Tíminn - 30.01.1986, Side 1

Tíminn - 30.01.1986, Side 1
r r RIKISUTVARPIÐ hefur ákveðiö að efna til verðlaunasamkeppni um útvarpsleikrit. Miðað er við að verkin taki 40-60 mínútur í flutningi. Verðlaunafé verður alls 350 þúsund og fyrstu verðlaun verða a.m.k. 200 þúsund. Dómnefndina skipa Jón Viðar Jónsson, Þorvarður Helgason og Þórhildur Þorleifs- dóttir. Skilafrestur verður til 15. september n.k. LEIGUBÍLSTJÓRAR á höfuðborgar- svæðinu hafasameinast í eitt stéttarfélag, Frama, frá og með 1. febrúar n.k. Eftir sameininguna verða Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Garðakaupstaður og Mosfells- hreppur, eitt atvinnusvæði og eitt gjaldsvæði. ÍBÚÐARHUSIÐ að Sólheimum í Laxárdal brann til grunna á þriðjudagskvöldið. Heimilisfólkið, slapp heilt á húfi úr eldsvoðanum en allt innbú brann. Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar, aðallega vegna veðurs. MAÐUR, sem er sagður hafa lagt það á fyrrver- ándi eiginkonu sína að hún skyldi ekki geta notið samvista við aðra menn, var nýlega dæmdur til að aflétta álögunum svo að hún geti notið eðlilegs kynlífs. Dómstóll í Mwingi í Kenýa dæmdi manninn enn- fremur til að útvega geit, sem nota skyldi til að hreinsa fórnarlambið af áhrifum galdranna, að sögn kenýsku fréttastofunnar. SAMKOMULAG HEFUR NÁÐST í verðlagsráði um verð á loðnu til frystingar og loðnu- hrognum. Verð á loðnuhrognum til frystingar er nú 8.75 kr./kg. Verð á loðnu til frystingar er það sama og á vetrarvertíð 1985 eða, fyrir 50 stk. í kg. 8,75 kr., fyrir 50-55 stk. í kg. 6,50 kr. og yfir 55 stk. í kg. 5,00 kr. Verð á loðnu til beitingar, skepnufóðurs er 3.00 kr./ kg. Greidd verður 6% uppbót á verð loðnu til frysting- ar úr verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs. FORMAÐUR Bandalags íslenskra sérskóla- nema, Jón Bjarni Guðsteinsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann krefst þess að menntamála- ráðherra veiti Ólafi Arnarsyni lausn frá störfum í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Jón bendir í því sambandi á að atkvæði Ólafs, á stjórnarfundi í haust, hafi orðið til þess að fyrsta árs nemar fái nú enga fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ í skák milli Karpovs og Kasparovs verður haldið í London og Leningrad og hefst um mánaðamótin júlí/ ágúst. Þetta er niðurstaða strangra samningavið- ræðna milli skákmeistaranna og FIDE. Mótið mun hefjast í London en verður síðan flutt til Leningrad. Á meðan stendur keppnin um hver verður næsti áskor- andi sem hæst. Sokolof vann yfirburðasigur í einvígi sínu við Vaganyan, og Jusupov er kominn með tveggja vinninga forskot í einvígi sínu við Timman. BÍLL KEYRÐI ÁLJÓSASTAUR. Lækjargötunni í gærkvöldi. Hafði bílnum verið ekið eftir Fríkirkjuveginum og í sveigjunni á mótum Frí- kirkjuvegs og Lækjargötu fór bíllinn út úr beygjunni og lenti á staurnum. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða, og var bílstjórinn á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. KRUMMI „Ef það er rétt sem Sverrir segir, þá hafa stúdentar mokað upp peningum. Sannkall- aður Námasjóður ís- lenskra lánsmanna. “ Nauðlenti í sjónum út af Reykjanesi - tveggja manna og flugvélar saknað Á sjöunda tímanum í gær- kvöldi nauðlenti einshreyfils- vél af gerðinni Cessna 210 í sjónum út af Reykjanesi. í vél- inni voru tveir menn, og þrátt fyrir umfangsmikla leit hafði vélin enn ekki fundist þegar Tíntinn fór í prentun. Flugvélin var á ferjuflugi frá Nýfundnalandi og átti að milli- lenda á Grænlandi, en gat það ekki vegna veðurs. Þá var þess freistað að fara til Keflavíkur í staðinn, en áður en þangað kom varð vélin eldsneytislaus og varð að nauðlenda. Þegar Ijóst var hvert stefndi gerði flugmaðurinn vart við sig og til- kynnti unt eldsneytisvanda sinn. Flugu þá herkúles flugvél og þyrla frá varnarliðinu á móti Cessnavélinni og fylgdu henni síðasta spölinn. Flugmenn herkúlesvélarinnar sáu þegar einshreyfilsvélin lenti á sjónum en þrátt fyrir að þyrlan væri skammt undan fannst Cessna- vélin ekki þegar hún kom á vettvang. Vonsku veður var og illt í sjóinn. f leitarhópinn bættust síðan önnur þyrla frá varnarliðinu og þyrla Landhelgisgæslunar auk fjölda skipa. Þyrlurnar og herkúlesvélin hættu leit á ellefta tímanum í gærkvöld, cn áttu að fara aftur í loftið við birtingu í morgun. Tíminn vissi af fimm skipunt Stjórnarmenn í Stúdentaráði Háskóla íslands komu á skrifstofu Lánasjóðs íslenskra námsmanna síðdegis í gær í þann mund er stjórnarfundur var að hefjast í sjóðnum. Tilgangurinn var sá að af- henda Ólafi Árnasyni, umdeildum fulltrúa í stjórn LÍN, um 1000 undirskriftir stúdenta þar sem skorað var á hann að vikja fyrir nýkjörnum