Tíminn - 14.02.1986, Side 6

Tíminn - 14.02.1986, Side 6
6Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: Steingrí mur G íslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verft í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Ábyrg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar Athygli hefur vakið hve skjót viðbrögð ríkisstjórnin hefur sýnt í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað með að- ilum vinnumarkaðarins í yfirstandandi kjaradeilu. Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt ákveðnar tillögur sem hún er tilbúin að beita sér fyrir til að skynsamlegir kjara- samningar náist. Ríkisstjórnin boðar lækkun á verði opinberrar þjón- ustu, s.s. á töxtum rafmagns- og hitaveitu. Lækkun á af- notagjöldum ríkisútvarpsins og að dagvistargjöld lækki. Þá boðar ríkisstjórnin lækkun á tekjuskatti á einstakl-- inga um 150 milljónir á árinu og hefur beint því til sveit- arfélaganna að þau Iækki á sama hátt álögð útsvör um 300 milljónir króna. Þá er boðuð lækkun á verði olíu 1. mars og að bensín muni Iækka um allt að 10% á næstu tveimur mánuðum. Ríkisstjórnin ætlar að stuðla að því að nafnvextir lækki þegar í kjölfar kjarasamninga sem nýtist ekki hvað síst þeim sem skulda verulegar fjárhæðir. Pá hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir því að hækkun búvörðuverðs verði stillt í hóf. Allt eru þetta aðgerðir sem koma launþegum og öðrum landsmönnum til góða og miða að meiri kaup- mætti. Langstærsta atriðið sem kemur fram í tillögum ríkis- stjórnarinnar er þó lækkun verðbólgunnar sem verið hefur bölvaldur á íslenskt efnahagslíf í áraraðir. Nú virðist gefast tækifæri til að ná henni verulega niður, jafn- vel niður fyrir 9 af hundraði. Hin mikla verðbólga sem geisað hefur hér á undan- förnum árum hefur gert að engu á skömmum tíma allar kauphækkanir sem barist hefur verið fyrir. Háa vexti má rekja til hennar og flest það sem gert hefur verið til að bæta hag landsmanna hefur að engu orðið vegna óða-- verðbólgunnar. Takist að ná verðbólgunni niður fyrir 9 af hundraði er stórkostlegum áfanga náð og vert fyrir launþega sem aðra að leggja sitt að mörkum til að svo geti orðið. Tíminn fagnar þessum skeleggu vinnubrögðum ríkis- stjórnarinnar og hvetur aðila vinnumarkaðarins til að íhuga vandlega hvað í þeim felst. Ljóst er að stjórnarandstæðingar munu reyna að hefta framgang friðsamlegra kjarasamninga og ber þar hæst upphrópanir Alþýðubandalagsmanna sem ætla sér að nota ófrið á vinnumarkaðnum sér til framdráttar. Þeir munu leggja sitt að mörkum til þess að ekki takist að semja á grundvelli þessara tillagna ríkisstjórnarinnar. í forsíðufrétt í Þjóðviljanum í gær er slegið upp setn- ingum úr áróðurspésa Alþýðubandalagsins sem þeir hyggjast dreifa á vinnustaðafundum á næstunni. Þar seg- ir m.a. „Allir dagar eru baráttudagar gegn ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ í þessari setningu felst „ábyrgð“ Alþýðubandalagsins til landsmálanna. Þegar aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni eru að kappkosta að ná skynsamlegum kjarasamning- um, leggja þeir það eitt til málanna að þessir tímar séu nýttir til að kynda undir óánægju og þeir vilja ýta launþegum út í verkföll sem leiða aðeins af sér vand- ræðaástand hjá heimilum og upplausn í þjóðfélaginu. Þetta er ekkert nýtt hjá þeim Alþýðubandalagsmönn- um, þannig