Tíminn - 31.01.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. janúar 1986 Tíminn 7 LANDBUNAÐUR 2000 kr. fengust fyrir hvert kg. af kanínuull. Kartöfluuppskera var góö á síðasta ári, en þó ekki nema helmingur uppskerunnar áriö á undan. Sauðfjárslátrun. Slátrað var í slát- urhúsum 816.016 (797.670) sauð- kindum 741.632 dilkum (727.203) og 74.384 kindum fullorðnum (70.467). Er þetta 14.429 dilkum eða 1.98% og 3.917 eða 5.56% full- orðnum kindum fleira en árið áður. Meðalþungi dilka reyndist nú 14,25 kg og er það 0,40 kg minna en árið áður (og er það nálægt meðal- lagi). Kindakjötsframleiðslan varð nú 12.200,6 lestir og er það 39,1 lest- um eða 0,32% minna en árið áður. Dilkakjötið varð 10.566,0 lestir og er það 85,2 lestum eða 0,8% minna en árið áður. Kjöt af fullorðnu fé nam 1.634,6 lestum sem er 46,1 lestum eða 2,9% meira en haustið 1984. Nautaslátrun var nokkuð meiri en árið áður. Slátrað var 26.559 nautgripum fyrstu 11 mánuði ársins á móti 21.077 á sama tíma árið áður. Innlagt nautakjöt nam 2.544 lestum á móti 2.317 lestum á sama tíma árið 1984. Hrossaslátrun. Fyrstu 11 mánuð- ina var siátrað 8.127 hrossum á móti 6.302 á sama tíma árið áður, mjólkursamlögum 107.244.836 lítrar af mjólk á móti 101.007.855 á sama tíma árið 1984. Aukningin nemur 6,15%. Sala á neyslumjólk dróst hins vegar nokkuð saman eða um 0,9%. Smjörsalan minnkaði enn verulega eða um 19,44% en sala á smjörva jókst nokuð eða um 7,08%. Sala á ostum jókst aðeins eða um 0,75% en skyrsala minnk- aði um nálega 3,5%. Loðdýraræktun gekk þegar á heildina er litið vel á árinu. Frjó- semi hjá refum var viðunandi eða um 5,6 hvolpar á ásetta læðu og mjög góð hjá minkum eða um 4,3 hvolpar á ásetta læðu. Alls nemur framleiðslan um 54.800 refahvolp- um og um 29.300 minkahvolpum. Ekki er ljóst hvert skinnaverð verður en varlega áætlað má telja að verðmæti sem loðdýraræktin skilar á árinu nemi um 152 milljón- um króna. Hlunnindi. Laxveiðin var snöggtum meiri en á árinu 1984. Alls veiddust nú um 67.000 laxar (41.089) þar af veiddust um 34.000 laxarástöng, 13.100 ínetog 19.500 heimtust úr hafbeit. Þessi afli nem- ur um 233 lestum (160) og er verð- nemi a.m.k. 180 lestum auk þess sem 50 lestir veiddust af murtu og þá heildarvéiðin a.m.k. 230 lestir að verðmæti 22,5 milljónir króna. Verðmæti æðardúns er áætlað 30 milljónir kr., reka um 17 milljónir kr. Áætlað er að veiddir hafi verið um 5.900selirog kjöt af þeim num- ið 381 lest sem notað var í loðdýra- fóður og er yerðmæti þess um 5,7 milljónir króna. Ef reynt er að meta verðmæti alls þess sem telst til hlunninda við jarðir og nytjað er virðist þar vera um að ræða a.nt.k. 300 milljónir króna. Kanínuræktin. Talið er að 200- 300 bændur séu nú komnir með ullarkanínur og að þeir eigi um 2- 3000 dýr. Auk þess starfar eitt stórt kanínubú á Suðurnesjum og er það með um 2000 kanínur. Verð á kan- ínuull hækkaði mikið fyrir um það bil ári og fást nú um 2000 kr. fyrir kg af fyrstaflokks ull, sem er talið gott verð. Ullarverksmiðjan Ála- foss kaupir kanínuullina og mun hún hafa tekið á móti um 1000 kg af ull, þar af um 700 kg af fyrsta flokki. Verðmæti kanínuræktar- innar gæti því numið um 2 milljón- um króna. Jónas Jónsson, búnaöarmálastjóri: II HLUTI Kúm og kindum fækkar lítið, en loðdýrum fjölgar Tómataframleiðslan var mciri en nokkru sinni áður. en þá voru 590 hross flutt út til af- sláttar, nú