Tíminn - 31.01.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.01.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 31. janúar 1986 MINNING Gerður Ólafsdóttir Fædd 30.3.1943 Dáin 24.1.1986 „Drottinn erminn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum læturhann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína leiðir mig á rétta vegu, fyrir sakir nafns síns. “ (23. Davíðssálmur) Þessi voru einkunnarorð þeirrar ungu konu, sem ég vil minnast og þakka fyrir að hafa átt að vini um lang- an aldur. Hún var bara 9 ára þegar ég sá hana fyrst á heimili foreldra hennar Ölafs Tómasson, stýrimanns og Benediktu Þorláksdóttur, og eldri systur hennar, Ólafíu Hrannar. Níu ára með stór augu, feimin og hlédræg í fyrstu, en í næstu andrá hljómaði dillandi silfurskær hlátur, ef henni fannst eitthvað skondið, og persónuleikinn opnaðist og lífsgleð- in kom í ljós, sem í ríkum mæli fylgdi henni alla tíð. Svo liðu árin, Gerður lauk við Kvennaskólann og síðan Kennara- skólann og stundaði kennslustörf af samviskusemi og alúð, sem henni var einkar lagið, og tók virkan þátt í störfum í K.F.U.K. og kristilegum samtökum. Ástin kvaddi dyra er hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum Ás- geiri Markúsi Jónssýni, flugvél- stjóra, og voru þau gefin saman hinn 3. júní 1964, og settu saman sitt fyrsta heimili í vesturbænum. Börn þeirra Gerðar og Ásgeirs eru Ólafur Jón f. 3.6. 1965 og Gerður Rós f. 1.10. 1972. Síðar lá leið þeirra til annarra landa, er atvinnuhorfur flugvirkja breyttust og bjuggu þau í Luxem- burg í nokkur ár, eða þar til tækifæri gafst til að hverfa til Islands að nýju. Er heim kom bjuggu þau sér fagurt heimili í Mosfellssveitinni, ræktuðu garðinn sinn og nutu þess að vera ung og vera til. Jafnhliða ráku þau hjónin verslun- ina Kirkjufells.f. umárabilogsinntu þar þörfum kirkjunnar og kirkjunnar þjóna, við góðan orðstír og myndar- skap. Fyrir rúmurn tveimur árum gerði vart við sig sjúkdómur sá, sem ekki varð við ráðið, og hól'st þar hin langa og stranga barátta, sem Gerður háði af aðdáanlegum andlcgum styrk. Hin mikla og einlæga trú á Guðdóm- inn sem hún bar í hjarta sínu, ásamt hugarorku hennar, létti henni og að- standendum lífið, og hún þakkaði Guði fyrir hvern dag sem hann gaf henni, og hún útdeildi öðrum styrk og hugarró og sætti þá við örlögin. Gerði var mikið gefið, hún var falleg, gáfuð og velviljandi öllum, sem hún mætti á lífsleiðinni, og lagði lið málefnum hinna smáu og mun lengi lifa í minningu samferðamanna sina. Blessuð sé minning hennar. Kærum vinum okkar, eiginmanni, börnum, móður og systur ásamt fjöl- skyldu, votta ég samúð fjölskyldu minnar, og bið að minningin og hið góða létti þeim hinn mikla missi. Gerði bið ég sællar farar og góðrar heimkomu. Hreinn Bergsvcinsson Green On Red - No Free Lunch ÁGÆTT, EN... í skrifum um State Of Our Union með The Long Ryders var talað um hallærislegt plötuumslag, en það verður módern og flott við hliðina á óhugnaðinum sem umlykur No Free Lunch, plötu hljómsveitarinnar Green On Red. En við látum það ekki á okkur fá, það er nefnilega tón- listin sem skiptir öllu máli, eða er það ekki? Green On Red er fimm manna sveit sem flokka verður undir banda- ríska nýbylgju með sterku kántrý- ívafi. Það væri mikil lygi að segja söngvarann Dan Stuart raddmikinn og kröftugan, en rödd hans fellur vel að tónlistinni, temmilega kærulaus og veik. Á köflum minnti hann