Tíminn - 27.04.1986, Side 16

Tíminn - 27.04.1986, Side 16
16 Tíminn Sunnudagur 27. apríl 1986 „Hvað um að skreppa nið’rí líkhús?" spurði Michael Caine. „Líkhús?“ endurtók ég og leist síður en svo á hugmynd leikarans. „Já“, sagði Caine. „Við erum að taka upp atriði þarna niðurfrá. Af ástæðum sem ég síður vil taka fram er skítkalt þarna. Best að klæða sig vel“. Michael Caine, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum um hríð, er aftur fluttur til heimalands síns, Bretlands og er þar við upptökur á nýrri kvikmynd sem kölluð er „Flautublásarinn" (The Whistle Blower). Hann leikur hlutverk áhyggjufulls föður en sonur hans vinnur í höfuðstöðvum upplýsingaþjónustu stjórnarinnar í Cheltenham á Englandi. Þegar sonurinn deyr við undarlegar kringumstæður tekur Caine til við að velta steininum og verður var leyniþjónustunnar í leynum. Par sem Geoff Reeve er framleiðandi myndarinnar og þekktur fyrir vönduð vinnubrögð, meðal annars í kvikmynd sinni „Skotveislunni" (The Shooting Party) sem James Mason lék í eitt aðalhlutverka, hefur kvikmyndalið Flautublásarans lagt undir sig stóran hluta Cheltenhamspítalans á laugardegi - meðal annars rauðmáluðu hættudcildirnar þarsem vondar veirur eru á sveimi og líkhúsið þar sem Nigel Havers, sem leikur soninn, átti að liggja helblár á bekk undir laki. Þrátt fyrir langa fjarveru frá heiðum dölum Bretaveldis hefur Caine ekki tapað Cockney skopskyninu. Við biðum í skrifstofu spítalaráðunautsins og í hvert skipti sem Caine lét brandara fjúka sem siðareglur blaðamannsins taka fyrir að séu birtirá prenti, tók hann ofan gleraugun og setti þau strax aftur á nef sér. Michael Caine hefur búið í Hollywood síðastliðin sjö ár, mcðal annars vegna þess að skattar í Bretlandi voru 98% (nú eru þeir aðeins 60% og hann getur sætt sig við það) og einnig vegna þess að stóru framleiðendurnir búa að sjálfsögðu í Mekka kvikmyndaiðnaðarins. „Þá hefur nraður setið til borðs með þeim yfir málsverði stuttu áður og maður er þannig mögulegur kostur, þegar þeir leita að leikurum. Ef þú býrð í Lundúnum, þá kvarta þeir yfir því að hafa ekki séð þig í áraraðir. „Er hann orðinn feitur?" spyrja þeir“. Hann hefur keypt sér bóndabýli í Henley frá fimmtándu öld og verður alfluttur lieim í vor og er nú sérfræðingur í hinum niismunandi hefðum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Caine er frægur safnari hins sérkennilega. Eftirfarandi stúfar eru sýnishorn skoðana eins frægasta leikara í heimi á svona hinu og þessu, en um þær fjalluði hann á meðan á undirbúningi stóð niðri í líkhúsinu. Um heimili hans í Beverly Hills, Hollywood: „Heimili mitt er svo að segja fullkomið. Auk mín búa þar Shakira, kona mín, og dóttir mín, Natasha, sem er tólf ára. Shakira vinnur vel fyrir sér. gerir upp reikningana þegar þess gerist þörf, er hörð í samningum og svo rekur hún skrifstofuna. Hún hefur afsannað þá kenningu að fallegar konur séu heimskar. Hún er sterk og ver heimilisfriðinn!" Um að lifa lífí auðkýfíngins: „Ég lifi því ekki! Ég matreiði sjálfur og sé um garðinn. Ég fer á fætur klukkan 9.30 ef ég er ekki að vinna og fæ mér nýjan greipaldinsafa í morgunverð. Ég á þess vegna í stöðugum vandræðum með að ljúka heilum enskum morgunverði - pylsu, beikoni, eggjum og tómötum með brauði og smjöri og tei með mjólkogsykri. Þettaerhjartakastá silfurbakka í bókstaflegri merkingu!" Um enskan mat: „Hjartakast eða ekki, - það skiptir engu máli. Ég hef saknað ensku pylsunnar og beikonsins. Einnig svínabökunnar, og nýrra kartaflna. Og ensks grænmetis sem bæði lítur vel út og bragðast vel.“ Greinilega munaður sem ekki er veittur í Hollywood. sætið og mæli velæfð spakleg orð.“ Um að halda sér í formi: „Ég trimma ekki, því að ég veit ekki hvert ég ætti svo sem að trimma. En ég syndi og ég á æfingtæki í baðherberginu. Ég leik tennis, tek sólböð og gufuböð þegar ég er ekki að vinna. En aerobic er slæmt fyrir heilsuna og skiptir engu hvað Jane Fonda segir.“ Um bílana: „Ég á fjóra, einn Rolls Royce Silver Wraith, einn Volkswagen sendiferðabíl, annan Volkswagen smábíl og gamlan amerískan dreka. Ég eignaðist fyrsta Rollsinn þrítugur að aldri þegar ég átti velgengni að fagna fyrsta sinni.“ Um flug: „Ef ég þarf að fljúga yfir Atlantshafið flýg ég alltaf með breskum Flugleiðum (British Airways), en áður voru bær lélegar. Nú eru þær stórfínar. Ég hef mælt með þeim við alla mína vini og þeir hafa tekið ráðum mínum. Nú fæ ég aldrei sæti þegar mig vantar þar!