um 130. Innlagt hrossa- kjöt nam 763 lestum á móti 661 lest árið áður. Afsláttarhrossum hefur því fækkað nokkuð. Svínaslátrun. Fyrstu 11 mánuð- ina var slátrað 25.265 svínum á móti 23.367 á sama tíma árið áður. Svínakjötið nam nú 1.434 lestum á móti 1.295 lestum árið áður. Svína- kjötsframleiðslan hefur því enn aukist verulega eða um 11%. Alifuglaframleiðslan cr talin hafa aukist eitthvað en um hana eru engar opinberar skýrslur. Útflutningur á lífhrossum varð heldur minni en á síðasta ári og voru nú flutt út 315 hross á móti 347 árið 1984. Mjólkurframleiðsla og neysla. Fyrstu 11 mánuði ársins bárust mæti hans áætlað um 152 milljónir króna (Neta- og hafbeitarlaxinn 114 lestir á 33 milljónir kr. og stangveiddi laxinn 119 lestir eða 119 milljónir.) Fiskeldi skilaði verulegum tekjum í seiðasölu bæði innanlands og til útlanda. Lax sem slátrað var úr kvíeldi nam um 90 lestum og regnbogasilungur um 60 lestum. Samanlagt verð þessa eldisfisks er áætlað urn 31 milljón króna. Silungsveiði. Engar skýrslur eru færðar um silungsveiði og er erfitt að áætla magn hennar eða verð- mæti. Vitað er að hún var nú stund- uð í verulega auknum mæli og að markaður fyrir silung hefur aukist enda hefur meðferð hans verið bætt og meira hugsað um að kynna hann. Áætlað er að silungsveiði Garðávextir og grænmeti Kartöfluuppskeran var þegar á heildina er litið frekar góð og mjög góð á sunnanverðu landinu en slak- ari fyrir norðan. Talið er að heildaruppskeran hjá þeim sem rækta kartöflur til sölu hafi numið 8.438,4 lestum (eða 84.384 tunnum) sem er reyndar aðeins helmingur af metuppsker- um á árinu 1984. Uppskera af gulrótum var góð en ekki hefur enn verið gerð tilraun til að áætla hana. Uppskera á grænmeti og gróður- húsaafurðum varð með mesta móti. Heildarframleiðsla helstu græn- metistegunda er talin hafa orðið sem hér segir talið í lestum: 1985 1984 Tómatar 690 516 Gúrkur 493 390 Hvítkál 244 200 Blómkál 90 100 Gulrætur 112 65 Paprika 82 33 Búfjáreign. I ársbyrjun 1985 var bústofn landsmanna talinn, sem hér segir: 72.686 nautgripir, Þar af 34.234 mjólkurkýr, 714.371 sauð- kind, 53.010 hross, 2.362 svín, 302.925 alifuglar, 9.840 refalæður og 5.488 minkalæður. Samkvæmt uppgjöri á þeim forðaskýrslum sem borist hafa (en á þær vantar allverulega) virðist kúm og kvígum ekki hafa fækkað á ár- inu en geldneytum aðeins fækkað eða um 1% og kálfum fækkað um 6%. Ásetningur sauðfjár virðist svipaður og á síðasta ári, fullorðnu fé virðist hafa fækkað um 2% en ásetnum lömbum fækkað um 1%. Hrossafjöldi virðist áfram hinn sami eða aðeins hafa fækkað. Tölur um svín og alifugla vantar enn að mestu og er ekki hægt að spá um bústofnsbreytingar þar. Loðdýrum fjölgar enn verulega. Talið er að nú séu í landinu 15.978 blárefalæður og 194 silfurrefalæður eða í allt 16.172 læður sem er fjölg- un um 64,3%. Minkalæður eru nú taldar 12.860 og hefur þeim fjölgað um 134,3%. Loðdýrabú í landinu eru nú orð- in nær 200 (eða 198) en voru talin 141 um áramótin síðustu. 62 bú hafa verið stofnuð á árinu en 5 lagst niður. Búijárframleiðsla. Það sem hér fer á eftir um búfjárframleiðslu er að mestu samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Mjólkurframleiðslan jókst en neyslan minnkaði. 1983 1982 613 610 476 402 133 310 50 100 85 111 40 55 1981 1980 520 500 395 370 344 300 125 120 116 140 22 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.