Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 12
12Tíminn flokksstarf Keflavík - Aðalfundur Aöalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur veröu haldinn fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu I Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Jóhann Einvarösson ræðir stjórnmálaviðhorfin. Stjórnin. Opið hús á Akranesi Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins veröa til viötals í Framsóknarhúsinu viö Sunnubraut 21, fimmtudaginn 23. janúarfrá kl. 20.30 til kl. 22.00. Sími 2050. Látiö I ykkur heyra. Stjórn fulltrúaráðsins FUF Reykjavík Aöalfundur FUF í Reykjavík veröur haldinn fimmtudaginn 23. janúar n.k. og hefst hann kl. 20. Á dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfélag Kópavogs heldur fund um framboösmál fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar fimmtudaginn 30. jan. kl. 20.30 aö Hamraborg 5. Framsögu hefur Guðleifur Guömundsson. Stjórnin Þorrablót Framsóknarfélögin I Kópavogi halda sitt árlega blót 1. laugardag I Þorra 25. janúar í Félagsheimili Kópavogs. Hefst með borðhaldi kl. 19.00 Veislustjóri: Elín Jóhannsdóttir kennari. Hátíöarræða: Kristján Guömundsson bæjarstjóri. Hljómsveit: Kasion leikur fyrir dansi til kl. 2.00. Upplýsingar og miðapantanir hjá Guðleifi I síma 42269, Magnúsi I síma 40451 og Jóhönnu í síma41228. Stjórn fulltrúaráðs. Framsóknarvist Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur framsóknarvist n.k. sunnudag 26. janú- ar aö Hótel Hofi kl. 14. Veitt veröa þrenn verðlaun karla og kvenna. Aögangs- eyrir er kr. 200 og eru kaffiveitingar innifaldar í því veröi. Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir flytur stutt ávarp í kaffihléi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavíkur jp Þorrablót - Reykjavík Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til Þorrablóts föstudaginn 7. febrú- ar á Hótel Hofi. Halldór E. Sigurðsson fyrrv. ráðherra flytur minni Þorra. Veislustjóri veröur Þráinn Valdimarsson. Miöapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu flokksins sími 24480. Fulltrúaráðið Fimmtudagur 23. janúar 1986_ DAGBÓK Fundur um friðaruppeldi Ársfundur Samtaka um friðaruppeldi verður haldinn laugard. 25. jan. Þar mun Guðríður Sigurðard. kennari halda erindi og kynna námsefni, sem hefur verið kennt undanfarandi ár í skólum í Bandaríkjun- um, en þar hefur Guðríður verið við nám. Þá koma á fundinn fulltrúar frá Sam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá. Þessi samtök hafa í boði fræðsludagskrár um sérsvið sín til að flytja í skólum og verða þær kynntar á fundinum. Þá verða unnin almenn ársfundarstörf samkvæmt stofnskrá Samtaka um friðaruppeldi. Fundurinn verður haldinn í stofu 201 í Árnagarði á Háskólalóð og hefst kl. 14.00. Öllum áhugamönnum um uppeld- ismál er heimill aðgangur að fundinum. Amnesty International: Fangar mánaðarins - januar 1986 Mannréttindasamtökin Amensty Int- ernational vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í janúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. Júgóslavía: Radomir Veljkovic er fyrrv. foringi í hernum, sextugur að aldri. Á árunum 1969-1972 gaf hann út nokkrar stefnur á hendur Tító, fyrrv. forseta, þar sem hann dró Tító til ábyrgðar á meintri brotlegri hegðun öryggislögreglunnar. í kjölfar þess var hann í mars 1973 dæmdur sekur um að „rýra álit ríkisins" og flytja „fjandsamlegan áróður“, en talinn ósak- hæfur og.