Tíminn - 27.04.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.04.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. apríl 1986 Tíminn 17 Það þarf hugar- fars- breytingu - segir Valgerður Bjarnadóttir verkefnis- stjóri á íslandi yfir samnorrænu jafnréttisverkefni ÍMARS 1985 var Akureyri valin mann í hálfu starfi, en Akureyrarbær sem fulltrúi íslands í samnorrænu leggur til skrifstofu og rekstur verkefni um kynskiptingu á vinnu- hennar. Valgerður sagði að verkefn- markaði. Verkefniðerunniðáöllum isstjórarnir á hinum Norðurlöndun- Norðurlöndunum á vegum Jafnrétt- um væru allir í fullu starfi, en isnefndar norrænu ráðherranefndar- fjárveiting hefði ekki fengist til þess innar. Jafnréttisnefndin fjármagnar hér á landi. Svo enn sem komið er verkið, og greiðir laun fyrir starfs- er hún aðeins í hálfu starfi. Á næstu Valgerður Bjarnadóttir. 4 árunt er norrænu verkefnisstjórun- um ætlað að vinna að upplýsinga- söfnun, rannsóknum og þreifa fyrir sér ineð leiðir til úrbóta. Á þessum 4 árurn verða af og til send út fréttabréf er greina frá gangi mála, en heildarskýrsla með niðurstöðum verkefnisstjóranna verður gefin út í árslok 1989. Valgerður sagði að markmiðið með verkefninu væri að stuðla að breytingum á þeirri kynskiptingu sem orðin er á vinnumarkaðnum, og koma í veg fyrir að hún myndist í nýjum greinum. Verkefnið á enn fremur að stuðla að því að brjóta niður þá múra sem skilja að karla- vinnumarkaðinn og kvennavinnu- markaðinn. Það er ekki endilega gert með því að karlar og konur vinni öll störf jafnt, heldur fyrst og fremst með því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum í þá átt að þær hafi meiri áhrif, betri laun og búi við meira atvinnuöryggi. Það er rétt að benda á að Island hefur svo- litla sérstöðu hvað atvinnuöryggi varðar, því hérlendis vantar fólk í hefðbundin kvennastörf. Atvinnu- leysi er hins vegar mjög mikið meðal kvenna á hinum Norðurlöndunum, markaðurinn er hreinlega mettaður. Starfssvið kvenna er hins vegar ails staðar þröngt, og karlar geta haft áhrif á fleiri sviðum. Það sem fyrst og fremst þarf er hugarfarsbreyting, sérstaklega hjá konum. Það þarf að fá þær til að trúa því að þær geti hlutina, og cinblíni ekki eingöngu á hcfðbundin kvenna- störf, heldur leiti l'anga víðar á vinnumarkaðinum, og auki fjöl- breytni bæði í náms og starfsvali. Við rnunum beita okkur fyrir nám- skeiðum fyrir konur sem hafa hrökklast frá námi vegna barneigna, t.d. með námskeiðum. Einnig er stefnt að því að halda námskeið fyrir konur sent eru að fara út á vinnu- markaðinn eftir nokkurt hlé. Stærsti þátturinn í kynningu og fræðslu á jafnréttismálum eru þó skólarnir. Nýverið efndi Valgerður ásamt Jafn- réttisnefnd Akureyrar til fundar með skólastjórum og yfirkennurum allra grunnskólanna á Ákureyri. Umræðu- efnið var jafnréttis og starfsfræðsla í skólum. Á fundinum var samþykkt að efla slíka fræðslu til muna og taka sem sérstakt fag inní stundaskrá skólanna næsta skólaár. í sumar niunu 2-3 kennarar frá hverjum grunnskóla á Akureyri fara á nám- skeið til að kynna sér námsefnið og undirbúa kennsluna. Miðað er við að jafnréttisfræðsla vcrði í ölluni bekkjuni grunnskóla en starfs- fræðsla í 7.-9. bekk. Ákveðið var að Valgerður skipulegði starfsfræðsl- una í samráði við fræðsluyfirvöld. Að sögn Valgerðar er ntjög ntikil- vægt að snemma sé byrjað að upp- fræða börn um gildi jafnréttis. Það vcrður síðan fylgst með þessum börnum og séð hvað þau taka fyrir að grunnskólanámi loknu. Við mun- um einnig skoða framhaldsskólana, t.d. kynskiptingu milli greina í verk- menntaskólanum. Það verður reynt að styðja við bakið á þeim stelpum sem eru í hefðbundnum strákafög- um, svo þær gefist ekki upp vegna fordóma. Við munum leggja mikla áherslu á starfskynningar, ekki síst með því að fá konur sem vinna hefðbundin karlastörf til að miðla reynslu sinni, sagði Valgerður Bjarnadóttir að lokum. HIÁ GULLIBETRI Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Rugby-íþróttin Alþjóöa rugbysambandið fagnar 100 