Tíminn - 30.01.1986, Síða 3

Tíminn - 30.01.1986, Síða 3
Fimmtudagur 30. janúar 1986 Tíminn 3 SKÁK Þröstur Árnason „Skákmeistari Reykja- víkur 1986“. Aö sigur- launum fær hann far- andgrip sem Reykja- víkurborg hefur gefiö í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Hann varö einnig „Ungl- ingameistari Reykja- víkur 1986“. Tímamynd - Sverrir Þröstur Árnason Skák- meistari Reykjavíkur Þröstur Árnason, 13 ára piltur úr Taflfélagi Reykjavíkur varð í gær- kveldi „Skákmeistari Reykjavíkur 1986“, en þá lágu fyrir úrslit í þeirri skák sem öllu máli skipti fyrir hann, Hannes Hlífar Stefánsson jafnaldri hans varð að gera sér að góðu jafn- tefli við hinn 11 ára gamla Héðinn Steingrímsson eftir að skák þeirra fór í bið sl, þriðjudagskvöld. Þröstur hlaut 9 vinninga, en Hannes 816 v. og Héðinn 8 vinninga. Þarf ekki að taka fram að Þröstur er yngsti Reykjavík- urmeistari frá upphafi. Úrslitaskákum Skákþingsins var flýtt vegna þátttöku piltanna í Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Strömstad í Svíþjóð um næstu helgi, en þar er teflt í sex flokkum. Úrslitaskákirnar voru því tefldar á þriðjudagskvöldið og tókst Þresti Árnasyni að leggja hinn harð- skeytta Andra Áss Grétarsson að velli, en Hannes Hlífar sem hafði leitt mótið allt frá upphafi átti hinsvegar í hinu mesta basli með Héðin Steingrímsson. Skák þeirra fór í bið og var Héðinn með heldur betri stöðu. Hann glutraði frum- kvæði sínu niður, en þó aldrei meira en í jafntefli. Þröstur slapp því við einvígi við Hannes um titilinn. Frammistaða þeirra hefur vakið verðskuldaða athygli þó að flesta af sterkustu skákmönnum landsins hafi vantað í mótið. Þeim hefurveriðhei- miluð þátttaka á 12. Reykjavíkur- mótinu sem hefst í næsta mánuði. Skákin sem innsiglaði sigur Þrast- ar fer hér á eftir: 11. umferö: Hvítt: Þröstur Árnason. Svart: Andri Áss Grátarsson. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0-0 5. Be3 d66. f3 Rc6 7. Rge2 a6 8. Dd2 Hb89.0-0-0 e510. d5 Re711. g4 Re8 12. Bh6 Kh8 13. h4 Rg8 14. Bxg7t Rxg715. Rg3 f616. Kbl De717. Bd3 Bd7 18. Hcl c5 19. Rdl b5 20. Rf2 Hb7 21. Hh2 Hfb8 22. Rdl Hf8 23. Re3 Bc8 24. Hdhl Hf7 25. De2 b4 26. Rg2 Re8 27. f4 h6 28. g5 fxg5 29. f5 gxf5 30. exf5 Rg7 31. hxg5 Dxg5 32. Re4. m ■■iflflllM "lllll fnFwww Blií ihiiiii IIIIIIIIII í þessari stöðu þar sem svartur átti enn eftir að leika 9 leiki féll Andri á tíma. Staða hans er gertöpuð. , Aðrar skákir í mótinu vor tefldar í gærkveldi en höfðu ekki áhrif á endanlega niðurstöðu. Umsjón Helgi Ólafsson Chevrolet Monza, sem Bflvangur er nú að hefja innflutning á. Nýr Chevrolet Bílvangur er að hefja innflutning á nýjum bíl af Chevrolet gerð, Chevrolet Monza, sem er fram- leiddur í Brasilíu. Chevrolet Monza er af millistærð fjölskyldubíla, og er fáanlegur þriggja og fjögurra hurða. Bfllinn er framhjóladrifinn með 1800 vél, ým- ist 5 gíra eða sjálfskiptur. Verðið á Chevrolet Monza er frá kr. 536 þúsundum miðað við gengi dollars 24. janúar. Bíllinn verður kynntur á bílasýningu hjá Bílvangi, Höfðabakka 9, um næstu helgi, frá kl. 9-18áföstudag, 10-18álaugardag og 13-18 á sunnudag. yegna breytinga Stór- rýmingar- sala Dragtir. Verö kr. 950. Úrval af buxum. Verð frá kr. 290-995. Úrval af peysum. Verð frá kr. 350-795. Kuldaúlpur. Verð kr. 1.990. Flugmannajakkar. Verð kr. 2.900. Dömujakkar, tvær gerðir. Verð frá kr. 250. Herrablússur. Verð frá kr. 290. Herra- og dömujogginggallar. Verð kr. 1.490. Barnajogginggallar. Verð kr. 1.190. Herraskyrtur, mikið úrval. Verð kr. 490. Úrval af barnasokkum. Verð frá kr. 25. Herrasokkar. Verð frá kr. 69-85. Úrval af barnafatnaði, einstaklega gott verð. Fyrir þau sem eru dugleg að sauma, gluggatjalda- og fataefni, í mjög miklu úrvali, gott verð, tískulitir. Handklæði. Verð frá kr. 145-395. Þvottapokar og þvottastykki. Verð kr. 36. Sængurverasett. Verð frá kr. 750. Kvenskór. Verð frá kr. 400-790. Karlmannaskór. Verð frá kr. 400-790. Karlmannaskór. Verð kr. 720. Strigaskór barna. Verð frá kr. 299-400. Barnastígvél. Verð kr. 290. Hljómplötur. Verð frá kr. 49-199. Áteknar kassettur. Verð kr. 199. Þvottabalar. Verð frá kr. 319-348. Fötur. Verð kr. 67. Vaskaföt. Verð kr. 71. Þvottalögur, sótthreinsandi 750 ml. Verð kr. 25. Ódýra hornið Verð frá kr. 25-200. Sælgæti, gjafavörur o.fl. o.fl. N Heitt á könnunni. Greiðslukortaþjónusta. Við opnum kl. 10 árdegis. Vöruloftið Sigtúni 3 • Sími 83075 hf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.