Tíminn - 15.04.1986, Side 6

Tíminn - 15.04.1986, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 15. apríl 1986 Islensk samvinnufélög Upphaf íslensku samvinnufélaganna má rekja langt aftur fyrir síðustu aldamót. Fyrsta kaupfélagið sem stofnað var og enn er starfandi er Kaupfélag Þingeyinga. Það var stofnað 20. febrúar 1882 að Þverá í Laxárdal, og við þann atburð miðar íslenska samvinnuhreyfingin aldur sinn. Að stofnun félagsins stóðu þingeyskir bændur sem þreyttir voru orðnir á yfirgangi kaupmanna og kusu frekar að standa saman um innkaup á nauðsynjavarningi og annast sjálfir sölu á sínum afurðum. Næstu ár á eftir voru síðan stofnuð fleiri kaupfélög um allt land með sömu markmið og byggð á sömu reglum. Fyrst í röðinni af þeim var Kaupfélag Eyfirðinga stofnað 1886 og mun það minnast aldar- afmælis síns í ár. Starfsreglur samvinnufélaga voru fyrst settar fram í Englandi 1844, og þrátt fyrir aldur sinn eru þær enn í dag kjarni samvinnuhugsjónarinnar um allan heim. Höfuðeinkenni samvinnufélaganna er lýðræðið. Hver félagsmaður hefur eitt atkvæði, án tillits til þess fjármagns sem hann kann að hafa lagt félaginu til og óháð því hve viðskipti hans við félagið eru mikil. Samvinnufélögin eru öllum opin. Hver og einn getur gerst félagsmaður svo framarlega sem hann ætli sér ekki vísvitandi að vinna gegn hagsmunum þess. Þetta mikla frelsi til þátttöku í samvinnufélögunum er að sjálfsögðu grundvallaratriði í lýðræðisskipan þeirra og gerir hvaða borgara sem vill kleift að verða þátttakandi í starfi félaganna og hafa áhrif á stjórn þeirra og stefnu. Enginn vafi leikur á því að kaupfélögin og samvinnuhreyfingin í heild hafa sannað gildi sitt hér á landi. Þótt kaupfélögin hafi í upphafi verið stofnuð til að annast vöruinnkaup og sölu á afurðum félagsmanna hefur starfsemi þeirra mikið breyst í gegn um árin. Langflest íslensku kaupfélaganna eru svo nefnd „blönduð félög“, sem þýðir að þau sjá jöfnum höndum um útvegun á neysluvörum og afurðasölu. Flest þeirra eru einnig með aðra umfangsmikla starfsemi og fer það eftir vilja félagsmanna sjálfra hver hún er. Eftir því sem kaupfélögin hafa vaxið hafa félagsmennirnir gert meiri kröfur til þess að þau tækju þátt í atvinnulífinu á félagssvæðum sínum. Reyndin hefur oft orðið sú að kaupfélögin taka við rekstri fyrirtækja sem standa höllum fæti og treysta rekstrargrundvöll þeirra. Þannighafafélagsmennirn- ir sjálfir kosið að styðja við bakið á mörguin atvinnufyrirtækjum sem að öðrum kosti hefðu hætt starfsemi. Andstæðingar samvinnufélaganna nefna slíkt yfirgang kaupfélaganna og telja þau standa í vegi fyrir frjálsri samkeppni. Býsnast er yfir stærð samvinnuhreyfingarinnar og henni talið það helst til foráttu að hún hafi afskipti af of mörgu. Vissulega er samvinnuhreyfingin sterkt afla og í reynd er hún eini aðilinn sem getur veitt fjársterkustu einstaklingum landsins einhverja samkeppni. Sú samkeppni hlýtur að vera af hinu góða. VÍTTOG BREITT telandur n___ OAffV margt. ölmiðlum; analíf* deeroi 33 mi>nnUI”unnar baí» armadur að Uomist að, lenöka intell- vseru,”hin |jennjiigarvlt- 'Seoe‘í& nÍn smalað* anUr' Uði tneð handa- að^r^ft engmn. ^ Verðmætamat skír lífra síamstvíbura „I>að vekur stunduin inenning- arlegan ugg í brjósti þegar Ijóst er, hvað rís hæst í liugunt samtíðar- manna. „Klippt og skorið“ í Þjóð- viljanum cr ekki uppáhaldslesefni Stakstcina. Að þessu sinni þykir þó ástæða til að koma efni þessa fastadálks á frainfæri við breiðari lescndahóp cn Þjóðviljinn nær til. Hann er því birtur hér óstyttur.