Tíminn - 26.01.1986, Side 11

Tíminn - 26.01.1986, Side 11
Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn 11 Blaöamaður sýgur lyftiduft í nefið á veitingastað í Reykjavík án þess að nokkur gestur kippi sér upp við það. Jafnvel þeir sem sátu við sama borð létu sér nægja að gjóta augunum og snúa sér síðan undan. Tímamynd: Árni Bjarna Arnar Jensson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeildinni: „Það segir sig náttúrlega sjálft að það er aldrei hægt að losna hvorki við neyslu né sölu á þessum efnum af veitingahús- Unum.“ Timamynd: Sverrir stað með lyftiduft, rakvélablað og þúsundkrónu-seðill á eitt veitinga- hús borgarinnar. Ætlunin var sú að látast vera að „sniffa" kókaín eða amfetamín án þess að fara leynt með það og sjá hver viðbrögð gestanna yrðu. Heimild var fengin hjá veitinga- manni eftir töluvert streð þar sem margir voru tregir til að láta ljós- ntynda slíka athöfn í sínum húsum þar sem slíkt gæti gefið lesendum þá hugmynd að það hús væri eitt heljar- innar lastabæli. Það skal því strax tekið fram að það hús sem að endan- um varð fyrir valinu var ekki notað vegna slæms orðspors. En blaðamaður fór sem sagt af stað og rölti inn á veitingahúsið, keypti sér eitt glas af appelsínusafa og fékk sér sæti hjá tveimur mönnum er sátu þar við borð. Húsið var þétt segið, djasshljósmveit lék Ijúfa tóna og allt fór vel fram eins og þar stendur. Eftir stutta setu tók blaðamaður upp litla öskju og rakvélablað og setti smá haug af lyftiduftinu á borðið. Síðan tók hann til við að „kötta" duftið og laga það til þar til var komin löng mjó lína af duftinu á borðið. Þessi athöfn,gr það þekkt úr mörg- um kvikmyndum sem sýndar hafa verið hér að það hefði ekki átt að fara fram hjá neinum hvað um var að vera. Viðbrögð mannanna tveggja við i borðið voru líka þau að fl jótlega eftir að blaðamaður var farinn að móta duft- ið í línu ráku þeir upp stór augu en snéru sér síðan við til þess að ekki færi milli mála og að þessi maður var ekki á þeirra vegum. Önnur voru viðbrögð þeirra ekki. Nú tók blaðamaður til við að vefja upp þúsundkrónu-seðli og var lengi að því honum fórst það starf ekki vel úrhendi. Þegar því varlokið og hann ætlaði að fara á sjúga herlegheitin upp í nefið var slegið á bakið á hon- um og ungur maður sagði í eyrað á honum „Er verið að fásér í ranann“. Augnagotur og blikk Ungi maðurinn sagði ekki meira hcldur fór á barinn svo blaðamaður- inn hélt áfram með ætlunarverk sitt og leysti það vel af hendi. Þegar því var lokið leit hann um salinn og sá ekki betur en að nokkrir hefðu fylgst grannt með aðförunum. Ein stúlka blikkaði hann, en önnur sendi honum heldur óvingjarnlegra augnaráð sem mátti lesa úr „getur þú ekki gert þetta heima hjá þér, góur- inn". Meira gerðist ekki. Ekkert af starfsfólkinu hafi séð hvað um var að vera en það hvarflaði ekki að neinum að segja því frá hvað hafði gerst. Þetta þótti blaðamanni litil við- brögð og ákvað því að endurtaka leikinn er leið á nóttina og fólk var orðið drukknara og óhræddara að láta skoðanir sínar í ljós. En það er skemmst frá því að segja að lítið gerðist annað en það að einn maður á fertugs aldri spurði hvort blaðamað- ur væri ekki aflögufær, annar skaut „djöfulsins dópisti“ út á milli tann- anna og stúlkan sem fyrr um kvöldið hafði blikkað blaðamann bauð hon- um í partý. Enn sem fyrr sá starfsfólkið ekki hvað fram fór enda mikið að gera við að bera veigar í gestina og aðstoðar- maður blaðamanns fylgdist grannt með ferðum þeirra. Enginn gestanna sá ástæðu til þess að koma upplýsing- um til þess. Bakara fyrir smið Tíminn hringdi í Bjarna Lúðvíks- son, veitingamann á Zafari, til þess að forvitnast um hvort eitthvað væri um það að gestir segðu þeim fra því þegar