mig á Gram Parsons, sérstaklega í rólega laginu Honest Man og píanóhljómur Chris Cacavas minnir enn frekar á Parsons. Chuch Prophet IV er ágætur gítar- leikari og jafnvígur er hann á kass- ann og rafmagnið. Kassinn gefur tónlistinni skemmtilegan blæ og frfskar oft upp á frekar þunglamaleg- an takt sveitarinnar. Og þar erum við komin að veika blettinum, rokkinu sem stundum verður helst til þungt. Tonlistin sem Green On Red leikur þolir einfaldlega ekki mjög þungan takt. Léttari lög plötunnar standa upp úr, ég nefni titillagið, No Free Lunch, Time Ainf Nothing, já bara alla fyrri hliðina. En einhvern neista vantar í síðari hlið plötunnar, þar er tónlistin ekki nægilega lifandi. Text- arnir standa hinsvegar allir fyrir sínu, hnyttnir og oftar en ekki með ádeilubroddi. Green On Red er hljómsveit sem gaman verður að fylgjast með í fram- tíðinni og þessari tónlistarstefnu um leið. Þarna er að þróast ný tónlistar- stefna sem byggir á gömlum banda- rískum merg og þessi tónlist má svo sannarlega heyrast í bland við breska poppið. En Green On Red verður aðeins að taka sig saman í andlitinu og velja milli þyngra rokks eða þessa nýja kántrýs ÞGG íllllllllllllllllilllllllll LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllllllllllllllilllllllilllllllll Þegar Reykvíkingar vildu ekki síma I síðasta hefti Freys 1985 var ágæt grein eftir Björn S. Stefánsson um suðurreið bændanna 1905 og Reyk- víkinga sem ekki vildu síma. Því hefur verið haldið fram af miklum ákafa, til að ófrægja bændur, að þeir hafi verið á móti síma. Þótt þessu hafi margsinnis ver- ið mótmælt lítur út fyrir að þessi sögufölsun sigli hraðbyri inn í ís- landssöguna. Nú þegar sjálfstæði þjóðarinnar er fengið eigum við erfitt með að átta okkur á þeirri hörku sem var í pólit- íkinni fyrir áttatfu árum. Þá vissu menn ekki hver framvinda mála yrði á næstu árum og áratugum. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og hneykslast á mönnum, sem efndu til upphlaups út af miklu hitamáli, sem að sjálfsögðu var sjálfstæðismál. Samningurinn við Mikla norræna símafélagið var yfirvarp. Þótt því væri haldið fram, að betra væri að semja við Marconi-félagið heldur en Mikla norræna munu fáir trúa því að bændurnir hefðu riðið suður um há- sláttinn til mótmæla vegna máls, sem hlaut að vera smámál í samanburði við sjálfstæðismálið. Hverjir skipulögðu þessi mót- mæli? Það voru að sjálfsögðu pólit- ískir forsprakkar í Reykjavík. Eng- inn trúir því að Björn Jónsson, Val- týr Guðmundsson, Skúli Thor- oddsen og Einar Benediktsson hafi verið á móti síma. Þetta voru menn, sem ekki voru mjög orðaðir við afturhald. Einar hafði þá sérstöðu, að hann vildi nota loftskeytasam- band við útlönd. Björn S. Stefánsson skýrir frá því í grein, sinni, að Rangæingar hafi ver- ið fjölmennastir í suðurreiðinni en svo vildi til að Einar Ben. var nýorð- inn sýslumaður í Rangárvallasýslu. Var það aðeins tilviljun að Rang- æingar skyldu fjölmenna þarna? Saga hinna hörðu pólitísku átaka eftir aldamótin verður sennilega aldrei skrifuð til gagns. Sá sem veit hver framvindan varð, getur ekki skrifað söguna frá sjónarmiði þeirra sem stóðu í eldinum og skammt sáu aftur en ekki fram. fyrir áttatíu árum. Þessa ágætu grein B.S.S. þarf að endurprenta í víðlesnu blaði og birta hana síðan aftur og aftur með stuttu millibili, eins og DV hefir það með • landbúnaðargreinina sína. Steinar Pálsson leikamyndir í sjónvarp