Tíminn - 26.01.1986, Page 25

Tíminn - 26.01.1986, Page 25
Tíminn 25 Sunnudagur 26. janúar 1986 nn-listatíminn-listatíminn-list Ég er fyrst og fremst með þetta leikhús til þess að gera það sem ég hef mesta þörf fyrir hverju sinni. Ég tel sjálfan mig vita það betur en þessir þrír leikhússtjórar, sem hafa það að atvinnu sinni að ákveða leikrit til sýninga og skipa í hiutverk, hvað ég eigi að gera. Hinsvegar hef- ur þaðan komið fyrir að ég hef leikið í þessum húsum „draumahlutverk*' og á þaðan ágætar minningar." Er til eitthvað sem hægt er að kalla íslenskt leikhús? „Það er til íslenskt leikhús eins og það er til íslensk menning. En það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum er, að við höfum verið að grafa okkur langt aftur úr flokki þeirra sem geta talist siðaðar þjóðir í sambandi við viðleitni í að styrkja menningu og listir. Það er reynt með öllum siðuðum þjóðum að efla þessa pósta. Þegar samskiptin eru orðin svona auðveld og fjölmiðlunin svona mikil þá hellist yfir okkur aragrúi af efni frá öðrum menningarheimum og eina vörnin gegn því er að cfla sína eigin menningu. Þetta er gert meðal ann- arra þjóða og við þurfum ekkert að láta eins og við lifum á miðöldum. Það eru til peningar í þessu þjóðfé- lagi. Það er ekkert sniðugt að lista- menn deyi úr hungri. Það er kannski ofsögum sagt að ís- lenskir listamenn deyi úr hungri en fá- tækasta fólkið sem ég þekki eru lista- menn. Leikarar hafa það reyndar ágætt miðað við myndlistarmenn og rithöfunda sem margir lifa við kost sem er langt undir fátækramörkum. Sérstaklega það fólk sem er að reyna að skapa eitthvað nýtt en gerist ekki tannhjól í maskínu viðskiftanna; þess sem er viðtekið og er vitað að selst heldur fæst virkilega við sköpun. Og þetta er æði ömurlegt því það verður engin þróun nema einhver taki að sér að skapa. Þú spyrð um íslenska leiklist. Hún hefur breyst og það er margt sem breytir henni. En það er ekki síst það fólk sem tekur á sig rögg og er frum- kvöðlar í tilraunum og breytingum sem síðar síast inn í stærri leikhúsin. Þess vegna er maður viss um að mað- ur getur breytt með því að skapa." Og til þess að skapa þarf peninga? „Já. Og þeir eru til. Því hefur oft verið haldið fram að listamenn séu afætur á þjóðfélaginu. En það er gersamlega út í hött. Það ð listin sé fyrst og fremst til þess að „meika það“ en ekki til þess að skapa.... kom mjög vei fram hjá Sigurði A. Magnússyni nú um áramótin þegar hann benti á það að rithöfundar og það sem þeir skila til ríkisins í formi söluskatts stendur undir öllum styrkjum til rithöfunda og miklu meira en það. Þá á eftir að telja til allar hinar listgreinarnar. Það hefur líka stundum verið reiknað út hversu mikill hluti af fjár- lögum fer í að styrkja menningu og listir. Þegar allt var tínt til sem hugs- anlegt var að kalla þessum nöfnum fyrir nokkrum árum reyndust 0,46% af fjárlögum vera ætluð þessum flokkum. Nýjustu tölur herma hins vegar að þetta sé komið niöur í 0,37%. Þetta gerist á þeirn tíma sem það er yfirlýst stefna stjórnvalda að halda þessum pósti í 1% einsogtíðk- ast meðal siðaðra þjóða. Frakkar hafa til dæmis ákveðið að hækka framlög til menningar og lista í 2% af fjárlögum. Þeir cru sígilt dæmi um þjóð sem ákveður að snúa vörn í sókn á menningarsviðinu. Þeir finna fyrir þessum sterku menning- ekki til þess að skapa. Þegar aðal- áhcrslan er lögð á það að verða fræg- ur er stutt í frumlegheitin frumleg- heitanna vegna. Og þetta er mesta hættan sem er íólgin í því að treysta á að einhverjir peningamenn styrki listina því þeir styrkja bara þá sem þeir telja sig geta hagnast á. Þeir eru vanir að selja vöru sem fólk vill eða að kynna vöru- na þannig að fólkið vilji hana. Þessir En hann varð að vera trúr köllun sinni og gera það sem honum fannst réttast". Hafa ekki bækur á borð við Lífs- þorsta og Tunglið og ticyringurinn haldið lífínu í ímynd listainannsins sem misskilins manns sem býr til þess betri list sem hann