurnar í útflutningi. Nú er svo komið að það er gjörsamlega vonlaust fyrir bændastéttina að framleiða mjólk eða kjöt. sem flytja verður út án verðtryggingar. Þá miðast við áframhaldandi sinnu- leysi stjórnvalda. Stjómmálamenn stikkfrí Mér finnst alþingismenn og ráð- herrar vera eins og áhorfendur á Það erekki viðmiklu að búast þegar meginþorri íslenskra stjórnála- manna með utanríkis- ráðherra í fararbroddi meta íslenska hagsmuni minna en erlenda efstu svölum Þjóðleikhússins, þeir fylgjast með framvindu leiksins, en tekst ekki að koma neinu til skila til þeirra er standa á leiksviðinu. Það má þó, sem betur fet^nefna eina undantekningu, en það er fyrrver- andi fjármálaráðherra Albert Guðmundsson. Það er engin lausn fyrir íslenska bændur að selja kjöt eða mjólkurvörur til útlanda, aðeins til að geta greitt hluta af vinnslukostnaði með því sem inn kemur fyrir vöruna. Það er furðulegt að þeir samn- ingar, sem gerðir hafa verið við aðrar þjóðir varðandi kaup á bú- vörum. hafa verið okkur óhagstæð- ari en þær reglur, sem voru í gildi áður en samningar voru gerðir. Ég vil benda á samning um ostainn- flutning til Bandaríkjanna og kindakjötssamninginn við EB. í báðum tilvikum fengum við mjög óhagstæða innflutningskvóta. Ég tel að ríkisstjórn Bandaríkj- anna hafi sýnt íslendingum litla velvild þegar innflutningskvótinn á ostum var ákveðinn og þær tak- markanir, sem bundnar voru þeirn innflutningi. Sama er að segja um afstöðu hennar til innkaupa varn- arliðsins á íslenskum búvörum. Það er ekki við miklu að búast þeg- ar megin þorri íslenskra stjórn- málamanna með utanríkisráðherra í fararbroddi meta íslenska hags- muni minna en erlenda. Samningurinn um tollfrjálsan kvóta á dilkakjöti til EB er fyrir neðan allar hellur. Innflutningur til EB-landanna samkvæmt þeim kvóta er 650 tonn á ári. Það hefði verið sanngjarnt, að við hefðum að minnsta kosti fengið 2000 tonna kvóta og jafnframt að í samningn- um hefði verið bundið lágmarks- verð, sem hefði getað tekið mið af meðalverði til framleiðenda innan EB. íslendingar kaupa landbúnaðar- afurðir frá EB fyrir margfalda þá upphæð, sem þeir kaupa af okkur osta og kjöt. Það mætti vera meiri jöfnuður á þeim viðskiptum. Alþjóðasamningur um tolla og verslun (GATT) Það á langt í land að sama frelsi ríki í milliríkjaviðskiptum með bú- vörur og aðrar vörur. Viðræður hafa átt sér stað innan GATT um aukiö frelsi í verslun með landbún- íslendingar kaupa land- búnaðarafurðir frá EB fyrir margfalda þá upp- hæð, sem þeirkaupa af okkur osta og kjöt. Það mætti vera meiri jöfnuðuráþeimvið- skiptum aðarafurðir, þessar viðræður munu halda áfram og gert er ráð fyrir að innflutningshöft muni minnka. í GATT samningnum er gei t ráð fyrir að innflutningshömlur séu leyfilegar á hvaða búvörur sem er, ef ríkisstjórn þess lands, sem sett hefur takniarkanir á innflutning- inn, hefur t.d. ákveðið kvóta á innanlandsframleiðsluna. Hér hjá okkur mundi því reglan um bannið við innflutningi á kinda- og nautgripa- kjöti og mjólkurafurðum vera í gildi þótt við værum fullgildir aðil- ar að samningi innan GATT um frelsi í verslun með búvörur. Við erum með takmarkanir í fram- leiðslu þessara afurða. Það verður að gera þá kröfu til viðskiptaráðherra að bændasam- tökin fái að tilnefna fulltrúa í samn- inganefnd Islendinga um verslun með búvöru þegar þær viðræður fara frant innan GATT. Það er of seint að ætla sér að fá aukinn kvóta eða sérstök fríðindi þegar gengið hefur verið frá samn- ingum. Það er óvirðing gagnvart bændum cf gengið er fram hjá bændasamtökunum, þegar samn- ingar eru gerðir, sem geta haft víð- tæk áhrif á þróun landbúnaðar hér á landi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að við verðunt sjálf- ir að berjast fyrir okkar rétti, það gerir það enginn fyrir okkur. íslenskar