þeir sæju til fíkniefnanotenda á staðnum. „Það er alveg hverfandi,“ sagði Bjarni. „Veitingamenn standa ger- samlega ráðalausir frammi fyrir þessum nýja vanda. Það þýðir lítið að treysta á aðstoð fíkniefnalögreglunnar, því þegar við fórum fram á það við þá síðastliðið vor að þeir sýndu okkur hvernig við ættum að þekkja svörtu sauðina úr þá var eina ráðið sem þeir gátu gefið okkur að líta í augasteinana á fólkinu. Annaðhvort áttu þeir að vera grun- samlega stórir eða grunsamlega litlir. En eins og lýsingunni er háttað hér inni þá er miklu líklegra að augstein- arnir stækki vegna lítillar birtu og minnki vegna ljósanna en að um fíkniefnaneytendur sé að ræða. Það eina sem veitingamenn geta gert er að velja fólk inn á staðina eftir klæðaburði og þú losnar ekkert við fíkniefnaneytendur með því. Það verður ennþá vel klætt fólk inni sem hefur efni á dýrari efnunum eins og amfetamíni og kókaíni. Og það er neysla sem erfitt er að koma í veg fyrir því ekki finnst lykt af þessum efnum. Þannig að það eiga margir saklausir • eftir að líða fyrir þessar nýju reglur. Fólk sem er á gallabuxum og svo veit- ingamaðurinn sem hleypti inn manni í góðri trú en sem dró svo skyndilega upp hass-pípu og fór að reykja. Mér finnst að það sé verið að hengja bakara fyrir smið með þessum að- gerðum. Og hvað ætlaði fíkniefnalögreglan að gera um síðustu helgi? Elta þetta fólk upp í Hollywood eða Klúbbinn og loka þeim stöðum líka? Hlegið að fíknó Það er líka margt annað einkenni- legt í þessum málum. Þegar við vor- um að taka fólk hér inni síðastliðið vor og láta lögregluna fá það þá vorum- það við sem fengum svartan blett fyrir. Gestirnir voru komnir hér á dyrnar eftir klukkutíma og hótuðu okkur lífláti og öllu illu fyrir að hafa sent á þá lögregluna. Þetta voru þá bara einhverjir góðkunningjar hennar. Síðan sendi fíknó á okkur ein- hverja skýrslu sem var svo hlægileg að það var ekki hægt að taka mark á henni. Þar stóð að það hefði hver einasti gestur verið undir áhrifum fíkniefna, gólfið fram á klósetti hafi verið þakið af hvítu dufti og auðséð að þar hefði mikil verslun farið fram, það hefði lekið hvítir taumar úr nefinu á gestunum og þrátt fyrir góða loftræstingu hafi verið hass- fnykur í loftinu. Samstarf veitingamanna er gott við lögregluna en það er bara hlegið af fíknó. Við reyndum allt sem við gátum til þess að þóknast þeim eftir að það átti að taka af okkur veitingaleyfið útaf þessari skýrslu. En við sprungum á því. Það var orðið tómt hús hjá okkur því fólk vill ekki klæðast jakkafötum og síðkjólum þegar það fer á diskó- tek. Við höfum gefist upp á þessu og ætlum að selja. Kannski ekki bara út af viðskiptunum við fíknó heldur vegna þess að það er orðið hart á dalnum hjá veitingamönnum og allt of margir um hituna. Annars er gott að það var Óli Laufdal sem lenti í þessu með Borgina því hann er sjálfsagt sá eini sem getur barist fyrir því að veitinga- menn verði ekki gerðir 100% ábyrgir fyrir geröum gestanna,“ sagði Bjarni Lárusson að lokum. Hlutverk veitingamanna að halda uppi reglu Þessi syndalestur var borinn undir Arnar Jensson, fíkniefnalögreglu- mann. „Ég er mjög undrandi á þessu,“ sagði Arnar. „Ef þetta er álit Bjarna á löggæslu þá verður hann að hafa það fyrir sig. Ég vil ekkert tjá mig um það. