Tíminn - 14.02.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.02.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. febrúar 1986 FRÍMERKI Að vera áskrifandi Þuö er hægt uð vcra áskrifundi að t’leiru en blöðum og tímaritum. Þannig eru flestir sufnarar sem safnu einhverju ákveðnú landi, einsog það er kallað meðal frímerkjasafnara. þ.e.a.s. öllunt frímerkjum útgefnum í cinhverju ákveðnu landi. áskrif- endur að þeim merkjum. Þetta er liægt að gcra á ýntsan hátt. í fyrsta lagi er hægt að gerast áskrifandi hjá næsta frímerkja kaup- mantii. Þá segir maður honum ná- kvæmlega Itvers óskað er og greiðir honum svo fyrir, annaðhvort inn á rcikning, eða þá í hvert sinn er ný merki koma. í öðru lagi er hægt að koma sér upp skiptisambandi í viðkomandi landi. Eignist ntaður pennavin þar scm einnig safnar frímerkjum frá íslandi. gengur oftast greiðlega að skipta við hann á nýjum merkjum jafnvel ntá einnig skipta á eldri merkjum, en þá alltaf skv. verðlista, eins og áður er sagt. Svo er í þriðja lagi hægt að gerast áskrifandi hjá Frímerkjasölu póst- stjórnar viðkontandi lands. Þá er eðlilegasti viðskiptaháttturinn að greitt er inn á reikning, einhver ákveðin upphæð. Dregs svo hver sending frá þeirri uppltæð uns greiða þarf inn á reikninginn að nýju. Á þennan hátt er hægt að vera áskrifandi að öllum nýjum mcrkjum frá viðkomandi landi. Það sem panta má er: 1) Öll ný frímcrki sem út koma, stimpluð, óstinipluð, stimpl- uð á útgáfudegi. Merkin er auk þess hægt að panta einstök eða í blokkum, svo sem fjórblokkum, hornablokkum, pörum. heftum jafn- vcl í heilum örkum. Þá er einnig hægt að gerast áskrif- andi að sérstimplum frá viðkomandi landi og maxi kortum með myndefni merkjanna. sem flestar póststjórnir gefa út nú orðið. Það að selja söfnurum frfmerki, er kappsmál allra landa, sem gefa út frí- merki. Þctta er ekki aðcins land- kynning, heldur hefur viðkomandi land eignast vin í frímerkjasafnaran- um, sem kemur kannske í heimsókn, jafnvel oftar cin einu sinni á æfinni. Frímerkið er þannig nafnspjald Iandsins út á við. en cinnig verðbréf. Sem verðbréf þjónar það bæði safn- aranum, sem eignast það og landinu sem selur það. Safnarinn eignast verðmæti, en hann lætur líka fé af hendi til reksturs póstþjónustunnar í viðkomandi landi. Auk þess styður hann ferðamannaþjónustu viðkom- andi lands, ef hann einhvcrntíma heimsækir landið scm hann safnar frímcrkjum frá. Þetta eru meðal annars ástæðurnar fyrir því. að allar póststjórnir gera sér far um aö veita söfnurunum góða þjónustu. íslenska Póstmálastofr.unin er ein af þeim betri þegar um þessa þjónustu er að ræða. Hefir hún fengið viöurkenn- ingar á alþjóðlegan mælikvarða. sbr. þegar Ernst Kehr afhenti skjöld sam- taka bandarískra blaðamanna og kom alla leið til íslands til þess. Hér er svo rétt að gefa upp heimil- isföng hinna norrænu frímerkja- landa, sem sclja söfnurum frímerki í áskrift: ísland. Frímerkjasalan, • Pósthólf 8445, 128- Reykjavík. Áland. Mariehamns Postkontor. Filateliscrvicen, P.O. Box 1(10, SF-22101 Mariehamn, Áland - Finland. Danmörk. Postens Filateli. Rádhuspladsen 59, DK-1550 Köbenhavn V. Danmark. Finnland. General Dir. P.T.T. Filarteliavdelingen, P.O. Box 654. " SF - 00101 Hclsinki 10, Finland. Grænland. Grönlands Postvæsen. Strandgade 100, Postboks 100. DK- 1004, Köbenhavn K. Danmark. Norcgur. Postens Filatclitjeneste, Postboks 1085, Sentrum, N - 0107 Oslo 1, Norgc. Svíþjóð. PFA Filateli Tjánst.. S-10502 Stockholm. ' Sverige. Þá má geta þess, að hér á landi hef- ir verið gcfin út bók með heimilis- föngum allra þeirra póstmálastofn- ;ina er selja söfnurum frímcrki. Hcit- ir hún „International Directory" og er gefin út af Popular Hobbies, Póst- hólf 1,350 Grundarfiröi. Kostar hún jafnvirði þriggja bandaríkjadala. Siguröur H. Þorsteinsson BÓKMENNTIR Listamenn og náttúruhamfarir Dynskógar, rit Vestur-Skaftfell- inga, þriðja bindi kom út nokkru fyr- ir síðast liðin áramót en af óvið- ráðanlegum ástæðum var ekki unnt að hefja almenna dreifingu þess fyrr en í lok janúar á þessu ári. Ritið er að þessu sinni rúmar 250 blaðsíður og á bókarspjaldi er mynd af Jóhannesi S. Kjarval listmálara