Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 20
20 Tíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 Bjarnaborg: Stutt eftir ólifað Nú nýverið óskaði Reykjavíkur- borg eftir kauptilboðum í Bjarna- borg við Vitatorg. í tilboðsgögnun- um kom fram að hugasanlegum kaupanda er heimilt að rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni og má það hvort sem er vera timburhús eða úr stein- steypu. Samkvæmt úttekt sem bygg- ingardeild borgarverkfræðings gerði á húsinu árið 1982 þá eru endurbætur á húsinu eins og það var ástatt þá dýrari en niðurrif og bygging nýs húss. Því má ætla að þetta reisulega timburhús hverfi innan fárra ára og annað er betur fellur að kröfum nú- tímans og Skúlagötuskipulaginu rísi á lóðinni. Saga hússins í apríl árið 1901 var Bjarna Jóns- syni, snikkara, úthlutuð lóð austan við væntanlegt torg við Vitastíg. Bjarni var afar afkastamikill húsa- smiður og talið er að hann hafi smíð- að að minnsta kosti ein 140 hús og flest þeirra í Reykjavík. Hann auð- gaðist fljótt eftir að hann fór að smíða yfir fólk því á þessum tíma flykktist fólk úr sveit í bæ og því mik- il húsnæðisekla í Reykjavík. Auk húsamíðanna verslaði Bjarni með timbur, var fátæktrafulltrúi og síðar dannebrogsmaður. Bjarni hugði stórt með þessa lóð við Vitastíginn. Þar ætlaði hann að reisa stórhýsi úr timbri eftir eigin teikningu og fyrir eigin reikning. Verkið gekk vel og eftir tæp tvö ár var þar risið fyrsta fjölbýlishúsið á íslandi, tvílyft timburhús á hlöðnum steinkjallara og með háu risi. Efni í það var að hluta til fengið úr Frönsku húsunum við Austurstræti sem voru rifin um sumarið 1902. Þegar fólk var flutt inn í húsið hafði Bjarni af því áhyggjur að hann gæti ekki séð öllu þessu fólki fyrir nægu vatni. Tók hann því það til bragðs að grafa brunn austan við húsið og sá hann um vatnsþörf íbú- ana og nágranna allt þar til vatnsveit- an leysti hann af hólmi árið 1909. Bjarni seldi Þorvaldi Bjarnasyni frá Þorvaldseyri Bjarnaborg árið 1904. Fékk hann Þorvaldseyri í Austur-Eyjafjallasýslu sem greiðslu Líklegterað Bjarnaborg verði rifin innanfárra ára. Hérer drepiðásögu þessa húss og vöngum velt yfir örlögum þess. Texti: Gunnar Smári Egilsson fyrir húsið og að auki einar fimmtán þúsund krónur. Þorvaldur flutti þá til Reykjavíkur og bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í Bjarnaborg. Ekki þurfti hann þó nema fimmta part hússins fyrir sig og leigði hann því hina hluti hússins. Árið 1912 seldi Þorvaldur Sveini Jónssyni húsið og gekk það síðan kaupum og sölum þar til bæjarsjóður keypti húsið af Eggerti Jónssyni árið 1916. Það bar til með þeim hætti að Fátækranefnd var boðið húsið til leigu, en nefndin leitaði eftir kaup- um á húsinu og bauðst eigandinn til þess að selja það Reykjavíkurbæ á 38 þúsund krónur. Nefndin lagði til að af kaupunum yrði og var það sam- þykkt af bæjarstjórn. Árið 1909 voru skráðir íbúar í Bjarnaborg 84, árið 1915 voru þeir orðnir 137, 1917 voru þeir komnir í 168, 1920 voru skráðir íbúar hússins 156, en 1930 voru íbúarnir aðeins 32. Mikil hreyfing var á leigjendunum fyrstu árin en eftir að fátækranefnd fékk húsið til umráða stóðu leigjend- urnir lengur við. Ástæðan fyrir mikilli fækkun íbúanna seint á þriðja áratugnum er helst sú að börnin uxu úr grasi og foru að heiman, en foreld- rarnir sátu eftir í íbúðunum. Svipað ferli kannast menn við úr hverfum borgarinnar þegar meðalaldur íbú- ana smáhækkar og íbúafjöldinn lækkar. En Bjarnaborg var eins og heilt hverfi á öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Þröngtbúið í Bjarnaborg Þegar mest var í Bjarnaborg hefur ekki verið nema um 4 m2 á mann, en til samanburðar má geta þess að í dag eru um 40 m2 á mann af íbúðar- húsnæði á mann í Reykjavík. í Bjarnaborg eru fimm íbúðir á báðum hæðunum og stök herbergi í risinu. í hverri íbúð eru þrjú her- bergi, eldhús og búr. Þegar mest var í húsinu var ekki óalgengt að tvær fjölskyldur byggju í einni íbúð og á- þeim tíma voru fjölskyldurnar engar vísitölufjölskyldur. Dæmi er að tíu manna fjölskylda hafi búið í tveimur herbergjum svo ekki hefur verið rúmt um íbúana. Bjarni snikkari teiknaði Bjarna- borg með það