Rósa Stefánsdóttir, 11 ára, hringdi: Hún vildi koma því á framfæri til sjónvarpsins að sýna fleiri tónleika- myndir, sérstaklega af tónleikum með Madonnu, Söndru og Rikshaw, og hafa þessar tónleikamyndir eftir fréttir. Rósa sagði að það væri allt of lítið að hafa bara Skonrokk og þar væri hvort eð er bara sýnt eitt og eitt lag með hverjum. Tíminn 15 Að undanförnu hafa hreindýr víða komið niður að bæjum meðal annars á Jökuldal. Víða sést til HREINDÝRA á Austurlandi Veturinn sæmilegur fyrir þau þaö sem af er Nokkuð hcfur orðið vart við hreindýr í byggð austanlands í vetur eins og undanfarin ár. Á Jökuldal hafa dýrin komið heim á tún á nokkrum bæjum og sagði Rannveig Sigurðardóttir húsfreyja á Mælivöllum á Jökul- dal að 200 til 300 dýr hefðu komið inn á tún og væri mönnum ekkert alltof vel við það. Ef skyndileg styggð kemur að svo stórum hóp- um geta þau farið illa með girð- ingar auk þess sem dýrin eru mjög dugleg við að krafsa sig niður í gegnum snjóinn til að ná sér í _ gras. Dýrin sem hafa haldið sig í kring um Mælivelli eru misjöfn og mikið um ungviði og virtust mörg hver heldur rýr. Jón Sveinsson á Hvannstóði, Borgarfirði Eystra, sagði að sér virtist dýrin haga sér á svipaðan hátt og undanfarna vetur. Að vísu hefðu þau ekki verið eins mikið niðri í byggð og áður þar sem það hafi verið betra til jarðar þegar kemur upp til fjalla en oft áður. Nokkur hundruð hreindýr hafa undanfarin ár haldið sig allan árs- ins hring í Borgarfjarðarhreppi og Eiðaþinghá og Hjaltastaða- þinghá. „Dýrin virðast vera sæmilega haldin eftir því sem ég veit best en því er ekki að leyna að bændum þykir nokkur plága af dýrunum þegar þau spæna upp gróður al- veg niður í mold. Þau sækjast gjarnan eftir landi sem oft er mjög viðkvæmt til dæmis þar sem lyng og fléttugróður er, en fléttur eru áratugi að jafna sig aftur og þá er hætt við landfokiT Skarphéðinn Þórisson hrein- dýraeftirlitsmaður á Egilsstöðum segir að ekki sé nákvæmlega vitað hversu stór hreindýrastofninn sé hér á landi en rcikna megi með um þrjú þúsund dýrum. í stórum dráttum megi tala um tvö svæði sem þau halda sig á en það er annars vegar hálendið norður og austur af Vatnajökli en þau dýr sækja austur að sumrinu til. Hins vegar eru hreindýr sem halda sig í fjalllendi austfjarð- anna allt sunnan frá Hornafjarð- arfljóti og norður í Þistilfjörð. Dýrin bera fyrstu vikuna í maí og stærsti hluti þeirra heldur sig þá í hinum svokallaða Kringilsár- rana aústan við Snæfell, en auk þcss bera dýrin víða þar sem þau hafa fengið að vera í friði niður við víkur og firði á austfjörðum. Svæðið austan við Snæfell virð- ast þau hafa valið fljótlega eftir að þau voru flutt á Austurland fyrir um 200 árum og það hefur nú ver- ið friðlýst. Flestar kýrnar bera í sömu vik- unni og skiptir þá miklu máli hvérnig viðrar en kálfarnir þola verst bleytu og kulda fyrstu dag- ana. Einnig skiptir miklu máli hvernig tekst til um fengitímann sem er síðustu vikuna í septem- ber og í byrjun október. Ef hreindýrin fá ekki að vera í friði á þessum tíma dregst úr fengitímanum og þá seinkar burði og það getur svo aftur haft það í för með sér að kálfarnir eru ekki orðnir nægilega vel undir veturinn búnir þegar veður fara að versna. I því máli skiptir mestu að kálfinum hafi tekist að mynda fituhúð sem er eins konar forða- búr fyrir veturinn og ver hann jafnframt fyrir kulda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.