Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 24

Tíminn - 26.01.1986, Qupperneq 24
24Tíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 listatiminn-listatáf Að vera TRÚR listinni og því að skapa Viðar Eggertsson talar út um menningarmálin Viðar Eggertsson er leikhús. Ekki tignarleg álfaborg sem hylur gersemar sínar á bak við drungalegar steinblokkir, heldur meðalhár mað- ur með dökk gleraugu og axlabönd. Ég veit ekki hvernig ég á að kynna hann fyrir lesendum. Hann hefur leikið í Alþýðuleikhúsinu, með Leikfélagi Akureyrar, í Þjóðleikhús- inu, Leikfélagi Reykjavíkur, Stúdentaleikhúsinu og eflaust víðar fyrir utan að hafa leikið í sínu eigin leikhúsi; EGG-leikhúsinu. Hann hefur líka leikstýrt víða, skrifar í Moggann og var meira að segja einu sinni með Stundina okkar. En hvað með það. Égfékk hann til þess að ræða við mig um lífið og list- ina, eins og þar stendur, á milli æfinga á Tom & Viv sem Alþýðu- leikhúsið er að setja upp á Kjarvals- stöðum í tilefni af 10 ára afmæli sínu. Við mæltum okkur mót á Hótel Borg og eftir að ljósmyndarinn hafði leitt hann um Gullna salinn í leit að hentugum bakgrunni og við komist að því að skemmtistaðir eru í raun skemmtilegri á daginn þegar þeir eru auðir en á kvöldin, fengum við okkur sæti í borðsalnum. Ég spurði Viðar fyrst út í Tom & Viv. „Þetta er mjög merkilegt verk,“ sagði Viðar lágt eins og hann óttaðist að Indriði og strákarnir á næsta borði heyrðu. „Það er breskt og er tveggja ára gamalt. Fjallar um T.S. Elliot og Viv konu hans, líf þeirra og hjóna- band í þrjátíu ár. Ég leik Elliot sem er mjög erfitt þar sem hann var mikl- um mun greindari en ég er. Hann var sérkennilegur maður og átti mjög stormasama ævi. Hann setti konu sína á geðveikrahæli og gleymdi henni þar. Tom var enginn hvers- dagsmaður. Líf hans greindist í tvennt og hann átti í sífelldri tog- streitu á milli þess að vera fulltrúi í banka og eitt mesta ljóðskáld aldar- innar. Þessir tveir þættir í lífi hans tókust sífellt á og hann var dæmdur til örvingltlnar. Maður þarf að magna upp skapbresti sína til að leika hann. Ég er víst ekkert mjög þægilegur í umgengni þessa dagana. Þessi sýning hefur verið lengi í undirbúningi og við hefðum í raun- inni getað verið tilbúin til að frum- sýna hana um mánaðamótin nóv- ember-desember, en fengum hvergi inni með hana fyrr en nú um daginn að Kjarvalsstaðir skutu yfir okkur skjólshúsi. Það getur verið strembið að halda svona sýningu því á meðan gerir maður ekki mikið annað. En það hefur verið gaman að fara í gegnum ljóð Elliots og ævisögu hans því eins og ég sagði áðan þá var þetta æði merkilegur maður. Það hefur risið upp mikil áhugaalda fyrir Elliot nú á síðustu árum, ekki síst vegna hins dramatíska hjónabands hans og einnig vegna söngleiksins ólk kýs alltafyfir sig menn sem setja því stól- inn fyrir dyrnar, velur sér böðla fyrir hús- bœndur... „Cats“, en hann var byggður á ljóð- um Elliots. En það þýðir ekki að fólk þurfi að fórna höndum og hrópa að það geti ekki séð sýninguna því það viti ekk- ert um Elliot. Ég get sagt eins og er að ég vissi ekkert um Kasper, Jesper og Jónatan áður en ég sá Kardi- mommubæinn en hafði samt mjög gaman af því verki. Það á við um góð leikhúsverk að þt kynnist persónunum í leikritinu. Þannig er það allavega með þetta verk þó svo persónurnar hafi verið til í raun og veru.“ Liggur EGG-leikhúsið niðri á meðan þú glímir við T.S. Elliot hjá Alþýðuleikhúsinu? „Ef ég hefði tíma, peninga og hús- næði gæti ég drifið upp 4 mögnuð leikverk sem bíða hjá mér, þar af tvö ný íslensk verk. En ég verð að bíða eftir heillastjörnunni eða einhverj- um andsk... Ég hef verið að bera víurnar r ákveðið húsnæði og ætla að setja þar upp sýningu sem heitir Ella og er eft- ' ir þýskan höfund, Herbert Actern- buch. En í þessu verki er fjörutíu blaðsíðna langur mónólóg, ákaflega sérkennilegur og erfiður texti, svo ég vildi nú heist vera laus við Elliot áður en ég einbeiti mér að honum.