ára afmæli sínu - Deilur á lofti um framtíð íþróttarinnar ALÞJÓÐA rugbysambandið (IRB) heldur upp á 100 ára afmæli sitt um þessar mundir. Af- mælishaldið er við hæfi en mörgum þykir þó leikurinn vera á viðkvæmu stigi og ekki náð að aðlagast kröfum nútímans. Hin árlega ráðstefna IRB er hald- in í afmælisvikunni og auk þess er boðið upp á tvo leiki þar sem helstu stjörnur rugbyíþróttarinnar etja kappi saman. Hátíðarhöldin fara fram í Englandi og leikið er á Cardiff Arms Park og í sjálfu höfuðvígi rugbyíþróttarinnar, Twickenham. Áhugamannarugby er nú leikið í rúmlega 100 löndum og heimsmeist- arakeppni er fyrirhuguð á næsta ári. Þrátt fyrir þennan fjölda landa eru einungis meðlimir frá átta löndum í IRB sem eru æðstu samtök íþróttar- innar. Hér er að sjálfsögðu um arfleið frá síðustu öld að ræða - arfleið sem reyndar má finna í mörgum öðrum alþjóða íþróttasamtökum. England, Skotland, írland og Wales ráða yfir helmingi atkvæðanna en einnig eiga sæti í sambandinu fulltrúar frá Nýja- Sjálandi, Frakklandi, Suður-Afríku og Ástralíu. Á sfðasta ári samþykkti IRB regl- ur er gerðu ráð fyrir að önnur lönd fái að einhverju leyti aðild að sam- tökunum þó ekki verði um atkvæða- rétt að ræða. Þetta hafðist í gegn þrátt fyrir að IRB hafði orðið fyrir mikilli gagnrýni og er búist við að þessi gagnrýni haldi áfram á þessu ári. Rugby Union (áhugamannarug- by) varð til sem keppnisíþrótt í Englandi á síðustu öld. Það sama á reyndar við um flestar áhorfendaí- þróttir nútímans. íþróttin dreifðist síðan um breska heimsveldið og hefur síðan hægt og bítandi náð auknum vinsældum um allan heim. Ekki er vitað nákvæmlega um upphaf leiksins en í einkaskólanum í bænum Rugby í Mið-Englandi er plata sem á stendur að Willian Webb Ellis nokkur hefði fyrst allra breytt út frá knattspyrnureglum samtímans og tekið bolta í hendur sér og hlaupið með hann. Þetta ku hafa gerst árið 1823 og þar með fæddist rugbyleikurinn. Þó sagan sé góð er sannleiksgildi hennar dregið í efa. Reyndar hafa leikir þar sem boltanum er sparkað og einnig hlaupið með hann í hönd- unum verið stundaðir í Englandi í margar aldir. Öruggt er þó að leikurinn eins og hann þekkist í dag var fyrst stundað- ur í einkaskólanum í Rugby og varð stuttu síðar geysivinsæll í háskólun- um í Oxford og Cambridge. Á árunum í kringum 1860 jukust vinsældir rugbyíþróttarinnar mikið, sérstaklega í Lundúnum, Jórvíkur- héraði á Norður-Englandi og í skosku borgunum Edinborg og Glasgow. Skotland og England háðu svo landsleik í desember árið 1870 og varð sá leikur síðan að árlegum atburði. Miklar deilur voru þó jafn- an uppi um túlkun á leikreglum og sauð upp úr árið 1884. Þá töpuðu Skotar en þarlend yfirvöld neituðu að viðurkenna tapið og var ástæðan enn sem fyrr mismunandi túlkun á reglum leiksins. Það var upp úr þessu deilum sem Alþjóða rugbysambandið var stofnað. Meðlimir þess hittust fyrst árið 1886 en Englendingar komu þó ekki inn í starfið fyrr en þremur árum síðar. Þá hafði krafa þeirra um sex fulltrúa verið samþykkt en Skotland, írland og Wales höfðu tvo fulltrúa hver þjóð. Síðan þá hafa litlar breytingar verið gerðar í starfi og stefnumiðum IRB og reglur um áhugamennsku hefur löngum verið fylgt hvað harð- ast af þessum samtökum. Mörgum þykir fulltrúar IRB vera langt á eftir tímanum og finnst tími til kominn að breyta hinum ströngu áhuga- - mannareglum svo og skipulagi samtak- anna. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort um verulegar breytingar verði að ræða í starfsemi hins íhaldsinnaða IRB (International Rugby Board) og mun þá Tíminn reyna að greina frá því ef svo fer. Rugby er vinsæl íþrótt meðal áhorfenda, sérstaklega í Bretlandi þar sem leikurinn er upprunninn. Hér er tekist á um knöttinn í leik Walesbúa og Englendinga. Fótbolti þeirra Bandaríkjamanna er kominn frá Rugby íþróttinni. Skipulag og gildi þau sem finna má í bandaríska leiknum falla mjög að bandarísku þjóðlífi. Jafntefli er t.d. að mestu óþekkt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.