Tíminn - 08.03.1986, Side 24

Tíminn - 08.03.1986, Side 24
Hálstöflur W; • meÖVlSA ISLENDINGAR eiga sjötta besta handknattleikslandsliö í heimi, liö sem er í A-flokki handknattleikslandsliöa og hefur tryggt sér þátttökurétt á Ól- ympíuleikunum í Seoul áriö 1988. í gær léku okkar menn gegn Spánverjum um fimmta sætiö í keppninni. Tap var upp á teningnum 24-22 gegn meöalgóðum Spanjólum. Sjá nánar á íþróttasíðu Tímans í dag. 1 Háu húsnæðislánin eftir 1. september: Blankir fá ekki að byggja/kaupa Panhópurinn hefur vakið mikið umtal upp á síðkastið og hugsanlegt er að það umtal komi að einhverju leyti fyrir dómstólana. Tímamynd Sverrir Pan póstverslun: Skólastjórinn biðjist afsökunar - eða málið fer í lögfræðing „Eitt merkasta atriðið sem gert er ráð fyrir í nýjum út- hlutunarreglum vegna hækk- unar lána frá Húsnæðisstofn- un er þaö, aö lántakcndur veröa framvegis að sýna t'ram á svo óyggjandi sé hvernig þeir ætla að fjár- magna mismuninn á láninu og byggingarkostnaöi eða kaupverði væntanlegrar eignar," sagöi Víglundur Þorsteinsson, m.a. á fundi sem Landssamband lífeyris- sjóða gekkst fyrir í gær í sambandi viö þau stórauknu kaup sjóðanna á skuldabréf- um opinberu byggingasjóð- anna sem samið var um í ný- gerðum kjarasamningum. En Víglundur skýrði þar sjónarmið samningamanna VSÍ við samningagerðina. Fram kom hjá Víglundi að gert er ráð fyrir að nýjar út- lánareglur verði mótaðar í Aflabrögö: Næst mesti afli í sógunni Heildaraflinn í janúarog febrúar í ár var rétt rúm 422 þúsund tonn, sanikvæmt bráðabirgðatölum sem Fiskifélag íslands hefur sent frá sér. Aðeins einu sinni áður í sögu fiskveiða við landið hefur borist jafn mikill afli á land í janúarog febrúar en það var 1979 þegar heildaraflinn var 437.509 tonn. Á tveim fyrstu mánuðum þessa árs var þorskaflinn 72.400 tonn en annar bptn- fiskafli var 32.354 tonn. Loðnuaflinn á þessum tíma var 309.041 tonn, rækju- aflinn 3.631 tonn, hörpu- disksaflinn 4.446 tonn og 185 tonn veiddust af síld. Hlutur báta í heildar- atlanum þessa tvo mánuði var 366.239 tonn en hlutur togara 55.818 tonn. Séu tölur febrúarmánað- ar skoðaðar var heildarafl- inn 215.452 tonn og hlutur báta af því 181.838 tonn og hlutur togara 33.614 tonn. Þorskaflinn í febrúar var 23.877 tonn, annar botnfi- skafli var 12.175 tonn, loðnuaflinn 141.287 tonn, rækjuaflinn 2.154 tonn, hörpudiskaflinn 2.183 tonn, og 162 tonn veiddust af síld. Lang mestum afla hér- lendis var landað í Vest- mannaeyjum fyrstu tvo mánuði ársins eða samtals 65.840 tonnum. Næst komu Eskifjörður 36.454 tonn, Seyðisfjörður 17.858 tonn. Af afla lönduðum á þess- um höfnum var mesti hlut- inn loðna. Mestur botnfisk- ur kom hins vegar á hafnir suðvestanlands og fyrir norðan, en Akureyri er hæsta verstöðin í þorski og Grindavík í öðrum botn- fiskafla. -BG sumar þannig að hægt verði að fara að taka við umsókn- um um ráðgerð 2,1 millj. króna nýbyggingalán og tæp- lega 1,5 millj. króna G-lán eftir 1. september í haust. En þau eru sem kunnugt er ætl- uð þeim sem byggja/kaupa sína fyrstu íbúð. Gengið er út frá því að meðal skilyrða fyrir svo háum lánum verði það, að lífeyrissjóður viðkomandi umsækjenda hafi keypt skuldabréf af byggingasjóð- unum fyrir 55% ráðstöf- unarfjár síns. Lánsupphæðir fari stiglækkandi eftir því sem skuldabréfakaupin eru minni, t.d. aðeins 1.100 þús. króna lán við 30% skulda- bréfakaup. Víglundursagði hafa verið horfið frá þeim hugmyndum sem mikið hefur verið rætt unt áður en lána hverjum og einum góða upphæð aðeins einu sinni, lán sem menn síð- an flyttu með sér milli eigna. Menn hefðu komist á þá skoðun að slíkar reglur gætu jafnvel skapað meiri vanda en þær leystu. T.d. væri sú hætta að fólk færi í of stórar framkvæmdir í 1. tilraun, vandamál gætu skapast við hjónaskilnaði, við sölu á íbúð upp í væntanlega hús- byggingu og fleira. Með því að þessi háu lán fylgja íbúðunum viö eig- endaskipti sagði Víglundur talið að innan fárra ára mundi mjög draga úr þörf- inni fyrir þessi háu G-lán. -HEI „Spurningin er hvort sjóðir innan Landssam- bands lífeyrissjóða ætla að samþykkja þessi skulda- bréfakaup af bygginga- sjóðunum eða ekki. Mér sýnist að