Tíminn - 14.02.1986, Page 7
Föstudagur 14. febrúar 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
Dr. Ólafur Oddgeirsson, dýralæknir, forstööumaöur Rannsóknarstofu mjólkuriðnaöarins:
Sölutregða á mjólkurvörum
Á þessu ári, sem og nokkrum
síðastliönum. lítur út fyrir að fram-
leiðsla á mjólk og mjólkurafurðum
sé of mikil miðað við markað.
Stjórnendur landbúnaðarins hafa
gripið til ýmissa ráðstafana til að
reyna að hafa hemil á þessu mjólk-
urflóði. Þeir hafa lagt á aukaskatta
og sett upp kvótakerfi en allt kem-
ur fyrir ekki, salan minnkar og
framleiðslan eykst.
Það hefur verið bent á ýmsar
leiðir til að hafa áhrif á þessa
þróun, en ég mun í þessari grein
benda á þær sem tengjst mínum
störfum að meira eða minna leyti.
Það eru til tvær áhrifamiklar
leiðir til að auka söluna. Önnur er
sú að lækka verðið en hin að bæta
gæði vörunnar. Hvernig eða hvort
hægt er að lækka verðið veit ég
ekki, hagfræðingar og aðrir vel
menntaðir menn í rekstrarfræðum
verða að svara því, en það er hægt
að bæta gæði vörunnar.
Það hefur reyndar verið unnið að
þessum málum síðastliðin ár meira
eða minna..Árið 1982 var samin
skýrsla um ástand og búnað ís-
lensks mjólkuriðnaðar á vegunr
heilbrigðisyfirvalda. Síðan þessi
skýrsla var gerð hafa verið gerðar
margar úrbætur innan mjólkur-
stöðvanna sem þar er lagt til. Það
hafa jafnvel verið byggðar nýjar
stöðvar sem væntanlega skila mun
betri vöru en þær gömlu. Einnig
var lagt til í þessari skýrslu að hert-
ar skyldu allar kröfur um hreinlæti
Annar möguleiki til
að bæta gæði vör-
unnar er að fækka
þeim kúm í landinu
sem fengið hafa júg-
urbólgu. Samkvæmt
niðurstöðum þeirra
rannsókna sem gerð-
ar hafa verið á tíðni
júgurbólgu í íslensk-
um mjólkurkúm, þá
er algengt að um það
bil helmingur þeirra
sé sýktur.
og flokkun við framleiðslu bæði hjá
bændum og í mjólkurstöðvum.
Lækkun á gerlafjölda í mjólk frá
bændum haustið 1981 var liður í
þessari áætlun og áframhaldandi
lækkun sem kemur til framkvæmda
í nýrri mjólkurreglugerð, sem tek-
ur gildi bráðlega, er cinnig skerf í
sömu átt.
Annar möguleiki til að bæta
gæði vörunnar er að fækka þeim
kúm í landinu sem fengið hafa júg-
urbólgu. Samkvæmt niðurstöðum
þeirra rannsókna sem gerðar hafa
verið á tíðni júgurbólgu í íslensk-
um mjólkurkúm, þá er algengt að
um það bil helmingur þeirra sé
sýktur.
Þessar kýr framleiða mjólk með
breyttri efnasamsetningu og þar að
auki minna að magni en heilbrigðar
kýr. Sumir þessara gripa ná aldrei
aftur upp þeim afköstum sem þeir
höfðu fyrir sýkingu, jafnvel þó tak-
ist að lækna sjúkdóminn. (Það skal
tekið fram til að koma í veg fyrir
misskilning að öll mjólk sem kenrur
á markað á íslandi er gerilsneydd
og því er útilokað að sýklar berist
til neytenda.) Þar sem þessir gripir
skila minni mjólk en heilbrigðar
með sama tilkostnaði, eða meiri, þá
munu þeir skila litlum eða engum
arði. Ég vil því skora á bændur alls-
staðar á landinu að nota tækifærið
núna, þegar markaðurinn tekur
ekki við öllu því sem framleitt er.
