Tíminn - 31.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.05.1986, Blaðsíða 12
Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. 1. Fóstrur athugið! Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eða í haust. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu bæði hvað varðar almennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 73023. 2. Á leikskólanum Álaborg Hlaðbæ 17, vantar fóstrur við almenn uppeldisstörf, og fóstrur eða þroskaþjálfa til að sinna börnum með sérþarfir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staðnum eða í síma 84150. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júní. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins óskar eftir að ráða forstöðumann Starfið felst í að skipuleggja starf Upplýsingaþjón- ustunnar, annast fjölmiðlatengsl, og útgáfu frétta- bréfs, hafa umsjón með gerð fræðsluefnis o.fl. Umsækjandi þarf að geta tekist á við erfið en spennandi verkefni, hafa reynslu í fjölmiðlun, skipulagshæfileika, gott vald á íslenskri tungu og kunnáttu í Norðurlandamáli og ensku. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, pósthólf 7040, 127 Reykjavík, fyrir 10. júní 1986. VID SEUUM ALLA BÍLA Láttu skrá bílinn strax Umboð fyrir Bílaborg Glóbus NÝJAR 0G N0TAÐAR LANDBÚNAÐARVÉLAR 0.FL. 0.FL. Opið virka daga frá kl. 10-21 Sunnudaga frá 13-19 Okkur vantar hjólhýsi og tjaldvagna á sýningarsvæði okkar BÍLASALAN Vélar og vagnar LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN Sími 99-1504-1506 Eyrarvegi 15 Selfossi 12 Tíminn Laugardagur 31. maí 1986 ÍÞRÓTTIR Laugardagur 31. maí 1986 Tíminn 13, [ÞRÓTTIR Schuster áfram hjá Barcelona Eins og fram hefur komið reiddust forráðamenn Barcelona mikið er Bemd Schuster fór burtu frá Sevilla strax eftir að hafa verið rekinn útaf í leik Barcelona og Steaua. Samt hafa þeir nú ákveðið að hann verði áfram hjá félaginu nema að hann seljist vel. NBA-körfuknattleikurinn: Bird óstöðvandi - gerði 31 stig er Boston Celtics unnu Larry Bird, besti leikmaður NBA-körfuknatt- leiksdeildarinnar í Bandaríkjunum var sannar- lega í stuði í fyrrinótt er lið hans. Boston Celtics, sigraði Houston Rockets 117-95 í íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Góður sigur KS KS-ingar frá Siglufirði gerðu góða ferð suður á mölina í gærkvöldi. Knattspyrnuliðið frá Sigló spilaði gegn Þrótti frá Reykjavík á Val- bjarnarvelli og sigraði 3-2. Staðan í leikhléi var 1-0 fyrir Þrótt. Það voru Þróttarar sem skoruðu fyrst eftir góða sókn. Sigurður Hall- varðsson óð upp og gaf fyrir á Nikulás Jónsson sem lék á mark- vörðinn og renndi boltanum inn. KS jafnaði fljótlega eftir hlé. Þjálfarinn Gústaf Björnsson var þar á ferð eftir þvögu við mark Þróttar. Sigurður Hallvarðsson náði forystu fyrir Þrótt eftir sniðugan undirbúning Nikulás- ar en Gústaf jafnaði aleinn á víta- punkti. Sigurmarkið kom síðan eftir hornspyrnu Gústafs sent fór á koll Harðar Júlíussonar og þaðan í þak- netið. Siglfirðingar voru betri í síðari hálfleik og það dugði. Þróttarar hafa nú aðeins eitt stig eftir þrjá leiki í 2. deild. Þrumumark Kristjáns Nikulás Jónsson skoraði fyrra mark Þrótta í gær en það dugði skammt. Tímamynd-Pétur Frá Cylfa Kristjánssyni á Akureyri: Þrumumark Kristjáns Olgeirsson- ar þegar um mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma tryggði Völsungum jafntefli gegn KA á malarvelli KA á Akureyri. „Við áttum þetta fyllilega