Tíminn - 26.01.1986, Síða 19

Tíminn - 26.01.1986, Síða 19
Alr Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn 19 ■ Of’t hcf'ur verið talið að íkveikjur af’ mannvöldum ættu rætur sínar að rekja til ákveðins ^eðsjiikdöms sem kallaður hefur verið íkveikjuæði eða pyromanía. Við háðuin Hannes Pétursson yfirlækni á geðdeild Horgarspítalans í Keykjavík að sej>ja okkur f'rá eij>in reynslu af' |)essu fyrirhæri oj> þeim skoðuniim innan geð- læknisf'ræðinnar sem nii eru ef'star á haugi, varðandi |)á geðrænu kvilla sem að haki íkvcikjum liggja. Hannes sem veitt hefur geðdeildinni á liorgarspitalanuui forstiiðu í liðlega þrjú ár lagði stund á geðlæknisl'ræði í Knglandi en auk þess liel'ur hann fengist nokkuð við rettargeðlæknisfræði og kynntist í námi sínu í Knglandi tilfellum þar sem uni íkveikjur liafði verið að ræða. „Jú það er rétt að fræðimenn töldu að íkveikjuæði eða pyromanía væri sérstakt tilgreint geðrænt ástand og þar með ákveðinn sjúkdómur. Á síð- ari tímum hafa menn þó farið að ef- ast um að svo væri og nú eru flestir sammála um að hér sé ekki um eina tegund geðsjúkdóms að ræða heldur ákveðið atferli sem getur verið sam- fara mörgum tegundum geðrænna vandamála. J>að má því frekar líta á vísvitandi bruna sem afleiðingu geð- rænna vandkvæða en ákveðið eitt sjúkdómsástand. Það mætti líka orða þetta svo að hér væri frekar um afleiðingu margra geðrænna vand- kvæða að ræða en ákveðinn af- markaðan og skilgreindan sjúkdóm. Petta getur því spannað hvaða svið geðsjúkdóma sem er,“ segir Hannes. „Pví ber heldur ekki að gleyma að orsakir fyrir íkveikjum geta verið fleiri en þær sem tengjast geðrænum , vandamálum og má þá nefna hrein ’ glæpsamleg athæfi þar sem menn eru að dylja refsiverðan verknað eða þá að um tryggingasvik er að ræða. Þær íkveikjur sem á hinn bóginn eru raktar til geðrænna kvilla má flokka niður í nokkra hópa og koma þá einkum sex mismunandi orsakir til greina. I fyrsta lagi hafa íkveikjur af gá- leysi verið raktar til beinna elliglapa eða þá að viðkomandi sé það þroska- heftur að hann beinlínis viti ekki hvað hann er að gera. Til þessa hóps má einnig telja það fólk sem veldur íkveikju í ástandi þegar það hefur ekki stjórn á gerðum sínum svo sem vegna eitrunarástands af völdum áfengis eða fíkniefna. í öðru lagi hafa íkveikjur verið raktar til þess að fólk hefur verið haldið ranghugmyndum af einhverju f lögunum frá 1982 sem hér hefur verið vitnað í er mikil ábyrgð lögð á slökkviliðsstjóra varðandi eftirlit með brunavörnum í sínu umdæmi en komi upp ágreiningur milli hans og húsráðanda skal slökkviliðsstjóri vísa málinu til stjórnar Brunamála- stofnunnar og ber slökkviliðsstjóra eða brunamálastjóra að kæra brot tii héraðsdóms sé ekki farið að úrskurði þeirra. Á þessu virðist vera töluverður misbrestur og málum sjaldan vísað til dómstóla þó svo að það sé á flestra vitorði að brunavarnirséu ekki næg- ar . Reyndar mun það mjög misjafnt frá einu sveitarfélagi til annars hversu fast slökkviliðsstjórar ganga eftir því að reglum um brunavarnir sé fylgt en óhætt er að fullyrða að mikið vantar á að þetta eftirlit sé nægjanlegt og í rauninni mjög víða í hinu megnsta ólagi. Ef til vill kemur hér kunningsskap- ur inn í myndina sem gerir það að verkum að hlutunum er ekki fylgt eftir af nægilegri festu og svo almenn undanlátssemi. í rauninni þyrfti að koma til heild- arúttekt á brunamálum í landinu en erfitt er í fljótu bragði að átta sig á því hvaða stofnun gæti annast það hlutverk þar sem Brunamálastofnun er jafn fáliðuð og raun ber vitni. Á síðastliðnum 70 árum hafa hátt á annaðhundrað stórbrunar átt sér stað í landinu og í þessum brunum hafa fleiri tugir manna látið lífið, auk þess sem af