búvörur hafa ekki neina sérstöðu á heimsmarkaði og koma ekki til með að hafa hana. Eina von okkar eru gagnkvæmir viðskiptasamningar við eitt eða fleiri lönd. Svo væri ekki úr vegi að aumingjahátturinn gagnvart varn- arliðinu fengi á víkja. Meira segja cr Morgunblaðið fariö að gera ráð fyrir brottflutningi varnarliðsins í málflutningi sínum til stuðnings erlendum kjötframleiðendum. Heiðmar Jónsson: Virkjun Blöndu—10 ár Verkalýðsfélagið vill Blönduvirkjun en Upprekstrarfélagið mælir með Jökulsá| iNN f O Oj o> 5 c 3 ; rumvarp um heimild| Itil virkiunar Blöndu l-c e , f c 2° ’.3 09 , l-i' «0 { Nú í janúar árið 1986 eru ná- kvæmlega 10 ár liðin síðan hin raunverulega barátta fyrir Blöndu- virkjun hófst. Að vísu hafði verið fitjað upp á slíku áður en einörð samstaða í sveitahreppunum, sem upprekstur áttu á heiðina hafði komið í veg fyrir að til tíðinda drægi. Ekki erþvíað neita.aðsum- ir töldu slíkt ekkert nema afturhald og þröngsýni og gengi þvert á hags- muni samfélagsins. Blasiðtil atlögu í Vísisfrétt 20. jan. 1976 eru fréttir af fundi, sem haldinn hafði verið á Blönduósi laugard. 17. jan. Heimildarmaður blaðsins er áhuga- samur talsmaður virkjunar. Hann sagði að fram kæmi á fundinum að „Blönduvirkjun væri mjög hag- kvæm peningalega séð. Bentu þeir (fundarmenn innsk. gr.höf.) á að hún yrði um 40% ódýrari en ef far- ið væri að virkja Jökulsá við Vill- inganes í Skagafirði". í Tímanum komu um þetta leyti tveir frétta- pistlar. Annar frá samþykktum vörubílstjóra og verkalýðsfélags A-Hún. auk Enghlíðinga sem er lítill sveitahreppur í nágrenni Blönduóss. Þessir vildu virkja hverju sem fórna þyrfti fyrir, en enginn þessara aðila átti upprekst- ur eða þekkti til gróðurlendis afréttanna. Rökin voru langsótt sbr. upphaf ályktunar hrepps- nefndar Engihlíðarhrepps: „Þar sem orkuskortur í Norðlendinga- fjórðungi er slíkur að eðlileg atvinnuþróun er útilokuð bæði við sjó og í sveit, þá telur hreppsnefnd- in hreina nauðsyn bera til þess að bráður bugur sé að því að undinn að reisa stórvirkjun í Norðlend- ingafjórðungi“. Nú 10 árum síðar er ekki farið að bera á þessum orkuskorti, sem tal- inn var útiloka atvinnuþróun hvar- vetna og ekki búist við neinum orkuskorti næstu áratugina. En er þá ekki bara Blönduvirkjun tekin til starfa að mala Norðlendingum gull kann einhver að spyrja? Nei og búið er að seinka framkvæmdum þar um mörg ár. Samt hafa þegar Engu að síðurblésu Blöndungartil atlögu með hinum óheppi- legustu afleiðingum fyrir atvinnulíf kjör- dæmisins og fámenn samfélög sem það byggja. verið tekin að láni hundruð mill- jóna til þessara framkvæmda, þessa vandræðabarns, sem enginn veii til hvers skal þroskast. Raunar er ekki annað sýnna en raforkuna verði að selja til stóriðju á niður- greiddu verði. Blönduvirkjun verður að telja, nú a.m.k., með óarðbærustu framkvæmdum. Húnaþing - Skagaf jörður 1-0 í Mbl.-frétt 16. jan. ’76 er listi með nöfnum 70 Húnvetninga, sem fengnir hafa verið til að skrifa undir það að vera fundarboðendur að áð- urnefndum Blönduóssfundi. Þarna er að finna marga áhrifamenn og góðbændur, þótt sumir þeirra tækju reyndar síðar afstöðu gegn núverandi virkjunartilhögun. Síðari frétt Tímans af Blöndu- málum kom 24. jan. frá samþykkt sveitarstjórnarmanna í Upp- rekstrarfélagi Eyvindarstaðaheið- ar þar sem þeir telja að yfirlýsing iðnaðarráðherra um að leggja frumvarp um Blönduvirkjun fyrir næsta Alþingi” sé algjörlega óeðli- leg og ótímabær eins og málum þessum er háttað“ og telja þar gengið gegn margítrekuðum sam- þykktum Upprekstrarfélagsins, sem telur Villinganesvirkjun í Skagafirði heppilega sem „fyrsta stig virkjana á Norðurlandi vestra..." Hér er Ijóslega bent á hve óheppilegt sé að efna til stór- deilna vegna Blönduvirkjunar, enda minni æsingur í innsveitum út af ímynduðum