Tíminn - 03.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.04.1986, Blaðsíða 16
STRUMPARNIR '-'I!-^P1 Verslið meðVISA ISLENSKA BADMINTONLANDSLIÐINU tókst ekki aö komast uppí 2. deild i Evrópukeppni landsliða í badminton. íslenska liöiö sigraði í 3. deild meö því aö vinna alla leiki sína í riðlakeppninni og vinna síðan Tékka 3-2 í úrslitaleik 3. deildar. Um sæti í 2. deild var síöan spilaö við íra en sá leikur tapaöist 2-3 eftir hörkubaráttu. [slensku keppend- urnir hafa einnig staöiö sig vel í einstaklingskeppninni. Fimmtudagur 3. apríl 1986 Kreditkort og Samvinnuferðir: „Viö reiknum mcð að þctta sc eins og lítill snjóbolti sem cr rctt byrjaður að rúlla og cigi cftir að hlaða utan á sig," sagði Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða Landsýnar í gær um nýjung í lánaviðskipt- um sem Samvinnufcrðir. og Kreditkort hf. cru að hrinda af stokkunum. „Tilgangurinn var að finna eitthvaö lánsform scm væri cinfaldara í sniðum og krefðist minna tilstands cn skuldabréfaviðskipti, og cg á von á því að fleiri fyrirtæki cigi cftir að nota scr þcssa þjónustu í framtíðinni," sagði Hclgi enn frcmur. Nýjungin felst í því að nú gcta viöskiptavinir þcssara fyrirtækja grcitt orlofsferðir sínar að öllu leyti mcð krcdit- korti, ckki einungis staðfest- ingargjald og innborgun, hcld- ur cinnig mánaðarlegar afborg- anir scm verðti þá færðar sjálf- krafa inn á úttcktarreikning viðkomandi korthafa hjá Kre- ditkortum hf. „Við hjá Kreditkortum höf- um þcgar kannað lánstraust okkar viðskiptavina og því verð- ur ónauðsynlegt að hafa ábyrgð- armannakerfið sem fylgir skuldabrcfum," sagði Gunnar Bæringsson framkvæmdastjóri Kreditkorta. Hann benti cinnig á að mcð þessu móti gæfist viðskiptavin- um kostur á að hafa þessi lánsviðskipti sín á einum stað, og að um mánaðargreiðslur með þessu móti giltu sömu reglur og um önnur viðskipti með krcditkortum. Viðskiptin fara þannig fram að sá sem hyggst borga orlofs- fcrð sína á þennan hátt gerir samning við ferðaskrifstofuna um hvernig hann vill haga greiðslu útborgunar og cftir- stöðva. En í stað þess að útbúa skuldabréf er hringt í Kredit- kort og fengin hcimild fyrir samningnum. Síðan komá um- samdar mánaðargreiðslur fram á úttektarreikningi korthafans samkvæmt því sem um var santið. Kreditkort fá sína þóknun frá Samvinnuferðum, en ferðaskrifstofan tckur síðan sína vexti af láninu cins og um skuldabréf væri að ræða. Ekki bjuggust forsvarsmenn þessara tveggja fyrirtækja við því að þetta myndi auka vanskil, enda fengu þeir, sem ekki hcfðu lánstraust ekki að borga nteð þessum hætti. Hins vegar töldu þeir að þetta gæti leitt til þess að tilfærsla yröi á viðskiptum og að þau skulda- bréfaviðskipti sem áður fóru í gcgnum bankakerfið kætnu þá sem viðbótarviðskipti hjá Kreditkortum. Rétt er þó að taka fram að Samvinnuferðir munu áfram bjóða upp á við- skipti með skuldabréfum jafnhliða þessari nýju greiðslu- aðferð. „í þeirri hörðu sam- keppni sent er í ferðamanna- iðnaðinum eru menn komnir eins lágt og þeir geta í verði og því beinist athyglin í auknum mæli að þjónustu. Við lítuin fyrst og freinst á þetta sem aukna þjónustu við viðskipta- vini, þar sem þetta kerfi cr í alla staði einfalt í sniðum," sagði Helgi Jóhannsson. Gefist þessi tilraun vel er ekki ólíklegt að fleiri fyrirtæki taki upp þcnnan greiðslumáta, t.a.m. verslanir, sem selja vör- ur á afborgunum. -BG Um 10.700 íslendingar hálfáttræðir og eldri: HELMINGUR EINSTÆÐAR KONUR Við 75 ára aldur eru fjórar af hverjum fimm (80%) konum í Stór-Reykjavík orðnar ein- stæðingar - flestar ekkjur. Þessar einstæðu konur eru um helmingur af öllum Stór-Reyk- víkingum sem náð hafa 75 ára aldri. Meira en helmingur karla sem náð hafa þeim aldri býr aftur á móti cnn í hjónabandi. Fólk 75 ára og eldra var orðið rúmlega 6 þús. á höfuð- borgarsvæðinu í des. s.l., þar af mikill meirihluti, eða um 5 þús. í Reykjavík sjálfri. Af 6.040 voru um 2.300 karlar og góður meirihluti þeirra enn í