Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 9
Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn 9 ar mannafli er minnstur og álagið getur orðið geysilega mikið á vissum tímum, auk þess sem sumir vinna svo miklu meira en aðrir. Vandinn er því sá, ef ailrar sanngirni er gætt, að allt of mikil vinna lendir á of fáum á of stuttum tíma. Þessu viljum við reyna að mæta með því að jafna vinnunni á mannskapinn allan og erum með ákveðið kerfi í smíðum af þeim sökum. Loks hefur stöðugildunum verið fjölgað um átta, en þeir aðilar koma ekki að fullu til starfa fyrr en í haust. Þess vegna kemur sumarið í sumar til með að verða erfitt, en við vonum að næsta sumar á eftir, 1987, verði vinnuaðstaðan allt önnur. Um þessa deilu vil ég svo segja það að síðustu að þótt háð hafi verið all grimmilega fjölmiðlastríð í kring um þetta, þá er það aðeins einkenni nú- tímaþjóðfélagsins og menn mega ekki láta sér detta í hug að á bak við þetta standi tvær vopnaðar fylking- ar, sem ekki talist við. Þvert á móti er þetta hópur samstarfsmanna hér sem reynir sitt ítrasta til þess að ná sam- komulagi. T.d. stóð fundur okkar sl. laugardag sleitulaust frá klukkan ellefu til fimm síðdegis. Það er líka mikið lagt upp úr því hér að ræða við starfsmenn og láta þá vera eins vel inni í málunum og tök eru á og heyra álit þeirra á öllum aðgerðum." En svo við vendum okkar kvæði í kross. Ætla mætti að embætti flug- málastjóra sé ekki alltafmjög næðis- samur starfi? „Flugmálin eru að mörgu leyti mjög ólík flestu öðru í okkar þjóðfé- lagi, það gerir að hraðinn er svo mik- ill og verðmætin sem í húfi eru. Hagsmunir almennings eru semsé miklir og við getum ekki setið lengi yfir ákvarðanatöku. Annars gæti svo farið að þessi helsti fólksflutninga- miðill okkar við útlönd stöðvaðist. Sagt er að samgöngurnar séu fjör- egg í efnahagslífi hverrar þjóðar og hér á íslandi byggjast samgöngurnar að geysilega miklu leyti upp á flugi, einkum þó að vetrinum. Ymis við- skipti eru þannig vaxin að tefjist vörurnar í aðeins fáeina daga er það þjóðarbúinu dýrt. Já. auðvitað er embætti flugmála- stjóra krefjandi. Það er mikið um ákvarðanatöku og harðir hagsmuna- hópar eru ýmsir, sem krefjast þess að fá sínu framgengt. Það er því mik- ils krafist af þeim sem hér er við stjórnun." Hvaða verkefnum vildir þú fá lok- ið eða hrint af stað íþinni embættis- tíð hér, Pétur? „Því vil ég skipta í þrennt og er þar í fyrsta lagi reksturinn á þessu fyrir- tæki. Sá sem var hér fyrirrennari minn í starfi, Agnar Kofoed Hansen, var merkur brautryðjandi í íslensk- um flugmálum. En tímarnir breytast og mennirnir með og rekstrinum hef- ur auðvitað þurft að breyta eftir nýj- um kröfum. Það var alvarleg rekstr- arfjárvöntun hér og það var Agnari ljóst og barðist mikið fyrir úrbótum. Það mál er leyst. Rekstrargrundvöll- ur Flugmálastjórnar er vel viðun- andi, en má hins vegar ekki skerðast, því við gerum núllgrunnsáætlanir frá ári til árs og fjárveiting til rekstrar er við núllið miðuð. Sem dæmi getum við skýrt frá hve miklu flugstöð á ein- hverjum stað eyðir af rafmagni eða einhver bíll miklu bensíni á árs- grundvelli. I öðru lagi er það geysilega mikil- vægt að Islendingar haldi stöðu sinni í alþjóðlegum flugmálum. Því má skipta í tvennt: Annars vegar að ís- lensku flugfélögin haldi þeirri stöðu : sem þau hafa í dag og hins vegar að sú alþjóðaflugþjónusta sem tslendingar reka að tilhlutan Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar haldi áfram að eflast. Sannleikurinn er sá að tilvist þessar- ar alþjóðlegu flugþjónustu hefur bjargað framþróun íslenskra flug- mála, því ekki hafafjárveitingar hins opinbera gert það. I þriðja lagi er það svo uppbygging innanlands- flugsins, en það er ákaflega sorgleg saga. Hvergi í nágrannalöndunum er aðbúnaður flugs jafn frumstæður og hér. Þó flytjum við hlutfallslega