Tíminn - 14.02.1986, Page 10

Tíminn - 14.02.1986, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 14. febrúar 1986 NEYTENDASÍÐAN eftir Svanfríði Hagvaag Fiskisúpa frá Mallorca Flest strandhéruö á Spáni hafa fiskisúpu sem er sérstök fyrir þaö héraö. Venjulega er þaö þykk og matarmikil súpa, sem inniheldur blöndu af fiski og nokkrum tegundum af grænmeti, þar með töldum kartöflum. Þessi súpa, sem ættuð er frá Mall- orca, er krydduö með fennel og timian og gefur það súpunni sérstakt bragö. 500 gr hreinsuð fiskflök salt 1 lárviðarlauf 4 msk olífuolía 4 laukar, afhýddir í sneiðum 4 tómatar, afhýddir og saxaðir 1 græn paprika í þunnum sneiðum 2 hvítlauksbátar, saxaðir 4 stórar kartöflur, afhýddar í bitum 1 msk söxuð ný steinselja 1 tsk nýtt fennikel (um 'A tsk þurrkað) 1 tsk nýtt timian (um Va tsk þurrkað) 1 tsk nýtt marjoram ('A tsk þurrkað) nokkrir saffronþræðir (má sleppa) 4 heilhveitibrauðsneiðar Látið fiskinn í pott með vatni ásamt saltinu og lárviöarlauf- inu. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 10-15 mínútur, eða þangað til fiskurinn er gegnsoðin. Hreinsiö nú roð og bein úr fiskinum og takið hann sundur í smábita. Takið frá 1 lítra af fisksoðinu og síið það. Hitið olífuolíuna í stórum potti og látið þær út í laukinn, tómatana, grænu paprikuna, hvítlaukinn og kartöflurnar. Látið lok á pottinn og sjóðið í feitinni við vægan hita í um það bil 15 mínútur. Hrærið saman við saxaðri steinseljunni, fisksoðinu og kryddinu. (Ef saffronþræðirnir eru notaðir þarf að láta þá liggja þarna í bleyti í dálítinn tíma til að draga út litinn og bragð- efnin.) Bætið fiskinum út í, hrærið varlega í pottinum og látið malla undir loki í 15-20 mín. eða þangað til kartöflurnar eru gegnsoðnar. Berið fram í pottinum. Leggið heilhveitibrauðið í súpudiskana og ausið súpunni yfir. Húsráð Svanfríðar Bráðið súkkulaði Þegar súkkulaði er brætt getur það orðið smákornótt þá getur ver- ið gott að bæta út í það ögn af mat- arolíu og súkkulaðið ætti að verða eins og það á að vera. Bráðinnsykur Stundum kristallast sykur þegar verið er að bræða hann í kara- mellu. Þá er bara að halda áfram að liita sykurinn og hann mun bráðna aftur. Majónsósa Þegar verið er að búa til majón- sósu getur aðeins eitt farið úrskeið- is. Það er að annað hvort lítur sós- an út eins og majónsóasa á að vera eða þá að hún lítur út einsogegg og olía. Hellið þá sósunni í annað ílát, látið nýtt egg eða eggjarauðu í blandarann eða skálina og þeytið sósuna smám saman út í. Ostafrauð Ef þú ert að búa til ostafrauð skaltu segja öllum að þú sért að búa til ostaböku. Ef frauðið rís vel og fellur ekki halda allir að þú sért snillingur, en ef það rís 'ekki nógu vel þá verður enginn vonsvikinn. Þi þarft ckki að afsaka neitt - það mun þá bragðast vel sem ostabaka. Bókudeig Það getur komið fyrir þegar ver- ið er að breiða út bökudeig, að það verði í laginu eins og ísland með öllum flóum og fjörðum í stað þess að vera fullkominn hringur. Það má þá alls ekki breiða deigið út aftur, þá getur það orðið ofunnið. Færið heldur deigið yfir á bökudiskinn og reynið að bæta það. Vætið jaðrana á samskeytunum svo þeir loði betur saman. Enginn kemur til með að skoða botninn á bökunni. Ábætissósur Stundum getur verið þörf á að búa til ábætissósu með stuttum fyrirvara. Hér koma tvær sem fljót- legt er að grípa til: Látið vanilluís bráðna og bragðbætið hann síðan með bragðefnum eftir smekk. Það br líka hægt að merja frosin bláber eða jarðarber og fá þannig ágætis ábætissósu sem er mjög góð út á ís og búðinga. Vönduð viðgerðarþjónusta og góðar leiðbeiningar - nauösynlegar fyrir saumavélaeigendur Kirsten Rydahl sýnir tilvonandi leiðbeinendum og sölumönnum hina mörgu kosti nýju Singer-saumavclanna. Um árabil hefur Sambandið selt Singer-saumavélar hér á landi, og á s.l. ári var enn mikil aukning á'sölu vélanna, en þær eru allar seldar á neytcndamarkað, þ.e. til heimilis- nota. Nýlega var staddur hér á landi Willy Schutze, forstjóri Singer í Danmörku og með honurn var Kir- stcn Rydahl, sem hélt hér námskeið fyrir sölufólk og leiðbeinendur af öllu landinu. - Námskeið fyrir kaupcndur vél- anna íylgir með í kaupunum. þ.e. leiðsögn í tvisvarsinnum þrjá tíma(2 x 3 t.) sagði Guðjón Sigurðsson, forstjóri Heimilisvörudeildar. SÍS. Hann