Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 9
8 Tíminn Fimmtudagur 23. janúar 1986 Fimmtudagur 23. janúar 1986 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Skíðamenn á fulla ferð: Vertíðin að hefiast |# ■ « j_BgtL _ » ■ / Ai '« | j _r ■■ - Keppt verður í samhliða svigi á Skíðalandsmótinu Fyrsta stórsvigsmót skíðadeildar Ármanns verður haldið í Bláfjöllum laugardaginn 25. janúar næstkom- andi og gefur mótið stig til Reykja- víkurmeistaratitils. Keppt verður í flokkum fullorðinna og 15-16 ára flokki og hefst keppni kl. 11.00. Skíðamenn hafa æft vel það sem af cr vetri og má segja að með stórsvig- inu hjá Ármenningum hefjist keppn- istímabil okkar skíðamanna á fullu. Helgina 1. og 2. febrúar vcrður svo fyrsta bikarmót Skíðasambands íslands haldið í Bláfjöllum. Þar verða mættar til leiks okkar þrjár sterkustu skíðakonur, þær Tinna Traustadóttir, Snædís Úlrilfsdóttir, báðar úr Ármanni, og Guðrún Krist- jánsdóttir fra Ákrureyri. Allar hafa þær æft vel undir tímabilið og því má búast við hörkukeppni á bikarmót- um skíðasambandsins í vetur. í karlallokkieru hlutirnirhinsveg- ar óljósari. Sterkasti skíðamaður landsins Daníel Hilmarsson frá Dal- vík cr erlendis og keppir þar á fullu og stefnir sjálfsagt á að geta nælt sér í nógu marga punkta til að vera gjald- gengur í heimsbikarkeppnina í skíðaíþróttum. Þcir skíðamenn sem heima sitja eru nokkuð jafnir og því er ógjörningur að spá um röð þeirra. Styrkleiki skíðamannanna ætti þó að vera orðinn nokkuð ljós þegar há- punkturinn á tímabilinu rennur upp, Skíðamót Islands sem haldið verður hér sunnan fjalla þann 26.-31. niars næstkomandi. Þar vcrður allt okkar besta skíðafólk samankomið og verður sú nýjung tekin upp á mótinu að kcppa í samhliða svigi sem svo sannarlega ætti að laða að áhorfend- ur á þetta stærsta skíðamót vetrar- ins. MELTUVINNSLA Ráðstefna um nýtingu á slógi og aukaafla. Miðvikudaginn 29. janúar 1986, Ðorgartúni 6, 4. hæð. Fundarstjóri: Dr. Grímur Þ. Valdimarsson. DAGSKRÁ: 09.00 Afhending ráðstefnugagna -Kaffi. 09.30 Setning HalldórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra. 09.50 Nýting á slógi og aukaafla Sigurjón Arason -Meltuvinnsla- Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. 10.30 Kaffiveitingar 10.45 Notkun meltu semfóður . Ólafur Guðmundsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 11.15 Reynslan af meltuvinnslu Ingvi Þorkelsson hjá Glettingi í Þorlákshöfn Glettingurh.f. 11.45 Matarhlé - óformlegar umræður. 13.15 Reynslan af meltuvinnslu Einar Guðfinnsson hf. áBolungarvík - Meltun um borð í togurum. -Þykking ámeltu. Bolungarvík. 13.45 Markaðshorfurfyrir LárusÁsgeirsson meltu og reynsla Lýsis hf. Lýsi h.f. 14.15 Tímiog kostnaðurvið Haukur Már Stefánsson, breytingar á fiskiskipum tilslógvinnslu. Landsmiðjan. 14.45 Kaffiveitingar. 15.00 Niðurstaða nefndar um Finnurlngólfsson nýtinguáslógiog öðrumfiskúrgangi. Sjávarútvegsráðuneytinu. 15.30 Almennarumræður. 16.30 Slit. Þátttaka í ráöstefnunni er opin öllum áhugamönnum um nýtingu fiskúrgangs. Þátttöku þarf aö tilkynna fyrir föstudaginn 24. janúar til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, í síma 20240. Þátttökugjald er kr. 3000. Innifalið í þátttökugjaldi eru ráðstefnugögn, hádeg- isverður og kaffiveitingar. Þátttökugjaldið óskast greitt við upphaf ráðstefnunnar. