Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. apríl 1986 Tíminn 13 Fasteignaverð í hverfunum innan Elliðaáa er 10-15% lægra en vestar í borginni. Þessu þarf að breyta og myndarlegur miðbæjar- og þjónustukjarni er stórt spor í þá átt. hafa orðið nokkurs konar svefnbæir vegna þess, að ekki hefur verið gert ráð fyrir öðru. Það er óþoiandi að fólk, sem býr í þessum hverfum þurfi að sækja ýrnis konar þjónustu eða atvinnu um miklu lengri veg en vera þyrfti af því að skipulagið býður ekki upp á þjónustu eða atvinnustarfsemi í ná- lægð þessara fjölmennu hverfa. Það á t.d. sérstaklega við um Breiðholts- hverfin. Þessu verður að breyta og þessu er hægt að breyta. Austur-miðbær Reykjavíkur Hvaða tillögur hefur Frantsókn- arflokkurinn í þessu máli? - Framsóknarflokkurinn telur, að í svonefndri Suður-Mjódd, sem nrarkast af Breiðholtsbraut í norðri, Seljahverfi í austri og suðri og Kópa- vogi í vestri, eigi að víkja til hliðar gömlum og tír sér gengnum tillögum um byggingu keppnismannvirkja í íþróttum, en t stað þess eigi að rísa á þessu svæði verslunar- og þjónustuhverfi með öllum einkenn- um lifandi miðbæjar, svonefndur austur-miðbær Reykjavíkur. Þetta svæði er um það bil 33 hektarar og af því er aðeins búið að ráðstafa 6 hekturum til íþróttafélags Reykjavíkur og Olíufélagið h.f. hef- ur fengið úthlutaða lóð undir bcnsín- stöð. Að öðru leyti eru heldur óljós- ar hugmyndir um keppnismannvirki, sem áttu að taka við þegar keppn- ismannvirkin í Laugardal yrðu fullnýtt. Allar forsendur í því ntáli hafa breyst vegna þess að íþróttafé- lögin í borginni hafa mótað nýja stefnu unt keppnishald sitt, en það miðar að því að keppni fari fram á félagssvæðum íþróttafélaganna sjálfra. Af þessum sökum hefur t.d. að- sókn að Laugardalsvellinum minnk- að ár frá ári að undanförnu. Þeint fjármunum sem átti að verja til þessara mannvirkja er því betur varið til að aðstoða íþróttafélögin við að' byggja áhorfendasvæði á félagssvæðum þeirra. Öðrum íþróttamannvirkjum í Suður-Mjódd má hæglega koma fyrir á íþrótta- svæði IR. Samfellt miðbæjarsvæði Ljóst er að svokölluð Mjódd, þar sem veitingastaðurinn Broadway, verslunin Víðir og fleiri fyrirtæki hafa haslað sér völl, mun ekki geta þjónað úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæja sem þjónustukjarni. Þetta svæði er einfaldlega of tak- ntarkað. Hins vegar mætti tengja saman Mjódd og Suður-Mjódd svo að bæði þessi svæði mynduðu eina heild sem austur-miðbær Reykjavík- ur. - Hvers konar borgarkjarni verður austur-miðbær? Á þessu miðbæjarsvæði getur far- ið fram öll hefðbundin miðbæjar- starfsemi í sambandi við verslun og þjónustu, en auk þess verður að gæta þess að glæða miðbæinn lífi með margháttaðri starfsemi annarri, sem tengist menningu, listum og skemmtun. Þar ntá nefna veit- ingahús, leikhús og skemmtigarð (Tívolí) fyrir yngstu borgarana, sent oft vilja gleymast þegar verið er að skipuleggja borg og bæi. Úr því hægt er að reka slíkan skemmtigarð í Hveragerði hlýtur að vera grundvöll- ur fyrir rekstri skemmtigarðs í Reykjavík. Vélfryst skautasvell keniur einnig vcl til greina. 