sambúð. Af 3.740 konum voru hins vegar aðeins 770 einn í hjónabandi, en tæplega 3 þús- und einstæðar, eða um 80% þeirra, sem fyrr segir. Þetta hlutfall var hærra í höfuðborg- inni sjálfri en á svæðinu í heild. Meira en helmingur Reykvík- inga á þessum aldri er ein- stæðar konur. Þarna kemur tvennt til: Auk þess að konur verða mun eldri en karlar giftast þær oft sér eldri mönnum. Af framan- greindu má sjá að fáar konur gefa búist við að vera enn samvistum við maka sinn eftir að 75 ára aldri er náð (nema að þær fari í tíma að dæmi margra stórstjarna og kræki sér í mun yngri karla). Þess má t.d. geta að í hópi 70-74 ára kvenna í Reykjavík eru ekkjur þegar orðnar mun fleiri en giftar konur. Á þeim aldri eru kvænt- ir karlar aftur á móti 4-5 sinn- um fleiri en ekklarnir. Á aldr- inum 80-84 ára eru enn um 40% allra karla enn í hjóna- bandi, en aðcins 9% kvenanna, sem jafnframt eru miklum mun fleiri á þessum aldri. Á landsbyggðinni búa um 44% allra 75 ára og eldri (um 4.700) af alls 10.700) en um 45% af þjóðinni í heild. Hlut- föllin eru hins vegar ólík að því leyti, að þar býr um helmingur allra þessara öldruðu karla í landinu en aðeins unt 40% kvennanna. Hlutföll einstæð- inganna eru þó ekki mjög ólík og á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. um helmingur karlanna en 3 af hverjum 4 konum. Sjötíu óg fimm ára og eldri í landinu eru nú um eitt þúsund fleiri en 1980, sem er 10,3% fjölgun, á sama tíma og þjóð- inni hefur fjölgað um 5,7%. Af alls 10.730 eru 4.480 karlar þar af um 2.380 eða góður helming- ur enn í hjónabandi. Af 6.250 konum eru hins vegar aðeins 1.390 í hjónabandi, en 4.860 einstæðingar-ekkjur, fráskild- ar eða ógiftar - eða hátt í helmingur allra landsmanna á þessum aldri. Öldrunarvanda- mál virðist því fyrst og fremst vera vandamál aldraðra ein- stæðingskvenna. (Allar tölur eru úr Hagtíðindum.) Forráðamenn Samvinnuferða og Kreditkorta hf. F.v. Hörður Gunnarsson forstöðumaður fjármálasviðs og Helgi Jóhannsson forstjóri frá Samvinnuferöum og Gunnar Bæringsson framkvæmdastjóri og Grétar Haraldsson markaðsstjóri frá Kretitkortum. (Tímamynd Sverrir) í 31 hreppi hefur fækkaö á kjörskrá frá 1982: Um 26.500 fá nú að kjósa í fyrsta sinn í tveimur hreppum lands- ins mun nær þriðjungur kjör- gengra manna vcrða kosinn í hreppsnefnd nú í vor. Á kjörskrá í Múlahreppi A- Barð. eru aðeins 10 manns hvar af 3 verða kosnir í hreppsnefndina og í Fróðár- hrcppi á Snæfellsnesi eru 18 á kjörskrá sem kjósa munu sér 5 í sveitarstjórn. Vegna lækkaðs kosninga- aldurs í 18 ár niunu kjósendur á kjörskrá í landinu verða um 20 þús. fleiri nú í vorcn þegar síðast var kosið til sveitar- stjórna árið 1982, eða alls unt 169 þús. nú samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar. Vegna 18 ára kosningaaldurs bætast nú 6 nýir árgangar f kjósendatöluna. Samtals um 26.500 ungmenni ganga nú í fyrsta sinn að kjörborðinu, en það er nærri 6. hver kjós- andi í sveitarstjórnarkosning- unum í vor. Á kjörskárstofni Hagstof- unnar eru samtals 171.263 manns, en þær tölur lækka nokkuð bæði vegna þcirra sern verða 18 ára síðari hluta ársins og þeirra sem ekki lifa til kosninga. Af þeim sem eru á kjörskrá eiga 66.529 heima í Reykja- vík og 39.031 á Reykjanesi. Samtals eiga því 61,6% kjós- enda heinta í þessum tveim kjördæmum. Þrátt fyrir lækkaðan kosn- ingaaldur er 31 hreppur sem nú hefur færri á kjörskrá heldur en vorið 1982, þar af 10 hreppar á Vestfjörðum. Þann 31. maí verður kosið í 23 kaupstöðum og 36 hrepp- um þar sem 3A íbúanna búa í þéttbýli, en í 164 öðrum hreppum þann 14. júní. Samtals verða því kosnar 223 sveitarstjórnir í vor með hátt í 1.200 sveitarstjórnarmönn- um. Þeir sem langar til að ná kosningu í sveitarstjórn ættu að drífa í að flytja til Vest- fjarða þar sem rúmlega 2% kjörgengra manna, eða um 150 manns verða kosnir. Samsvarandi tala fyrir höf- uðborgina væri 1.460 manns í borgarstjórn. -HEI -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.