Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 15
KVIKMYNDIR
Fimmtudagur 23. janúar 1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
EHEEEE2H
íslenskur
tónlistarmaður
í Danmörku
í kvöld kl. 20 verður í útvarpi
þátturinn íslenskur tónlistarmað-
ur í Danmörku. en þar ræðir Gísli1
Helgason við Kristinn Vilhelms-
son. Þættinum var áður útvarpað
í sept. sl.
Kristinn hefur verið búsettur í
Danmörku í u.þ.b. 24 ár og lifað
þar af tónlist sinni. Gísli segist
liafa kynnst honum í sumar sem
leið, þegar Kristinn spilaði í
öldurhúsum Reykjavíkur, aðal-
lega Hellinum, en þar lék hann á
orgelið sitt bæði fyrir matargesti
og fyrir dansi.
Margir muna sjálfsagt eftir
Kristni frá því hann lék með
Magnúsi Péturssyni og fleirum í
NEO-tíóinu, í Þjóðleikhúskjall-
aranum. Og hann starfaði með
fleiri hljómsveitum hér áður en
hann hélt til Danmerkur.
Ragnar Bjarnason sagði frá því
Rás2kl. 21.
Kristinn Vilhelmsson hefur lifað
og starfað í Danmörku og víðar
undanfarin 24 ár, en hann var orð-
inn vinsæll og þekktur tónlistar-
maður hér á landi þcgar þessi mynd
vartekin 1959.
í Gestagangi Ragnheiðar Davíðs-
dóttur á Rás 2 sl. fimmtudag þeg-
ar hann og félagar lögðu land
undir fót og voru komnir á góða
lcið með að sigra heiminn, þegar
Ragnar tók þá ákvörðun að halda
aftur heim á leið og láta heims-
frægðina lönd og leið. Það var
einmitt Kristinn Vilhelmsson sem
tók þátt í þessu ævintýri með
Ragnari og þetta varð upphafið
að tónlistarferli Kristins í Dan-
mörku.
Víðförull í
Gestagangi
Gestur í Gestagangi Ragnheiðar
Davíðsdóttur í kvöld kl. 21 á Rás2.
er langförull maður, sem víða hef-
ur komið viö bæði í bókstaflegri og
annarri merkingu, og er alþjóð
kunnur.
Sveinn Sæmundsson heitir mað-
urinn. Hann var um árabil blaða-
fulltrúi Flugleiða en hefur nú skipt
um stól innan fyrirtækisins og er nú
sölustjóri hjá innanlandsflugi þess.
Hann stundaði blaðamennsku hér
áður fyrr og er kunnur fyrir ritstörf,
skrifaði m.a. sögu Guðmundar
Kjærncsted skipherra en síðara
bindi hennar var ein af söluhæstu
bókunum fyrir síðustu jól. Um
árabil vann hann sem rafvélavirki á
skipum Eimskipafélags íslands.
Sjálfsagt verður því víða komið
við í spjalli þeirra Ragnheiðar og
Sveins.
Rás2kl. 14.
Asta R. í
heims-
frægum
félagsskap
Ásta Ragnheiður í góðum hópi þriggja Comniodores (t.f.v.): J.D. Nicho-
las, William King og Milan Williams.
Það eru ómerkari menn en sjálfir
Commodores sem Ásta Ragnheið-
ur Jóhannesdóttir tekur í „spjall og
spil“ í dag kl. 14-16 á Rás 2.
Ásta Ragnheiður var fyrir
skömmu á ferð í Ástralíu og í
Sydney bar heldur betur vel í veiði
fyrir hana. Á sama hóteli og hún
dvaldist þessi heimsfræga hljóm-
sveit, sem var á toppnum á síðasta
ári með plötu stna Night Shift og
hefur fengið gullplötur. Þar scm
segulbandið var með í farangrinum
gat Ásta ekki látið tækifærið ónot-
að til að spjalla við þá og gefst
hlustendum Rásar 2 tækifæri til að
heyra hvað þcir hafa til málanna að
leggja í þættinum í dag. Og auðvit-
að spilajteir líka fyrir hlustendur,
en Ásta fór einmitt á tónleika scm
Commodores héldu á mcðan þau
voru öll stödd í Sydncy.
Fimmtudagur
23. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veöurfregnir
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Filsung-
inn“ eftir Rudyard Kipling Kristin Ólafs-
dóttir les fyrri hluta þýöingar Halldórs
Stefánssonar.
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulurvelurogkynnir.
10.00 Fréttir
10.05 Málræktarþáttur Endurtekinn þáttur
frá kvöldinu áöur sem Helgi J. Halldórs-
son flytur
10.10 Veöurfregnir
10.25 Lesiö úr forustugreinum dagblaö-
anna.
10.40 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Morguntónleikar a. Þrjú lög op. 81
fyrir strengjasveit eftir J.P.E. Hartmann.
Emil Temanyi stjórnar strengjasveit. b.