Þar sem þessir gripir
skila minni mjólk en
heilbrigðir með sama
tilkostnaði, eða
meiri, þá munu þeir
skila litlum sem eng-
um arði.
Dr. Ólafur Oddgeirsson.
og fella alla þá gripi sem eru með
gallað júgur vegna júgurbólgu.
Sendið inn sýni til gerlaræktunar úr
hverjunr spena (sýnaglösin fást hjá
næsta mjólkursamlagi) og þegar
niðurstöður liggja fyrir hafið sam-
ráð við dýralækni ykkar og veljið úr
eins mikið og mögulegt er og send-
ið til slátrunar. Þið sláið þrjár flug-
ur í einu höggi. Þið losnið við gripi
sem skila litlum eða engum arði,
þið hjálpið við að aðlaga fram-
leiðslumagnið núverandi nrarkaðs-
aðstæðum og þið hjálpið við að
bæta gæði framleiðslunnar og
þannig að auka söluna.
Þið sláið þrjár flugur
í einu höggi. Þið losn-
ið við gripi sem skila
litlum eða engum
arði, þið hjálpið við
að aðlaga fram-
leiðslumagnið núver-
andi markaðsað-
stæðum og þið hjálp-
ið við að bæta gæði
framleiðslunnar og
þannig að auka söl-
una.
í lokin vil ég undirstrika sérstak-
lega, ef þiö farið út í þessar aðgerð-
ir, þá þýðir ekki að gera eina alvar-
lega hreinsun og láta síðan allt sitja
í sanra farinu. Þið verðið að breyta
um vinnutilhögun í fjósinu til fram-
búðar og slá aldrei slöku við ef
halda á júgurbólgudraugnum niðri.
Það er engin spurning að þetta er
hægt, ég gæti nefnt næg dæmi nú
þegar þar sem þetta hefur tekist,
þar sem framleidd cr fyrsta flokks
mjólk með heilbrigðum kúm sem
allar skila arði.
sogskál og krókum, er þau bera á
afturendanum. og nærast á húð-
frumum og blóði, er þau skrapa og
sjúga upp með framendanum.
Ögðurnar valda fiskinunr þannig
beinum óþægindum, og auk þess
eiga vcirur og gerlar og svcppir
greiðan aðgang um sár, er þær
mynda. Um 85 tegundir af dýrinu
hafa verið greindar í Svíþjóð.
Auk þess að bannið í Noregi
gildir um fisk frá eldisstöðvum,
varðar það einnig flutning á villtum
fiski milli vatna og hrognaflutning.
Fyrrgreind undanþága með laxfisk-
ana á svæðum þar sem þeir hafa
verið fyrir hendi og unnið cr með
sama stofn, þykir sjálfsagt eðlilegt
að gangi auðveldlega fyrir sig. Hins
vegar ef ætlunin er að sleppa öðr-
um stofni, þarf að fá til þess sér-
stakt leyfi yfirvalda á þessu sviði,
eins og fyrr greinir.
Viðhorfsbreyting
hérálandi?
Það, senr hér hcfur verið greint
frá um hinar nýju reglur í Noregi.
leiðir hugann að ástandi þessara
mála hér á landi, sem fyrr var vikiö
að í upphafi þessa spjails. Fyrst af
öllu er rétt að hafa í liuga, að við
erunt það heppnir að hér eru aöeins
fáar vatnafiska-tegundir en þær
bestu (verðmestu). í Noregi eru
hins vegar um 35 tegundir vatna-
fiska.
Það er hins vegar ckkert laun-
ungarmál, að því miður hefur
stundum verið staðið óhönduglcga
að sleppingu seiða í vötn hér á
landi. Þannig hcfur bleikja verið
sett í vötn þar sem slík tegund átti
ekkert erindi. Auk þess hefur regn-
bogasilungur, vegna óhapps.
sloppið út hjá eldisstöð og komist í
straumvatnakerfi, þar sem hann
keppir við sjógengna stofna af laxi
og göngusilungi.