„hættulegur umhverfi sínu" og því dæmdur til að flytjast á geðveikrahæli. Veljkovic staðhæfir í áfrýjun dómsins að hvorki honum né þeim lögfræðingi sem hann kaus sér hafi verið leyft að vera við- staddir réttarhöldin. Líbýa: Tíu manns eru enn í fangelsi síð- an yfirvöld Líbýu hófu menningarbylting- una í apríl 1973, en þá voru 3-400 manns handteknir. Þessir 10 fangar voru ákærðir í júní 1974 fyrir að skrifa gagnrýni á stjórnina, og fyrir að eiga aðild að ólög- legum samtökum, sem hefði það mark- mið að steypa stjórninni. í febr. 1977 var einn þeirra dæmdur í 5 en hinir í 15 ára fangelsi, en ríkisstjórnin breytti öllum dómum í ævilangt fangelsi. Samkvæmt heimildum AI var réttað aftur í máli 4 af föngunum í apríl 1983 og þeir dæmdir til dauða og einn líflátinn. Á1 hefur leitað eftir staðfestingu líbýskra yfirvalda á þessu án árangurs. Filippseyjar: Fjórir menn eru enn í haldi síðan í maí-júní 1982 þegar a.m.k. 26 manns, flestir bændur, voru handtekn- ir í héruðunum Balamba og Asturias og kærðir fyrir uppreisn vegna meintrar að- ildar að nýja þjóðarhernum (NPA), sem er vopnaði armurinn í kommúnistaflokki Filippseyja. Einn dó í haldi, en þrýst var á flesta hina að játa sekt sína til að vera sleppt. Alberto de la Cruz, 34 ára grasa- læknir, og bændurnir Leopoldo Gonza- les, 66 ára, Innocenta Requirón, 44 ára, og Gregorio Algabre, 53 ára, létu að sögn einnig undan hótunum og játuðu aðild að NPA, en breyttu síðan vitnisburði sínum og neita nú öllum sakargiftum. Gonzales sagði í bréfi til félaga í Al: „Við munum heldur týna lífinu en játa. Guð veit að við erum saklausir." Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttinda- baráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá kl. 16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimil- isföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Fundarsamþykkt frá Sleipni Stjórn og trúnaðarmannaráð Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis hélt fund laugard. 18. jan. Þar var samþykkt að félagið vildi ganga til samninga, en fundurinn lýsti furðu sinni á seinagangi A.S.l. þegar fé- lagið óskaði eftir að stækka félagssvæði sitt. Einnig var lýst furðu yfir sofanda- hætti verkalýðsfélaganna á Akranesi, Borgarnesi og Þorlákshöfn að hrófla ekki við sérleyfis- og hópferðaleyfishöfum á þeim stöðum, en þeir brjóta allar sam- skiptareglurverkalýðsfélaga, segir í fund- arsamþykktinni. Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með þá hugmynd að stofna landssamband þeirra er starfa að ferðamálum og styður þær af alhug. Óánægju var lýst yfir með það að Sam- vinnuferðir Landsýn skuli eiga viðskipti við fyrirtæki sem brjóta samskiptareglur við verkalýðsfélögin. Samþykkt var að íhuga aðgerðir félagsins, sem stuðla að því að félagsmenn fái greitt fyrir unna vinnu. Sýning á vegum Félags ísl. iðnrekanda og IBM á Islandi: Undirverktakastarfsemi á alþjóðamarkaði Félag íslenskra iðnrekenda og IBM á íslandi halda sýningu í húsakynnum IBM að Skaftahlíð 24, dagana 22.