en allstór hluti ritsins er helgaður eitt hundrað ára minningu listamanns- ins. Séra Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri hefur skráð frá- sagnir allmargra Skaftfellinga af kynnum þeirra við Kjarval. Má þar m.a. nefna Valgerði Pálsdóttur á Kálfafelli, Þórdísi Ólafsdóttur á Núpum, hjónin á Hörgslandi, Jakob Bjarnason og Róshildi Hávarðsdótt- ur, Jón Björnsson á Kirkjubæjar- klaustri og bræðurna Siggeir og Valdimar Lárussyni á Kirkjubæjar- klaustri en þeir eru nú báðir látnir. Þá eru þættir um Kjarval ritaðir af Sigurlaugu Helgadóttur frá Þykkva- bæ, Brandi Stefánssyni í Vík og Vil- hjálmi Bjarnasyni frá Herjólfsstöð- um. Og síðast en ekki síst ber að nefna hinn heimskunna listamann Erró sem segir frá fyrstu kynnum sínum af Kjarval en Kjarval var fljót- ur að finna neistann í þessum unga sveini austur á Kirkjubæjarklaustri og má segja að hann hafi leitt hann fyrstu sporin á listamannsbrautinni. Birtar eru myndir af verkum Kjar- vals sem eru í eigu fólks í Vestur- Skaftafellssýslu og eru allmargar þeirra prentaðar í lit. - Björgvin Salómonsson segir frá kynnum Kjarvals og Halls L. Hallssonar tannlæknis og birt eru nokkur bréf Kjarvals til Halls ogeinnig kvæði eft- ir hann. Þá er í þessu hefti efni í myndum og máli frá hátíðahöldunum á Kirkjubæjarklaustri í tilefni 200 ára afmælis Eldmessunnar og eru það ræður Einars Laxness cand. mag. og dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups og ræða biskupsins yfir íslandi, herra Péturs Sigurgeirssonar í Prests- bakkakirkju á Síðu af sama tilefni. Æsa Sigurjónsdóttir ritar um Ein- ar Jónsson málara frá Fossi í Mýrdal og birtar eru litprentanir af nokkrum myndum eftir hann. Einar var einn af frumherjum íslenskrar málaralist- ar en lítið hefur verið fjallað um list hans til þessa. Vilhjálmur Bjarnason frá Her- jólfsstöðum í Álftaveri ritar merka frásögn af flótta smalamanna í Álfta- veri undan Kötluhlaupi við upphaf gossins 1918. Einnig segir hann frá viðbrögðum heimafólks í Álftaveri, Meðallandi og Skaftártungu. Ingimundur Ólafsson kennari frá Nýjabæ í Meðallandi skrifar stór- fróðlega grein um kirkjur, klerka og sóknaskipan í Meðallandi. Er þar rakin saga kirkna í sveitinni svo langt sem heimildir leyfa en þess má geta að á þessu ári eru 200 ár liðin frá því að kirkja var fyrst reist á Langholti í Meðallandi. Aftast í ritinu eru annálar frá ár- unum 1983 og 1984 úr öllum hrepp- um Vestur-Skaftafellssýslu. (Fréttatilkynning) Tíminn 15 Svalahurðir Útihurðir Bílskúrshurðir Gluggasmiðjan Síðumúla 20 símar: 38220&81080 H F býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stlgaopum, lögnum - bæðl í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm tll 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 J 109Reykjavík F sími91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN HÚSAÞJÓNUSTAN SF. Tökum að okkur alla málningarvinnu, utan- sem innanhuss, hvar á landi sem er. Einnig: Sprunguviðgerðir og þéttingar- Háþrýsti- þvott Sílanúðun - Alhliða viðhald fasteigna. Tilboð - Mæling - Tímavinna. Skiptið við ábyrga fagmenn, með áratuga reynslu. Upplýsingar í síma 91-61-13-44 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRerrt ENDURSKINS- MERKI ERU IMAUÐSYNLEG FYRIR ALLA Umferöarráð 1 1 " 1 1 1 ..........■■■■■■■■■ 1« ... ..... .......... Lausar stöður Lausar eru til umsóknar tvær stööur viö íslenska málstöð, sbr. 4. gr. laga nr. 80/1984. Staða sérfræðings í íslenskri málfræði. Verkefni einkum á sviði hag- nýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf. Til sérfræðings verða gerðar samskonar kröfur um menntun og til lekt- ors í íslenskri málfræði. Staða fulltrúa, sem hafði m.a. umsjón með skrifstofu, reikningshaldi og skjalavörslu. auk aðstoðar við fræðileg störf og útgáta. Fulltrúi hafi lokið háskólaprófi í íslensku (málfræði), eigi lægra en BA-prófi og æskilegt er að hann hafi nokkra reynslu af málræktarstörf- um. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og rit- smíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu fyrir 20. mars 1986. Menntamálaráðuneytið 11. febrúar 1986

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.