Tíminn - 22.04.1986, Side 5

Tíminn - 22.04.1986, Side 5
Þriðjudagur 22. apríl 1986 Tíminn 5 llllllllllllllilllllllll ÚTLÖND ~ AFRÍKA: Matvælaskortur minni en framtíðin er óljós Genf-Reuter Matvælaframleiðsla hefur nú auk- ist að nýju í flestum löndum Afríku og einungis sex lönd, öll suður af Saharaeyðimörkinni, munu þurfa á neyðarhjálp að halda á þessu ári vegna matvælaskorts. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóða matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) gaf út um helgina. Þrátt fyrir aukningu í samanburði við síðustu ár er matvælaframleiðsla á hvern einstakling í Afríku enn minni en hún var að meðaltali á síðasta áratug. Ennfrcmur segir í skýrslunni að ýmis teikn séu á lofti um að þjóðir Afríku muni verða háðari innflutningi á matvælum um 1990 en nú er. Ríki þau sem beðið hafa um aðstoð á þessu ári eru Angola, Botswana, Eþíópía, Mozambique, Súdan og Grænhöfðaeyjar. Þurrkar ellegar innanlandsófriður eru helstu ástæðurnar fyrir að ríkin biðja um þessa hjálp. í skýrslunni er bent á nauðsyn þess að koma upp upplýsingakerfi sem varað geti við hugsanlegum hungursneyðum með góðum fyrir- vara. Matvælaflutningar ganga nefnilega hægt fyrir sig í Afríku þar sem samgöngukerfi heimsálfunnar er slæmt. Þótt hungursneyð- inhafiíbili veriðað mestu kveðin niður í mörgum Afríku- ríkjunum bendir fátt til þess að fram- undan séu betri tímar með blóm í haga. FRÉTTASKÝRING: Efnahagurinn dafnar en lýðræðinu er ábótavant Stjórnvöld í Suður-Kóreu líta Evrópu vonaraugum - Beinna forsetakosninga krafist heima fyrir Ekki barði Chun forseti S-Kóreu bjöllu í Evrópu heldur aflaði viðskiptasam- banda að eign sögn. Andstaðan gegn Chun og stjórnvöldum hefur farið vaxandi heima fyrir. Chun Doo Hwan forseti Suður- Kóreu kom til síns heima í gær eftir fimmtán daga ferðalag til Evrópu. Hann sagði við heimkomuna að samkomulag hefði náðst um ýmis- konar viðskipti og tæknisamvinnu og ætti það enn að koma til góða batnandi efnahagslffi landsins. Chun heimsótti Bretland, Frakkland, V-Þýskaland og Belgíu í ferð sinni en stjórnvöld í Suður-Kór- eu hyggjast reyna að koma útflutn- ingsvörum landsmanna í auknum mæli á markað í Evrópu. Efnahagsástandið í Suður-Kóreu hefur batnað mjög á þessu ári, þökk sé lækkandi olíuverði, sterku yeni og minni vöxtum. Einn ókostur er þó við sterka stöðu yensins og er hann sá að japanskar innflutningsvörur hafa hækkað verulega í verði. Suður-Kór- eubúar hafa hingað til verið mikið upp á Japana komnir í sambandi við varahluti í bíla, rafmagnstæki og annað slíkt. Ferð Chuns forseta var því farin í því skyni að afla nýrra verslunar- sambanda í Evrópu en hlutur Suður- Kóreubúa á þeim markaði hefur aðeins numið 1%. „Því fyrr sem Suður-Kórea snýr sér að Evrópu því betra,“ segir James Todd stjórnandi samsteypu viðskiptabanka í Suður-Kóreu. Ekki er þó víst að slíkir hlutir gerist í einni svipan þrátt fyrir ferð Chuns. Hér koma inní myndina hlutir eins og landfræðileg lega og tungumálavandamál. Það er því nokkuð ljóst að Japanar munu enn um sinn vera stærsti viðskiptaaðili Suður-Kóreubúa. Viðskipti voru þó ekki eina um- ræðuefnið á fundum Chuns forseta með evrópskum ráðamönnum. Bæði Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands og Jacques Chirac forsætisráðherra Frakklands bentu forsetanum á að aukið lýðræði í Suður-Kóreu væri forsenda aukinna viðskiptatengsla. Talsverður órói hefur verið í land- inu undanfarna mánuði og er aðal- krafa stjórnarandstöðunnar sú að efnt verði til beinna