skilið. Baráttan okkar í seinni hálfleik var gífurleg og ég er mjög ánægður“ sagði Kristján el'tir leikinn. Það var Tryggvi Gunnarsson sem náði for- ystu fyrir KA í fyrri hálfleik mcð marki af stuttu færi. Hans fjórða rnark í þremur leikjum í 2. deild. I fyrri hálfleik áttu KA-menn betri færi en Völsungar komu inní ntynd- ina í þeint síðari og uppskáru eftir því. Leikir í dag í dag verða fjórir leikir í 1. deild. KR mætir ÍA, Eyjamenn taka á móti Blikum, FH mætir Val og Víðir tekur á móti Þór. Á morgun spila síðan Eram og ÍBK. Allir leikirnir hefjast kl. 14:00. , FRA ISLANDI_ m FÆREYJA . -'Zpþ-.H ’aÞ,' V' í.% i yA-'-jf''*;- •' : — SKOTLANDS 16.550r OG HEIMAFTUR FYRIR AÐE/NS KR. Flug til Færeyja er ekki aöeins ódýrt - þaö er skemmtilegt og þaö erlíka nýstárlegt því eyjarnar átján hafa ótrúlega margt aö bjóöa gesti. Eftir dvöl í Færeyjum er hægt aö fljúga beint þaöan til Skotlands - í innkaup í Glasgow eöa skoða heillandi fegurö skosku Hálandanna. Aflaðu þér upplýsinga hjá næstu söluskrifstofu Flugleiöa, umboðsmanni eða ferðaskrifstofu um þennan ódýra og nýstárlega feröamöguleika. FLUGLEIDIR Kynningaríargjald Rockets í öðrum leik liðanna annarri viðureign liðanna í úrslitum NBA deildarinnar. Bird skoraði 31 stig í leiknum, tók átta fráköst, stal boltanum fjórum sinnum og átti sjö stoðsendingar (sendingar sem gefa körfu). Hann varð efstur í leiknum í öllum þessum atriðum. Það eina sem K.C. Jones þjálfari Celtics gat sagt um leik Birds var: „Rosalegt.“ Boston náði forystu fyrir hlé og þegar þriðja lotan af fjórum (4x12 mín.) var komin af stað hafði Boston náð yfir 20 stiga forskoti og það var ekki látið af hendi. Næstir Bird í stigaskorun fyrir Celtics voru McHale með 25 og Dennis Johnson með 18. Hjá Rockets skoraði Olajuw- on 21 stig en Sampson 18. Sampson varð að fara af velli um stundarsakir í leiknum til að láta sauma saman á sér augabrún. En hún skarst í sundur í hita og baráttu leiksins. Næstu þrír leikir verða spilaðir í Houston. Þar eru heima- menn mjög sterkir og tapa varla leik. Eins og Tíminn skýrði frá í gær þá var Larry Bird valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þriðja árið í röð af íþróttafréttamönnum sem fjalla éingöngu um körfuknattleik. í umfjöllun margra þeirra um Larry Bird kemur það fram að hann er álitinn besti leikmaður allra tíma í NBA-deildinni. Þetta eru „einherjar ’85“ þ.e. þeir sem fóru holu í höggi á því árinu. Þeir mættu fyrir stuttu í boð hjá Vang hf. sem er umboðsaðili Johnnie Walker á íslandi þar sem þeim voru afhent verðlaun er fylgja þeim heiðri að fara holu í höggi. Þeir sem náðu þessum áfanga eru (ekki rétt röð á mynd): Adolf Ásgrímsson GL, Aðalstcinn Gíslason GHH, Ámundi H. Ólafsson GK, Arnar T. Sigþórsson GG, Ásgeir Sigurðsson GL, Bert Hanson NK, Björgvin Björgvinsson GR, Bragi Jónsson GR, Guðmundur Sveinbjörnsson GK, Guömundur Valdimarsson GL, Hafsteinn Jónsson GHH, Haraldur Júlíusson GV, Haraldur Kristjánsson NK, Helgi V. Jónsson GR, Hilmir Þór Ásbjörnsson GE, Ingólfur Isebarn GR, Jóhann P. Andersen GA, Jón Baldvin Hannesson Gl, Karl Jóhannsson GG, Kjartan Gunnarsson GOS, Knútur Björnsson GK, IVlagnús Birgisson GA, Margeir Margeirsson GS, Marteinn Guðjónsson GV, Olafur Sigurðsson GÍ, Ottó Örn Pétursson NK, Ragnar Guðmundsson GV, Rúnar Geir Gunnarsson NK, Viggó Viggósson GR, Þorsteinn Hallgríms- son GV, Einn kylHngur náði því takmarki að fara tvisvar