“ Þetta cru aðfararorð Stakstcina Morgunblaðsins s.l. laugardag og á eftir fylgja hámenningarlegar vangaveltur Árna Bergmann rit- stjóra Þjóðviljans um fáfengilega umtjöllun blaða um lítilsilgd efni. Það er vel að blaöstjórar skyggn- ist um og hugi að því hvaða lcscfni hlaöakaupcndum er boðið upp á og hvaða áhersluatriði eru valin í þeim tryllta fjölmiðladansi sem tröllríður öllu daglegu lifi manna. Fólk cr niatað á fréttum og skemmtiefni allan guðslangan dag- inn og Itingann af nóttinni meö. Það skiptir því nokkru máli hvaða efni er sett í fjölmiðlana og hvernig það er matreitt. Um þelta verðmætamat fjallar Árni Bergmann af þvi djúpsæi að Morgunblaðið má ekki vatni halda og telur boðskapinn eiga erindi við fleiri en trygga lesendur Þjóðvilj- ans. En þeir scm húsum ráða á Þjóðvilja og Morgunblaði eru ekki að skoða eigin natla. Ekki einu sinni nallann livcr á öðrum. Því gerast þeir Heródes og l’ilatus vinir á þeim degi er Staksteinar cndurprcnta Klippt og skorið. Það verðmætamat sem um er fjallað cru tvær klaustir úr Tíman- um og ein úr Víkurfréttum, en það blaö er gefiö út í Kcflavík. í síðustu viku birlist frétt í Timanum um að l’anhópurinn margfrægi væri farinn að halda konukvöld og lýsing á þeirri skemmtun er höfð cftir konu er slíka sótti. Þjóðviljinn prcntaði lréttina, ef frétt skyldi kalla, og síðan Morgunblaöið. Athuga- semdin er að allt sé þetta öniurlega bjánalcgt. Að vísu slæðist það inn að heim- ildarkonu Tímans hafi fundist at- hæfið allt fyrir neðan allar hellur. Vel má taka undir þá skoðun að frásögn af þessu tægi eigi lítiö erindi á prcnt. En mikil ósköp mætti spara af pappír og prent- svertu ef ekki yrði birt annað í blööuin en það sem telja mætti gagnlcgan fróðlcik eða lieyrði til hinni óskilgreindu menningu. Það sem Þjóðvilji og Moggi eru ai) smjatta á er að Tíminn skuli verða til þess að minnast á útvíkkað prógram tískuflokksins, sem helst ekki má nefna en allir tala um. En svo vill til að það var einmitt Þjóðviljinn sem ruddi brautina og varð fyrst blaöa til að vekja athygli á nýju tískubylgjunni í nærfata- og pungbindabransanum. Dugði ckki minna en hálf forsíöa inálgagnsins, vel myndskreytt, til að vekja at- hygli á nýnæminu. Enginn fjöhniðill hefur gert þessum híalíns og kroppasýningum eins mikil skil og Morgunblaðiö. Að vísu mun ritstjórnin ekki hafa sýnt fyrirbærinu cins mikinn áhuga og gerst hefur hjá sumum öðrum blöðuni, en auglýsingadcildin verið þciin mun sprækari. í engu öðru blaöi hafa sýningar Pan-flokksins verið kynntar jafn- rækilega. Hvergi fleiri inyndir ver- ið birtar og ekkert annað hlaö getur státað af því að minna lesend- ur sína á tilvcru þcssa sérstæða skenimtanahalds nær daglega vik- uni eða inánuðum sainan. En Morgunblaðið gerir það fyrir peninga. Svo cr tekiö undir orö vand- lætarans og grjótkastiö dynur út úr glerhúsuni þeirra sem hafa meiri áhuga á að rýna í annarra nafla cn að rækta eigin garð. Næsta hneykslunarhella Þjóð- viljans og þar ineð Morgunblaðsins er frásögn Víkurfrétta af nýju skcmmtanahúsi seni risið kvað vera í Keflavík. Haft er cftir forscta bæjarstjóniar að með húsi þessu sé brotið blað í sögu Suðurnesja og glæsileika veitingahússins er fjálg- lega lýst. Látið er í veöri vaka að verð- mætamat blaösins sé heldur bág- liorið. Það væri