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS Þessir knáu piltar voru að leika í Reykjavíkurmótinu í innanhússknattspy rnu í Laugardalshöll í gær. Mótið stendur nú yfir og er keppt í yngri flokkum. í kvöld hefst þó keppnin í meistaraflokki með leik Vals og Víkings kl. 19.00. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Mexíkó-Alsír: Verður engin aukaþjóð - Alsírbúar ætla sér að gera góða hluti í Mexíkó eins og á Spáni - Lentu í riðli með bæði Brasilíu og Spánverjum - Margir leikreyndir leikmenn í hópnum Tíminn mun á næstu mánuðum kynna þau 24 landslið er þátt taka í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu, sem fram fer í Mexíkó dagana 31. maí-29. júní. Heimsmeistarakeppnin er ásamt Ólymp- íuleikunum sú íþróttahátíð sem mestra vin- sælda nýtur í heiminium með kynningunni er vonast til að áhugamenn um keppnina fái betri yfirsýn yflr liðin sem hefja keppni í Mexíkó í lok maí. Alsírbúar hafa ekki hgusað sér að vera einhver aukaþjóð í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu sem fram fer í Mexíkó á næsta sumri. Þvertámóti. Þeirteljasigeiga góða möguleika á að komast í aðra umferð keppninnar þrátt fyrir að þurfa að eiga við lið á borð við Brasilíu og Spán. Bjarsýni Alsírbúa byggist mikið á góðri frammistöðu landsliðs þeirra í heimsmeist- arakeppninni á Spáni 1982 er liðið lagði sjálfa Vestur-Þjóðverja að velli með tveim- ur mörkum gegn einu og sigraði síðan Chilebúa með þremur mörkum gegn tveim- ur. Þrátt fyrir þessa tvo sigra komst liðið ekki áfram, 2-0 tap gegn Austurríkismönn- um varð þessi valdandi. Rabah Saadane þjálfari landsliðsins seg- ist vera ánægður með riðil þann er Alsír lendir í en þar mæta þeir liðum Brasilíu, Spánar og Norður-írlands. Fyrsti leikur þcrirra cr gegn Norður-lrum og gæti það vel orðið erfiðasta viðureign Alsírbúa þar sem lið þeirra er óvanara spilamennsku Evrópu- búa og hefur stíl er svipar meira til knatt- spyrnustíls Suður-Ameríkubúa. Lckhdar Belloumi er ein skærasta stjarna Alsír í gegnum árin. Knattspyrna er þjóðaríþrótt í Alsír og nýtur hún geysilegra vinsælda eins og hjá svo mörgum þjóðum Afríku. Hvarvetna má sjá unglinga leika knattspyrnu og skiptir þá litlu hvort leikið er með bolta úr leðri elleg- ar bolta búnum til úr dagblöðum - sem er reyndar oftar. Þessi „manía" fyrir knatt- spyrnu á kannski sinn þátt í hversu margir boltasnillingar eru í landsliði þeirra Alsír- búa. Aðalstjörnur liðsins eru Rabh Madjer, sem leikur með Porto í Portúgal og er markahæsti leikmaður deildarinnar þar, Djamel Menad framherji, sem oft er kallað- ur „hinn nýi Gerd Múller", og leikstjórn- andinn Lakhdar Belloumi sem líklega er frægastur þessara þriggja. Saadane þjálfari hefurgert lista yfir fjöru- tíu leikmenn sem allir eiga möguleika á að komast í hóp þann er heldur til Mexíkó. Af þessum fjörutíu eru alls ellefu leikmenn sem leika með liðum í Evrópu t.d. Rachid Harkouk sem leikur með Notts County á Englandi. Helsta vandamálið hjá knatt- spyrnusambandi þeirra Alsírbúa verður að fá þessa leikmenn lausa í tæka tíð og mun nefnd á vegum sambandsins fara til Evrópu á næstunni til að ræða þau mál við viðkom- andi félög. Árangurinn af þessum viðræð- Bikarmeistaramót FSÍ Bikarmeistaramót Fimleikasambands ís- lands verður haldið í Laugardalshöll laugar- daginn 25. janúar og sunnudaginn 26. janú- ar. Keppt er í þremur flokkum stúlkna (A- B-C) og í tveim hjá piltum (A-B). Keppnin hefst kl. 14.30 á laugardeginum og spreyta sig þá stúlkur í C-flokki. Stúlk- urnar úr B-flokknum taka svo við kl. 17.20. Á sunnudeginum hefst mótið kl. 13.30 og keppa þá stúlkur úr A-flokki og piltar úr bæði A og B flokkum. Alls munu þátttakendur á þessu móti verða um 100 talsins og koma frá 6 félögum: Ármanni, Gerplu. Björk, KR, Fylki og Stjörnunni. Úrslit í A-flokki verða notuð til viðmiðunar við val á kcppendum f lands- keppni við Skotland sem fram fer9. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. um gæti skipt sköpum í sambandi við undir- búning og frammistöðuna í Mcxíkó. Helsti styrkleiki alsírska liðsins liggur í snjöllum skyndisóknum og miklum hraða en varnarleikur liðsins er hins vegar veikur og skilning meðal leikmanna hefur oft skort. Saadane segist ekki vita hvernig lið sitt muni bregðast við þremurleikjum á stuttum tíma í rafmögnuðu andrúmsloftinu í Guadalajara en hitinn svo og fyrri reynsla af heimsmeistarakeppni gætu þó átt eftir að koma Alsírbúum til góða gegn - á pappír- unum - sterkari andstæðingum. Rabh Madjer er nú markahæsti leikmaður- inn í Portúgal þar sem hann leikur við hlið- ina á Gomes. Sigurður kemur til æfinga með landsliðinu í handknattleik Siguröur Sveinsson kemur til landsins um helgina og mun væntan- lega byrja að æfa eitthvað nteð ís- lenska landsliðinu í handknattleik sem nú er að undirbúa sig fyrir al- þjóðlegt handknattleiksmót með fjórum liðum sem fram fer í Reykja- vík í lok mánaðarins. í þetta mót koma allir okkar sterkustu menn utan Þorbergur Aðalsteinsson og ekki er vitað unt Alfreð Gíslason. Þess má geta að Flugleiðir munu bjóða upp á sérstakan helgarpakka fyrir fólk utan af landi í sambandi við mótið. Portsmouth heldur áfram Aston Villaog Arsenal gerðu jafn- ford og Portsmouth ognáði oxford 3- tefli 1-1 í 8-liða úrslitum enska deild- 1 sigri. Loks gcrðu QPR og Chelsca arbikarsins í gærkvöldi. Þá léku Ox- 1-1 jafntefli. Bikarkeppni HSÍ: Víkingar mæta IR Víkingur mætir ÍR í bikarkeppni HSl en dregið var í keppninni um síðustu helgi. Víst er að Breiðhylt- ingar munu veita bikarmeisturunum harða kcppni enda cru þar leik- reyndir kappar á borð við Guðmund Þórðarson, Bjarna Bessason og Ár- sæl Hafsteinsson. Víkingar munu hins vegar örugglega hafa hug á tvö- Valur meistari Valsstúlkurnar tryggðu sér sigur á Reykjavíkurmótinu í innanhússknattspyrnu í fyrra- kvöld. Þær unnu alla sína leiki með yflrburðum. Vals- stúlkurnar unnu KR 6-2, Fram 6-0 og Fylki 9-1. KR varð í öðru sæti en Fram í því þriðja. Stjarnan vann Val Stjarnan vann Val í 1. deild kvenna í gærkvöldi í feluleik í Seljaskóla. Lokatölur urðu 24-20 fyrir Stjörnunni. Erla og Margrét gerðu 7 mörk hvor fyrir Stjörnuna en Oddný skoraði 6. Katrín og Erna skoruðu 6 hvor fvrir Val. földum sigri í vetur og þeir hefja keppnina sem sigurstranglegasta liðið. Alls tilkynntu 29 lið þátttöku í keppninni en Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar ásamt Reyni frá Sand- gerði sitja hjá í fyrstu umferð. Annars vard drátturinn þessi: Týr-KA Fylkir-FH b Ármann-Grótta KR-Valur ÍH-ÍA ÍBK-Fram Þróttur-Ármann b Leiftur-Valur ÍR-Víkingur Selfoss-Njarðvík HK-Þór-Vestmannaeyjum Stjarnan-Afturelding Breiðablik-HBÍ Leikdagar eru óljósir og munu líklega byggjast mest á samkomulagi liða þeirra er mætast. NBA karfan Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA-Rörfuboltadeildinni banda- rísku á þriðjudagskvöldið. Knicks sigruðu Warriors 121-114,eftirfram- lengingu og Jazz unnu