orkuskorti en í sveitarstjórn Engihlíðarhrepps. Engu að síður blésu Blöndugar til atlögu með hinum óheppilegustu afleiðingum fyrir atvinnulíf kjör- dæmisins og fámenn samfélög sem það byggja. Sá áróður var mjög rekinn meðal Húnvetninga að ekki mætti láta Skagfirðinga fá virkjun- ina til sín. Þeir væru að hugsa um eigin hag en ekki verndun gróður- lendis. Norðurland - Austurland 1-0 Sá áróður breyttist þó, varð Norðurland gegn Austurlandi þeg- ar á leið Blöndustríðið og Skagfirð- ingar voru fullvissaðir um að þeir fengju atvinnu fyrir bíla og tæki. Væntanleg virkjun varð í hugum ýmissa Blöndunga í líkingu sílspik- aðrar gullgæsar, sem kæmi vagandi inn í kjördæmið. Heimamenn ættu einir rétt á þessari miklu vinnu, en þeir sem nú sitja uppi með nær gjaldþrota fyrirtæki eftir sam- keppnina um Blönduútboðin, hafa væntanlega séð hvað þessi áróður var óraunsær. í Skagafirði fundust þó bílstjórar, sem höfðu kynnt sér reynslu annarra héraða af stórvir- kjunum. Stórverktakar af höfu- ðborgarsvæðinu kæmu inn í héruð- in, samkeppni um vinnu bæði við virkjun og aðra vinnu stórykist, en laun lækkuðu. Væntanleg virkjun varð í hugum ýmissa Blönd- unga í líki sílspik- aðrar gullgæsar, sem kæmi vagandi inn í kjör* dæmið. Stríðið um gróðurlendið Pálmi Jónsson og Ragnar Arn- alds voru ráðherrar þau ár, sem Blöndumál voru til lykta leidd og lyktar súrt af ýmsum gjörðum þeirra félaga, þegar þeir voru að vinna að framgangi virkjunarinnar. Um það má lesa í dagblöðum frá þessum tíma en sumt hefur enn ekki komist á þrykk, sen Stefán á Kagaðarhóli ætlar eitthvað að skrifa. Áðurnefndir ráðherrar lentu undir þeirri óheillastjörnu að róleg íhugun eða vitræn úrvinnsla eignaðist ekki samleið með ráða- gerðum þeirra. Þeir stóðu í vegi fyrir rannsóknum, sem líklegar voru til að vernda gróðurlendi. Þegar varað var við úreltum orku- spám, hlustaði ráðherraeyrað frek- ar á æstan ýtukall norður á Blönduósi. Þeir óttuðust að næsta ríkisstjórn liti öðrum augum á virkjanamálin og lögðu því ofur- kapp á að koma Blönduvirkjun í höfn áður en stjórnin félli. Læddist kannske að þeim efi um að hún væri ekki svo hagkvæm sem þeir vildu vera láta? Þeim tókst að fá samþykkt á Alþingi lög um Blönduvirkjun en almenningur fær að borga vextina af skammsýni þeirra. Virkjanadeilurnar ollu kyrr- stöðu í atvinnulífinu. Bæði voru þær tíma- og orkufrekar auk þess héldu ýmsir að sér höndum og biðu eftir framkvæmdunum. Rekstur K.H. lét ásjásem vonlegt var, yfir- menn fyrirtækisins stóðu í æsinga- fundum og suðurgöngum vegna Blönduvirkjunar, þó steininn tæki úr, að ekki skyldi þeim takast að slíðra sverðin að að loknum deilun- um. Þá ruddust þeir fram með sér- framboð til þingkosninga. Þeir gátu ekki verið með manni á lista sem hafði kosið að tala gegn æs- ingamennskunni. Sem betur fer er fágætt að mannhatur ráði framboð- um, en þetta má vera til marks um hve þessar deilur gengu nærri heil- brigði samfélagsins. Eftir storminn Á síðustu dögum deilunnar tókst að semja um minnkaða lónstærð en tímabundið. Það var of lítill ávinn- ingur fyrir landverndina, en marg- ur heimamaður hafði lagt á sig ómælda vinnu til að fá Blöndung- ana af sinni óheillabraut. Ýmsir utanfjórðungsmenn skrifuðu einn- ig skeleggar blaðagreinar og hvöttu til aðgæslu. Nú 10 árunt síðar verða jafnvel hinir æstustu meðal Blönd- unganna að viðurkenna, að nægur tími var til að skoða hagkvæmari leiðir í stað þess að einblína á þá virkjunartilhögun, sem eyddi mestu landi. Óraunsæi undan- farinna ára hefur valdið miklu tjóni og aukið skuldir þjóðarinnar stór- lega. Kannske er réttara að tala um græðgi en óraunsæi. Stjórn orku- mála hefur verið í skötulíki en þar ber víst enginn ábyrgð. Ekki einu sinni Jóhannes. í jan,’86 Heiðmar Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.