fulltrúa núverandi meirihluta, í SHI. Ólafur kom ekki til fundarins, né heldur varamaður hans, og ekki fékkst samþykki fyrir því að hinn nýi fulltrúi tæki sæti SHÍ á Stjórnarfundinum. Tímamynd: Sverrir Ráðstefna um meltuvinnslu: Fiskveiðasjóður láni 60% tækjakostnaðar - segir starfshópur um lifra og slógnýtingu Starfshópur sem sjávarút- vegsráðherra skipaði 1983 til að kanna nýtingu á slógi og lif- ur úr fiski hefur lagt til að „sjávarútvegsráðuneytið óski eftir þvf við Fiskveiðasjóð að á árinu 1986 láni sjóðurinn út- gerðaraðilum 60% af þeim fjárfestingarkostnaði í vélum, tækjum og búnaði sem þarf um borð í fiskiskip svo hægt verði að vinna eða geyma úrgangs- fiks og fiskúrgang um borð. Lán þessi verði til 8 ára.“ Þetta kom fram þegar áfangaskýrsla starfshópsins var kynnt á ráð- stefnu um meltuvinnslu sem haldin var að tilhlutan sjávarút- vegsráðuneytisins og Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins í gær. í skýrslu starfshópsins kemur þó einnig fram, að hóp- urinn treysti sér ekki á þessu stigi málsins til að leggja til að útgerðaraðiiar verði skyldaðir til að koma sér upp búnaði til meltuvinnslu. Hagkvæmni slíks búnaðar veltur að veru- legu leyti á tegund fiskiskips, kvóta og aflasamsetningu, en svo virðist sem frystitogarar henti vel til þessarar fram- leiðslu. Ljóst er að miklum hluta þess sem veitt er, er hent í sjóinn aftur. í erindum þeim sem flutt voru á ráðstefnunni í gær kom t.d. fram að 60-70% af afla frystitogara er fleygt fyrir borð eða 10-20 þúsund tonnum árlega. í heild er hent 120-180 þús. tonnum af fiskúrgangi ár- . lega. Unnt er að nýta þetta hrá- efni til dýfafóðurs í miklu meiri mæli en nú er gert, t.d. í meltu. Á ráðstefnunni var bent á, að miðað við fjárfestingar í fisk- iðnaði væri sá tækjabúnaður sem þyrfti til meltuvinnslu í ntörgum tilfellum sú fjárfesting sem einna fljótust væri til að skila arði. Fjölmargar aðrar aukaafurðir má vinna úr af- gangsfiski og slógi, s.s. mjöl, lýsi og hrat. Það var samdóma álit manna á ráðstefnunni í gær að hráefn- isskortur hamlaði nokkuð framþróun þessa auka- afurðaiðnaðar, en það væri þó að breytast. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra setti ráðstefn- una og sagði í ræðu sinni að í undirbúningi væri reglugerð sem skyldaði frystitogara til að koma með allan sinn afla að landi, þar með talinn þann hluta sem hingað til hefur verið hent. sem cnn voru á leitarsvæðinu seint í gærkvöld og hugðust leita í nótt, en það voru rann- sóknarskipið Bjarni Sæmunds- son, Krossvík AK-300, Geir- fugl GK-66, Bergey VE-544, og Skipaskagi AK-102. Varð- skipiðTýrvar væntanlegt á leit- arsvæðið í morgun. Lítið er vitað um mennina tvo sem í vélinni voru, en flug- vélin var skráð í Ameríku og hafði nýlega verið kcypt af frönsku fyrirtæki. Talið er að annar mannana sé sá sem keypti vélina. - BG. Bessastaðir: Sigin gólf endurnýjuð Það er margs að gæta í við- haldi á forsetabústaðnum að Bessastöðum, enda mun elsti hluti hússins vera um 220 ára gamall. Sú viðgerð sem er mest aðkallandi um þessar mundir er endurnýjun á gólfum í svo- kallaðri Bessastaðastofu, en þau eru orðin illa sigin oggisin. Engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um framkvæmdina eða umfang hennar, en athugun hefur staðið yfir um skeið. „Það hefur verið kannað með hvaða hætti þetta verður best gert og ýmsar hugmyndir og lausnir hafa verið ræddar. En núna hallast menn helst að því að setja nýtt timburgólf í Bessastaðastofu, án þess að endanleg ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum,“ sagði Halldór Rcynisson forseta- ritari í samtali við Tímann. Hvað varðar almennt við- itald á Bessastöðum sagði Hall- dór að hafa yrði í huga fyrr- nefndan aldur hússins. Margt væri farið að gefa sig og hefði látið undan í tímans tönn. Af þeim sökum væri viðhald óneit- anlega mikið, enda hefði verið reynt að gera það sem gera þarf til að halda forsetabústaðnum í frambærilegu ástandi. „Það hefur ýmislegt verið að koma í ljós sent þarf að takast á við, scm er ekki óeðlilegt þegar svona gömul hús eru annars vegar, og þar á meðal eru þessi gömlu gólf,“ sagði Halldór. Aðspurður um það hvort að fleiri stór viðhaldsverkefni væru í uppsiglingu á næstu einu til tveimur árum, sagði hann að að mörgu þyrfti að gæta og at- huga. Kraftarnir færu fyrst og frcmst í það að halda úti vatni og vindum. Þess má geta að skömmu fyrir áramót samþykkti Alþingi fjár- veitingu til kaupa á örygg- isvarnarkerfi til handa for- setabústaðnum að Bessastöð- um. Slíkur búnaður hefur ekki enn verið keyptur en málið mun vera til athugunar hjá forsetaembættinu. -SS. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.