Sænsk rapsódía eftir Hugo Alfén. Fíla-
delfíuhljómsveitin leikur; Eugene Or-
mandy stjórnar. .c. „Finlandia", tónaljóö
eftir Jean Sibelius. Filadelfiuhljómsveitin
leikur; Eugene Ormandy stjórnar. d. T veir
sinfóniskir dansar eftir Edvard Grieg.
Hljómsveit Bolshoj-leikhússins í Moskvu
leikur; Fuat Mansurov stjórnar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Neytendamál
Umsjón: Sigurður Siguröarson.
14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramað-
ur,“ - af Jóni Ólafssyni ritstjóra Gils
Guðmundsson tók saman og les (16)
14.30 Á frívaktinni Sigrún Siguröardóttir
kynnir óskalög sjómanna. (frá Akureyri).
15.15 Á Suðurlandi Umsjón: Hilmar Þór
Hafsteinsson.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Fréttir. Dagskrá
16.15 Veöurfregnir
16.20 Tónlist tveggja kynslóða Sigurður
Einarsson sér um þáttinn.
17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín
Helgadóttir.
17.40 Listagrip Þáttur um listir og menning
armál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins
19.00 Fréttir
19.40 Tilkynningar
19.50 Daglegt mál Sigurður G. Tómasson
flytur þáttinn.
20.00 íslenskur tónlistarmaður f Dan-
mörku Gísli Helgason ræöir viö Kristin
Vilhelmsson. (Áður útvarpaö 17. sept-
ember í haust).
20.30 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar ís-
lands í Háskólabíói - Fyrri hluti Stjórn-
andi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari:
Guöný Guömundsdótlir. a. Tvær róm-
önsur eftir Árna Björnsson. b. „Poem“
eftir Ernest Chausson. c. „Tzigane" eftir
Maurice Ravel. Kynnir: Jón Múli Árnason.
21.25 „Vertu Ijóðinu góður: Símon Jón Jó-
hannsson tekur saman þátt um Ijóðskáld-
ið Stefán Snævarr.
21.50Tónleikar
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Tónleikar
22.25 Fimmtudagsumræðan - Laun-
þegahreyfing: Samstaða eöa sundr-
ung Umsjón: Elías Snæland Jónsson.
23.25 Kammertónleikar a. Sónata í Es-dúr
op. 34 eftir Jan Ladislav Dussek. Anne
Griffiths leikur á hörpu.
b. Triósónata I E-dúr eftir Carl Philip Em-
anuel Bach. Ars-Rediviva tríóiö f Prag
leikur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Æf
10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir
Tómasson og Kristján Sigurjónsson.
12.00 Hlé
14.00 Spjall og spil Stjórnandi: Ásta R. Jó-
hannesdóttir
16.00 í gegnum tíðina Þáttur um islenska
dægurtónlist í umsjá Jóns Ólafssonar.
17.00 Einu sinni áður var Bertram Möller
kynnir vinsæl lög frá rokktimabilinu,
1955-1962
18.00 Hlé
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö
Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu
lög vikunnar
21.00 Gestagangur hjá Ragnheiöi Davíös-
dóttur
22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar
Gests.
23.00 Poppgátan spurningaþáttur um tón-
list í umsjá Jónatans Garöarssonar og
Gunnlaugs Sigfússonar. Keppendur i
þessum þætti eru Skúli Helgason og Hall-
dór Ingi Ándrésson
24.00 Dagskrárlok
Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl.
11.00,15.00,16.00 og 17.00.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
Föstudagur
24. janúar
19.10 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
19.20 Saga af snyrtingunni (En do-histor-
ie) Stutt barna- og unglingamynd. Þýö-
andi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision
- Danska sjónvarpiö)
19.30 Litlu ungarnir (Smá fágelungar)
Finnskur barnaballett sem sýnir fyrstu
ferö nokkurra fuglsunga út í heiminn meö
ungamömmu. Tónlist: Pirjo og Matti
Bergström. Dansar: Margaretha von
Bahr. Ungir ballettnemar dansa ásamt
tveimur fullorðnum dönsurum. (Nordvis-
ion - Finnska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar
20.40 Skonrokk Innlendur poppannáll 1985
- síðari hluti. Umsjón Pétur Steinn
Guðmundsson.
21.45 Kastljós Þáttur um innlend málefni.
Umsjón Einar Örn Stefánsson.
22.20 Derrick- Lokaþáttur Þýskur sakam-
alamyndaflokkur. Aðalhlutverk: Horst
Tappert og Fritz Wepper. Þýöandi Vetur-
liði Guönason.
23.30 Seinni fréttir
23.25 Steingeit eitt (Capricorn One)
Bandarísk biómynd frá 1978. Leikstjóri
Peter Hyams. Aðalhlutverk: Elliott Gould,
James Brolin, Hal Holbrook, Karen Black,
Telly Savalas og fleiri. Fyrsta mannaða
geimflaugin á aö lenda á Mars og allt virð-
ist ganga samkvæmt áætlun. Reyndar er
geimferðin aöeins blekking og fréttamað-
ur einn leggur sig í lífsháska til aö afhjúpa
hana. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason.