meira af farþegum en nokkur önnur þjóð í heiminum, nema ef vera skyldu Alaskabúar. Við flytjum hvern einasta íslending 1.2 sinnum á ári, sem er geysilega hátt hlutfall. Það þarf að koma flugvöllum okk- ar upp í þann lágmarksstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin gefur út.' Það kostar ekki nema tvo milljarða. sem þýðir það að Vegagerðin gæti klárað þetta allt á einu og hálfu ári. Mér virðist því áherslan sem stjórn- málamenn leggja á mismunandi þætti samgangna í þessu landi vera ekki rökrétt. Höfuðáherslan er lögð á vegi, en þar á eftir koma hafn- armál og flugmál. Nú er það ljóst að hafnirnar eru lífæð landsins og að þær færa okkur lífsbjörgina. Það er ljóst. Einnig að við þurfum að aka á milli þéttbýlisstaðanna, eins og við gerum allan ársins hring. En flugið er svo mikilvægt að til- laga mín er sú að það verði skorið niður í vegamálum og jafnað út á aðra samgönguþætti, svo samræmi ríki þarna í milli. Til dæmis þyrftum við ekki á fá nema tíu prósent af fjár- veitingu til vegamála flutta yfir til flugmála, til þess að við stæðum við- unandi að uppbyggingu íslenskra flugmála á næstu árum.“ Hverja telur þú vaxtarmöguleik- ana í íslenskum flugrekstri? „Við skulum muna að ísland er flugþjóð sem tekið er eftir og að það eru ekki aðrar þjóðir sem reiða sig eins mikið á flugið og við gerum. En það er ekki glæsilegt dæmi að koma upp flugfélagi hér á landi, þótt sem betur fer séu t.d. Flugleiðir að rétta úr kútnum. Flugfélag Norðurlands er félag sem hefur staðið sig vel og gengið vel hjá, en önnur flugfélög hafa barist í bökkum og átt í örðug- Ieikum. Nei, þetta er eins og annar rekstur sem ekki verður rekinn á voninni einni saman, heldur þarf peninga til, og mér finnst að stjórn- völd þurfi að beita sér að þv; í alvöru að auka íslenska flugreksturinn, svo hann hafi svigrúm til þess að geta lifað. Við eigum að stórauka þátt- töku íslands í alþjóðlegum flugmál- um, þ.e. að segja að íslendingar stofni flugfélög sem annist leiguflug erlendis. Heimsmarkaðurinn er svo geysi stór að þátttaka íslands í hon- um er varla sem títuprjónsoddur þar á meðal. Þarna er mikill óplægður akur og ég hef verið að hvetja menn til þess að fara út í annað Loftleiðaævintýri, líkt og þegar þeir byrjuðu að fljúga til Bandaríkjanna, sem þeir enn gera og gera vonandi um ókomna tíð. Nú ættu menn að fara að fljúga til Japan og til baka með ferðamenn til Evr- ópu oghafa viðkomu á íslandi. í Jap- an er ógurlegur fjöldi manna sem tekinn er að ferðast mikið. Til dæmis er þetta leiguflug okkar niðri í Afr- íku mjög merkilegt og þar eru fleiri verkefni, svo og í Asíu og jafnvel S- Ameríku. Hvað um möguleika flugsins til að auka hér ferðamannaiðnað? „írar gerðu Shannon flugvöll að fríverslunarsvæði, sem þýðir að fyrirtæki gátu komið sér upp aðstöðu innan flugvallarmarkanna nær skattfrjálst. Þetta hefur gengið vel þarna suður frá og því má spyrja hvort ekki mætti koma t.d. rafeinda- iðnaði á Keflavíkurflugvelli á frí- verslunarsvæði sem við íslendingar hefðum alveg á okkar hendi. Þetta ætti að athuga í fullri alvöru. Ferðamannaiðnaður? Jú. það er sagt að þetta sé röng þýðing á ensku hugtaki, en ég held að það megi öll- um ljóst vera í dag að erlendir ferða- menn hér eru okkur afar mikilvægir „Persónuleg kynni eru ákaf- lega mikilvæg fyrirokkur ís- lendinga í sam- skiptum við aðrar þjóðir, kannski allt of mikil- væg...