annað hvort verði þeir allir að kaupa fyrir 55% eða að enginn þeirra kaupi neitt,“ sagði Pétur Blöndal, form. Lands- sambands lífeyrissjóða á félagsfundi um þetta mál- efni í gær. Margir fundarmanna höfðu ýmislegt við þessi skuldabréfakaup að at- huga, svo og áætlanir um stóraukin húsnæðislán sem fjármagna á með skulda- bréfakaupunum. Ekki síst var það vaxtamunurinn - þ.e. að ríkið tæki lán hjá Póstverslunin Pun hefur skrifað Þorvarði Elíassyni skólastjóra Verzlunarskólans bréf þar sem farið er fram á aö hann biðjist velvirðingar á þeim ærumeiðandi ummælum sem hann hefur viðhaft í fjöl- miðlum að undanförnu. Þessi meintu ærumeiðandi ummæli koma í kjölfar þessað Þorvarð- ur sagði upp stúlku sem vann á skrifstofu Verzlunarskólans gagngert vegna þess að hún sjóðunum á 9% vöxtum sem það endurlánaði síðan með l%-3,5% vöxtum á húsnæðislánum - sem menn töldu ekki til heiila horfa. Slíkt kerfi hlyti að hrynja á örfáum árum. „Hver á að borga þenn- an gífurlega vaxtamun - verður hann ekki allur tek- inn af okkur skattborgur- unum?“ „Þetta er engin framtíðarlausn því kerfið hlýtur fljótlega að springa“. „Mér sýnist allt stefna í það að ríkið hirði alla peninga lífeyrissjóð- anna - en greiði síðan öll- um lífeyri þegar þar að kemur. Horfumst bara í augu við hvað er að gerast með lífeyrissjóðina.“ vann sem sýningarstúlka í Pan- hópnum í frístundum sínum. í bréfi póstverslunarinnar er það harmað að skólastjórinn hafi „að því er virðist að óathug- uðu máli tekið þá ákvörðun að víkja Bryndísi M. Björnsdótt- ur úr starfi fyrirvaralaust á for- sendum sem orka mjög tví- mælis.“ í bréfinu cr enn fremur bent á að vörur verslunarinnar séu allar tollafgreiddar á lög- legan hátt, en hins vegar sé inn- „Stóra krumlan er alltaf að seilast lengra og lengra.“ Framangreindar tilvitnanir gefa glöggt dænri um sjón- armið margra fundar- manna, sem töldu stefnt að því að taka ráðin af sjóðun- um um eigin fjármuni og ávöxtun þeirra. Sem dæmi um áhrif vaxtamunarins bentu stjórnarmenn á að sama ársgreiðsla væri af 2.100 þús. kr. láni með 3,5% vöxtum og 1.058 þús. kr. láni með 9% vöxtum, þannig að þeim sem fengi lán væri í raun færður helmingur þess að gjöf. Þarna væri um 115 þús. króna vaxtaniðurgreiðslu að ræða á ári, af hverju 2,1 flutningur á klámvörum bann- aður samkvæmt lögum. Með tilvísun til ummæla Þorvarðar Elíassonar um að Bryndís M. Björnsdóttir hafi verið að stuðla að sölu klámvara, fer póstverslunin Pan fram á að Þorvarður taki ummæli sín til baka og biðjist velvirðingar á þeim. „Að öðrum kosti á Pan Póstverslun sf. ekki annarra kosta völ en afhenda málið lög- fræðingi." millj. króna láni. Talsmenn VSÍ og ASÍ á fundinum töldu að vaxta- byrðin væri þarna stórlega ýkt þar sem gera megi ráð fyrir að raunvextir muni stórlega lækka áður en langt um líður og umrædd- ur vaxtamunur verði því ekki svo mikill í framtíð- inni. Víglundur Þorsteins- son benti m.a á að raun- vextir í nágrannalöndun- um séu nú á bilinu 3-5% og aldrei geti gengið að þeir verði miklu hærri hér en gerist annarsstaðar at- vinnulífið mundi ekki þola slíkt. Um skuldabréfakaupin samþykkti fundurinn ekk- ert af eða á. Hins vegar var Þorvarður Elíasson sagði í samtali við Tímann í gær að hann ræddi ekki við Póstversl- unina Pan í fjölmiðlum og sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast velvirðingar á ummæl- um sínum. „Ég mun á engan hátt svara þessu, nema þeir vilji tala við mig fyrir dómstólum og þá er það vitanlega sjálfsagt," sagði Þorvarður. -BG samþykkt að fara fram á að fá áætlun frá byggingasjóð- unum um greiðsluflæði næstu 30 árin, þar sem fram komi hver ávöxtun verður og hver muni greiða hallann af vaxtaniður- greiðslunni. Eignir bygg- ingasjóðanna verði gerðar upp á grundvelli þeirra áætlana miðað við hefð- bundnar aðferðir við mat á núvirði skulda og eigna með mismunandi ávöxtun. í samþykktinni kom fram efasemd um að bygginga- sjóðirnir geti greitt þetta fé til baka þegar lífeyrissjóð- irnir þurfa á því að halda til lífeyrisgreiðslna. - HEI Landssamband lífeyrissjóða: Ýmislegt við skulda- bréfakaupin að athuga

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.