-24. janúar, á hlutum sem dönsk iðnfyrirtæki framleiða fyrir ýmsar verksmiðjur IBM. Sýningin, sem er öllum opin, er haldin í kjölfar námsstefnu sömu aðila, þar sem fjallað var um möguleika íslenskra iðnfyrirtækja til að gerast undirverktakar fjölþjóðafyr- irtækisins IBM. Námstefnan var vel sótt og meðal fyrirlesara voru þrír Danir. sem hafa mikía reynslu á þessari grein iðnað- arins. Alls framleiða 100 dönsk fyrirtæki ýmsa hluti, tæki og stykki fyrir IBM. Á undirverktakasýqingunni getur að líta sýnishorn af þessari framleiðslu frá 20 dönskum undirverktakafyrirtækjum IBM. Sýningin er öllum opin, sem áhuga hafa, kl. 09.00-17.00, 24. janúar. Árshátíð Eskfirðinga- og Reyðfirðingaféiagsins Árshátið Eskfirðinga- og Reyðfirðinga- félagsins verður haldin n.k. Iaugardag 25. jan. í Fóstbræðraheimilinu við Langholts- veg. Samkoman hefst með borðhaldi kl. 20.00, en húsið verður opnað kl. 19.30. Skemmtiatriði og dans. Skemmtun fyrir aldraða borgara í Hafnarfirði Árleg skemmtun Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði fyrir aldraða Hafnfirðinga verður haldin sunnud. 26. janúar n.k. í félagsheimili íþróttahússins við Strandgötu. Skemmtunin hefst kl. 15.00 (3 e.h.) og verður með líku sniði og áður. Kaffi og meðlæti verður framreitt af eiginkonum Kiwanismanna. Slegið verð- ur á létta strengi og dans stiginn. Eldborg- arfélagar óska eftir að sjá sem flesta við þetta tækifæri. Þeir sem óska eftir'að verða sóttir, geta haft samband í síma 651360. Alliance Francaise: Kvikmyndaklúbbur Kvikmyndir Kvikmyndaklúbbs Al- liance Francaise eru sýndar með enskum texta í Regnboganum á fimmtudags- kvöldum kl. 20.30. í dag, fimmtud. 23. jan, verður sýnd „Rue Case-Negres" eftir Euzhan Palcy (1983) með G. Cadenat, D. Legitimus, D. Seck. Marinique (1930) er ungur drengur sem vinnur sig úr sárri fátækt... Þessi mynd verðureinnigsýnd 30. janú- ar. Fundur í Kirkjufélagi Digranesprestakalls Munið fundinn í kvöld, fimmtud. 23. jan., kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Bjarn- hólastíg 26. Spiluð verður félagsvist. Hugmyndaþing Málfundafélags félagshyggjufólks Málfundafélag félagshyggjufólks gengst fyrir hugmyndaþingi laugard. 25. jan. kl. 10.00-18.00 í Odda, húsi Háskóla íslands. Þingið er hluti af undirbúningi fyrir ritgerðasafn um félagshyggju, sem ætlunin er að gefa út haustið 1986. Til- gangur þingsins er að gefa ritgerðarhöf-, undum tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og jafnframt að gefa áhugasömu fél- agshyggjufólki færi á að leggja orð í belg. Á þinginu verða flutt um 15 stutt fram- söguerindi. Meginefni þingsins er sið- ferðilegur grundvöllur og hagfræðilegar forsendur félagshyggju, félagshyggju- samtök og framkvæmd félagshyggju á ýmsum sviðum samfélagsins. Umræður verða á milli einstakra efnis- flokka. Kaffistofan í Odda verður opin. Allt félagshyggjufólk er velkomið á þetta þing. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga Minningarkort Landssamtaka hjarta- sjúklinga fást á eftirtöldum stöðum. Reykjavík - Skrifstofu Landssamtak- anna, Hafnarhúsinu, Bókabúð ísafoldar. • Versl. Framtíðin, Reynisbúð, Bókabúð Vesturbæjar. Seltjarnarnes - Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7. Kópavogur - Bókaversl. Veda. Hafnarfirði - Bókabúð Böðvars. Grindavík - Sigurði Ölafssyni, Hvassahrauni 2. Keflavík - Bókabúð Keflavíkur. Sandgerði - Pósthúsinu Sandgerði. Selfossi - Apótekinu. Hvols- velli - Stellu Ottósdóttur, Norðurgarði 5. Ólafsvík - Ingibjörgu Pétursdóttur, Hjarðartúni 36. Grundarfirði - Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5. ísaFirði - Urði Ölafsd., Versl. Gullauga, Versl. leggurog Skel. Vestntannaeyjum - Skóbúð Axels Ó. Akureyri - Gísla J. Eyl. Viði,,8. Blönduósi - Helgu A. Ólafsd. Holtabr. 