“ þótt enn séu þetta ekki nema um 80 þúsund á ári, sem er allt of lítið. Ég held að við íslendingar ættum að geta komið ferðamannastraumnum upp í allt að milljón manns á ári, og það byggi ég á áliti fróðra manna bæði hérlendis og í útlöndum. Auð- vitað ættum við að hafa á þessu fulla stjórn og ekki láta þá vaða eftirlitslít- ið um okkar viðkvæma land. Þarna þyrfti nákvæmt skipulag og ferða- mannaiðnaður gæti þá orðið að snör- um þætti í okkar þjóðlífi. Þótt við yrðum aldrei jafnokar Egypta eða Spánverja, er það samt afar athygl- isvert að sjá hvílíkar feikna fjárhæðir þessar þjóðir hafa frá ferðamönnum. Okkur vantar langtímaáætlun í ferðamannaiðnaði og þar sér hver maður að flugmálin munu þjóna stóru hlutverki." Nú er fimmtíu ára afmæli Flug- málastjórnar á næsta ári? „Já, það er rétt, þ.e. að segja að þá eru fimmtíu ár liðin frá því er ríkið fór að hafa bein afskipti af flugmál- um, með skipun Agnars Kofoed Hansen í stöðu flugmálaráðunautar ríkisins. Þetta er líka mikið afmælis- i ár hjá flugáhugamönnum og stéttarfé- lögum innan flugsins. Það eru einnig hugmyndir uppi um að koma hér á fót flugminjasafni og það er hlutur sem ég hef lagt mikla vinnu í og er nú komið á góðan rekspöl. Nú vantar ekkert nema peninga, því við höfum áttað okkur á lóðinni og því hvernig hús við ætlum að byggja. Ég hef áhuga á að gera þetta í samvinnu við Þjóðminjasafnið með tilstyrk Flug- sögufélags og ef til vill tekst að taka fyrstu skóflustunguna í ár. Það væri virkilega gaman, ef það tækist. Svo er enn eitt atriði sem ég ber fyrir brjósti og það er að bæta ís- lenskt flugmál. Það er hreint hroða- legt hvernig við tölum saman á okkar fundum. Það er varla nema vottur af íslenskum smáorðum „en" og „og“ og því um líkt og annað enska. Við höfum hér gefið út bók með ýmsum orðtökum, þar sem er að finna þýð- ingar þær sem til eru á orðtökum í flugi og reynurn eins og við getum að bæta okkar orðfæri. En meira þarf til. Því höfum við sent menntamála- ráðherra bréf og hvatt hann til að láta endurvinna bókina „Nýyrði í flugi“, Tímamynd Sverrir. sem gefin var út af frumkvæði Agn- ars heitins Kofoeds Hansen 1936, en er nú orðin mcira og minna úrelt. Á afmælisári flugsins væri mikils virði að fá slíka bók, því hef ég reynt að hafa forgang um útgáfu íslenskrar kennslubókar um flug. Ýmsir menn eiga efni í hana, ef til vill verður hægt að hnykkja á því verkefni í ár. Hvað um Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans? „Mér hefur lengi brunnið það í augum hvers konar ruslahrúga Reykjavíkurflugvöllur hefur verið og það segja mér íslenskir flugmenn að slíkt finnist ekki nema þar sem verst er ástandið í Afríku og er það þó víðast betra þar en hér. Því höfum við lagt áherslu á að þrífa hann og fegra, og ég vona að þegar því er lok- ið næsta sumar verði hér fagrir „ódá- insvellir“ sem við sjáum hér. Ætlun- in er að gróðursetja hér fjölda trjáa og afgirða svæði og búið er að rífa niður mikið af því braggadrasli sem hér var, koma burtu flugvélaleifum og skrani frá stríðsárunum. Flugmálastjórn hefur lagt áherslu á snyrtimennsku hjá öllum sínum fyrirtækjum og það hefur gengið ákaflega vel víða. Ég vil nefna t.d. Borgarfjörð eystra, stað sem fáir koma til en fádæma snyrtimennska er þó ríkjandi á flugvellinum þar. Þó ég nefni þann stað sem dæmi mætti einnig nefna flesta aðra flugvelli landsbyggðarinnar. Um framtíð Reykjavíkurflugvall- ar er erfitt að segja, þótt gaman sé að velta málunum fyrir sér. En það er alveg ljóst að hann skiptir Reykjavík miklu máli og landsbyggðina enn meira máli, sem þáttur í því verkefni að halda uppi góðum samgöngum við hinar dreifðu byggðir. Eg held því að hann eigi eftir að standa um ókomna tíð, en þó sem takmarkaður innanlandsflugvöllur. Við verðum, að aðlaga flugvöllinn byggðinni, taka tillit til hávaðamengunar jafn- framt slysahættu sem alltaf er til staðar í öllum tækjabúnaði nútím- ans. Mér finnst líka eins og mönnum sjáist yfir það atriði hve flugvöllurinn gefur borginni mikið líf, því hér er alltaf mikið um að vera og aldrei doði. Ég vil líka koma að þeirri vinnu sem er í gangi vegna undirbúnings að því að gera Sauðárkróksflugvöll að varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið. Verði aukning á ferðum tveggja hreyfla véla yfir Atlantshafið, eins og á sér stað í dag