Tíminn - 27.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. apríl 1986 Tíminn 3 HOLLUSTU- HORNID Svanfríður Hagwaag skrifar Hollustufæði - hvers vegna? Hvers vegna eigum við frekar að nærast á hollustufæði? Svarið er að með því bætir þú bæði Itcilsu þína og nýtur betur matarins. Hollustufæði þýðir það að þá er notaður óunninn matur - eða heill matur - engum aukaefnum er bætt við og ekkert tekið í burtu. Pakkamatur og unninn matur þýðir venjulega að hann inniheldur nokkuð mikið magn litarefna, rotvarnarefna og annarra kemiskra aukaefna. Það sem verra er- bragðgæði matarins minnka líka oft um leið og hann er unninn. ' Það er oft crfitt að venja fjölskylduna við hollustufæði - ráðið er að fara sér hægt og venja hana við smám saman. Hrísgrjón eru mjög gott dæmi um þetta. Byrjið á því að blanda saman hvítum og brúnum hrísgrjónum til helminga - athugið samt að brúnu hrísgrjónin þurfa nokkuð meiri suðu, eða um 45 mínútur. Aukið síðan brúnu hrísgrjónin smám saman og umskiftin ættu að verða átakalaus. Hér á cftir koma svo tvær uppskriftir af hrísgrjónaréttum sem henta vel til að kynna hollustufæði. Möndluhrísgrjón 1 bolli soðin brún hrísgrjón 1 hvítlauksbátur Vi msk. söxuð steinselja 'A tsk. merian !4 tsk. timian !4 bolli ristaðar möndlur eða hnetur Þegar hrísgrjónin eru soðin er möndlunum og kryddjurtunum hrært saman við. Látið lok á og látið standa í 10 mínútur. Þessi hrísgrjónaréttur er mjög góður sem meðlæti með öðrum mat. Sólskinsrísótto ■/> bolli sólblómafræ 1 laukur, saxaður 2 selleristilkar, saxaðir 1!4 bolli soðin brún hrt'sgrjón 'h bolli rúsínur 3A Dolli rifinn ostur 1 tsk tamari sojasósa Steikið grænmetið í olíu þangað til laukurinn er glær. Ristið sólblóma- fræið í 180°C heitum ofni í sjö til átta mínútur. Takið sólblómafræið úr ofninum og steikið með grænmetinu í um það bil 2 mínútur. Bætið við hrísgrjónunum og rúsínunum, það getur þurft að bæta aðeins við vatni á meðan hrísgrjónin eru að hitna svo að þau brenni ekki við á meðan. Setjið hrísgrjónin yfir í ofnfast mót og blandið helmingnum af ostinum og sojasósunni saman við hrísgrjónin. Stráið afganginum af ostinum yfir og setjið lok á mótið. Bakið í um það bil 10 mínútur við 180°C eða þangað til osturinn er bráðnaður. I fyrsta flokki Vinningur til íbúðarkaupa á 1. 000.000 kr. 6 uinningar til bílakaupa á 200. OOO kr. hver. 120 utanlandsferðir á 40.000 kr. hver. 120 húsbúnaðarvinningar á 10.000 kr. hver og 353 húsbúnaðarvinningar á 5.000 kr. hver. Sala á lausutn miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Mánaðarverð miða kr. 200, ársmiða kr. 2.400. Dregið verður 11. flokki 7. mai. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld ___HAPPDRÆTTI________ Dvalarheimliis aldraðra sjomanna JjW M W i' W i ÆÍ j L JsS&vÉ A4 1-30 A4 2-30 A4 3-30 A4 4-30 A4 4-30+ 0030 Ódýrar bókahillur fyrir skrifstofur ogheimili- eik teak og fura HUSGÖGN OG INNRETTINGAR „SUÐURL ANDSBRAUT 18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.