Tíminn - 14.02.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 14. febrúar 1986
KÍ fær 5% og BK samningsréttinn:
FRUMVARP UM LOGVERNDUN
STARFSHEmS T1LBÚIÐ
VEIÐIHORNIÐ
Þorsteinn á fundi með formanni KÍ s.l. þriðjudag
t'cir Þorsteinn Pálsson fjármála-
ráðherra og Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra svöruðu í gær á
Alþingi fyrirspurn Hjörleifs Gutt-
ormssonar um laun, samnings- og
verkfallsrétt og lögverndun á starfs-
hciti kennara. Mikill fjöldi kennara
safnaðist saman á þingpöllum síðast-
liðinn þriðjudag þegar von var á að
fyrirspurninni yrði svarað, en svo fór
ekki vegna fjarvista fjármálaráð-
herra og hlaust nokkur kurr af. Er
þetta mál bar á góma í annað sinn
voru báðir ráðherrar viðstaddir og
aftur var fjölmennt á þingpöllum.
Hjörleifur Guttormsson hóf mál
sitt með því að segja að mörg hildi
hefði verið háð á vinnumarkaðnum
undanfarin misseri, en að engin stétt
hefði staðið í öðru eins stappi við
ríkisvaldið og kennarar hafa þurft að
gera vegna svikinna loforða. Því
næst rakti Hjörlcifur þróun mála frá
verkfalli BSRB 1984 og sagði að enn
einu sinni hefði kcnnarastéttin þurft
að grípa til aðgerða. Loks ítrekaði
hann fyrrnefnda þætti fyrirspurnar-
innar.
I'orsteinn Pálsson sté í ræðustól
og sagði að tvennt lægi þegar fyrir
þ.e. að ákveðið hefði verið að félag-
ar í Kennarafélagi lslands fái sömu
laun fyrir sömu vinnu og aðrir innan
Bandalags kennarafélaga og að BK
verði veitt samningsréttur fyrir hönd
aðildarfélaga.
„Það er ákvörðun fjármálaráðu-
neytisins að frá og með 1. febrúar
1986 taki KÍ-félagar sömu laun og
aðrir grunnskólakennarar innan
BK,“ sagði ráðherra.
Porstcinn gerði að umtalsefni þá
umræðu sem spannst út af fjarveru
hans síðastliðinn þriðjudag og
greindi frá því að á þeirri stundu sem
sú umræða fór fram hafi hann átt
fund með formanni KÍ sem svo hafi
leitt til lausnarumræddrardeilu. Það
lægi því í augum upp að mikilvægu
erindi var gegnt. „En sumir hafa
e.t.v. meiri áhuga á því að viðhalda
óróa í málinu en að finna lausn,“
bætti hann við.
Sverrir Hermannsson svaraði
þeim hluta fyrirspurnarinnar er laut
að lögverndun starfsheitis kennara.
Hann sagði að nefnd sem hefði verið
skipuð til að semja drög að frum-
varpi um þetta efni hefði skilað áliti
til ráðuneytisins og þá væri eftir að
kynna það þingflokkum stjórnar-
flokkanna. Að sögn Sverris er í
frumvarpsdrögunum gert ráð fyrir
að lögvernduð verði starfsheitin
grunnskólakennari og framhalds-
skólakennari.
Friðrik Sophusson tók næstur til
máls og sagðist vilja gera að umtais-
efni umræöuna um fjarvistir fjár-
málaráðherra síðastliðinn þriðju-
dag. Þá hcfði fjöldi fólks komið á
þingpalla vcgna frétta í Ríkisútvarp-
inu um að þrenrur fyrirspurnum frá
Hjörlcifi Guttormssyni yrði svarað á
þeim fundi. Friðrik sagði að af-
leiðingin hefði t.d. kontið fram í við-
tali við kennara í Þjóðviljanum dag-
inn eftir þar sem viðmælendur blaðs-
ins lýstu yl'ir hneykslan sinni vegna
fjarvista Þorsteins Pálssonar fjár-
málaráðherra. „Af þessu tilefni
hringdi ég í útvarpið og fékk þær
upplýsingar að heimildarmaður væri
ekki þingfréttaritari heldur formað-
ur Kennarafélags Reykjavíkur, sú
hin sama og Þjóðviljamenn ræddu
við,“ bætti hann við. „Ég fagna því
að nú hefur fengist botn í þetta mál"
Hjörleifur Guttormsson kvaddi
sér hljóðs í annað sinn og sagði að þó
mikið skorti á að svörin væru full-
nægjandi, þá hefðu ekki oft komið
fram upplýsingar á Alþingi síðustu
misseri um nefnd mál sem gætu talist
skref í rétta átt og því bæri að fagna
því sem framkomið væri. Hins vegar
bæri að minnast þess að viðbrigði
ríkisvaldsins væru fyrst fengin eftir
að órofa samstaða kennara sigraðist
á óbilgirni þess.
Hjörleifur sagði það augljóst að
taugarnar væru farnar að gefa sig í
forystu Sjálfstæðisflokksins, þar sem
fjármálaráðherra taldi það nauðsyn-
legt að boða formann KÍ á sinn fund
á nákvæmlega sama tíma og hann
vissi að umrædd fyrirspurn lá fyrir á
Alþingi þriðju vikuna í röð. Hann
væri þó ekki að finna að þeirri „leyni-
þjónustustarfsemi" sem varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins væri far-
inn að stunda.