mörgum þeirra hefur orðið mikið eignatjón. Þegar eldsvoðar á íslandi eru bornir saman við eldsvoða í ná- grannalöndunum kemur þó í ljós að mannskaðar og eignatjón er híut- fallslega minna hér en víða annars staðar. Slíkur samanburður er þó flókinn og erfitt að draga af honum ályktanir. Það er á engan hátt hægt að líta á það sem náttúrulögmál að brunar eigi sér stað og svo lengi sem hægt er að benda á að brunavarnir séu ekki nægar þá ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta þar úr. Þegar farið er að kanna orsakir eldsvoða þá telja þeir sem gjörst til þekkja að sex af hverjum tíu séu beinlínis af mannavöldum. í mörgum tilfellum er talið að víta- verðu gáleysi sé um að kenna en í hinu ber heldur ekki að leyna að beinar íkveikjur af yfirlögðu ráði eiga hér einnig stóran hlut. Vegna þess hve erfitt er að upplýsa orsakir eldsvoða vitum við ekki hversu íkveikjur eru stór hluti þeirra en grunur leikur á að það hlutfall sé hátt. í riti sínu „Þættir úr refsirétti" seg- ir Ármann Snævarr prófessor að ná- lega öll brennubrot hér á landi séu vátryggingabrot þar sem það vakir fyrir brotamanni að komast yfir vá- tryggingabætur eignar. Almennt er þó talið að aðeins lítill hluti brennubrota verði uppvís og því mikið um hina svokölluðu leyndu brotastarfsemi enda auðvelt að láta líta svo út að „allt sé með felldu" um eldsupptök. Brenna er reyndar fornt afbrot eins og Ármann Snævarr bendir á í bók sinni. Hennar er getið í einum elstu lögum sem varðveist hafa svo sem lögum Hammurapi frá því um 2000 árum fyrir Krist. Ákvæði um brennur eða íkveikjur af mannavöldum er einnig getið í elstu íslensku lögunum og meðal annars í Vígaslóða Grágásar en þar er það talin skógangssök ef maður eys eldi á mann, hrindir öðrum á eld eða veldur því að annar skemmdist af eldi. í stuttu máli má segja að brenna hafi verið talin til stórmæla ú öllum skeiðum íslenskrar réttar- sögu. I hegningarlögum 'frá 1940 er brenna skilgreind þannigáð hún sé fólgin í því að valda eldsvoða sem al- mannahætta stafar af. Brennudómar eru þó fátíðir hér á landi eða um tveir á ári og komum við þá aftur að því sem fyrr er nefnt um hina duldu brotastarfsemi. Hvað beinar íkveikjur af mann- avöldum snertir þá er ljóst að erfitt verður að koma í veg fyrir þær hversu vel sem staðið er að bruna- vörnum. Það ætti þó ekki að aftra mönnum frá því að ganga svo frá húsum sínum og eignum að sem minnst hætta sé á eldsvoðum. Rannsóknarlögreglumennirnir Haraldur Árnason og Jónas Har- aldsson hjá RLR eru gjarnan kallað- ir til þegar því verður við komið og stórbrunar hafa átt sér stað, en starf þeirra er meðal annars að varpa ljósi á orsakir brunans. Rannsóknarlög- regla ríkisins fer með rannsókn elds- voða sem upp koma á Reykjavíkur- svæðinu og reyndar öliu landinu ef farið er fram á það af viðkomandi yfirvöldum. Það getur verið býsna erfitt að komast að því út frá hverju hefur kviknað eidur þegar öll vegsum- merki eru orðin að ösku. Oft verður ran nsóknar 1 ögreglan að fara í gegn um rústirnar nánast með teskeid til að komast að hinu sanna. Það getur verið býsna erfitt aö koinast að hinu sanna. Það er iíka mikið í húfi því hér cr iðulega um það að ræða að sanna saklevsi manna eða sekt ef um íkveikju af mannavöldum er að ræða. Viðurliig við íkveikju eru gcvsi- hörð, bæði fangelsi og fésektfr þann- ig að mikilvægi hrunarahnsókna verður sjaidnast ofmetiö. Þess ber að geta að rannsóknir leiða oft til þess að stjórnvöld og al- menningur táka við sér og farið er að huga betur að öryggismálum eftir að rannsókn hefur leitt í Ijós veika hlekki í öryggisútbúnaði eða bruna- vörnum almennt. í þessu sambandi er skemmst að minnast brunans sem átti sér stað í Kópavogshæli