hafa þeir unnið í gegnum tíðina. Föstudagur 14. febrúar 1986 ORÐ í TÍMA TÖLUÐ Að fela frjáls- hyggjudeildina Heldur lítið hefur heyrst í hinum hjartahreinu frjálshyggjupostulum innan Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, nema ef vera skyldi í tengslum við dómana yfir þeim út- varpsmönnum og hljóðlátrar um- ræðu í kjölfar þeirra. Slíkt er í rauninni ekkert undar- legt, því samningaviðræður um launakjör í landinu hafa staðið yfir um nokkurn tíma og aðalhlutverk- ið hefur verið leikið af ríkisstjórn- inni einkum Steingrími Hermanns- syni og Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Hugsjónaeld- ar sem heitast brenna á hvers kyns afskiptum ríkisins af þjóðmálum og háttstemmdar ræður um gildi hins frjálsa markaðar, þar á meðal vinnumarkaðarins að sjálfsögðu, kynnu að verða hjáróma við slíkar kringumstæður. í þeim almenningi stjórnmálaskoðana sem Sjálfstæð- isflokkurinn er, hafa þeir sem eyrnamarkaðir eru bókstafstrú frjálshyggjunnar nú hægt um sig, og er það vei. Hvort sem þessi rólegheit stafa af því að flokksforystan hefur SUS- sað á frjálshy ggjufólkið rétt einu sinni eða einhverju öðru skal ósagt látið. Hinu ber að fagna að hug- myndafræði þessara bókstafstrú- armanna er haldið baksviðs um þessar mundir. Ef ríkisvaldið héldi að sér höndunum og blandaði sér ekki í samningamálin, eins og lausnarorð frjálshyggjunnar býður, er næsta víst að efnahagsþró- i unin færi á sömu leið og svo oft áður, með tilheyrandi verðbólgu, ■ kauptryggingu, gengisfellingu og enn meiri verðbólgu. Hvort aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar nú ná nógu langt til að koma í veg fyrir þessa þróun er síðan ann- að mál, en þó virðist sem þær séu að ýmsu leyti markvissari og að bak við þær búi meiri alvara, en oft áður. Aðilar vinnumarkaðarins hafa líka verið tilbúnir til að prófa nýjar leiðir, og í Ijósi spádóma um bætt viðskiptakjör og stækkandi þjóðarköku er kominn grundvöllur fyrir því að þessi tilraun heppnist. Eftir tilboð atvinnurekenda í fyrradag kom þó óneitanlega bak- slag á viðræðurnar enda fráleitt að verkalýðshreyfingin semji um rýrn- un kaupmáttar. Slíkt væri óhugs- andi fyrir efnahag heimilanna, enda voru viðbrögð ASÍ eftir því. Hins vegar þýðir þetta ekki, eða ætti ekki að þýða að samningarnir séu komnir í óefni. í tilboði at- vinnurekenda eru önnur atriði sem greinilega eru verkalýðshreyfing- unni til mikilla hagsbóta og benda til vilja þeim megin við borðið til samninga á lágu nótunum. Það er til mikils að vinna fyrir alla hlutaðeigandi, ekki síst ríkis- stjórnina, því takist henni að koma verðhækkunum niður í 9% á árinu eins og áætlað er, án þess að skerða kaupmátt ættu stjórnarflokkarnir ekki að þurfa að kvíða kosningum. Það er því greinilegur akkur í því fyrir stjórnina að gera allt sem í hennar valdi stendur til að liðka fyrir samningum á þessum grund- velli og hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar að fela frjálshyggjudeildina ' og stuðla enn frekar en orðið er að þríhliða samkomulagi ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Það er jú hin dæmigerða „kratíska" lausn sem miðjuflokkar og sósíaldemó- krataflokkar víðs vegar í Evrópu hafa tileinkað sér á undanförnum áratugum! -BG lllllllllllllllllllllllll VÍTTOGBREITT illlllllllilllllllllllllllllllllllllllllillllllllll Hverjir borga? Mikið