01.30 Dagskrárlok.
Tíminn 15
Richard Farnsworth í hlutverki „prúða ræningjans" sem hann leysir af
hendi af stakri prúðmennsku. Kannski er helsti gallinn við þessa mynd að
hún er úr hófi frant prúð og kurteis.
Prúð mynd
GRAI REFURINN (The Gray Fox)
Kanadísk 1983
FRAMLEIÐANDI: Peter O'Brien
HANDRIT: John Hunter
TÓNLIST: Michael Conway Baker
og The Chieftains
LEIKSTJÓRN: Phillip Borsos
LEIKENDUR: Richard
Farnsworth, Jackie Borroughs,
Ken Pouge, Wayne Robson, Ti-
mothy Webber, Gar Reineke, Da-
vid Petersen.
Það er merkilega mikill munur á
bandarískum myndum og kan-
adískum. Þær síðarnefndu cru yfir-
leitt með öllu rólcgra yfirbragð og á
einhvern hátt „evrópskari“. Þaðer
nieir lagt uppúr persónusköpun,
umhverfislýsingum og meiri alúð
lögð í mannlegri þætti myndanna.
Bandaríkjamenn vilja hins vegar
lenda í því að kaffæra þessa þætti í
hávaðasömum söguþráð og yfir-
gengilegum tæknibrellum.
Nú hefur Tónabíó hafið sýningar
á einni kanadískri mynd; Grái
refurinn. Myndin fjallar um þjóð-
sagnapersónu þeirra Kanada-
manna sem uppi var í byrjun aldar-
innar. Bill Miner var látinn laus úr
San Ouentin fangelsinu árið 1901
eftir að hafa setið inni í ein 33 ár.
Hann reynir að lifa ráðsettu lífi eft-
ir að út er komið en gefst fljótlega
upp á því og leiðist aftur út á þyrn-
umstráða brautglæpa. En33 áreru
langur tími og margt hefur breyst á
þeim tíma. Póstvagnarnir sem voru
sérgrein Miners eru horfnir. En
þegar hann sér lestarránið mikla á
kvikmyndasýningu rennur upp fyr-
ir honum ljós og hann einbeitir sér
að þeim það sem eftir er.
En Miner hefur ekki orðið
þjóðsagnapersóna lyrir þetta eitt.
Hann var maður afskaplega kurteis
og háttvís og vann hug allra og
aldrei stal hann frá öðrum en járn-
brautunum sem áttu nóga peninga
svo almenningur dæmdi Miner
'ekki hart.
Aðstandendum Gráa refsins hcf-
ur þótt vænt um þessa sögu því hún
er látin renna lygn og hljóðlát eftir
filmunni. Það cr vandað til kvik-
myndatöku og mörg myndskeiðin
eru ægi-fögur. Leikurinn er einnig
vandaður og Farnsworth leikur
Mincr af stakri kurteisi eins og hæf-
ir hlutverkinu. Wayne Robson er
líka eftirminnilegur sem hinn vit-
granni, skítugi og taugaveiklaði
Shorty. Tónlistin í myndinni er
þokkaleg og allt yfirbragð hennar
fagmannlegt.
En samt er þetta ekki góð mynd.
Þrátt fyrir mikla fagmennsku er
eins og eitthvað vanti uppá að
áhorfendur séu einhverju nær að
sýningu lokinni. Það kæmi kannski
ekki að sök ef myndin héngi ekki
allan sýningartímann á barmi leið-
inda. Hún er afskaplega tilþrifalítil
og það eina sem leikstjórinn virðist
hafa leyft sér til þess að lífga uppá
beina frásögnina er að blanda Lest-
arráninu mikla inn í frásögnina á
nokkrum stöðum. Það gengur
þokkalega og bætir upp naturalíska
frásögnina. Þetta eru einu skiptin
sem áhorfandinn fær að skyggnast
inn í huga Miners.
Undi-Tituðum fannst einhvern-
veginn að sýningu lokinni að þessi
mynd hefði betur sómt sér í sjón-
varpi, en það getur verið um að
kcnna óhóflegu glápi á amerískar
stórmyndir. gse
★
Stjörnugjöf
Tímans
HEIÐUR PRIZZIS (Prizzi’s Honor) ★★★★
AFTUR TIL FRAMTÍÐAR (Back to the Future) ★★★
ALLT EÐA EKKERT (Plenty) ★★★
GRÁI REFURINN (The Gray Fox) ★★
LÖGGULÍF ★★
MAD MAX (The Tunderdome) ★★
SILVERADO ★★
UNDRASTEINNINN (Cocoon) ★★
ÞAGNARSKYLDAN (Code of Silence) ★★
BOLERO ★
FULLKOMIN (Perfect) ★
HEFND VÍGAMANNSINS (Revenge of the Ninja) 0
LÖGREGLUSKÓLINN 2 (Police Academy II) 0
★★★★★ = Frábær. ★★★★ = Ágæt. ★★★ = Góð.
★★ = Þokkaleg. ★ = Slæm. O = Afleit.