Þorsteinn Pálsson tók aftur til
máls og sagði að tilboð fjármála-
ráðuneytisins um samningsrétt BK
fyrir KÍ hefði legið fyrir allt frá jan-
úarlokum en að samtökin hefðu tek-
ið sér eðlilegan umþóttunartíma sem
ekki væri hægt að gagnrýna ríkis-
stjórnina fyrir. Hvað varðar fundinn
með formanni KÍ sagði Þorsteinn að
til hans hefði verið boðað af for-
manninum sjálfum og því hefði ekk-
ert verið tvírætt við tímasetninguna
eins og Hjörleifur Guttormsson vildi
meina.
Um verkfallsrétt til handa KÍ einu
og sér sagði Þorsteinn: „Ég teldi það
ekki góða framkomu gagnvart
BSRB að veita hverju félagi sem
gengi þar út verkfallsrétt meðan að
ríkisvaldið stæði í samráðsviðræðum
við hcildarsamtökin. Ég vil ekki taka
þátt í að verðlauna þá sem ganga út
við þær kringumstæður."
Orðaskipti þeirra Hjörleifs og
Þorsteins spunnust nokkuð áfram
um einstök málsatvik en þeir Sverrir
Hermannsson, Svavar Gestsson og
Jón Baldvin Hannibalsson lögðu
einnig orð í belg. Síðastnefndur
minnti á að deilan ætti að vera nokk-
uð auðleyst því enginn efaðist unt
réttinn til sömu launa fyrir sömu
vinnu. Þar að auki væri einungis um
5% af lágum launum að ræða þar
sem meirihlutinn skilaði sér þegar í
stað aftur í ríkiskassann. -SS
Vísindasjóður Borgarspítala:
Veitti þrjá
vísindastyrki
Vísindasjóður Borgarspítalans
veitti nýlega styrki til þriggja rann-
Prófkjör Alþýðufl.
sóknarverkefna, alls að upphæð 500
þúsund krónur.
Guðmundur I. Eyjólfsson sér-
fræðingur í lyflæknisfræði, hlaut 150
þúsund krónur til rannsóknar á sjúk-
dómnum multiple myeloma. Mun
rannsóknin felast í athugun á tíðni
sjúkdómsins, hvernig hann kcmur í
Ijós, meðferð hans og athugun á æxl-
ismyndun.
Þorbjörgu Magnúsdóttur yfir-
lækni og Bergþóru Ragnarsdóttur
sérfræðingi á svæfinga og
gjörgæsludeild Borgarspítala voru
veittar 310þúsund krónur til að gera
könnun á öllum slysasjúklingum sem
Styrkþegar, ásamt stjörn sjúkra-
stofnana Reykjavíkurborgar og
stjörn Vísindasjóðs Borgarspítalans.
F.v. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Sverrir Þórðarson, Guðmundur I.
Eyjólfsson, Ingibjörg Halldórsdótt-
ir, Gunnar H. Gunnlaugsson, Berg-
þóra Ragnarsdóttir, Þorbjörg Magn-
úsdóttir, ÁsgeirB. Ellertsson og Páll
Gíslason.
lagðir hafa verið inn á gjörgæsludeild
Borgarspítalans 1975 til 1984.
Gunnar H. Gunnlaugsson yfir-
læknir skurðlækningadeildar Borg-
arspítalans hlaut 20.000 krónur til að
rannsaka sjúklinga með sprungið
maga- eða skeifugarnarsár, afdrifum
þeirra og öðrum þáttum varðandi
þessa sjúklinga.
Vísindasjóðurinn var stofnaður til
minningar um Þórð Sveinsson yfir-
lækrú og Þórð Úlfarsson flugmann.
Tilgangur sjóðsins er að örva og
styrkja vísindalegar athuganir, rann-
sóknir og tilraunir sem fara fram á
spítalanum.
Ef þetta klikkar hjá okkur getuni við þó alltaf selt Vestmannaeyingum lopapeysur!
UMSJÓN:EGGERT SKÚLASON
Á skytterí í Sovét?
Sovéskar ferðaskrifstofur hafa
sýnt mikinn áhuga á því að auka
fjölda ferðamanna sem koma til
landsins á hverju ári. Sérstaklega
hafa Rússar í huga veiðiferðir, þar
sem mönnum gefst tækifæri til að
skjóta stærri bráð. Þetta ætti að
vera kjörið fyrir skotveiðimenn á
íslandi sem hafa áhuga og peninga.
Á meðan hreindýraveiðin er alfar-
ið í höndum bænda á Austurlandi
og ekki virðist sem breyting ætli að
vera þar á, gefst íslenskum skot-
veiðimönnunt ekki kostur á að
skjóta á stærri dýr.
Veiðihornið leitaði til Sam-
vinnuferða-Landsýnar og spurði
um hugsanlegt verð á slíkum veiði-
túr fyrir einstakling. Svarið var 30-
35 þúsund krónur. Það skal tekið
fram að málið var ekki ígrundað
sérstaklega en bara skotið á verðið.
Ekki þarf að fjölyrða um það ,
hversu fjölþættir veiðimöguleikar
eru fyrir austan járntjald. Þeir sem
hafa áhuga á því að komast í alvöru
veiðitúr geta hreinlega haft sam-
band við Samvinnuferðir-Landsýn
og fengið nánari upplýsingar.
Á veiðum á undanhaldi?
Samkvæmt heimildum Veiði-
hornsins hafa forráðamenn blaðs-
ins Á veiðum ákveðið að draga
saman seglin á komandi ári. Blaðið
hefur komið út þrisvar sinnum, en
ekki er fyrirhugað að gefa út nema
tvö blöð í ár. Hvort þetta er undan-
hald vegna harðnandi samkeppni á
markaðnum skal ósagt látið en
óneitanlega lítur dæmið þannig út,
þegar leikmenn skoða það.