dæmalaust var nú útvarp- ið tíkarlegt þegar Jónas Þorbergs- son var útvarpsstjóri, Þorsteinn Ö. þulur og Helgi Hjörvar sá um dagskrána. Þórarinn Guðmunds- son stjórnaði Útvarpshljómsveit- inni og Páll ísólfsson Þjóðkórnum. Séra Bjarni messaði á sunnudög- um og á kvöldin var lesið úr göml- um skruddum. Einar Olafur Sveinsson las Njálu og fleiri íslend- ingasögur við kertaljós. Svo raus- uðu karlar einhverjar hugleiðing- ar. Sigurður Nordal flutti erinda- flokk um líf og dauða, eins og ein- hverjum komi það við, Jón Eyþórs- son og Pálmi Hannesson röbbuðu um dag og veg og náttúru landsins sem og mannlega náttúru. Á laug- ardagskvöldum voru flutt leikrit. Útvarpssögur voru lesnar og heyra mátti saumnál detta á hverju heim- ili landsins þegar Helgi las um ævintýri Börs og Öla í Fitjakoti. Aðeins var útvarpað örfáar klukkustundir á sólarhring og var nokkur upplyfting í því að fá jarð- arfarirnar eftir hádegi. Miklar hafa framfarirnar orðið. Útvarpað er 17 tíma á sólarhring og rekur hver þátturinn annan með miklu músikívafi, rokkrás er í gangi allan daginn og fram á nætur, svæðisútvörp eru í gangi og sjón- várpið með allri sinni fræðslu og skemmtan gleður og kætir æ lengri tíma dag hvern. Umsjónarmenn þátta eru legíó og leitun mun á fólki yfir tvítugs- aldri sem ekki hefur komið fram í rásum Ríkisútvarpsins. Lengimágottbæta. Núerukom-' in ný útvarpslög og reglugcrðir eru að sjá dagsins ljós. Útvarpsstöðv- um verður fjölgað að miklum mun og fleiri sjónvarpsstöðvar eru í uppsiglingu. Útvarpsstjórar lands- ins eru orðnir tveir og brátt munu þeir ásamt fleiri kollegum geta stofnað stéttarfélag. Yfir höfðum okkar sveima gervi- hnettir, fullir upp með sjónvarps- efni. í það er hægt að krækja með tiltölulega litlum tilkostnaði. Sjónvarpsfélög þjóta upp og er tilgangurinn með rekstri sumra þeirra að ná í og endurvarpa efni úr gervihnöttum, því innlenda fram- leiðslan dugir ekki lengur. En þarna stendur þvergirðingurinn í stóli menntamálaráðherra í vegi fyrir og heimtar að allt sjónvarps- efni verði þýtt á íslensku, helst með z. Útvarpsfélagið á Seltjarnarnesi getur tekið við efni frá sjö stöðvum, en hefur ekki tök á að láta þýða öll ósköpin. Þar með er allt ólöglegt. Formælandi félagsins segir í blaðaviðtali í gær, að þar sjái Seltirningar sína sæng út breidda. „Það stefnir í þá átt að það eigi að banna allt. Það stefnir f allsherjar- bannþjóðfélag." Þetta eru þakkirnar sem mennta- málaráðherra fær fyrir frjálslyndið og nýju útvarpslögin. Með því að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins stefnir í allsherjarbann. En þeir sem ætla að setja upp eigin útvarps- og sjónvarpsstöðvar láta ekki deigan síga. Aldrei er meiri þörf á dagskrárefni sem flutt er með rafsegulöldum en nú. Fjölg- um rásum Ríkisútvarpsins, hvert sveitarfélag verður að koma sér upp útvarpsstöð ekki síður en hags- munasamtök og hugsjónamenn. Allt verður þetta fjármagnað' með afnotagjöldum og auglýsing- um og efast enginn um að manngrú- inn á íslandi standi undir þessu öllu saman, eins og öðru sem á hann er lagt. Þá verður ekki dregið í efa að nóg verður af efninu til að senda út ■ og þarf ekki að leita til karlfauska: af svipuðu sauðahúsi og hér eru fyrr nefndir. Sem betur fer er til nóg af fólki hér á landi sem kann tökin á fjölmiðlun. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.