nú cinhvcr munur ef verið væri að lýsa höfn eða fjölbrautaskóla, þá væri hægt að tala uin brotið blað í sögu byggðar- lagsins. „Maöur á að lialda áfram að skemmta sér. Böllin verða að kont- inúerast," segir Þjóðviljinn og Mogginn. Skemmtanaiðnaðurinn er ekki síður fyrirferðarinikill á síðum vandlætingablaðanna en í öðrum blöðum. Poppið, rokkið og diskóið og hvað þetta nú allt heitir verður að kontinúerast og ættu blaðstjórar að leggja það á sig að lesa þær upphöfnu grcinar sem birtast i eigin blöðum um efnið. Fjálglegar og yfirhástemmdar lýs- ingar á þeim guðlegu undrum sem útgáfa á nýrri plötu með einhverj- um gaddavírsgargaranum er. Eða lýsingar á hljómleikahaldi i ein- hverju skemmtanuhúsanna. Það þarf engan að undra þótt blaðainaður Víkurfrétta upptendr- ist af þvi að nýtt veitingahús er tekiö ;i notkun i Kefiavík. Öðru eins hcfur nú verið lýst meö liá- steinmdu lofi án þess að ritstjórar kippi sér upp við það. Þriðja vandlætingarefni hinna skírlífu síumstvíbura er litil samantekt sem blaðamaður hjá Helgarblaöi Tímans gerði sér til dundurs og lesendum til skenun- tunar. Með handahófslegri aðferð safn- aði hann saman nöfnum 33 inannu sem hann taldi að vel gætu tilheyrt íslcnskri intelligensíu og nefndi í ógáti menningarvita. „Oss er ekki skemmt“ sagði Viktóría drottning og keisarynja. Sama er uppi hjá ritstjóra Þjóðvilj- ans, sem lenti á listanum og reynd- ar ritstjóri Morgunblaðsins líka. Höfuðsynd Helgarblaðsins crsú, að áliti Þjóðvilja og Morgunblaðs, að fara með hundleiðinlegt nöldur um menningarvita og menningar- uinræðu „og er þetta allt honum til hins mesta ama". Ekki bætir úr skák að efnið var birt undir hausn- um listatiniinn. limræða iim inenningu og listir er nú aldeilis ckkcrt til að grínast með hvað þá að fjalla uin sjálfa nienningarvitana í nöldurtóni. Aldrci er nöldrað um menningu og listir í Þjóðviljanum né Morgun- blaðinu. Þar er umræðan öll á háu plani. Þar skciða menningar- frömuðirnir sjálfir um völl. Að visu keniur fyrir að gagn- menntaðir gagnrýnendur finna listaverk léttvæg og spara þá hvergi stóru orðin um hve andmenningar- leg þau eru og t.d. hve mikið þeim liafi lciðst á einhverri leiksýningu. Stundum er svona löguðu svarað og kemst þá enginn blaðaniaður, hvorki á Tímanum né annars staðar, með tærnar þar sem lista- mcnn hafa hælana í að úthúða hver öðrum og draga listsköpun niður í svaðið. En þetta er aldrci hund- lciöinlegt nöldur né menningunni til ama. Svona umræður fara einkuni fram í Þjóðviljanum og Morgun- hlaöinu. En þegar blaðaniaður á Tímanum viðurkcnnir fúslega að hann hafi komiö sér í klandur með því að takast á hendur að skrifa um listir og mcnningarmál fær hann heldur betur á baukinn hjá þeim sem einir vita og einir skilja. Það er margur hégóminn og margt af því sem sett er í blöö væri allt eins vel óskrifað öllum að nieinalausu. Vel má gagnrýna meðferð fjölmiðla á fjölmörgum málum bæði hvað snertir efnisval og málnotkun. Tíminn biður sér engrar vægðar í þeim efnuni. En næst þegar Þjóðviljinn og Morgun- blaðið sverjast í fóstbræðralag und- ir yfirskini hcilagrar vandlætingar um hvað er hégómi ættu málgögnin að skyggnast ofurlítið í eigin barm. Það gæti komiö í Ijós að Tíminn og Víkurfréttir hafi ekkert slakara verðmætamat en gengur og gerist í blaðaheiminum. OÓ Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAHVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.