fyrir augum að gernýta allt rýmið. Það eru engir gangar í íbúðunum og brattir stigarnir liggja beint frá útidyrunum uppí eldhúsin. í risinu kemur stiginn uppúr eldhús- gólfunum í gegnum lúgu. Það eru tvær dyr á hverju herbergi og því engir gangar. Þegar flest var fólkið í Bjarnaborg voru krakkar yngri en 14 ára um helmingur íbúanna og því hafa verið þar rúmlega 75 börn. Aðrir íbúar hússins voru ekkjur með börn sín, eignalaust fólk, námsmenn, gamal- menni og aðrir er ekki áttu þak yfir höfuðið. Það fór ekki hjá því að þeir sem bjuggu í eigin húsnæði litu niður á þá sem bjuggu í Bjarnaborg þó svo hún hafi ekki verið jafn fyrirlitin og Pól- arnir. Þetta varð til þess að íbúar hússins stóðu saman enda kannski ekki annað hægt sökum þrengsla. En uppúr 1930 rýmkaðist á hús- næðismarkaðinum í Reykjavík og íbúum Bjarnaborgar fækkaði ört. Hún var í umsjá fátækranefndar þar til félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar tók yfir umsjón hennar og hefur svo verið áfram allt þar til um síðustu áramót að húsið var rýmt og leigjendum komið fyrir annarsstað- ar. I dag stendur Bjarnaborg auð fyr- ir utan að húsvörður býr í einni íbúð á fyrstu hæð. Ástand hússins Húsið er lítið breytt frá uppruna- legri gerð. Þó hafa allir rammar í gluggum verið fjarlægðir og nýir sett- ir í staðinn. Allar upprunalegu úti- dyrahurðirnir eru horfnar, auk þess sem timburhlutar á austurhlið húss- ins eru horfnir. Tröppur á vesturhlið hafa nýverið verið endursmíðaðar í upprunalegri mynd. Húsið var í upphafi traustlega byggt og vel viðað enda er það í dag enn ósligað og allar línur í þaki og grind eru beinar. Innanhúss hafa verið gerðar ýmsar breytingar, hurðum breytt, búr fjar- lægð og komið hefur verið fyrir sal- erni og handlaug í hverri íbúð og hef- ur verið tekið rými af eldhúsi og her- bergjum fyrir það. Upphaflega voru hvorki salerni né handlaugar í íbúð- unum, heldur kamrar utan húss eins og þá var lenska. Ástand íbúðanna getur varla talist eins gott og kröfur tímans gera til íbúðarhúss. Verst er ástandið í risinu og sendi eldvarareftirlitið borgar- vérkfræðingi bréf árið 1980 þar sem það krafðist þess að risið yrði lokað, Bjarni Jónsson, snikkari, timburkaupmaður, fátækrafulltrúi og dannebrogsmaður. Hann reisti Bjarnaborg eftir eigin teikningu og fyrir eigin reikning á tæpum tveimur árum og eftir honum er húsið nefnt. Bjarni komst í töluverð efni þegar fólk flykktist til Reykjavíkur í upphafi aldarinnar og reisti að minnsta kosti ein 140 hús. Árið 1907 var hann gerður að dannebrogsmanni og ber hann þá orðu á þessari mynd. Árið 1909 fór að halla undan fæti fyrir Bjarna því hann hafði reist sér hurðarás um öxl. Hann lést 1915 eftir langvarandi veikindi 56 ára að aldri, slyppur og snauður. öll umferð um það bönnuð og allt rafmagn tekið af því. Hvaðverður um Bjarnaborg? Samkvæmt úttekt byggingardeild- ar borgarverkfræðings verða endur- bætur á húsinu æði kostnaðarsamar ef ætlunin er að færa húsið í upp- runalegt horf. Það verður því að telj- ast ólíklegt að hugsanlegur kaupandi sjái sér hag í því að endurgera húsið því ekki er hægt að nýta það í þeirri gerð til annars en íbúðar og eftir því sem manni skilst er litill hagur í því að eiga slíkar eignir. Öllu líklegra er að hugsanlegur kaupandi rífi húsið og byggi annað nýtt á lóðinni með verslunar- og þjónustusturými. Það er því ekki ólíklegt að Bjarnaborgin eigi eftirað hverfa innan fárra ára eins og mörg gömul timburhús hafa gert á undan- förnum árum. Hvort upp rísi hópur sem berst fyrir friðun hússins er erfitt að segja en eitthvað segir manni að það muni þá einkum vera ungt fólk sem slæst í þann hóp, því Bjarnaborgin er í hug- um margra af eldri kynslóðinni tengt fátækt og vesaldómi sem þeim þykir ekki mikill akkur í að reisa minh- isvarða. Eitt er ljóst að það er að borgar- stjórn hefur ekki treyst sér til að taka ákvörðun um framtíð hússins heldur leyst málið með því að láta markað- inn um það. Kannski ákvæðaskáldið Davíð Óddsson taki að sér að yrkja Bjarnaborgina af götunni inná vin- sældalistann einsog honum er lagið að gera við önnur bárujárnshús.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.