er trúlegt að þær þurfi meir á íslandi að halda sem úr- ræði, er eitthvað kemur upp á. Völlurinn er líka ntikilvægur fyrir Nato og okkar eigið millilandaflug. Upphitun Sauðárkróksvallar er mjög merkilegur hlutur og ég veit að allar Norðurhvelsþjóðir hefðu áhuga á að gera svona tilraun, en þar er það erfiðara út af kostnaðinum, meðan við höfum heita vatnið. Tak- ist þetta vel, tel ég að við ættum að hita upp Reykjavíkurflugvöll líka. Þá eru miklar áætlanir í sambandi við Egilsstaðaflugvöll, en þar er allri hönnun lokið og vantar aðeins fjármagn. Einnig verður stórkostlegt að lifa endurradarvæðingu hér á landi sem á eftir að gjörbreyta flugumferðar- stjórninni. Ef svo fer að við verðum í framtíðinni tengdir radarkeðjunni sem liggur um Grænland, ísland og Færeyjar, þá verður okkar úthafs- flugstjórnarsvæði það fullkomnasta sem við þekkjum, því radar er full- komnasta stjórntæki fyrir flugum- ferð sent við þekkjum í dag. Hins vegar eiga gervitunglin svo eftir að bylta, þegar þau koma til sögunnar.“ Þú minnist á það að eftir lslandi sé tekið á sviði flugmála. Hvað um tengslin út á við? „Ég hef reynt eftir mætti að tryggja ísland betur í sessi á alþjóð- legum vettvangi. Alþjóðaflugmála- stofnunin setti á fót nefnd til þess að koma á endurbótum á flugumferðarþjónustukerfi alls heimsins (þá á ég við jarðarinnar!) og fastaráð stofnunarinnar kaus nefnd í þetta. Ég fékk strax áhuga á að bjóða fram íslendinga, en þá kom í Ijós að önnur Norðurlönd höfðu engan áhuga á að hafa okkur með sem talsmenn né annað, þrátt fyrir allt norrænt samstarí. Við tókum samt þá áhættu að bjóða fram og vor- um það heppnir að ná inn fulltrúa. Það er stórkostlegt að hafa íslending með í fimmtán manna alþjóðlegri nefnd sem þessari, sem skipuð er helstu sérfræðingum heims. Þetta var árangur á því sviði að taka þátt í alþjóðlegri stefnumótun og gæta hagsmuna íslands og íslendinga. En samt má ekki líta svo á að rígur sé milli landa hjá okkur sem að flug- málum störfum. Ég hef ánægjulegt og gott samband við aðra flugmála- stjóra í Evrópu. Þetta er kunn- ingjasamband og við hittumst nokkr- um sinnum á ári. Þessi persónulegu kynni þarf að rækta. Ég hef til dæmis sérstaklega liitt flugmálastjóra Bandaríkjanna og varð ákaflega hrifinn af þeim manni. Á alþjóð- aþingum hefur maður svo hitt yfir- menn flugmála í Afríku og Asíu- löndum og gerir sér þá sérstakt far um að kynnast þeim og ræða við þá vegna okkar hagsmuna. Það er dálít- ið erfitt með Nígeríu, því þaðan kemur alltaf nýr og nýr hópur, hvort sem því veldur órói hjá þeim eða annað. En þeir þekkja ágætlega til íslands. Til dæmis vita Brasilíumenn ótrúlega mikið um ísland. Ég held að þeir líti á þetta sem sérkennilegt og framandi land. Það er líka athygl- isvert hve mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með íslendingum og Ný- sjálcndingum í flugmálum og fleiru. Kannski valda því á ýmsan hátt líkar aðstæður, því þetta er þjóð sem býr í fjöllóttu landi, og treysta sem eyþjóð mikið á flugstarfsemi. Já, persónulega tengsl tel ég að séu ákaflega mikilvæg fyrir okkur ís- lendinga, í flugmálum sem í öðrum alþjóðlegum málum. Þegar ég var gerður að flugmálastjóra hér var ég yngsti flugmálastjóri heims og ef til vill hafa þeir tekið mér eins og „litla stráknum." En þeir hafa reynst mér mjög hjálpsamir og ráðagóðir, t.d. flugmálastjóri Frakka, sem er ein- stakur maður og söntuleiðis höfum við notið ágætrar fyrirgreiðslu af hálfu Norðmanna, Svía og Finna. Bandaríkjamenn hafa og verið mjög mikilvægir fyrir okkur af augljósum ástæðum og sambandið við Kanada er mikilvægt, en þeir hafa m.a. menntað fyrir okkur flugumferðar- stjóra með mjög sanngjörnum skil- málum og gert okkur kleift að kom- ast að ýmsu leyti lengra með flugumferðarþjónustuna en annars hefði verið kostur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.