Það sýnist augljóst, að þeirtímar
koma senn, að beitt verði svipuð-
um aðgerðum hér á landi og í Nor-
egi, hvað varðar flutning og slepp-
ingu á vatnafiskunr í ár og vötn
landsins. Það er víst bara tíma-
spurning, hvenær það verðurgert.
Heimild:
„Jakt & fiske“
E.H.
Einar Hannesson:
Hömlur á lax og silungs-
sleppingu í ár og vötn
Hér á landi eru ekki fyrir hendi
sérstakar hömlur á að flytja og
sleppa laxi og silungi í ár og vötn.
Að vísu er stjórnun á hverju vatna-
svæði fyrir sig í höndum veiðifé-
lags, sem tekur að sjálfsögðu
ákvörðun um fiskrækt á sínu
svæði. Að því leyti getur ekki hver
sem er framkvæmt flutning eða
sleppingu seiða eða stærri fisks inn
á viðkomandi vatnasvæði nema til
komi Ieyfi veiðifélagsins.
Banni komið á í Noregi
Um s.l. áramót tóku nýjar reglur
gildi í Noregi, sem snerta flutningá
vatnafiski og dreifingu hans. Bann
var sett á að sleppa aðfluttum fiski í
ár og vötn nema með sérstöku
leyfi. Þessi nýja tilhögun er sett á í
þeim tilgangi að koma í vegfyrirað
óæskilegum fisktegundum sé
sleppt í vötnin og til að sporna gegn
útbreiðslu fisksjúkdóma. Auk fisks
varðar og þetta bann einnig krabba-
dýr og önnur fæðudýr fisksins.
Að vísu er undanþegið frá bann-
inu slepping urriða, bleikju, sík,
karpa og áls, þar sem þessar teg-
undir eru fyrir hendi. Sama gildir
um lax- og göngusilung. Að öðru
leyti þarf leyfi til að flytja þessar
fisktegundir milli vatna sem og aðr-
ar tegundir vatnafiska.
í lögum Norðmanna um seiða-
sleppingar, er mönnum gert skylt
að gangast undir ákveðnar reglur,
áður en leyfi er veitt. Þannig er
mönnum, sem ætla að sleppa laxi
eða öðrum göngufiski, sem ekki er
af stofni úr viðkomandi vatnakerfi,
gert skylt að sæta ákveðnum
skilyðrum um hvaða tegund er not-
uð til sleppingar, um stofnfiskinn,
gæði gönguseiða, sjúkdómseftirlit
og um sleppingarstað og tíma.
Sníkjudýrsem hefur
valdið miklum usla
Fyrrgreindar aðgerðir í Noregi
eru tilkomnar vegna þess hve illa
hefur tekist til á undanförnum
árum með flutning á fiski í ár og
vötn þar í landi. Þá hefur þekking
manna aukist mjög á t.d. laxastofn-
inum, eðli hans og breytileika
stofnanna. Vitað er að óæskilegum
tegundum af fiski hefur verið
sleppt í ár og vötn og það orðið til
skaða. Þannig hefur t.d. 'bleikju
verið sleppt í hrein urriðavötn.
Einnig hefur það slys hent að ákaf-
lega hættuleg sníkjudýr á laxi hafa
dreifst í ýmsar ár. Sníkjudýr þetta,
er nefnist á latínu: Gyrodactylus
salaris, hefur valdið miklum og
alvarlegum usla í laxaseiðum í
fjölda laxveiðiáa í Noregi. Þar hefur
neyðarástand skapast í viðkom-
andi ám.
Sníkjudýrið, sem fyrr var nefnt,
eru litlaögður, um 0.5 mm á lengd,
samkvæmt frásögn Sigurðar
Richter, sérfræðings. Hann lýsir
þessum dýrum þannig í Veiði-
manninum, blaði SVFR, að sníkju-
dýrið sjáist tæplega með berum
augum. Það festir sig við fiska mcð
Laxaseiði í eldiskeri.