fyrr f þessum mánuði þar sem kom í ljós að reglugerð um brunavarnir hafði ekki verið fylgt. Þeir Jónas og Haraldur vinna hjá sitt hvorri deildinni innan Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Haraldur vinnur á tæknideild en Jónas starfar meðal annars við yfirheyrslur. Þegar um bruna er að ræða vinna þeir þó iðulega saman en þegar komið er á vettvang er það starf nianna tækni- deildarinnar að taka ýmis konar sýni, búa um þau og senda þau til rannsóknar. Þeir eru sammála um það að mjög mikilvægt sé að hefja rannsókn á bruna sem allra fyrst eftir að hann hefur átt sér stað. Reyndar hefst upplýsingasöfnun oft strax á meðan á brunanum stendur, til dæmis með því að teknar eru Ijós- myndir en þær geta sagt míkið til um, það hvaða stefnu eldurinn hefur tek- ið og hvar hann kemur fyrst upp. Upplýsingai frá vitnum ef um þau cr að ræða geta líka hjálpaö mikið til við rannsökn mála auk þesssem vett- vangsrannsókn éftir aö eldur hefur verið slökktur getur ráóiö úrslitum um það hvorttekst að npplýsa málin. Þegar um íkveikju af mannavöld- um er að ræöa. þá vilja þeir Jónas og Haraldur uridirstrika að starf þeirra ; sé ekki siöur í þvi tólgið að sanna sakleysi manna en sekt. Ef til vill liggja margir undir grun og stundum hafa menn sem saklausir eru, verið ■ da’indir sekir af almenningsálitinu og þá er nauðsynlegt að vernda með eins ítarlegri rannsókn og unnt er. Á síðasta ári fóru þeir félagarnir til Óslóar til að kynna sér hvernig norskir kollegar þeirra standa að brunarannsóknum. Slíkar kynnisferðir hafa verið farnar á undanförnum árum og þykja mikilvægur liður í starfsþjálf- un rannsóknarlögreglumanna. Þeir Jónas og Haraldur unnu með- al annas með KRIPO norsku rann- sóknarlögreglunni við rannsókn á brunum í Noregi. Þeir segja norsku lögregluna mun betur útbúna hvað ýmis konar tæki og aðstöðu snertir en RLR. í höfuðstöðvum KRIPOs er meðal annars að finna sérstakar rannsókn- arstofur þar sem efnafræðingar vinna að rannsóknum á sýnum sem tekin eru eftir að bruni hefur átt sér stað. Þar er og að finna eldtrausta klefa sem notaðir eiu til þess að byggja upp aðstæöur sém líkastar þeim sem grunur leikur á að kviknað hafi í, síð- an er bruninn endurtekinn og gerðar ýmsar mahngui um leið Tryggingafélógin komaljðulega til móts við þá sem hafa með rannsókn mála áð gerá í Noregi og sögðu þeir Jónas og Haraldur okkur frá máli sem þeir kynntust á íerð sinni í Nor- egi þar sem ákveðiö tryggingafélag lagði til sams konar sendtfcrðabíl sem notaður var til að endurtaka bruna þar sem grunur lá á að um í- kveikju hefði verið að ræða. Samkvæmt vitnisburði bílstjóra nokkurs hafi kviknað í bíl hans þegar hann var að flytja málverk en bíllinn og allt sem í honum var brann til kaldra kola. Eftir að líkt hafði verið eftir þess- um bruna með því að kveikja í sams konar bíl kom í ljós að ekki voru neinar líkur á því að bruninn hefði átt sér stað með þeim hætti sem bíl- stjórinn hafði lýst. Eftir að þessar staðreyndir lágu fyrir breytti við- komandi framburði sínum og játaði að hafa skvett bensíni yfir bílinn að innan og farminn og borið síðan eld að. Varðandi bruna hvort sem þeir eru beint af manna völdum eða þá að öryggisbúnaði er ábótavant þá er óhætt að fullyrða að ítarlegar rann- sóknir eru í allra þágu þar sem þær geta leitt til fyrirbyggjandi aðgerða og komið þannig í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Viðmælendur okkar telja að þó ýmislegt hafi þokast í rétta átt á síð- Hannes Pétursson geð- læknir: Breytt viðhorf til þess sjúkdóms sem kall- aður hefur verið íkveikju- æði eða pyromania. Tímamynd: Róbert ustu árum bæði hvað varðar fyrir- byggjandi aðgerðir svo og rannsókn- ir á eldsvoðum þá