1 austur-miðbænum þyrfti að gera ráð fyrir stjórnsýslustarfsemi og sér- verslunum. Vel kæmi til greiná að hótel risi á svæðinu og þar gætu vel verið yfirbyggðar göngugötur og torg, þar sem útiskemmtanir gætu farið fram allan ársins hring. Margs konar útimarkaðsstarfsemi kemur einnig vel til greina, svo sent sala á grænmeti og ýmsu því sem slíkum mörkuðum hæfir. Flugmiðstöð vegna utanlandsflugs Sem fyrr segir liggur Suður-Mjódd meðfram Reykjanesbraut. Þar af leiðandi verður svæðið í tengslum við umferð sem tengist Suðurnesjunt og þar með Keflavíkurflugvelli sem erokkarutanlandsflugvöllur. Það er vissulega íhugunarefni hvort ekki er eðlilegt að flugmiðstöð (airterminal) yrði í austur-miðbæ. Að öðru leyti sýnist mér eðlileg- ast, að fram færi hugmyndasam- keppni um uppbyggingu þessa svæöis. Fossvogsbraut endanlega lögð til hliðar Komist þessi hugmynd í frant- kvæmd kemur hún þá ekki til með að breyta forsendum varðandi um- ferðarmál? - Mcð tilkomu Höfðabakkabrú- arinnar verða greiðar samgöngur að austur-miðbæ frá Árbæjarhvcrfum og Grafarholti, en að ntínu mati mun tilkoma austur-miðbæjar breyta forscndum fyrir svonefndri Fossvogsbraut. Ég tel að mcð til- komu miðbæjar á þessum stað ntuni þyngdarpunktar í sambandi við verslun og þjónustu flytjast töluvert frá miðbænum í Kringlumýri og gamla miðbænum. Umferð úr hverf- ununt austan Elliöaá til aö nálgast þjónustu, sem áður varð að sækja lengra í burtu hlýtur að minnka verulega. Þess vegna leggur Framsóknar- flokkurinn til, að endanlega verði horfið frá hugmyndum um Foss- vogsbraut, en þess í stað verði tekin upp samvinna við Kópavogskaup- stað um útivistarsvæði í Fossvogsdal. Það útivistarsvæði gæti tengst Elliða- árdalnum í austri og Nauthólsvík í vestri. Með því myndi skapast óvenjulegt og sérstætt útivistar- svæði, sem yrði eftirsótt af höfuð- borgarbúum og nágrönnum þeirra. Aukin atvinnustarfsemi Mun atvinnutækifærum í úthverf- um Reykjavíkur fjölga með tilkomu nýs miðbæjar? - Þaö liggur í augum uppi að svo verður. En það þarl' að gera fleira. Á óráðstöfuðu svæði norðan Bakka- og Stekkjahverfa, sem er á vinstri hliö þegar ckið er upp í Hólahvcrfi, má koma fyrir atvinnustarfsemi, sem tengist t.d. gróðurhúsarækt og létt- um iðnaði. Það er alveg augljóst að skapa verðurfleiri atvinnutækifæri í tengsl- um viö íbúðabyggðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist Ég vil að lokum scgja það, að ég tel, að Sjálfstæðisflokkurinn, sent lengstum hefur farið ntcð stjórn skipulagsmála í Reykjavík, hafi al- gjörlega brugðist í þessu skipulagi. Sjálfstæðismenn hafa verið fastir í alls kyns gæluverkcfnum á sviði skipulagsmála allt of lengi, en látið hjá líða að taka á raunverulegum vandamálum. En það er varla von til þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti tekist á við skipulagsmál af þessu tagi, því fyrst verða menn að þekkja vandann. Gagnvart íbúunt úthverfa Reykja- víkur er hér um stórmál að ræða, ekki aðeins hvað varðar þjónustu og greiðari aðgang að ntargs konar menningarstarfsemi, heldur verður þessi tillaga, ef hún nær fram að ganga, til að leiðrétta verðmun á íbúðum borgarinnar. Suður-Mjódd. Þarna vilja framsóknarmenn að nýr miðbær rísi. Kirkjan í Mjóddinni er lengst til vinstri, Breiðholt 1. þar fyrir ofan og neðsti hluti Seljahverfis til hægri. Svæðið afmarkast af Breiðholts- og Reykjanesbraut og liggur mjög vel við samgöngum. Alls er Suður-Mjóddin 33 hektarar og allar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu til að reisa þar líllegan miðbæjarkjarna. Timamvndir Sverrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.