Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 6
6Tíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 HVENÆR í TEXTI: Gunnar Smári Egilsson. MYNDIR: Róbert Ágústsson. Nútíminn er trunta og þess vegna er ljúft að láta sig dreyma um betri tíma með blóm í haga. En þó al- gengara sé að menn vonist eftir þessum betri tímum í framtíðinni er líka hægt að finna ýmislegt í sögunni sem betur ætti við mann en dagurinn í dag. Mikill gleðimaður hafði það jafnan á orði þegar peningana skorti til að halda honum uppi með þeim glæsibrag er honum þótti sér samboðinn að þaðhefði verið kaldhæðni örlaganna að hann hefði fæðst á þessu eyðiskeri á þessum dauflegu tímum. Honum hefði verið ætlað að fæðast inn í aðalsfjölskyldu í Englandi á síðustu öld. Til þess að athuga hvort fleiri bæru slíka drauma með sér hafði Tíminn samband við fjóra nafnkunna einstaklinga og bað þá að ímynda sér hvar og hve - nær ísögunni mætti koma þeim fyrir ef svo skemmti- lega hefði ekki viljað til að þeir væru hér í dag. Árangurinn er að finna hér á opnunni í máli og myndum. Magnús Þór Jónsson: Hundrað ár er góð tala Fyrir hundrað árum bjuggu í Reykjavík um 4000 manns. Þá var Hlemmur uppí sveit og bærinn varla annað en húsaþyrping við tjörnina. ( febrúarbyrjun lagði hópur manna af stað til vesturheims, það var fólk sem var búið að fá sig full satt á baslinu á klakanum. Samt var þetta fólk tiltölulega bjargálna mið- að við alla þá, sem voru örþrota í kjölfar harðindaáranna uppúr 1882. Nokkrum árum síðar, eða urn 1890 var sett met á íslandi í brenni- vínsdrykkju sem ekki var slegið fyrr en 1963 þó fólksfjölgun hafi orðið mikil fram að þeim tíma. Benedikt Gröndal hafði fyrir nokkru verið rekinn frá Lærða skólanum fyrir fyllerí, en það var háttur hans að klæðast lörfum og slást í för með helstu brennivínsber- serkjum bæjarins sem veltust um í aurnum á götunum. Meistari Magnús Þór Jónsson kominn í betri gallann. En varla hefur bæjarbragurinn verið allur svona svartur því á götun- um var farið að sjást til nokkurra vaskra sveina er áttu eftir að setja svip á íslenskt mannlíf. Einar Bene- diktsson var þá orðinn 22 ára og byrj- aður að yrkja. Hannes Hafsteinn var 25 ára, Þorsteinn Erlingsson 28 ára og Þórarinn B. Þorláksson var orð- inn 19 ára og eitthvað tekinn aðfást við myndlist. Helstu Ijósin í tónlist- arlífinu voru bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir. Þennan tíðaranda kaus Magnús Þór Jónsson (Megas) sér þegar tíð- indamaður blaðsins hafði samband við hann og lagði fyrir hann sömu spurningu og aðra hér á opnunni Astæðuna sagði hann að þá hefði verið fullt af góðu fólki á ferli, menn eins og Benedikt Gröndal og ekki síst Þórður Malakoff. Einnig tiltók hann að fötin hefðu verið skemmti- leg og talan hundrað væri ansi nákvæm. Við setjum því Magnús niður í Reykjavík fyrir hundrað árum innan um Gvend dúllara og aöra trúbadora þess tíma.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.