Tíminn - 31.01.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.01.1986, Blaðsíða 20
SIGURÐUR JÓNSSON hefur verið lánaður frá Sheffield Wednesday í ensku knattspyrnunni til 2. deildarliðsins Barnsley í mánaðartíma. Sigurður mun að öllum líkindum spila með Barnsley gegn Norwich í 2. deild á morgun. Sigurður þarf mjög á leikæfingu að halda en hann er að ná sér eftir meiðsl og hefur ekki komist í lið Sheffield í langan tíma. Vonandi tekst honum vel upp hjá Barnsley. mamaBBamaBnMmamBmmmsmamBBBmBmm limmn Föstudagur31.janúar1986 ÍSÍ, UMFÍ og Öryrkjabandalagið hafa náð samkomulagi um reksturinn Vonir manna standa til að stjórnarfrumvarp um svokallað lottó verði lagt fram á Alþingi á næstunni en samningar hafa nú náðst milli íþróttasamhands- ins, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags íslads um rekstur lottósins. í þinglok á síðasta sumri stöðvaði Ellert B. Schram stjórnarfrumvarp um lottóið með málþófi vcgna þess að hann taldi að fþróttasamband- ið myndi bera skarðan hlut frá borði. Þá var samið um að frum- varpið yrði ekki afgreitt á því þingi en teknar upp viðræður milli hagsmunaaðila. í samtali við Tímann, sagði Vilhjálmur B. Vilhjálmsson formaður Öryrkjabandalagsins að þessi þrjú sambönd myndu stofna félag um rekstur lottós- ins en semja yrði sérstaka reglugerð þar sem kveðið yrði á um framkvæmd og skiptingu tekna. Lottó er einskonar getraun þar sem dregin er út tala eða bókstafaröð, og þátttakendur reyna síðan að geta upp á réttu stöfunum og í hvaða röð þeir eru. Svipaðar getraunir eru starfræktar víða um heim, og nú er m.a. verið að taka þær upp í Noregi. GSH „Okkar stíll“ - segir Ingvi Hrafn um breyt- ingar á frétta- tíma sjónvarps Margir bíða spenntir eftir sjónvarpsfréttum íkvöld. Boð- uð hcfur verið nýbreytni á fréttastofu sjónvarps. Tíminn hafði santband við lngva Hrafn Jónsson fréttastjóra í gær. Ætl- arðu að gefa okkur forskot á sæluna? „Ég hef neitað öllurn um viðtal. Ég vil ekki tala um þetta fyrr en almenningur hefur séð þetta með eigin augum. Við erum að taka í okkar þjónustu nýtt sett og nýja tækni og eitt og annað sem er andlitslyfting," sagði Ingvi Hrafn. Er verið að innleiða banda- rískan stíl í sjónvarpið? „Petta er okkar stíll sem er nokkurskonar samsuða frá Ameríku, Bretlandi og íslandi. Hannað af Snorra Sveini í samráði við fréttastofu. Þetta er sennilega með því ódýrasta sem ergert hérna.“ Þá er bara að bíða þar til í kvöld og sjá hvernig tekst til mcð andlitslyftinguna. - ES Magnús Sigursteinsson oddviti Mosfellssveitar er hér á gröfunni eftir að hafa tekið fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ við Þverholt. Miðbærinn verður með upphitaðri göngugötu þegar fram líða stundir. Tímam.vnd: Ámi Bjama Mosfellssveit: Fyrsta skóf lustungan tekin að nýjum miðbæ Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýjum miðbæ í Mosfellssveit af Magnúsi Sig- ursteinssyni oddvita sveitar- innar. Páll Guðjónsson sveitar; stjóri Mosfellssveitar sagði í samtali við Tímann að nýi miðbærinn mun rísa við Þverholt en fyrsta skóflu- stungan var tekin fyrir hús sem hýsa á Mosfellsapótek. Það hús verður þrjár hæðir, apótekið á þeirri fyrstu en enn er óráðið með hinar tvær sem eru til sölu. Húsið á að standa við hlið Búnaðarbank- ans og verður milli sjö og átta hundruð fermetrar að gólf- fleti. Páll sagði að við Þverholt ætti að rísa húsalengja og á bak við hana verður gerð upphituð göngugata, sem verður að mestu verslunar- gata og við endann á henni, næst Vesturlandsveginum mundi rísa verslunarmiðstöð í svipuðu formi og verslunar- miðstöðin í Glæsibæ er. Verið er að bjóða fram lóðir við göngugötuna tilvon- andi fyrir þá sem vilja setja niður starfsemi sína þarna og bjóst Páll við að fyrstu húsin verði fokheld í sumar. AH Sakadómur Reykjavíkur: Átjánmánaða fangelsisvist - fyrir lífs- hættulegan hnífsáverka Hálfþrítug kona var í gær dæmd í átján mánaða óskilorðs- bundið fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur, fyrir að stinga mann með hníf í íbúð sinni að Hverfisgötu þann fjórða októ- bersíðastliðinn. Hún hefurset- ið í gæsluvarðhaldi frá því að atburðurinn átti sér stað, en var látin laus í gær, eftir að dómur var uppkveðinn. Talið er að málsatvik hafi verið á þá leið að stúlkan hafi stungið manninn á heimili sínu, eftir að hann hafði sýnt henni ofríki og tekið hana kverka- taki. Bæði voru undir áhrifum vímuefna. Maðurinn fannst síðar fyrir utan húsið og reynd- ist hann lífshættulega særður. Athæfi stúlkunnar telst brot- legt við 2. málsgr. 