sveltur meir? „Jú, ef þú vilt skoða þær út frá því að maður verður að vera trúr listinni og því að skapa. Og við eigum að K erfið í leiklistinni í landinu er þannig uppbxggt að leikarar bíða eftir að einhver ákveði fyrirþáhvaðþeireigaað gera.... arstraumum sem koma annars staðar frá og þeir vita að þeir þurfa að styrkja sína eigin menningu. Þetta er sjálfsagt besta fjárfesting sem þjóð getur lagt í því ef hún fjár- festir ekki í menningu þá hættir hún að vera þjóð. Fyrir frj álshyggj ufólk ætti þetta að vera mjög skiljanlegt dæmi ef það hugsaði um fleira en það sem ryð og mölur fá grandað og leiddi hugann að öðrum verðmætum sem er ekki síður hægt að ávaxta." Þú talar um að stjórnvöld verði að verja sig gegn menningarstraumum að utan. En er ekki hætta fyrir lista- mennina sjálfa fólgin í þeim líka? Er ckki hætta á því að þeir láti undan stanslausum menningaráróðri frá stórum menningarsvæðum sem gera í því að koma sínum listahugmynd- um á framfæri? „Auðvitað er hætta á því. Ég fer yfirleitt einu sinni á ári á leiklistarhátíðir til þess að sjá þver- skurð af því sem er að gerast, í leik- listarheiminum hverju sinni. í því er ögrun og örvun. Síðan hef ég sjálfur tekið þátt í slíkum hátíðum og fór til dæmis einu sinni með einleikinn minn á leiklistarhátíðina í Edinborg. Þetta er einskonar leikhúsgjörn- ingur. Tilraun með formið leikhús- áhorfandi og sú niðurstaða að leika einungis fyrir einn áhorfanda í einu spratt af inntakinu. Það var mjög algengt að fólk kom eftir sýningu og talaði við mig eða sendi mér bréf og vildi tala við mig um sýninguna. Margt af þessu fólki var Bandaríkjamenn og þeir voru flestir einhverskonar listamenn og aðallega leikarar. Hjá þessu fólki var aðal málið ekki hvað ég hafði verið að gera heldur hvernig mér hefði dottið þetta í hug. Ég reyndi að skýra út fyrir þeim inntakið í verkinu en þeir vildu ekki hlusta á það því það kom málinu varla við heldur hvernig ég hafði fengið svona „marvelous idea". Þetta er mjög algengt meðal bandarískra listamanna þó það eigi ekki við um þá alla. En þar er ríkj- andi viðhorf að listin sé fyrst og fremst til þess að „meika það" en menn munu aldrei styrkja einhvern sem er að skapa það sem enginn hef- ur séð áður. Ég hafði afskaplega gott af því að leika Van Gogh. Það var fyrir þrem- ur árum í sýningu Leikfélags Akur- eyrar á leikritinu „Bréfberinn frá Arles". Það fjallaði um síðustu árin í lífi Van Gogh. Það fer að verða sér- ið þurfum ekki að láta eins og við lifum á miðöldum.... grein hjá mér að leika listamenn. Fyrst Van Gogh, síðan ljóðskáldið Willi am Carlos Williams í Skjald- bakán kemst þangað líka" og núT.S. Elliot. En Van Gogh var svo hamslaus listamaður. Hann byrjaði mjögseint og fór algerlega sínar eigin leiðir. Vann sólarhringum saman þar til hann var orðinn hálfgeðveikur. En hann seldi bara eina mynd áður en hann dó. En það sannar ekki fyrir okkur að hann hafi verið slæmur listamaður og við vitum reyndar núna að hann var góður listamaður. En hann varð að berjast fyrir sína list. Auðvitað vissi hann hvernig myndir féllu í kramið. nota þessar bækur til þess að læra af þeim. Van Gogh hefði gert alveg eins góðar myndir þó hann hefði lif- að við meiri þægindi. Af því eigum við að læra. En það er ekki þar með sagt að all- ir þeir sem eru misskildir listamenn í dag eigi eftir að vera stór nöfn. En við getum gefið þeim möguleikann. Okkur verður að fá að mistakast til að geta skapað gott. Við lifum í þannig þjóðfélagi og á þannig tímum að það er óþarfi að svelta ntenn frá því sem þeir vilja gera við líf sitt. Það er brot af þessari rómantík að dásama einhverja raka kjallara eða lek háaloft sent skemmtileg leikhús. Auðvitað er miklu betra að leika í al- mennilegu húsi. En það sem hefur verið að gerast að undanförnu að húsin eru jafnharðan rifin ofan af leikhópununt og þeir komast yfir þau. Og húsin hafa alltaf orðið minni og verri." Eru þetta þá menningarlega fjandsamlcgir tímar