“ Verður þú eini leikarinn á svið- inu? „Það verða tvær persónur á svið- inu. Önnur er Ella sem er ábyggilega niðurlægðasta persóna leikbók- menntanna og hún er þögul allan tímann. Hin persónan er sonur hennar sem allan tímann er að leika Ellu og segir frá lífi hennar sem er óhugnanlegt og yfirþyrmandi líf. Þannig að verkið er allt hálfgerður mömmuleikur. Annars er erfitt að tala um verk sem maður er að vinna að, því það er hætt við að maður tali sig frá hug- myndunum. En ég var svo heppinn að fá Þor- geir Þorgeirsson til þess að þýða verkið sem er afskaplega vandþýtt , en Þorgeir skilaði því af sér eins og hans er von og vísa enda afburða þýðandi. Það er lýsandi um kjör listamanna á íslandi, að þegar ég sótti um styrk hjá Goethe-stofnuninni til að þýða verkið og fyllti út umsóknareyðu- blaðið miðað við þá taxta sem við- gangast hér þá sendu þeir svar til baka og sögðu að þeir borguðu ekki svona lágar upphæðir og efuðust um að ég hefði fengið hæfan mann til starfsins. En þeir létu samt til leiðast svo ég gat fengið Þorgeir til verksins, en hann er annar af guðfeðrum mínum í leiklist. Ég var svo lánsamur að kynnast honum íleiklistarskóla SÁL þar sem hann kenndi í þrjú ár og ég væri alls ekki að gera þá hluti sem ég hef verið að gera ef ég hefði ekki kynnst honum.“ Var það ekki lærdómsrík reynsla að reka lciklistarskóla SÁL? „Jú, það var það. Og við vorum g á erfitt með að biðja vini mína að gefa mér vinnu sína... ekki bara í því að reka skólann held- ur þurftum við að berjast fyrir tilvist hans. Maður kynntist á þessum árum öflum í þjóðfélaginu sem vilja ráðsk- ast með menningarmálin og við eig- um merkilegt bréfasafn sem inni- heldur bréf sem vissir aðilar sendu menntamálaráðuneytinu í þeim til- gangi að koma þessum skóla á kné. Þar er talað um ófremdarástand í leiklistarskólamálum og það ófr- emdarástand vorum við. Þannig að maður neyddist til þess 19 ára gamall að læra á þann lobbyisma sem við- gengst hér til þess að verjast þessum árásum. En það hefur komið sér vel og er þekking sem maður býr að. Viðar i gervi T.S.EIIiot í sýningu Alþýðuleikhússins á Tom & Viv. Texti Gunnar Smári Egilsson Myndir Árni Bjarna En það var líka lærdómsríkt að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað maður ætti að læra og til hvers. Enda hefur það sýnt sig að það fólk sem var í SÁL á sínum tíma hefur haft mikið að gera við leikhúsin og hefur skilað sér vel til leiklistarlífs í landinu. En þegar frumkvöðlarnir voru búnir með skólann þá var engin ástæða til þess að halda honum gang- andi áfram, því það sem hentaði okkur þarf ekki að hafa hentað öðrum. Skólinn hefði því orðið að dauðri stofnun. En það besta sem ég lærði í SÁL var að ég gæti gert það sem ég vildi. Og ég ætti að spyrja sjálfan mig hvað mig langaði til. Ég varð var við það eftir að ég lauk námi að kerfið í leik- listinni í landinu er þannig uppbyggt að leikarar bíða eftir að einhver ákveði fyrir þá hvað þeir eigi að gera. Og mér dettur ekki í hug að þessir þrír leikhússtjórar á íslandi séu með vakandi auga fyrir því hvað Viðar Eggertsson eigi að gera í september 1986. Ég veit hinsvegar heilmikið hvað mig langar til að gera þá. Mér finnst að leikarar eigi að hafa frumkvæði að sínum verkum eins og aðrir listamenn. Ég held að það sé mjög eyðandi fyrir listamann að eiga aldrei frumkvæði að því verki sem hann er að vinna. Ég er ekki að stofna leikhús til þess að hafa í gangi sýningar til þess að hafa sýningar. Heldur til þess að nota í hvert sinn sem sprettur upp svo rík þörf, hvort sem það er hjá mér sjálfum eða öðrum, til þess að gera ákveðna sýningu að þessir aðil- ar geti ekki hugsað sér annað, þá er þetta leikhús til staðar. Það hefur komið til mín fólk sem hefur haft áhuga á að setja upp ákveðna sýningu og þá hef ég sagt „fínt, okey“. En ef það kemur til mín hálfum mánuði seinna og segist vera orðið fráhverft hugmyndinni og spyr hvort ég vilji ekki setja upp sýning- una sjálfur þá hef ég aldrei haft áhugaáþví. Efhugmyndin dofnarþá er ekki ástæða til þess að framkvæma hana. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.