sagði að aðalútsölustaður hcfði verið hér í Reykjavík, en stærri kaupfélög úti á landi hafa nú reynt að koma sér upp leiðbeinanda til að kcnna á vélarnar. Þctta er fyrst og fremst kennsla um meðferð vélar- innar, cn með hinum íslenska bæk-. lingi, sem Sambandið hefur látið gefa út og fylgir hverri vél, er ekki flókið mál að læra að hafa full not af þeim. - Verð á saumavélunum cr á bilinu 11.000 og upp í dýrustu vélina, scm cr nýkomin, Singer Svmphonie, en áætlað verð á henni er 43.000,- kr. Það má kannski kalla hana Rolls Royce-módelið af saumavélum. - Hvað ef eitthvað skyldi nú bila cða skemmast, hvað með viðgerðar- þjónustu? - Við erum með vandaða viðgerð- arþjónustu hjá Rafbúð Sambandsins í Ármúla 3, sagði Guðjón. Þar eru mjög færir sérfræðingar sem gjör- þekkja þessi tæki. - Við eigum fljótlega von á 200 vélum, sem við lítum á eins og verð- laun til markaðarins á íslandi, og verður ákaflega gott verð á þessum vélum, sagði Guðjón Sigurðsson að lokum. Við borðum oftast 10 sinnum meira salt á dag en líkaminn þarfnast! Minnkið saltneyslu og þið grennist og hressist Salt notum við mikið í matargerð og við geymslu á matvælum. Nú á tímum notum við þó miklu minna salt en áður því nú eru mat- væli yfirleitt geymd frosin, svo frystiskáparog kistur hafa tekið við hlutverki saltpækilsins. Nýir útreikningar sýna að dagleg meðal- notkun á salti er um það bil 10 grömm, - en líkaminn þarf ekki nema aðeins 1 gramm á dag. Þannig nota margir 10 sinnum of mikið salt, og með tíð og tíma gerir það vart við sig. Má nefna að fólki hættir frekar við að hafa of háan blóðþrýsting ef það notar mikið salt og vatn safnast í líkamann, því að natríum (ann- að aðalefnið í venjulegu salti) bindur vatn í líkamanum. Það er því mikilvægt fyrir alla að venja sig ekki á mikla saltneyslu, svo sem að strá salti yfir steiktar kartöflur eða poppkorn, egg og annað. Fyrst í stað virðist maturinn kannski bragðlaus, - en þá er hægt að snúa sér að öðru kryddi. Gott er þá að leita sér upplýsinga um natríuminnihald þess. Hið venjulega matarsalt er samansett af efnunum natríum og klór (NaCl) og eitt gramm af matarsalti inniheldur 400 milli- grömm af natríum. Natríum finnst einnig í natroni (bökunar- sóda), gerdufti, hafsalti, ávaxtasalti o.fl. Einnig er natríum notað í ýmsar tilbúnar mat- vörur, t.d. pylsur, álegg o.fl. í ýmsum mjólkurvörum finnst töluvert natríum, svo sem sumum ostategundum. En hægt er líka að fá ósaltað smjör og fylgjast vel með efnalýsingu á umbúðum ostanna til að velja þær tegundir sem inihalda minnst natrí- um. Ósaltað smjör geymist verr en venjulegt saltað smjör og þarf helst að geymast í frysti og taka aðeins lítið til notkunar í einu. Egg innihalda talsvert natríum, en þó ekki til skaða ef ekki væri sá siður algengur að salta eggin, og nota nýmalaðan pipar í staðinn, hvort sem er yfir steikt eða soðið egg. Krydd sem kemur í staðinn fyrirsalt Allrahanda cr gott í kraftsúpur og sósur, á lambakjötsrétti og grænmeti, svo sem tómata, spínat. Einnig er allrahanda gott í krydd á gæs eða önd með öðru kryddi og bragðbætir eggjakökur. Diil er gott í grænmetissúpur, dillsósur og í alla fiskrétti, eggjahræru og kálfakjöt. Hvítlaukur er notaður í marga rétti einkum í Suðurlöndum, svo sem fiskisúpur, á allt kjöt: svínakjöt, lamba- og nautakjöt og kjúklinga, en þó sérstaklega á skelfisk og snigla. Karrí hefurverið notað lengi hér á landi, og I þá mest í karrí-sósu, en það er líka gott í eggjarétti (og sleppa þá saltinu) og á hrátt grænmeti og í margs konar kjötrétti. Einnig \ með fiski, svo sem fiskbollum. Múskat er notað í hænsnasúpu og græn- | metissúpur, mjög gott í kartöflujafning og rétti úr kjötdeigi og með fuglakjöti. Pipar er ein af algengustu kryddtegundun- . um og er góður til að hressa upp á bragð í staðinn fyrir saltið í sósur og kjöt og fisk og kálmeti. I Margar fleiri kryddtegundir eru nú orðið til í matvöruverslunum og ófáir kryddbaukarnir í hverju eldhúsi. Við nefnum hér nokkrar teg- undir krydds til viðbótar: oregano, paprika, rósmarín, sinnep, timian. Það er gaman að prófa sig áfram með mis- munandi krydd og minnka saltið í matargerð, / en dálítið varasamt er að blanda of mörgum Un tegundum saman. /.'imtym/ OÁvmmtv

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.