sé enn víða pottur brotinn og hvað Rannsóknarlög- reglu ríkisins snertir þá vanti tilfinn- anlega bæði mannskap og tæki til að koma brunarannsóknum í viðunandi horf. Oft eru mikil verðmæti í húfi að ekki sé minnst á hættuna á mann- sköðum og þegar það er haft í huga er spurning hvort ætti ekkert til að spara svo að rannsóknir gætu verið sem áreiðanlegastar. Það er mikilvægt að áliti þeirra Haraldar og Jónasar að nægur tími sé til rannsóknarinnar. Það getur verið erfitt að eiga að komast að niður- stöðu á skammri stundu þegar önnur og óskyld verkefni bíða sem þarfnast úrlausnar. Áður en rannsóknin hefst er mikil- vægt að ljósmynda það sem brunnið hefur áður en farið er að hreyfa við því og alltof oft kemur það fyrir að búið er að raska öllurn vegs- ummerkjum þegar lögregla er til kvödd. Rannsóknin sjálf beinist síðan fyrst og fremst að þeim stað þar sem eldsupptök hafa verið en sýni sem þar eru tekin geta sagt sína sögu. Þegar sýnin hafa verið tekin og um þau búið í loftþéttum umbúðum eru þau fengin rannsóknarstofu Háskól- ans sem tekur að sér að greina þau og á grundvelli þeirrar rannsóknar er iðulega hægt að byggja áframhald- andi rannsóknir. Það er því hægt að fikra sig áfram og vitneskja á einu atriði leiðir annað í ljós og svo koll af kolli þar til botn hefur fengist í málið. Að vísu gengur dæmið ekki alltaf upp og margir brunar eru þess eðlis að þeir verða aldrei upplýstir. tagi vegna geðrænna sjúkdóma. Þá er átt við ofskynjanir og ranghug- myndir sem fær fólk til að bregðast við á þennan hátt til dæmis gegn ímynduðum ofsækjendum en það virðist þó vera fátítt að sjúklingar bregðist við einkennum formlegs geðsjúkdóms á þennan hátt. í þriðja lagi hafa brennur verið raktar til þess að sá sem þeim hefur valdið hefur talið sig þurfa að hefna sín fyrir slæma meðferð á sér eða óförum sínum í lífinu og eru dæmi þess að makar eða vinnuveitendur hafi orðið fyrirslíku. Hefndarhugur- inn hefur því tekið yfirhöndina. Þá hefur líka verið talið að rekja ■ megi íkveikjur til þess að fólk væri að kalla á hjálp með þessu móti eins og stundum er þegar um tilraunir til sjálfsvígs er að ræða. Menn eru þá að vekja athygli á erfiðleikum sínum og grípa óaðvitandi til úrræða sem þess- ara. Þá má og nefna að það að kveikja eld skapar hjá mörgum ákveðið örvunarástand sem notað er til að vega upp á móti miklum undirliggj- andi kvíða, spennu eða depurð. Þessu hcfur verið líkt við það þcgar fólk bregst við geðrænum vandkvæð- um með því að stela úr búðum án þess að þurfa á því að halda á nokk- urn hátt. í sjötta lagi hafa brennur verið raktar í einstaka tilfellum til af- brigðilegrar kynhegðunar og þar erum við ef til vill komin að því sem í eina tíð var kennt við pyromanía. Enn er svo að nefna þau tilfelli þar sem fólk kveikir f, að því er virðist, eingöngu til að vinnahetjudáð við að ráða niðurlögum eldsins en ástæð- urnar má ef til vill rekja til geðrænna vandkvæða." Hannes Pétursson varar mjög við alhæfingum þegar geðrænar ástæður íkveikju eru annars vegar. „Það hefur reynst erfitt að fá dæmigerðan hóp eða hópa til rann- sóknar og hér á landi eru brunar sem talið er að rekja megi til geðkvilla fáir sem betur fer. Hann benti að lokum á nauðsyn þess að meta mjög nákvæmlega þá einstaklinga sem staðnir eru að íkveikjum. „Það verður að leggja á það áherslu að slíkir einstakiingar gang- ist undir nákvæma rannsókn þarsem heilsufar og allar aðstæður þeirra eru skoðaðar með tilliti til þess hvernig unnt sé að koma þeim til hjálpar. Það er og brýnt verkefni að kanna betur hversu algeng mál af þessu tagi eru hér á landi,“ sagði Hannes Pét- ursson geðlæknir að lokum. jAþ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.