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera þessi maður sem lætur þetta út úr sér því samstarfið við eig- endur Zafari hefur alla tíð verið nijög gott. Þeir hafa.aldrei kvartað yfir samskiptum við lögrcglumenn, hvorki úr þessari deild eða annarri. Og mér þætti betra að þcir kæmu með kvartanir til okkar í stað þess að fara með þær fyrst í fjölmiðla. En í sambandi við ráðleggingar okkar þá talaði ég við dyraverðina og þá um mun fleiri atriði en stóra eða litla augasteina. Ég sýndi þeim þessi efni og ýmsar pakkningar og svaraði spurningum. Við ráðlögðum þeim heldur ekki að herða kröfurnar um klæðnað. Ef þeir hafa tapað viðskiptum á því þá segir það einungis að þeir hafa tekið ranga ákvörðun og það er varla við okkur að sakast í því. Skýrslan sem hann minnist á var nú ekki alveg eins orðuð og hann segir. En á þeim tíma þá hafði Zafari orð á sér fyrir að vera talsverður neyslu- staður og eftir þær aðgerðir sent fylgdu í kjölfarið þá losnaði staður- inn við það fólk sem neytti þessara efna. Hinsvegar segir það sig náttúrlega sjálft að það er aldrei hægt að losna hvorki við neyslu né sölu á þessum efnum af veitingahúsunum. Én samt sem áður var það hlutverk dyravarða og veitingamanna að halda uppi ákveðinni reglu á sínum stöðum og þessi mál eru hluti af því,“ sagði Arnar Jensson, fíkniefnalögregla. Afnema ósómann En hvernig hefur dómsmálaráðu- neytið hugsað sér framkvæmd lag- anna. Tíminn leitaði álits Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra. „Það hefur komið fram og verið lögð á það áhersla að það er fyrst og fremst verið að óska eftir samstarfi við veitingamanninn. Og það er fyrst og fremst verið að ráðast gegn eitur- lyfjaneyslu sem leynist engum, það sem blasir við allra augum og menn geta fundið á lyktinni. Við erum ekki að tala um neyslu sem þarf sérfræð- inga til að átta sig á að eigi sér stað. “ Nú eru veitingamenn uggandi um að það sé verið hengja bakara fyrir smið og þeir verði saklausir látnir gjalda fyrir annarra brot. Er ráðu- neytið að fara í stríð við veitinga- menn? „Alls ekki og þvert á nióti. Ég held að það verði að koma í vcg fyrir þann misskilning. Það er verið að fara fram á aðstoð og samstarf við að út- rýma neyslu af opinberum stöðum. Það hefur komið fram í skýrslum lögreglunnar að á sem betur fer ein- ungis örfáum stöðum hefur verið hassþefur í kringum fólk sem hefur verið að neyta þessara efna. Það cru svona augljós brot sem ekki er hægt að sætta sig við að scu látin óátalin. Það hefur enginn ætlast til þess að veitingamenn yrðu einhverjir supcr- spíónerar og gerðu það sem ómögu- legt er. Og það er alls ekki ætlun yfirvalda að hengja bakara fyrir sntið eins og þeir virðast vera hrædddir viö. Auð- vitað geta komið upp tilvik þar sem ekki er hægt að ásaka veitingamann- inn þó eitthvað brotlegt gerist í þeirra húsum. En það er lögreglunn- ar að meta það í hverju cinstöku til- viki. Þeir hafa eftirlit með þessum stöðum og það er margt sem þeir líta á.“ - Má þá líta á bréf dómsmálaráðu- ncytisins sem táknræna ósk um að- stoð gegn því sinnuleysi almennings gagnvart þessum efnuni sem glögg- lega kom fram í tilrauninni sem við gerðum á veitngahúsagestunum og sagt er frá hér að framan? „Já. Og í þessu bréfi er skorað á al- menning að taka þátt í að afnema þennan ósóma,“ sagði Þorsteinn að lokum. Hvaðgerist? Það virðist á viðtölum við Arnar og Þorstein að ótti veitingamanna við hálfgerðar ofsóknir og uggur margra gesta vínveitingahúsanna við að það verði lögreglumaður við hvert borð sem fylgist grannt með öllu, eigi ekki við rök að styðjast. Hins vegar er Ijóst að þesar að- gerðir einar ogsér eru ekki nægar til þess að vekja fólk til meðvitundar um hættuna af því sinnuleysi gagn- vart fíkniefnum sem virðist vera að breiðast út. Hvort þróunin hér verði svipuð og erlendis þar sem brot á fíkniefna- löggjöfinni eru látin j afn afskiptalaus og brot á skatta|öggjöfinni hér er erf- itt að'segja um. Hitt er hins vegar uppvekjandi umhugsunarcfni hversu ábyrgð manna á náunganum virðist vera á undanhaldi og það látið óafskipt þó maðurinn við hliðina á þér sé að draga úr sér lífskraftinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.