12 Sauðárkróki - Margréeti Sigurðard. Raftahlíð 14. AL-ANON - AA Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohól- ista, T raðarkotssundi 6. Opin kl. 10.00-12.00 alla laugardaga, simi 19282. AA-samtökln. Eigir þú við áfengisvandamál að striða, þá er sími samtakanna 16373, miili kl. 17.00-20.00 daglega. SÁA Samtök áhugafólks um áfengisvandamál- ið, Síðumúla 3-5, slmi 82399 kl. 9.00-17.00. Sáluhjálp [ viðlögum 81515 (símsvari). Kynning- arfundir I Síðumúla 3-5 fimmtudaga kl. 20.00. Sjúkrast. Vogur81615/84443. Helstu vextir banka og sparisjóða (Allir vextir merktir X eru breyttir frá siöustu skrá og gilda frá og með dagsetningu þessarar skrár) I. Vextir ákveðnir af Seðlabanka sem gilda fyrir allar innlánsstofnanir: Dagsetnmg siðustu breytingar: 2/9 1985 Sparisjóðsbækur 22.0 Afurða- og rekstrarlán v/ framleiðslu fyrir innlendan markað 27.5 Afurðalán, tengd SDR 9.5 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravisitölu, allt að 2,5 ár 4.0 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravisitölu, minnst 2,5 ár 5.0 Óverðtryggð skuldabréf, útgefin fyrir 11/8 1984 32.0 (þ.a. grunnvextir 9.0) Dagvextir vanskila, ársvextir 45.0 Vanskilavextir (dráttarvextir) á mánuði. fyrir hvern byrjaðan mánuð 3.75 II Aðrir vextir ákveðnir af bönkum og sparisjoðum að fengnu samþykki Seðlabanka: Lands- banki Utvegs- banki Bunaðar- banki Iðnaðar- banki Verzl- banki Samvinnu- banki Alþýðu- banki Spari- sióðir 1/12 1/12 1/12 21/11 21/7 11/8 1/10 11/11 7-36.0 22.-34.6 36.0 22.-31.0 22-31.6 27.-33.0 3.0" 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 10.0 10.0 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 17.0 10.0 23.0 23.0 25.0 23.0 250 27,0 i 25.0 25.0 29.0 28.0 28.0 31.0 37.0 30 0 28.02' 31.0 32 0 32.0 39.0 36.031 23.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 23.0 29.0 26.0 28.0 - 28.0 28.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 1.5 1.0 3.5 3.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 7.0 8-9.0 1.83 1.83 2.0 2.0 2.0 2.0 2.0 1.83 7.5 7.5 7,5 7.0 7.5 7.5 8.0 8.0 11.5 11.0 11.5 11.0 11.5 11.5 115 11.5 4.5 4.5 4.5 4.0 5.0 4.5 4.5 4.5 9.0 9.0 800 8.0 10.0 9.0 9.5 9.0 30:0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 32,5 .«, 34.0 4, 4, 4, 41 34 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 14,0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 32.051 32.051 32.05' 32.05' 32.0 32.051 32.0 32.05' 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 33.5 ...4| 35.0 ...4| ...4' 4| 35 31 Dagsetnmg Siðustubreyt. Innlánsvextir: •óbundiðsparifé Hlaupareiknmgar Ávisanareikn. Uppsagnarr.3man. Uppsagnarr.6mán. Uppsagnarr. 12mán. Uppsagnar 18man. Saínreikn. 5. man. Safnreikn.6. man. Innlánsskirteim. Verðtr. reikn.3mán. Verðtr. reikn.jp rr\án. Ýmsirreikhing&'- Serstakar verðb. amán Innlendir gjaldeyrisr. ^andarikjadollar Sterlingspund V-þýsk mork Danskar krónur Utlánsvextir: Víxlar (forvextir) . Viðsk. vixlar (forvextir) Hlaupareiknmgar Þ.a.grunnvextir Almenn skuldabref Þ.a.grunnvextir Viðskiptaskuldabref 1) Trompreikn. sparisj. er verðtryggður og ber 3.0% grunnvexti. 2) Sp. Hafnarfjarðar er með 32.0% vexti. 3) Eingöngu hjá Sp. Hafnarfj. 4) Útvegs-, Iðnaðar-. Verzlunar-. Samvinnu- og Alþýðubanka, Sp. Hafnarfj., Kópavogs, Reykjavikur, Vélstjóra og i Keflavik eru viðsk.vixlar og skuldabréf keypt m.v. ákveðið kaupgengi. 5) Vaxtaálag á skuldabróf til uppgjörs vanskilaláns er 2% á ári og á það einnig við um verótryggð skuldabróf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.