Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 7
Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn 7 Jón Baldvin Hannibalsson: í Noregi meðal snillinganna Þegar spurningin var lögð fyrir Helga Sæmundsson velktist hann fyrst í vafa og sagði „ja, ég veit það andskotann ekki.“ En svo rann upp fyrir honum ljós. „í Noregi 1814-1905.“ Og hvers vegna? „Það var góður friður í landinu og þjóðin var að rísa upp og fá sjálf- stæði. Þá voru líka snillingar uppi.“ Hverjir hefðu verið þessir sam- tímamenn þínir? „Ætli það hefðu ekki verið ágætir menn eins og Ibsen, Bjömson, Kjell- and og Jonas Lie svo maður nefni einhverja. Þú hefðir notið þín innan um þessa karla? „Ég hugsa það.“ Og jafnvel betur en nú? „Hvur veit. Þarna var meira að segja Knut Hamsun fæddur og kom- inn til sögunnar. En hann kemur reyndar fram seint á þessu tímabili.“ Þú hefðir þá kannski kynnst hon- um í ellinni? „Ég hefði náð honum.“ Þú hefðir náð ansi háum aldri? „Ja, ég hefði orðið helvíti gamall. Ég hefði verið kominn á tíræðisald- urinn.“ Og hvar í Noregi hefðir þú viljað eyða ævinni? „Einhversstaðar syðst þar sem er hlýjast og grænast.“ Eftir spjalið kvöddum um við Helga þar sem hann sat á bekk í Vigelandsgarðinum á spjalli við spekingana um leið og' Knut Hamsun gekk þar framhjá drukkinn af hungri. Páll Pétursson innanum samtíðarmenn sína af Medici ættinni. Það ei Lorenzo il Magnifico sem stendur við hlið hans síðan kemur preláti og drengurinn á myndinni er sonur Lorenzo, Giovanni, sá sem síðar varð Leopáfi 10. Páll Pétursson frá Höllustöðum: Endurreisnin var spennandi tími . ingar; menn fýsti að læra á galdra- verk náttúrunnar og beygja hana undir viija sinn. Framtíðin hætti að vera eitthvað sem bar í sér eld, brennistein, grát og gnístran tanna og varð leikfang mannsins og þrung- ið af möguleikum til að framkalla bestu eiginleika hans. Á þessum tíma vildi Páll Péturs- son á Höllustöðum vera uppi. Þegar Tíminn hringdi og spurði hann hvenær hann kysi að vera uppi ef hann væri ekki til í dag vildi hann taka það fram að sér liði ágætlega í dag og hefði svo sem ekki yfir neinu að kvarta. „En endurreisnartíminn á Ítalíu hlýtur að hafa verið mjög spennandi. Þetta var skemmtilegt skeið og öfl- ugur tíðarandi. Þar var mikið um að vera og margt í deiglunni.“ Og þú hefðir notið þín vel innan um Machiavelli og Michelangelo? „Það hefði verið gaman að kynn- ■ ast þessum náungum. En ég treysti því hins vegar að ég lendi ekki í kasti við þá þrátt fyrir þetta.“ Rússnesk byltingar- hetja Helgi Sæmundsson: Þegar ferskir austrænir vindar og forn fræði léku um Ítalíu á fimmt- ‘ándu öldinni hrikti í þeirri þjóðfé- lagsgerð sem staðið hafði traust og óhagganleg í hundruð ára. Borgríkin mynduðust og íbúar þeirra sögðu völdum klerkanna stríð á hendur. Hugurinn losnaði við viðjar miðaldakristinfræðinnar, forn gull- öld reis upp úr hafi gleymskunnar og gaf mönnum fyrirmynd, verslunar- auðurinn gerði mönnum fært að gefa hungurvofunni langt nef og rúmlega það og arabísk speki kom eins og vítamínssprauta í heim vísinda. Menn vöknuðu til meðvitundar urn umhverfi sitt og fannst það ljótt. Marmari var höggvinn, styttur reist- ar, húsagerðarlistin öðlaðist nýtt líf, klæðnaður breyttist, söngur heyrðist á götunum og lífsgleðin reið í hlað. í hugum manna urðu líka breyt- Helgi Sæmundsson og Ibsen fá sér vínglas saman í sumarhitanum. Þegar spurningin var lögð fyrir Jón Baldvin Hannibalsson stóð ekki á svarinu. „Það er Ijóst. Ég hefði viljað vera í blóma lífs undir • lok fyrri heimstyrjaldar og hafa verið fæddur Rússi. Þá hefði ég breytt rússnesku byltingunni og fært hana í annan farveg. Tekið völdin af Lenin og þróað Rússland eftir lýð- ræðislegum leiðum. Ég hefði staðið við loforðin um að gefa hverju þjóð- erni innan keisaradæmisins sjálf- stæði sem hefði þýtt eitthvað á þriðja tug sjálfstæðra ríkja. Efnahagsþróun í þessum heimshluta hefði náttúrlega orðið miklum mun betri heldur en undir hungursformúlu sósíalisma Lenins og Stalins og heimsfriður hefði verið tryggður út öldina." Og hefðir þú afrekað þetta allt einn og óstuddur? „Ég hefði gert þetta með félaga Martofv, vini mínum. En hann vant- aði pólitískt raunsæi til þess að koma sínum málum fram. Það er ein mesta ironía sögunnar að Lenin sem var hálf klikkaður minnihluta-trúboðsmaður sem klauf rússneska krataflokkinn tólf sinn- um með hálft dúsin afofstækismönn- um sér við hlið, lagði undir signafnið bolséviki, meirihlutamaður, en meirihluti flokksmanna var dæmdur sögulega séð til að heita ménsevikar, minnihlutamenn, og þar með var öllu snúið á haus. Með þessu hófst allur öfugsnún- ingur sögunnar." Það hefði sem sagt verið alheims- friður ef þú hefðir lifað á tímum Rússnesku byltingarinnar? „Já. Og mikið og blómlegt menn- ingarskeið meðal slavneskra þjóða." Menn geta því bölvað kaídhæðni sögunnar fyrir að hafa ekki staðsett Jón í Rússlandi í lok fyrri heimstyrj- aldar og vonandi þakkað rausnar- skap sömu sögu fyrir að koma hon- um fyrir hér hjá okkur. Bóndinn í Kreml sem tryggði heimsfrið út tuttugustu öldina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.