Tíminn - 03.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. apríl 1986 Tíminn 3 Strokufangarnir. Aðalstcinn Aðalsteinsson og Unnar Sigurður Hansen. Unnar, sá dökkhærði, stal sög af verkstæð- inu á Litla-Hrauni og sagaði gat á rimlana. Þeir hittu blaðamann Tímans að máli í gærdag, þar sem þeir voru í fclum fyrir réttvísinni. Timamynd Eggert Tíminn ræddi við strokufanga í felum: „Sagaði rimlana úr og stakk af“ - sagði tvítugur strokufangi af Litla-Hrauni Auglýst var eftir tveimur stroku- föngum af Litla-Hrauni í gærmorg- un. Tíminn hafði uppi á verustað þeirra í Hafnarfirði í rúmlega tvö hundruð metra fjarlægð frá Lög- reglustöðinni í Hafnarfirði. Þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson og Unnar Sigurður Hansen samþykktu að veita blaðamanni áhfcyrn. Fyrst þurfti að gera strokuföngunum grein fyrir því að blaðamaður yrði að segja til þeirra eftir viðtalið. Þeir félagar féllust á það og sögðust hvort eð er ætla að gefa sig fram. Báðir segja þeir sig vera síbrota- menn og hafa þeir hlotið dóma fyrir innbrot og fíkniefnabrot. Dómur Unnars átti að vera að fullu afplán- aður í september næstkomandi. Hann sagði í samtali við Tímann að sennilega fengi hann inánuð í ein- angrun fyrir strokið, en greinilegt var á honum að viðbótarrefsing var ekki það sem hann hræddist. Stal sög á verkstæðinu Það var Unnar sem ákvað að strjúka úr fangelsinu. „Ég stal sög af verkstæðinu á þriðjudaginn. Allir fangarnir lágu í sólbaði og enginn fangavörður var nálægur. Eg sagaði rimlana úr glugganum og hljóp bein- ustu leið út í myrkrið. Eftir að hafa klifrað yfir tvær girðingar þá var ég staddur í mýri. Ég hljóp beint af augum og kom að Ölfusá. Á leiðinni þangað heyrði ég allt í einu kallað á mig. Ég svitnaði. Þá var Alli kominn á eftir mér. Hann sá þegar ég fór og kom á eftir mér. Við mættum lögreglunni á leið- inni, en þeir athuguöu okkur ekkert. Á bensínstöðinni Arnberg rétt fyrir utan Selfoss hringdum við á leigubíl og vorum komnir til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti," sagði Unnar. Ástæður þess að þeir vildu tala við blaðamann eru þær að þeir telja að ýmiss aðbúnaður í fangelsinu sé ekki samkvæmt reglum. „Raflögnin hangir á veggjunum og allir vita að það er kolólöglegt. En það er kannski ekki fangelsið sem er það versta. Kerfið er svo seinvirkt að það nær ekki nokkurri átt. Við getum sótt um náðum þegar afplán- unartíminn er hálfnaður, eða þegar tveir þriðju hlutar hans eru liðnir. Þegar sótt er um áfrýjun þá fær maður framan í sig að maður eigi dóm yfir höl'ði sér. Mér og fleiri föngum finnst þetta mjög ósann- gjarnt. Það á að birta ákærurnar allar um leið og þá geta mcnn afplánað í eitt skipti fyrir öll. Það er líka blóðugt eins og með mig. Ég má sækja um náðun í júni, en þá er allt apparatið í sumarfríi og minn náðun- artími rennur út og ég get ekki sótt um náðun,“ sagði Unnar. Nóg af dópi á Litla-Hrauni Viðtalið fór eingöngu fram við Unnar, þvf Aðalsteinn var ekki á því að tjá sig um málin, en hafði þó gengist inn á skilmála blaðamanns. Um ástandið í fangelsinu sagði Unnar. „Það er hægt að fá nóg af Þórir Hilmarsson fyrrverandi brunamálastjóri hefur farið þess á leit við siðanefnd BlaðamannafélagS' íslands, að fréttamennirnir Halldór Halldórsson fréttastjóri hjá Helg- arpóstinum og Páll Magnússon fréttamaður hjá sjónvarpinu verði átaldir eða víttir fyrir fréttaflutning sem varðaði Þóri sjálfan og fjöl- skyldu hans. Orðrétt segir í erindinu til siða- nefndarinnar. „Skrif Helgarpóstsins 6. febrúar 19£6 og umfjöllun Páls dópi á Hrauninu. Hassið kostar fimmtán hundruð krónur grammið og amfetamínið meta menn ekki til fjár. Eftir hcimsóknartíma þá „djönka" menn sig til helvítis. Það sama gerist á mánudögum. Menn reykja og dópa sig til helvítis. Á þriðjudögum er farið að ganga á þetta. Það er síðan ekki fyrr en á miðvikudögum sem fangaverðirnir leita í klefunum og finna þá náttúru- lega ekki neitt. Fangavörðunum er alveg sama ef að hass er í húsinu. Þá eru fangarnir rólegir og enginn segir neitt. Það er aftur á móti verra þegar pillur eru-í umferð. Þá er meira að gera hjá fangavörðunum og því leita þeir í klefunum. Menn eru erfiðari þegar þeir eru upptjúnaðir á pillum," sagði Unnar. Þeir félagar eiga nú yfir höföi sér mánaðar vist í einangrun fyrir strokið. Dómur þeirra verður ekki að fullu afplánaður fyrr en í haust, og þá vita þeir ekki hvort ný ákæra verður birt þeim áður en þeir losna, eða hvort það verður seinna. Magnússonar fréttamanns hjá sjón- varpinu um þau skrif, dagana 10. og 11. febrúar, eru í hæsta máta æru- meiðandi og ósamboðin góðri blaða- og fréttamennsku að mati udirrit- aðs.“ Þórir Hilmarsson gerir þá kröfu sjálfs sín vegna og fjölskyldu sinnar vegna eins og hann orðar það, að fréttamennska þessi verði átalin eða vítt af siðanefnd Blaðamannafélgs íslands. -ES -ES Siðanefnd víti Pál og Halldór - er krafa fyrrverandi brunamálastjóra Verkamannasamband íslands Suðurlendsbraut 30 Pósthólf 8156 128 Reykfavlk Frá Verkamannasambandi íslands Fylgist með verðlaginu Verkamannasamband íslands beinir þeirri eindregnu áskorun til aðildar- félaga sinna og allra félagsmanna þeirra, að fylgjast grannt með verð- lagi hvert á sínu svæði og í samstarfi við önnur verkalýðs- og neytendafé- lög. TRAUST VERÐLAGSEFTIRLIT FÉLAGSMANNA ER EIN AF MEGINFORSENDUM NUGILDANDI KJARASAMNINGA VMSÍ BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:*.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent Sj» UMFERÐAR RÁÐ Góð orð 's duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli Úrvals appelsínu marmelaói á brauðið Bændur Ungur maður óskar eftir sveitavinnu strax. Er vanur. Sími 91-20548. Trommusett til sölu Hvítt REMO trommusett til sölu. Tilvalið fyrir byrjendur. Upplýsingar í síma 53809. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fýrir þig —.. ir ■■■■■ 1 ■ " 1 —"111 Okeypis þjónusta Tíminn 18300 Iiminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.