“ Um kvikmyndun: „Fólk sem segir að ég sé atvinnu-Cockney leikari hefur ekki farið í bíó síðast liðin tuttugu ár. Ég hef leikið í 54 myndum ýmist glæpamenn, geðsjúklinga, fyllibyttur, homma eða kynskiptinga. Bretar gera talmyndir en Ameríkaninn hreyfimyndir. Ef amerísk stjarna á að fara með þrjár línur í einu, mótmælir hún kröftuglega og segir: „Ég segi aldrei þetta allt saman!“ Kaninn vill keyrslu. En Bretinn segir: „Leikstjóri, þetta er frábær rulla. Ég fæ að halda margar ræður. “ Ameríkaninn talar djúpum hægum rómi á meðan Bretinn talar þrisvar sinnum hraðar þar til hann uppgötvar að enginn skilur hann. Þá hægir hann sér eins og ég hef gert.“ Um það að vera stjarna: „Þá er mikilvægt að taka ekki þátt í myndum þar sem aðalástæða velgengni þeirra á að vera einhverjum öðrum eða öðru að þakka. Eins og til dæmis tæknibrellum. Ef þær skolast niður klóakið fer myndin sömu leið. Þó ég kæmi bara fram sem gestaleikari í litlu hlutverki, þá myndu menn eftir nafninu mínu. Og það getur komið manni í koll síðar.“ Um veðrið: „Ég saknaði umhleypinganna í breska veðrinu þegar ég bjó í Kalíforníu. Og sól, dag eftir dag, verður þreytandi til lengdar. Lundúnabúar kvarta út af veðrinu en þeir gleyma því að Lundúnir eiga allt til og er þannig stillt á rás að aðra þurfa menn ekki, - þeir geta látið sig það sem gerist annars staðar litlu skipta. Nú, ef maður fær svo gömlu sólríku dagana í þokkabót, hefur maður skorað mörg stig.“ Um að konia heim: „Fyrir um það bil ári síðan kom Shakira að mér á vinnustofunni þar sem ég sat að snæðingi með matarbakkann í fanginu og horfði á eldgamlan breskan sjónvarpsmyndaflokk, Fagra Blakk (The Black Beauty). Hún varð mjög hissa en ég sagði henni að það væri sveitasældin breska sem heillaði mig. Ég sá af birtunni og sólinni skóginum að myndin var tekin í mars. Og Shakira, sem er mjög snjöll sagði: „Ef þú hefur stillt inn á gamlan barnamyndaflokk til þess eins að sjá nokkur tré, er líklegast kominn t ími til að við höldum aftur til Englands og kaupum okkur hús.“ Um breytta hætti: „í stríðinu varð ég að flýja til sveitar og bjó hjá veiðimanni í litlu skógarhúsi. Mig hefur alltaf langað til að vera eins og hann, þrátt fyrir að mér leiðast veiðar og datt hvað eftir annað af hestbaki í Zulu. Svo nú munum við uppfylla aðra ósk. Við munum lifa sama lífinu og í Beverly Hills. Og sjálfsagt mun Shakira koma að mér einhvern tímann við sjónvarpið þar sem ég horfi á bandaríska sápu- óperu vegna þess hve fagrar hliðar finnast í Kaliforníu eða Arizona eða Kentucky...“ Um leikinn: „Það er einmitt kominn tími til að taka upp mjög sorglegt atriði þarna niðri. Kemurðu?" „Sama og þegið,“ sagði ég og skundaði hraður aftur til Lundúna. (Þýtt úr First Class) Ég segi vinum mínum að fljúga með breskum Flugleiðum og þeir fara að ráðum mínum. Nú fæ ég aldrei sæti þegar njig vantar þar. Um amerískan mat: „Ég hef lagað mér sallad eða lambasneið í hádeginu á köldum dögum í Kalíforníu. Það verður að vera frosið lambakjöt frá Nýja Sjálandi, sem fæst í kjörbúðinni hans Hrólfs (Ralphs Supermarket), þvf að amerísk lömb lykta af þeim krásjurtum sem þau eru fóðruð á. Stundum geri ég kássu og stundum súpu. Ég elskaði ameríska steik þar til hin háæruverðuga stofnun sem allir bera lotningarfulla virðingu fyrir, - hin ameríska heilsugæslustöð - ,hélt því fram að af góðgætinu fengju menn krabbamein. Síðan hef ég ekki borðað ameríska steik. En ávextir og sallöd eru fyrirtak.“ Um uppáhalds veitingastaðina: „í New York er staðurinn hennar Elínar (Elaine’s) mjög vinalegur og eins þykja mér ágætir staðir Rússneska testofan og La Cirque. 1 Beverly Hills fer ég ekki annað en til Ma Maison. í Lundúnum mæli ég með Langan’s Brasserie í hádeginu - ég er hlutaeigandi - og um kvöldið má halda til Bombay Brasserie. Ég drekk Krug kampavín og hætti að reykja fyrir tuttugu árum síðan.“ Um veisluhöld: „Ég fæ oft heimboð hjá Hollywood klíkunni því að mér dettur aldrei í hug að biðja einhvern um vinnu eða ræða viðskipti við slík tækifæri - það má vel vera að Kalifornía sé yfirborðsleg og að þar sé grunnt á því góða. en menn veita slíkri hegðun athygli. Og þegar manni er boðið að borða er þess vænst að maður bæti á sig aukakílóum, en setjist ekki aftur í Cl AIITII iknviw BLASARINN Michael Caine, í köldum stað við töku nýrrar kvikmyndar, spjallar við William Foster

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.