sem við lifum á? „Nei, það er mikill áhugi meðal al- mennings á menningu. Samkvæmt könnun þá er innlent dagskrárefni vinsælasta efnið í sjónvarpinu. Það koma hátt á annað hundrað þúsund manns í leikhús í Reykjavík á hverju ári. Það er alltaf fullt á sinfóníutón- leikum og þarf stundum að endur- taka þá. Það er fjöldi manns sem stundar leiklist, myndlist og aðrar listgreinar í frístundum sínum og það er margt fólk sem hefur þetta að atvinnu sinni. En það er eins og fólk kjósi alltaf yfir sig menn sem setja því stólinn fyrir dyrnar, velji sér böðla fyrir hús- bændur. Ungir sjálfstæðismenn skoruðu til dæmis á stjórnvöld að skera umtals- vert af fjárlögum til lista og menning- ar. Ég veit ekki hvar þessir menn eru aldir upp. Og það grátlega er að við þetta sparast sáralitlir peningar sem skipta engu fyrir þjóðfélagið en þeir geta algjörlega skipt sköpum fyrir listir í landinu. Reyndar eru þessir styrkir sem ríkið veitir svo litlir að þeir rétt ná því að reka fólkið af stað. Styrkur ís- lenska dansflokksins er til dæmis þannig að hann getur hvorki lifað né dáið og lifir því hálfdauður. Ég hef stundum fengið styrki handa EGG-leikhúsinu en aldrei það háa að ég geti gengið til kollega ntinna og boðið þeim kaup fyrir að vinna með mér. Ef ég ætlaði að setja upp sýningu með sex mönnum þyrfti ég að bíða í marga mánuði eftir að þessir menn væru búnir að vinna sér inn pening einhversstaðar annars staðar til þess að geta verið kaup- Iausir yfir æfingatímann hjá mér. Þess vegna er EGG-leikhúsið eins manns leikhús. Því ég á svo erfitt með að biðja vini mína um að gefa mér vinnu sína. En ég hef stundum neyðst til þess og listamenn eru manna tilbúnastir til þess að vinna kauplaust. En allir aðrir sem koma nálægt sýningunum fá sitt kaup. Og á sama tíma og ég er að tvístíga með styrkinn minn og er að biðja leikara að vinna með mér eru þeir að vinna að sjónvarpsauglýsingum þar sem þeir horfa upp á uppsetningar- kostnað sem er fimm sinnum hærri cn á þeinr leiksýningum sem ég fæ styrk til þess aðgera. Þúgeturfengið laun fyrir 30 sek. auglýsingu sem eru álíka og þú færð fyrir allan æfinga- og sýningartímann hjá áhugaleikhóp. Það eru til peningar en þeir eru bara á vitlausum stöðum. Það eru til peningar til þcss að gera ótrúlegustu hluti. Það eru til pening- ar til þess að halda upp á afmæli Reykjavíkur með flugeldasýningu og látum fyrir tugi eða hundruð mill- jóna. Þar er kannski enn eitt lýsandi dæmið. Þegar Borgarleikhúsið sem er byggt yfir eina elstu og virtustu menningarstofnun Reykjavíkur verður vígt þá er ekki leiksýning aðaltrompið heldur tæknisýning! Þetta var ekki gert þegar Þjóðleikhús- ið var opnað enda hefði engum dott- ið það í hug á þeim tíma að bjóða þjóðinni uppá umbúðasýningu eða eitthvað slíkt við vígslu þjóðleik- húss." Hvað er til ráða? „Það var samþykkt á þingi Banda- lags íslenskra listamanna um daginn að listamenn úr öllum greinum tækju sig saman og smíðuðu menningar- stefnu til þess að gefa stjórnmála- flokkunum, því það virðist sem eng- inn þeirra hafi komið sér upp slíkri átœkasta fólk sem égþekki eru listamenn... stefnu. Menningarpólitík hefur alltaf verið rekin hér eftir duttlung- um og sérvisku ráðamanna hverju sinni og það segir sig sjálft að hér dafnar ekki menningarlíf á meðan þessi háttur er hafður á.“ Og hvers konar menningarpólitík sérð þú fyrir þér? „Fyrst og fremst að allar þær menningarstofnanir sem eru til í landinu fái samskonar skilyrði til þess að starfa og þekkist með öðrum þjóðunt. En um leið verði þess gætt að hefta ekki það frumkvæði sem kemur frá listamönnum sjálfunt. Því sköpun er það hugvit sem við getum fjárfest í. Listamenn eru óskaplega þreyttir á að vera einungis til á tyllidögum í stólræðum. Þegar á að vera eitthvað til hátíðabrigða þá eru dyr opnar og listamenn dregnir fram í dagsljósið. Það væri miklu skemmtilegra að hafa eina hátíð í gegnunr allt árið."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.