forsetakosninga í landinu. Forseti er samkvæmt lög- um valinn af kosningaráði einu er í sitja 5000 manns. Stúdentar hafa verið í fylkingar- broddi þeirra sem til óeirða hafa efnt og hefur oft komið til harðra átaka milli þeirra og lögreglu, nú síðast í gær þegar sjö þúsund stúdentar mót- mæltu og kröfðust uppsagnar Chuns. í síðustu viku var efnt til mikillar mótmælagöngu í borginni Taejun og þykir víst að órói eigi eftir að aukast komi ekki til neinar breytingar í lýðræðisátt af hálfu Chuns og stjórn- ar hans. LIECHTENSTEIN: Karlremban á undanhaldi Konur hafa nú fullan kosningarétt alls staðar í smáríkinu Vaduz-Reuter. Síðustu vígi karlrembunnar í litla Alparíkinu Liechtenstein féllu um helgina er fullur kosningaréttur var þar samþykktur til handa konum. Konur eru um 55% af þeim sem kosningarétt hafa í Liechtenstein en þeimhafði þar til um helgina verið neitað að kjósa í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í þrem- ur af ellefu héruðum landsins. Um helgina samþykktu hinsveg- ar að meðaltali um 54% karlmanna í héruðunum Balzers, Triesen og Triesenberg að konur mættu vera með í ráðum um innansveitarmál ■ efni. Konur í Liechtenstein kusu fyrst í almennum kosningum í janúar síðastliðnum er efnt var til þing- kosninga. í landinu. Það var árið 1984 sem samþykkt var að konur mættu kjósa um landsmálefni en hvert hérað varð síðan að ákveða fyrir sig með kosningarétt kvenna í héraðsmálefnum. FINNLAND: Deilur magnast Helsinki-Reutcr. Vinnudeilurnar í Finnlandi mögnuðust enn fiekar í gær þegar tíu þúsund rafvirkjar lögðu niður störf. Verkfall ríkisstarfsmanna hefur nú staðið í viku og hefur Utlönd Umsjón: HEIMIR BERGSSON komið sérstaklega illa niður á járnbrautar- og flugsamgöngum og annarrri þjónustu til handa al- menningi. Byggingarverkamenn eru einnig í verkfalli en það hófst síðasta föstudag. Samtök rafvirkja hafa hótað að loka í dag tveimur kjarnorkuverum og öðrum orkuverum í landinu. Alls eru 42 þúsund ríkisstarfs- menn í verkfalli og hafa þeir meðal annars stöðvað járnbrautarsam- göngur til Sovétríkjanna. Finnar eiga mikil viðskipti við Sovétmenn og eru 80% verslunarvaranna flutt milli landanna með lestum. Verkföil þessi fylgja í kjölfarið á nýlegum samningum sem gera ráð fyrir 2,5% launahækkunum í ári og einnig á næsta ári. Ríkisstarfs- menn, rafvirkjar og byggingar- verkamenn telja hækkunina ekki fullnægjandi. FRAMTÆKNÍ s/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur Járnsmíði - Viðgerðir lceland Tfil 91-fi410RR Vélaviðgerðir - Nýsmíði Til sölu hjá Vélamiðstöð Kópavogs Tilboð óskast í eftirtalin tæki: 1. Víbró-Werken götuvaltari árgerð 1966 2. Dynapac götuvaltari árgerð 1977 3. Lítill götuvaltari 4. Sand-saltdreifari, sem hengdur er aftan á vörubílspall. Upplýsingar um tækin veittar í Áhaldahúsi Kópavogs og í síma 41576 í vinnu- tíma. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. föstudaginn 25.4.1986. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Forstöðumaður Ketilhús Vífilsstaðaspítala Tilboð óskast í breylingar á ketilhúsi Vifilsstaðaspítala. Fjarlægjaskal tanka, ketil og reykháf. Tengja hitaveituinntak og varakyndingu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstotu vorri. Tilboð verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda þriðjudaginn 6. maí nk.kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Til sölu Til sölu tvær MF dráttarvélar í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 99-5145

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.