sinnum „holu í höggi“ í golfi sl. sumar. Það var Lúðvík Gunnarsson, GS sem vann það afrck á 16. hraut á Hólmsvelli í Leiru 10. júlí og svo aftur á 12. braut á sama velli tveim mánuöum síðar. Malcolm Allison, hinn kjaftfori enski framkvæmdastjóri sem gert hefur hina og þessa hluti bæði í ensku deildinni sem og erlendis, hefur ákveðið að gerast fram- kvæmdastjóri hjá Vitoria Setubal í Mót hjá Keili í maí mánuði hafa verið haldið þrjú opin mót hjá Golfklúbbnum Keili. Þann 4. maí var Kays - mótið haldið. Gefandi verðlauna var B. Magnússon — Kays umboðið. Þátttakendur voru 129. Úrslit án forgjafar. 1. Úlfar Jónsson GK 71 högg 2. ívar Hauksson GR 73 högg 3. Ragnar Ólafss. GR 73 högg Úrslit með forgjöf. 1. Jens Jensson GR 65 nettó 2. Ögm. Ögmunds GS 67 nettó 3. Arnar Ólafss. GK 68 nettó Þann 19. maí var Panasonic - mótið haldið. Gefandi verðlauna var Japis hf. Þátttakendur voru 105. Úrslit: 1. Sigurður Hólm GK 42 punktar 2. Róbert McKee GK 40 punktar 3. Guðl. Georgss. GK 38 punktar 24. og 25. maí var Flugleiðamótið haldið. Gefandi verðlauna Flugleiðir hf. Þátt- takendur voru 71. Úrslit án forgjafar. 1. Úlfar Jónsson GK 138 högg 2. Tryggvi Traustason GK 141 högg 3. Hannes Eyvinsson GR 144 högg Úrslit með forgjöf. 1. ívar Arnarsson GK 129 högg nettó 2. Tryggvi Traustason GK 131 högg néttó 3. Úlfar Jónsson GK 134 högg nettó Unglingameistaramót Þann 7. júní nk. verður háð á íþróttavellinum í Keflavík unglinga- meistaramót íslands í frjálsum íþróttum. Unglingameistaramót hefur ekki farið fram í á annan áratug, en nú hefur verið ákveðið að endurvekja það með glæsibrag. Þátt- tökurétt hafa allir þeir sem eru 20 ára á árinu eða yngri, svo framarlega sem þeir hafi náð tilskildum lág- mörkum. Keppt er með fullorðins- áhöldum. Skráningar berist á keppniskort- um til skrifstofu FRÍ eða Helga Eiríkssonar, Heiðarholti 4,230 Kefl- avík (s. 92-4821) eigi síðar en þriðj- udaginn 3. júní ásamt þátttökugjaldi sem er kr. 200 á grein og kr. 400 fyrir boðhlaupssveit. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 3 fyrstu sæti í hverri grein. Þeir sem hefðu áhuga á gistingu í Keflavík aðfaranótt laugardags hafi samband við Helga Eiríksson í síma 92-4821 sem fyrst. Portúgal. Setubal er í 2. deild þar í landi og enn sem komið er þá er samningur Allisons bara munnleg- ur. Forseti félagsins lýsti því þó yfir að allt væri öruggt. Wallace ráðinn til Sevilla Eyrrum framkvæmdastjóri Glasgow Rangcrs, Jock Wallacc, hcfur verið ráðinn þjálfari hjá spænska 1. dcildarliðinu Sevilla til eins ára. Wallace, scm cr 50 ára, hætti hjá Rangers á þessu ári þrátt fyrir að eiga nokkur ár eftir af samningi við félagið. Voru báðir aðilar ánægðir með þessa niðurstöðu. Eins og víða er vitað þá tók Graeme Souness við framkvæmdastjórastöðunni hjá Rangers. Larry Bird er engum líkur. Hann getur unnið körfuknatt- leiksleik næstum uppá eigin spýtur. GARDENA w gerir garðinn frœgan Nú er tími garðrœktar og voranna í GARÐHORNINU hjó okkur kennir margra grasa Allskonar slöngutengi, úðarar, slöngur, slöngustatív, slönguvagnar. Margvísleg garðyrkjuáhöld, þar sem m.a. að einu skafti fellur fjöldi áhalda. Kant- og limgerðisklippur, rafknúnar handsláttuvélar Skóflur - Gafflar - Hrífur. í garðs-|HB| horninu h|a okkur kennir margra Gunnar Ásgeirsson hf. yrflSQ Lítið inn Suóurlandsbcairt 16 Sími 9135200 Akurvík. Akurevri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.