sigur á Nug- fgets 117-114, þar þurfti einnig að framlengja. Þá sigruðu Clippers Spurs 97-96, Kings unnu Mavericks 119-110 og Rockets sigruðu Supcrs- onics 100-96. Heimsbikarkeppnin á skíðum: Fyrsti sigur Bouvet Frakkinn Didier Bouvet sigraði í svigi í heimsbikarkeppninni á skíð- um í fyrradag. Hann kom í mark á samanlögðum tíma 1:33,03 en næst- ur honum varð Svíinn Ingimar Sten- mark og í þriðja sæti Svisslendingur- inn Thomas Búrgler. Þetta er fyrsti sigur Frakkans í heimsbikarkeppn- inni. Stenmark er nú í þriðja sæti í stiga- gjöf heimsbikarkeppninnar en efstur er brunkappinn Peter Wirnsbergcr frá Austurríki. Annar er Marc Gir- ardeilli frá Lúxemborg. Enginn íslenskur Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) tilkynnti í gær hvaða 36 dóm- arar muni sjá um dómgæslu í heims- meistarakeppninni í Mexíkó næsta sumar. Keppnin þar hefst 31. maí og lýkur 29. júní. Talsmenn FIFA sögðu við frétta- menn að Mexíkaninn Javier Arriaga myndi hafa yfirumsjón með dómur- unum og Tommy Wharton myndi sjá um undirbúning þeirra. Wharton þessi er skoskur. Dómararnir þurfa að vera komnir til Mexíkó fyrir 24. maí og mega eng- an leik dæma í heimalandi sínu eftir 1. maí. Alls verða í Mexíkó nítján dómar- ar frá Evrópu, sex frá S-Ameríku, fjórir frá Norður- og Mið-Ameríku, þrír frá Afríku, þrír frá Asíu og einn frá Eyjaálfu. Síðbúin jólaúrslit Jólamót Kópavogs í innanhúss- knattspyrnu var haldið í Digranesi í Kópavogi milli jóla og nýárs. Knatt- spyrnudeild ÍK sá uni mótið að þessu sinni og var keppt í yngri flokkum karla og kvenna. Sigurvegarar í flokkunum urðu eftirtaldir: 2. flokkur kvenna: 3. flokkur kvenna: 6. flokkur karla: 5. flokkur karla: 4. flokkur karla: 3. flokkur karla: 2. flokkur karla: Sjarnan Breiðablik Breidablik Breiðablik Stjarnan Stjarnan ÍK Þátt tóku lið frá ÍK, Breiðabliki, Stjörnunni, Haukum, FH, UMFK, Aftureldingu og Selfossi. Tíminn 9 SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir desember mánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskattti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið, 20. janúar 1986. Bjarnaborg Tilboð óskast í húsið Hverfisgata 83, Bjarnaborg, ásamt leigulóðar- rétti. Húsið er auglýst til endurbyggingar eða niðurrifs og skulu tilboðin gerð í samræmi við sérstaka skilmála sem afhentir verða á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Húsið verður til sýnis fyrir væntanlega bjóðendur föstudaginn 24. jan. og fimmtudaginn 30. jan. nk. kl. 13.00 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, miðvikudaginn 5. feb. nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Laus staða Staða fangavarðar við Vinnuhælið á Kvíabryggju er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1986. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 15. janúar 1986. Til SÖIu Til sölu af sérstökum ástæðum vélar í heimilisrafstöð. Vélarnar eru B. Maier túrbína og AEG rafall 12,5 kwa, hvoru tveggja í góðu ástandi. Upplýsingargefur Lárus Sigurðsson í síma 97-5791 SPRAUTUKLEFI Til sölu nýlegur sprautuklefi fyrir bíla, 34 fermetrar alsjálfvirkur byggður úr áleiningum. Upplýsingar í síma 75748. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI45000 t Bróðir minn, Jónas Skúlason bóndi, Hólsgerði í Ljósavatnshreppi, andaðist á sjúkrahúsinu í Húsavík 21. janúar. Fyrir hönd systkinanna, Þorsteinn Skúlason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.