218 greinar hegningarlaga frá 1940. Málinu hefur ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar. Stúlkan hefur áður verið kærð fyrir að hafa otað hníf að manni, en það mál var látið niður falla. Armann Kristinsson sakadómari kvað upp dóminn. - ES Hátt á annað hundrað notaðir Benzar og Porschear: Notuð „stöðutákn" skárri en engin Islendingar reyna frant í rauðan dauðann að skrcyta sig með stöðutáknum - jafnvel þótt þeir verði að nægjast með þau notuð - að því er ráða má af bílainnflutningsskýrslu Hag- stofunnar fyrir árið 1985. T.d. vekur athygli að fluttir hafa verið inn 148 notaðir Merc- edes-Benz fólksbílar, sem er rúmlega þrefalt hærri tala en af nýjum Benzum (46). Einnigmá sjá 15 notaða Porsche bíla og 2 Jaguara, sem ekki einu sinni ráðherrar hafa látið eftir ríkis- sjóði að kaupa handa sér. Bílainnflutningur ársins 1985 - alls 7.165- er hinn lang minnsti allt frá árinu 1976 að árinu 1983 undanskildu. Um 1.400 fleiri bílar voru keyptir árið áður og um 3.200 fleiri árin 1981 og 1982 heldur en á ný- liðnu ári. Tollalækkun Alberts á síðasta hausti virðist heldur ekki hafa ýtt að ráði undir bíla- kaupendur síðustu J'mánuði ársins, eins og sumir töldu. Samtals voru fluttir inn 5.655 nýir fólksbílar á árinu 1985, þar af í hverjum ársfjórðungi: 1.117-1.864-1.481 og 1.313 á síðasta ársfjórðungi. Athygli vekur að innflutn- ingur notaðra fólksbíla (og raunar allra tegunda af bílum) var nú um fjórðungi meiri en á síðasta ári þrátt fyrir mun minni bílainnflutning. Alls voru fluttir inn 716 notaðir bíl- aráárinu. Þaraf567fólksbílar. Þetta er um tíundi hluti alls bílainnflutningsins og mun hærra hlutfall en á undanförn- um árum. -HEI í umræðum á Alþingi í gær var Sverrir Hermannsson spurður hvort hann hygðist ekki beita sér fyrir aðhaldi í málum útvarpsins á svipaðan hátt og hann gerði í málum LÍN, eða hvort hann ætlaði að láta viðgangast að rúmri milljón væri eytt í einn ein- asta áramótadansleik. Sverrir svaraði því til að hann hefði þá um morguninn sent bréf til útvarpsstjóra þar sem hann fór fram á að fá skýrslu og skýringar á þessum áramóta- dansleik. I samtali við Tímann í gær sagðist Markús Örn Antons- son ekki hafa fengið bréf um þettafrá ráðherra. Hinsvegar hefði ráðuneytisstjóri hringt í sig og beðið um * upplýsingar varðandi þennan dansleik. „Mér skildist að á döfinni væri fyrirspurn í þinginu um þetta mál og þar sem endan- legar tölur liggja fyrir um út- gjöld sem þetta varðar var ekki nema sjálfsagt að veita fyrirspyrjanda þessar upp- lýsingar," sagði Markús. Hann sagði ennfremur að þó auglýsingatekjur hefðu verið minni en áætlað var, og að gjöld urnfram tekjur hefðu verið 1,3 milljón króna, litu þeir hjá stofnuninni ekki svo á að um „tap" væri að ræða. Dagskrárgerðin gæti ekki ráðist af því hversu miklar auglýsingar væri hægt að selja út á einstaka dagskrárliði, heldur yrði að skoða dag- Sambandsleysi milli deilda um auglýsingaverð skrárgerð stofnunarinnar í heild. Markús vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um hvernig að kynningu á auglýsingum nteð þessum dagskrárlið eða að verðlagningu þeirra hafi verið staðið fyrr en fram- kvæmdastjóri sjónvarps, Pét- ur Guðfinnsson kæmi heim úr orlofi erlendis nú um helgina. Komið hefur fram að um nússkilning var að ræða milli framkvæmdastjórnar og inn- lendrar dagskrárgerðardeild- ar varðandi sölu á auglýsing- um. Ætlunin mun hafa verið að selja hverja mínútu á 100.000 krónur, en þegar til kom var það ekki gert. Því urðu gjöldin þetta mikið hærri en tekjurnar. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.